Tíminn - 02.11.1973, Qupperneq 1

Tíminn - 02.11.1973, Qupperneq 1
fóðurvörur ÞEKKTAR UM LAND ALLT MlWjffl 255. tölublað — Föstudagur 2. nóvember — 57. árgangur. LÆKNANEMAR i Háskóla islands gera verkfall i dag og á morgun. Þeir munu hvorki kom i kennslustundir né sinna lestri þessa daga. Verkfall þetta tekur til um 450 stúdenta, og verður verkfallsvörður settur til þess að fylgjast með því, að enginn skerist úr leik. Læknanemarnir munu safnast saman við Landspitalann klukkan eitt i dag og ganga þaðan fylktu liði niður á Arnarhól. Hafa þeir i huga að afhenda mennta- málaráðherra og heilbrigðis- málaráðherra áskorun um úrbæt- ur á þvi, sem þeim þykir óviðun- andi og að þvi búnu verður haldið suður að háskóla og gengið á fund Ölafs Björnssonar prófessors, sem nú gegnir störfum rektors. — Með þessum aðgerðum vilja læknanemar leggja áherzlu á tvennt, segja forvigismenn þeirra — i fyrsta lagi mótmæla fjölda- takmörkun i læknadeild og i öðru lagi leggja áherzlu á kröfur læknadeildar um úrbætur i hús- næðismálum. Um fjöldatakmörkunina segja þeir, að hún feli i sér óverjandi mismunun árganga, og verði að telja það mikla ógæfu að deildin sá ástæðu til þess að tengja saman húsnæðisskort sinn og tak- mörkun á fjölda nemenda á þann hátt, er gert hefur verið. Þvi siður sé þetta réttlætanlegt, þar sem ástandið i húsnæðismálum læknadeildar sé að hluta sök hennar sjálfrar og starfi af inn- byrðis ósamkomulagi um ein- stakar byggingar á Landspitala- lóðinni, sem tafið hafi framgang mála um árabil. Sé óviðurkvæmi- legt, að deildin beiti stúdentum fyrir sig sem vopni til þess að fá þvi framgengt, sem hún sjálf hefurekki borið gæfu til að leysa vegna sundurþykkis. Þá er það, segja lækna- stúdentar, háskaleg ráðstöfun að fækka læknanemum og binda fjölda þeirra við einhverja til- búna og órökstudda tölu samtimis þvi, að allt er óvissu háð, hvernig rætist úr læknaþörfinni i landinu á komandi árum. Slikt háttalag gæti jafnvel átt þátt i þvi, að blómleg byggðarlög i landinu fari i auðn sökum ófull- nægjandi heilbrigðisbjónustu, en Framhald á bls. 23 Hallveig Fróðadóttir liggur nú við Ægisgarð í Iteykjavikurhöfn, og biður eftir nýjum eigendum. (Tlmamynd: Róbert) Hallveig auglýst til sölu SKIP verða gömul og úrelt og önnur ný koma i þeirra stað. Al drei hefur þessi endurnýjun verið örari en í dag, þegar hver nýr skut- togarinn kemur á fætur öðrum, nýtízkuleg og glæsi- leg skip. Gömlu togararnir eru ýmist seldir úr landi og þá oftast til niðurrifs, eða seldir innlendum aðilum, sem gera þá upp og jafnvel breyta þeim til annars konar veiða en þeim var ætlað í upphafi. Hinn 25 ára gamli síðutogari Bæjarút- gerðar Reykjavíkur, Hallveig Fróðadóttir, hefur nú verið auglýstur til sölu, en skipið var smiðað árið 1948. Hallveig Fróðadóttir er ný- komin úr sölutúr til Þýzkalands, en var auglýst til sölu i þessari viku. Er blaðið hafði samband við Þorstein Arnalds, sagði hann, að ekki væri enn komið tilboð i skipið og væri það eðlilegt, þar sem svo stutt er siðan skipið var auglýst. Þorsteinn sagði, að reynt yrði að selja skipið innlendum aðilum, með það i huga að skipið yröi áfram i notkun. Vonuðust menn til að einhver vildi kaupa það til áframhaldandi notkunar t.d. að þvi yrði breytt i loðnuskip. Ekki vildi Þorsteinn gefa neinar upplýsingar um ástand skipsins, en sagði að þeir hjá B.Ú.R. vildu að væntanlegir kaupendur kæmu sjálfir og kynntu sér ástand þess. Bæjarút- gerðin á tvo aðra gamla siðutog- ara þ.e. Hjörleif og Þormóð goða. Þorsteinn sagði, að ekki heföi enn komið alvarlega til tals, að B.Ú.It. færi að gera út á annað en togveiðar, t.d. að breyta skipum Framhald á bls. 23 ttOTCL UOFTLÐOfí SUNDLAUGIN er eitt at mörgu, sem ,,Hótel Loftleiöir'' hefur til sins ágætis og umfram önnur hótel hérlendis. En þaó býöur llka afnot af gufubaöstofu auk snyrti-, hérgreiðslu- og rakarastofu. VISID VINUM . A HOTEL LOFTLEIÐIR. 450 læknanemar gera fall í dag og á morgun Heilbrigðisþjónustan og menntun lækna í veði, segja þeir Loftskeyta stöðin í Gufunesi verður að þoka um set OKKUIt hefur fundizt loft- skeytastöðin i (iufuncsi vera nokkuð afsiðis, þar scm hún var sclt niður á sinum tima, fjarri iillu skarkalasömu umhverfi. En allt er breyt- ingum undirorpið, og nú er nálægð mannvirkja og tækja farin að bafa truflandi áhrif á rekstur hcnnar. Auk þess er Rcykjavikurhorg oröin svo aökrcppt meö land, að hún verður að fara að teygja anga sina lengra og lengra upp mcð Grafarvogi. 1 umræðum á borgar- stjórnarfundi í gær vék Guð- mundur G. Þórarinsson að bvi. að skÍDulagsmál Reykjavikur voru á dagskrá, að senn ræki að þvi, að loft- skeytastööin yrði að vikja, og seinna i umræðunum staðfesti Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri þetta. Þessi mál munu þegar hafa verið rædd við póst- og simamálastjórnina, sem nú verður að fara að svipast um eftir nýjum slað, sem hentar loftskeytastöðinni. Eins og gefur að skilja mun verða kostnaðarfrek framkvæmd að reiga nýja loftskeytastöð og rifa Gufu- nesstöðina. En það virðist sem sagt eitt af þvi, sem ekki verður komizt hjá að gera, áður en mjög mörg ár liða. Bandarískur lögfræðingur í lagadeild Hóskóla íslands: Hafi verið hróflað við segulbönd- unum, verður forsetinn að fara fró í GÆR flutti bandariski lög- fræðingurinn Kopp fyrirlestur fyrir laganema við Háskóla islands, og fjallaði fyrir- lesturinn m.a. um lögfræðileg vandamál i sambandi við Watergatemálið. Eftir fyrirlesturinn svaraði hann fyrirspurnum, og var hann m.a. spurður, um, hvaða trygging væri fyrir þvi, að ekki hafi verið hróflað við segulböndum með einkavið- ræðum forsetans við ráðgjafa sina varðandi Watergate- málið, Svaraði Lög- fræðingurinn, að engin trygging væri fyrir sliku, en menn yrðu að taka orð forseta Bandarikjanna trúanleg. I öðru lagi var hann spurður um hvað skeði, ef i ljós kæmi að átt hefði verið við böndin og þau rangfærð. Þvi svaraði Knopp til, að þá yrði forsetinn að segja af sér, eða að öðrum kosti mundi þingið samþykkja að svipta hann embætti, þar sem hann hefði fyrirgert þvi trausti, sem til forseta er krafizt. Rétt er að taka fram, að Kopp var ekki búinn að frétta um siðustu atburði i sambandi við segulböndin, það er að segja, að tvö segulbandanna væru sögð glötuð og yrðu ekki afhent enda þótt forsetinn væri áður búinn að iofa þvi, að svo yrði gert. Lögfræðingurinn kom hingað i boði lagadeildar Há- skóla tslands fyrir milligöngu upplýsingaþjónustu Banda- rikjanna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.