Tíminn - 02.11.1973, Síða 11
Föstudagur 2. nóvember 1973
TÍMINN
11
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson.
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — aug-
lýsingasími 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 22 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f.
Ný jarðalög
Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra
hefur lagt fram stórnarfrumvarp á Alþingi til
jarðalaga.
Tilgangur laganna er að tryggja, að nýting
lands utan skipulagðra þéttbýlissvæða sé eðli-
leg og hagkvæm frá þjóðhagslegu sjónarmiði
og að eignaráð á landi og búseta á jörðum sé i
samræmi við hagsmuni sveitarfélaga og
þeirra, sem landbúnað stunda.
Eins og kunnugt er, hefur þessi mál borið hátt
i umræðum hér á landi á undanförnum árum,
enda hefur það færzt i vöxt, að bújarðir séu
keyptar háu verði vegna laxveiðihlunninda, og
þar sem góð aðstaða er til að setja niður
sumarbústaði.
Verð slikra jarða er þegar orðið svo hátt, að
sjaldnast er viðráðanlegt fyrir bændur að
kaupa þær, og reynist oft fullerfitt fyrir
sveitarfélög, þótt þau eigi lögboðinn forkaups-
rétt.
Afleiðingin hefur þvi orðið sú, að margar
kostarikar bújarðir hafa verið skákaðar niður,
en það hefur heft eðlilegan búrekstur, og á
mörgum hefur föst búseta lagzt niður.
Allir viðurkenna nauðsyn þess, að þéttbýlis-
fólk eigi kost á þvi að fá landspildur til ræktun-
ar og útivistar og til að reisa sumardvalarhús.
Reynslan sýnir, að brýn þörf er á að fylgjast
með slikri ráðstöfun lands og hafa áhrif á, hvar
og hvernig landi er ráðstafað á þann hátt. Að
öðrum kosti vofir yfir stórfelld röskun á bú-
setuaðstöðu fólks á dreifbýlissvæðum umfram
það, sem þegar er orðið, og óeðlileg verðhækk-
un lands.
Hinum nýju jarðalögum er ætlað að veita
byggðarlögunum meira áhrifavald i þessum
efnum, styrkja aðstöðu bænda, bændaefna og
sveitarfélaga til jarðakaupa, skapa aðstöðu til
að fylgjast með öllum ráðstöfunum fasteigna
og fasteignaréttinda utan skipulagðra þétt-
býlissvæða og hafa áhrif á verðlag þeirra.
Árásum verður svarað
í fréttatilkynningu frá framkvæmdanefnd
svonefndrar Möðruvallahreyfingar, sem Þjóð-
viljinn birti i gær, er látið að þvi liggja, að sá
ritstjóri, sem skrifaði leiðara Timans sl. mið-
vikudag, þar sem mótmælt var rógi þeim um
Framsóknarflokkinn og forystumenn hans,
sem fram kemur i bréfi framkvæmdanefndar
Möðruvallahreyfingar, sé einn um þá skoðun
og afstöðu. Þessi óskhyggja framkvæmda-
nefndarmanna Möðruvallahreyfingar er dæmi
um þá pólitisku blindu, sem þessir menn
virðast haldnir. í bréfinu segir, að þeir sem
ráða raunverulegri forystu Framsóknar-
flokksins liti á byggðastefnu sem loforða-
glamur, hlúi að varasamri gróðamyndun og
fjármálaspekúlasjónum, vilji tengja Island við
erlent herveldi sem lengst, og fleira af sliku
tagi. Framkvæmdanefndarmenn Möðruvalla-
hreyfingar mega vita það, að það er sameigin-
legt álit beggja stjórnmálaritstjóra blaðsins og
Ólafs Jóhannessonar, forsætisráðherra, for-
manns Framsóknarflokksins, að i bréfinu sé
árás á flokksstjórn Framsóknarflokksins og
trúnaðarmenn hans, sem ekki megi láta ómót-
mælt. Slikum árásum mun Timinn mótmæla,
hvaðan sem þær koma og hverjir, sem i hlut
eiga. -TK
Charles W. Yost:
Ekki má glata því,
sem áunnizt hefur
Hvorugur aðilinn getur krafizt þjóðfélagslegra breytinga
Brézjnpf <>g Nixon
Charles W. Yost, seni um
skeiö var sendiherra
Bandarikjanna hjá Saniein-
uðu þjóöunum, liefur nýlega
birt i The Christian Science
Monitor tvær greinar, sem
hann nefnir: Ar Evrópu. t
fyrri greininni ræöir hann
einkum viðræöurnar milli
austurs og vesturs, en f siö-
ari greininni um samskipti
Bandarikjanna, Vestur-
Evrópu og Japans.
ARIÐ 1973 átti að vera ,,ár
Evrópu”. öhætt mun þó að
segja, að þetta ,,ár Evrópu”
hafi ekki byrjað i alvöru fyrr
en i september, og muni þá
vara næsta ár.
Með orðunum ,,ár Evrópu”
(sem Japan var stundum
skeytt við sem eins konar
neðanmálsathugasemd) átti
rikisstjórn Nixons við, að þá
væri ætlunin að rétta stefnu
Bandarikjamanna nokkuð til
hæfis bandamönnum þeirra i
Evrópu, en þeim þótti mörg-
um hverjurp,sem stefnan hefði
sveigzt nokkuð vegna kapps-
ins, sem Bandaríkjamenn
lögðu á að bæta sambúðina við
Sovétmenn og Kinverja.
Stefnuréttingin átti einkum
að koma fram i tvennu: Ann-
ars vegar er sameiginleg við-
leitni risaveldanna beggja til
bættrar sambúðar, bæði með
aðild sinni að öryggismála-
ráðstefnu Evrópu og gagn-
kvæmum samningum um
minnkun fastahers i Mið-
Evrópu. Hins vegar er alþjóð-
leg viðskiptaaukning og breyt-
ingar og úrbætur i peninga-
málum, sem eiga að verða öll-
um til ávinnings. Frá sjónar-
hóli Bandarikjamanna er þó
aðalatriðið að koma i veg fyrir
árekstra við bandamenn i
Evrópu og Japan.
ÞETTA hefir allt verið
undirbúið af kappi um alllangt
skeið, en það var ekki fyrr en i
september, sem tekið var til
við hin alvarlegri störfin.
Nefndir öryggismálaráðstefn-
unnar komu þá saman i Genf
til þess að reka saman samn-
inga, og að þvi starfi verða
þær að minnsta kosti i sex
mánuði. Nú i október hefjast i
Vin samningaviðræður um
minnkun herafla, en þar er
jafnvel við enn erfiðari og
margslungnari vanda að eiga.
Á fundi i Kaupmannahöfn i
september komu leiötogar
Efnahagsbandalags Evrópu
sér fyrst saman um megin-
stefnu i hinum ýmsu málum.
Talsmaður þeirra, utanrikis-
ráðherra Dana, og utanrikis-
ráðherra Bandarikjanna hitt-
ust svo i New York til þess að
bera saman bækur sinar um
hana og athuga, hvort nægi-
lega litið bæri á milli til þess
að rétt teldist, að Bandarikja-
forseti legði leið sina til
Evrópu fyrir áramót á eins
konar toppfund þar.
Mig hefir lengi grunað, að
varla hentaði öllum hlutaðeig-
endum, og ekki fremur Nixon
forseta en öðrum, að hraða sér
svo mjög i þessum efnum,
enda verður ekki komið auga
á neina knýjandi nauðsyn til
þess. Miklar likur eru á, að
sameiginlegar yfirlýsingar,
sem áformað er að Vestur-
veldin gangi frá i stað Atlants-
hafssáttmálans nýja, og eins
þær sameiginlegu yfirlýsingar
Vesturveldanna og Austur-
veldanna, sem vænzt er að
verði á öryggismálaráðstefn-
unni, verði öllu fremur i ætt
við loftið en hið fasta efni.
Þetta má sem bezt biða til
næsta árs. Samskipti Banda-
rikjamanna og Evrópumanna
og vandamál Evrópu eru svo
nátengd, að sérhvert ár hlýtur
að verða ,,ár Evrópu” að
verulegu leyti.
EITT atriði, sem snertir
þessi mál öll, er ákaflega við-
kvæmt, og timinn skiptir þar
einmitt meginmáli. Þarna á
ég við sjálft loftslag hinnar
bættu sambúðar, bæði bættrar
sambúðar Bandarikjamanna
og Sovétmanna og bættrar
sambúðar Austurveldanna og
Vesturveldanna innan
Evrópu. Munurinn er þarna
svo mikill og áberandi, bæði á
félagsmálakerfunum og
menningunni sjálfri, að sá
sambúðarbati, sem þegar er á
orðinn, gengur kraftaverki
næst
Framtið sambúðarbatans er
ákaflega tvisýn, enda er hann
i eðli sinu andstæður brýnum
hagsmunum á báðar hliðar og
máttugum öflum þvert um
geð. Vert er i þessu sambandi
að minnast þess, sem gerðist
fyrir þrettán árum, þegar þeir
Krústjeff og Eisenhower lögðu
sig alla fram um að bæta sam-
búðina. Litið atvik, U-2 málið,
gerði þá viðleitni að engu á
svipstundu. Nú stafar sam-
búðarbatanum einna mest
hætta af tvennu: illri meöferð
Sovétmanna á minnihlutahóp-
um og eðlilegum, en engu að
siður dálitið barnalegum, við-
brögðum vestrænna manna
við þessari meðferð.
GAT nokkur gert sér vonir
um i alvöru, að stjórnar-
herrarnir i Kreml ætluðu að
aðhyllast lýðræðislegt frelsi
árið 1973 eða 1974 til endur-
gjalds fyrir aukin viðskipti og
afvopnunarsamninga, sem
hvort tveggja er engu siður i
þágu vestrænna manna en
austrænna? Reynslan af slik-
um samningum kann að hafa
sin áhrif, þegar fram iiða
stundir, og öryggisráöstefnan
kann að þoka hurð frá staf og
opna ofurlitla glufu til sam-
skipta. Þetta tvennt kann að
draga slagbrandana frá hurð-
um sovézka samfélagsins
smátt og smátt. Tilraun til að
opna það með afli i einu vet-
langi yrði sennilega til þess
eins, að hurðinni yrði skellt á
hið vestræna nef, samningar
um afvopnun og viðskipti færu
lorgörðum og minnihluta-
hóparnr yrðu enn harðar
leiknir en áður.
Játa verður, að Bandarikja-
menn eru dálitið hlutdrægir,
þegar þeir fordæma syndir
Sovétmanna, en umbera eigin
syndir með þolinmæði. Setjum
svo sem snöggvast, að Sovét-
menn lýstu yfir, að daglegur
skammtur af ofbeldi i banda-
risku sjónvarpi auki svo á
árásarhneigð Bandarikja-
manna, að þeir treystist ekki
til aö semja við þá um frek
ari takmarkanir vigbúnaðar
fyrr en að búið er að setja of-
beldissýningunum viðhlitandi
skorður. Hvernig brygðust
Bandarikjamenn við slikri
yfirlýsingu?
ÉG dreg þetta dæmi fram i
þessu sambandi vegna þess,
að bætt sambúð og samvinna
Austurveldanna og Vestur-
veldanna að vissu marki er sá
grunnur, sem sérhvert nýtt
,,ár Evrópu” verður að risa
upp af. Að öðrum kosti bæri
árið 1974 þvi sem næst sama
stjórnmálablæ og 1954 eða
1964.
Vestrænir menn ættu fyrir
alla muni að krefjast þess, að
sérhver eftirgjöf af þeirra
hálfu i hermálum, efnahags-
málum, menningarmálum,
eða hvaða málaflokki sem er,
sé endurgoldin með sams konar
eftirgjöf af hálfu Sovétmanna.
En hvorugur aðilinn getur
gert sér vonir um að koma
fram grundvallarbreytingum
á samfélagi hins i einni svip-
an. Það tekur langan tima og
kostar mikla þolinmæði.
Setja ber ofar öllu, á ári
Evrópu”, að halda þvi, sem
þegar hefir áunnizt. Það er
unnt að gera, og unnt ætti að
reynast að nálgast enn
áþreifanlegri árangur á þess-
um áttunda áratug aldar-
innar.