Tíminn - 02.11.1973, Side 4
4
TÍMINN
Föstudagur 2. nóvember 1973
Framliðnir hafa
dhuga á
bókaútgáfu víðar
en á íslandi!
Kona i Madridvaknaðivið sim-
ann i Simanum þekkti
hún rödd vinar sins, sem haföi
verið rithöfundur i lifandi lífi, en
var nýlátinn. Konan varð
ofsahrædd og stóð stjörf með
simtóliö i hendinni og gat ekkert
sagt, en röddin i simanum sagði
henni að fara heim i ibúö vinar
hennar og leita i ákveðinni
skúffu, en þar muni hún finna
handrit að bók, sem ekki .sé
alveg frágengið, en hann biður
hana að reyna að ganga frá bók-
inni og koma til útgefanda.
Þessi kona, sem er þekkt leik-
kona i Madrid geröi ein9 og hún
var beðin um. Bókin var gefinút
með formála eftir leikkon-
una og er nú mikið lesin bók á
Spáni. fyrir dauða höfundar-
ins hafði litið álit verið á bókum
hans, en nú er farið að tala um
endurútgáfu á þeim. Þegar at-
hygli almennings er vakin, er
frægðin ekki langt undan, og er
þetta ekki i fyrsta sinni, sem
listamenn verða fyrst frægir
eftir dauða sinn.
☆
Þar er sungið og
rallað við vinnuna
Það hefur löngum verið siður
fólks að syngja við vinnu sina,
eða að minnsta kosti raula fyrir
munni sér, og fer þá söngurinn
ekkert eftir þvi, hvort fólkið sé i
rauninni lagvisst, eins og það er
kallað, eða laglaust. Söngur hef-
ur ævinlega verið talinn hafa
góð áhrif á hinn vinnandi mann,
og jafnvel verið til þess að fólki
hefur veitzt vinnan auðveldari.
Þess vegna er það nú að verða
stöðugt algengara i Vestur-
Þýzkalandi, að fyrirtæki leyfi
starfsliði sinu að hlusta á tónlist
i vinnutimanum. Hafa fyrrtæki
lagt mikið kapp á að útvega sér
alls konar segulbandsspólur
með tónlist af ýmsu tagi, sem
siðan eru spilaðar fyrir fólkið á
meðan það vinnur. Er nú talið,
að ekki færri en sjö milljónir
manna hlusti þannig á tónlist i
vinnunni i Þýzkalandi, bæði á
skrifstofum i verksmiöjum og á
öðrum vinnustöðum. Um
fimmtán þúsund fyrirtæki, sem
vitað er um, greiða milli 100 og
500mörk á mánuði fyrir afnot pf
áðurnefndum segulbandsspol-
um, sem bæði er hægt að kaupa
og fá leigðar. Vitað er með
vissu, að i Munchen einn: eru 30
þúsund manns, sem hlusta á
sömu segulbandsspólurnar i
vinnunni, og nú geta sjúklingar,
sem koma á læknastofur og
þurfa oft á tiðum að biða þar
nokkra stund,haft gaman af að
hlusta þar áýmisskonar tónlist.
Tónlistin, sem leikin er inn á
böndin, er sérstaklega valin, og
eru sálfræðingar hafðir með i
ráöum. Þar er ekki um að ræða
tónlist, sem getur af einhverj-
um ástæðum dregið athygli
fólksins allt of mikið að henni
sjálfri hennar vegna. Til dæmis
eru ekki notuð óvenjuleg hljóð-
færi, svo fólk hætti ekki að vinna
og fari að hlusta i staðinn, það
er ekki vinnuveitandanum til
þurftar, og þar með hefði tón-
listin glatað tilætluðum tilgangi
sinum. Tónlistin er lika ekki
sú sama fyrst á morgnana eða
siðast á daginn, er vinnutiman-
um er að Ijúka. Þannig er hægt
að velja tónlistina með það fyrir
augum að koma i veg fyrr, að
fólk fari að hægja á sér, þegar
liða tekur á daginn og það fer
að hugsa til heimferðar. Einnig
eru leikin fremur hæg lög, þegar
menn venjulega vinna af hvað
mestu kappi. Allt er þetta sem
sagt með ráðum gert til þess að
ná sem mestum afköstum frá
hverjum og einum. Ýmsir hafa
þó látið i ljós þá skoðun, að
kannski hafi tónlistarflutning-
urinn ekki eins mikil áhrif og
aðrir hafa haldið fram. Þeir
segja, að fólk þreytist, hvort
sem þaðhlusti á tónlist eða ekki,
en hvað sem þvi liður, þá að-
hyllast stöðugt fleiri forráða-
menn fyrirtækja þessa ný-
breytni i rekstri fyrirtækisins,
og kaupa eða leigja segul-
bandsspólur með afþreytingar-
tónlist fyrir starfsfólk sitt.
☆
Tungumálakennsla
á
klósettpappírnum
Vestur-þýzkt pappirsfyrirtæki
hefur fundið nýja leið til þess að
gera vörur sinar eftirsóttar.
Fyrirtækið hefur tekið upp á þvi
að framleiða klósettpappir með
nýtizkulegri tungumálakennslu.
Með þvi að velja rétta tugund
klósettpappirs getur þú fengið
þér „kennslubók” i ensku,,
dönsku, eða hvaða tungumáli
öðru, svo að segja, þvi alls hefur
fyrirtækið gefið út kennslubréf i
26 tungumálum. Kennslan fer
fram i eins konar „kennslubréf-
um”, svipað og gerist i bréfa-
skólum, og hvert bréf er endur-
'tekið átta sinnum á sömu
klósettrúllunni. Þarna virðist
vera komin ný og mjög hagstæð
leið til heimanáms fyrir fólk, og
jafnvel mættu fyrirtæki velta
fyrir sér, hvort ekki gæti verið
hagkvæmt að hafa klósett-
pappir sem þannan á vinnu-
stöðum sinum, og auka með þvi
þekkingu starfsfólksins.
Reyndar gætu klósettferðirnar
orðið einum of margar, og við-
dvölin kynni að verða of löng
lika, ef fólkið fengi verulegan
áhuga á náminu.
Skíðaferðir að sumarlagi
Margir skiðamenn eru óhressir
yfir þvi, að komast ekki á skiði
á sumrin, þar sem litið er um
snjó. Or þessu má bæta og það
gera menn i Þýzkalandi með
þvi að æfa sig á skiðum i grasi.
1 Oberreifenberg / Taunus i
Vestur-Þýzkalandi fer fram
keppni á skiðum i grasi á
hverju sumri, og þessi mynd er
einmitt tekin,er ein slik keppni
stendur sem hæst. Til
Oberreifenberg koma skiða-
menn hvaðanæfa að úr Þýzka-
landi og skemmta sér hið
bezta, eins og sjá má á
myndinni. Kannski við getum
tekið upp grasskiðaferðir næsta
sumar hérlendis.
DENNI
DÆMALAUSI
Það er
bezt að segja sannleikann. Það
segir hún að minnsta kosti.