Tíminn - 02.11.1973, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
Föstudagur 2. nóvember 1973
Hannes Jónsson, félagsfræðingur:
FELAGSLEGT SIÐGÆÐI
OG HOLLUSTA VIÐ
LANGTÍMAMARKMIÐ
FRAMSÓKNARFLOKKSINS
Hannes Jónsson flutti erindi um félagslegt sið-
gæði og hollustu við langtimamarkmið Fram-
sóknarflokksins á vegum Félagsmálaskóla flokks-
ins, laugardaginn 27. október. Vakti erindið mjög
mikla athygli, og spunnust af þvi góðar og upp-
byggilegar umræður. Hefur Timinn verið hvattur til
þess að gefa lesendum sinum kost á að kynnast hinu
athyglisverða efni erindisins. Að beiðni blaðsins
hefur Hannes gengið frá meginefni erindisins til
birtingar i eftirfarandi grein, sem gæti orðið flokks-
mönnum örvun til þess að taka þetta mikilvæga efni
til frekari skoðunar og umræðu i flokksfélögunum
úti um allt land.
Eitt af þvi, sem telja verður
bæði skammtima- og langtima-
markmið P'ramsóknarflokksins,
og reyndar allra heilbrigðra
stjórnmálaflokka og sérfélaga, er
viðleitnin til þess að byggja upp
og viðhalda heilbrigðu félagslegu
siðgæði innan samtakanna.
En hvað er félagslegl siðgæði?
Með hugtakinu félagslegt sið-
gæði er átt við hin rikjandi við-
horf einstaklinga félagshóps eða
flokks til hvers annars, til starf-
semi og málefnabaráttu félagsins
eða flokksins yfirleitt og til l'or-
ystumanna hans. 1 hinu félags-
íega siðgæði endurspeglast þvi
samvinnu- eða samkeppnisvið-
horf félaganna, samhjálparvilj-
inn eða sérgæðingshátturinn, vin-
semdar- eða óvildarviðhorf
þeirra gagnvart hverjum öðrum,
eftir þvi hvort um jákvæð eða nei-
kvæð, heilbrigð eða óheilbrigð.
félagsleg viðhorf er að ræða. —
()g þar sem að hið félagslega sið-
gæði snýst um þessi mikilvægari
jákvæðu og neikvæðu atriði
félagslifsins, sem hafa bein áhrif
á árangurinn af starfi félags eða
flokks, þá lala félagsfræðingar
um, að hið félagslega siðgæöi geti
verið heilbrigt eða óheilbrigt,
félagsandinn geti verið góður eða
lélegur.
Ileilbrigt félagslegl siðgæði
einkennist af samstillingu og ein-
ingu félagsins eða flokksins i orð-
um og athöfnum, þ.e. samvinnu-
og samhjálparvilja hansj vin-
samlegu viðhorfi félaganna hvers
til annars og forystumannannay
sameiginlegum áhuga þeirra á
markmiðum félagsins eða flokks-
ins, og fórnfýsi þeirra fyrir félag-
ið eða flokkinn, málefnabaráttu
og stefnumiðj tilfinningu þeirra
fyrir þvi að vera einn af félags-
hópnum, vera flokksmaður, og
ánægju þeirra, stolti eða öryggis-
tilfinningu, vegna þess að þeir eru
félagar, flokksmenn, hluti af
sterkri heild, sem þeir geta verið
hreyknir af að vera i flokki með.
Óheilbrigt félagslegt siðgæði,
eða óheilbrigður félagsandi, ein-
kennist aftur á móti af sam-
keppnisviðhorfum innan félags-
ins eða flokksins, rikjandi óein-
ingu um menn og málefni, skipt-
ingu félagsmannafjöldans upp i
marga meiri og minna óvinveitta
smáhópa og klikur, sem hafa
mörg, misjöfn og andstæð per-
sónuleg metnaðarmál, og sitja
jafnvel á svikráðum við megin-
stefnumið og tilveru félagsins eða
flokksins. Vinsamleg samskipti
félagsmanna verða þvi erfið inn-
an félags eða flokks, þar sem
óheilbrigt félagslegt siðgæði mót-
ar félagsandann. Undir slikum
kringumstæðum lita félagsmenn
eða flokksmenn að jafnaði ekki á
sig sem eina samvirka heild,
heldur sem klikuhópa eða sér-
hagsmunasamtök innan heildar-
innar. A milli hinna striðandi
andstæðna skapast kali, ef ekki
beinlinis óvild og óvinátta, vegna
þátttökunnar i klikuhópum, og
óeiningar — raunverulegar eða
tilbúnar — um markmið og
starfsemi félags eða flokks.
fig þarf að sjálfsögðu ekki að
taka það fram, að félagslif flokks,
þar sem heilbrigt félagslegt sið-
gæði rikir, verður alltaf ánægju-
legra, árangursrikara og upp-
byggilegra. heldur en félags eða
flokks, þar sem óheilbrigt félags-
legt siðgæði rikir. Bróðurþelið,
samhjálpar- og samvinnuviljinn
og geðþekk samstilling til átaka
gerir flokk, haldinn heilbrigðu
félagslegu siðgæði, jafnan heil-
steyptari og sterkari i hverju þvi,
sem hann tekur sér fyrir hendur
að vinna að, heldur en flokk, þar
sem félagslega s'iðgæðið er óheil-
brigt. Berserksgangurinn, striðs-
andinn og samkeppni striðandi
klikuhópa innan félags eða flokks,
þar sem óheilbrigt félagslegt sið-
gæði rikir, gerir slikan flokk að
jafnaði veikan i sókninni að settu
marki. Kröftunum, sem beina
þyrfti sameiginlega i þágu flokks-
heildarinnar og markmiðanna, er
dreift i innbyrðis erjur og átök,
sem rifa flokkinn niður, rýra þar
með styrk hans og draga úr
árangri sóknar hans i málefna-
baráttunni.
Ágreiningur vegna
sápukúlusjónarmiða
Heynslan sannar þó ótvirætt, að
hjá þvi verður ekki komizt i sér-
stökum tilfellum, að til átaka
komi innan stjórnmálafiokka.
Einkum getur þetta verið óhjá-
kvaemilegt, ef metnaðargjarnir
menn, sem eiga litla eða enga
hollustu við málefnabaráttu,
erfðavenjur og forystulið flokks-
ins, ákveða að mynda klikuhópa
innan hans til að berjast til valda,
svala eigin persónulegum metn-
aði, og taka i þeim tilgangi upp
innantóma slagorðabaráttu undir
yfirskyni málefnaágreinings,
sem blásinn er upp eins og sápu-
kúlur.
Þegar svo stendur á, geta
ábyrgir flokksmenn, hollir erfða-
venjum, stefnu, forystu og lang-
timamarkmiðum flokksins, ekki
setið hjá aðgerðarlausir, þeir
neyðast til andófs og varnar.
Enn rikari ástæða til varnarað-
gerða er þó fyrir hendi, ef ein-
hverjir metnaðargjarnir ævin-
týramenn taka sig til og vilja hafa
endaskipti á flokknum, jafnvel
leggja hann og málefnabaráttu
hans niður, en tryggja eigin
frama i imynduðum samein-
ingarsamtökum byggðum á rúst-
um flokksins.
Stjórnmálakenning
tækifærissinna
Slikir menn starfa ekki á
grundvelli pólitiskrar hugsjóna-
baráttu, heldur á grundvelli per-
sónulegrar tækifærisstefnu. Þeir
lita á stjórnmál eins og Harold D,
Laswell, prófessor við Yalehá-
skólann i Bandarikjunum. Að
hans mati og skoðanabræðra
hans, eru stjórnmálin fyrst og
fremst spurningin og baráttan
um hver fái hvað, hvenær og
hvernig. Hugsjónabaráttan, mál-
efnabaráttan i þágu þjóðarinnar,
byggð á þjóðfélagslegri afstöðu
og gildismati, er aukaatriði fyrir
slikt fólk. Aðalatriði fyrir það er
svölun eigin metnaðar i eftir-
sóknarverðum áhrifa- og valda-
stöðum.
Tækifærisviðhorf af þessu tagi
hafa yfirleitt verið framandi inn-
an Framsóknarflokksins. Þau
stinga algjörlega i stúf við erfða-
venjur flokksins, sem frá upphafi
hafa mótazt af félagshyggju,
samhjálpar- og samvinnuviðhorf-
um og óeigingjarnri málefnabar-
áttu til hags og heilla fyrir land og
lýð. Heilbrigt féiagslegt siðgæði
knýr menn þvi til varnaraðgerða
gegn niðurrifsöflum tækifæris-
stefnunnar, ef þau ráðast á for-
ystumenn, erfðavenjur, málefna-
baráttu og langtimamarkmið
flokksins. Undir slikum kringum-
stæðum geta átök i flokki orðið
óhjákvæmileg, alveg eins og
óhjákvæmilegt er fyrir góða
ræktunarmenn að snúast gegn ill-
gresinu i garðinum til þess að
nvtjajurtirnar geti þrifizt.
Aðlögunarskylda
flokksmanna
Þvi má ekki gleyma, að þegar
menn ganga i rótgróin félög eða
flokk, þá koma þeir sem félagar
inn i fuilmótaða stofnun, sem á
sinar erfðavenjur, sögu, málefna-
baráttu, stefnu og vel markaða
þjóðfélagslega afstöðu. Það er
einstaklingsins að laða sig að
þessum grundvallarsjónamiðum,
eða velja sér önnur samtök, ef
þeim er það geðþekkara. En að
ganga i samtök með það takmark
að snúa þar öllu við og skapa
stöðugt árekstrarástand með
þverhausahætti þursins, er
greinilegt einkenni félagslegs
vanþroska og misskilnings á
grundvallaratriðum félagslifsins.
En félagslegur vanþroski,
félagsleg sjónskekkja af þessu
tagi, byggð á persónulegum
metnaði og tækifærisstefnu^sem
fylgt er eftir með upphlaupum,
hávaðafundum og slagorða-
áróðri, hlýtur að kalla fram við-
nám þeirra, sem hollir eru erfða-
venjum flokks, málefnabaráttu
hans, forystumönnum og frum-
herjum, langtimamarkmiðum og
þjóðfélagslegri afstöðu. t þvi við-
námi skyldu menn þó ekki
gleyma að vera sanngjarnir og
málefnalegir.
Kjarni þriggja
stjórnmálastefna
Slókn flokksins til valda miðar
að þvi að gera flokksstefnuna að
stjórnarstefnu rikisins og móta
þjóðfélagið eftir henni. Völdin
hafa sem sé ekki gildi i sjálfu sér,
hafa ekki raungildi, ef rétt eru
skilin, heldur aðeins tæknigildi.
Þau hafa aðeins gildi vegna þess
möguleika, sem þau skapa
stjórnmálamönnum og flokkum
til þess að stjórna á grundvelli
stefnu sinnar og i anda þeirra
félagslegu viðhorfa og þeirrar
þjóðfélagslegu afstöðu, sem
koma fram i langtimamarkmið-
um flokksins. Þetta veldur þvi
m.a., að það er mikilvægt að huga
að langtimamarkmiðum stjórn-
málaflokka, ekki siður en stefn-
unni i dægurmálum.
A löngum tima hafa myndazt
margar hugsjónastefnur, sem
byggjast á stjórnmálalegum gild-
um og hafa orðið grundvöllur að
langtimamarkmiðum stjórn-
málaflokka, hérlendra sem er-
iendra. Athugun á þessum póli-
tisku hugsjónastefnum, eða lang-
timamarkmiðum stjórnmála-
flokka, hjálpar mönnum yfirleitt
til þess að finna þann sjórnmála-
flokk, sem þeir vilja helzt styðja
til valda, þar sem að hin þjóð-
félagslega afstaða stjórnmála-
flokksins endurspeglist greinileg-
ast i langtimamarkmiðum hans.
Ég hef gert þessu efni nokkur skil
i fyrsta hluta bókarinnar
Kjósandinn, stjórnmálin og vald-
ið og vil leyfa mér að visa til
hennar, þar sem hér verður ekki
farið langt út i þetta efni. Þó vil ég
aðeins drepa lauslega á gildakerfi
þriggja stjórnmálastefna, þ.e.
stjórnmálastefnu einstaklings-
hyggju, stjórnmálastefnu sósia-
lista og stjórnmálastefnu frjáls-
lyndra umbótamanna.
Við flökkun á þessum stefnum
sést, að á aðra hlið er stefna, sem
heldur fram sem mestu sjálfstæði
og athafnafrelsi einstaklingsins
án þess að leggja áherzlu á vel-
ferðar- og réttlætissjónarmiðin.
Hinsvegarer stefna, sem vill sem
mest miðstjórnarvald hins opin-
bera, sem mest rikisafskipti af
athafnalifinu og öllum almennum
rekstri. A milli þessara tveggja
gagnstæðu póla er svo hinn guilni
meðalvegur, stefna frjálslyndra
umbótamanna, sem forðast vilja
öfgarnar til hægri og vinstri, en
vinna að félagslegu öryggi
borgaranna, framförum á grúnd-
velli frelsis og framtaks, stuðla
að velmegun og öryggi á grund-
velli félagshyggju en án ofskipu-
lagningar og hafta.
Lengst til hægri eru sem allra
minnst rikisafskipti og sem
óhindr3ðast frelsi og sjálfstæði
einstakiingsins til þess að afla sér
gróða á kostnað annarra vegna
óréttlátrar tekjuskiptingar,
gróðavonin á að fá að leika óbeizl-
uð lausum hala án tillits til þess,
hversu mikinn skaða athafnir
einstaklingsins á þeim grundvelli
geta gert öðrurn einstaklingum,
sem fjármagnið og eigendur þess
eiga að fá að drottna yfir og arð-
ræna.
Lengst til vinstri er sem allra
mest veiferðarþjónusta hins opin-
-<------ ■ m.
Framsóknar-
flokkurinn er skipulagður sem lýðræöisleg samtök flokksfélaga og
kjördæmasambanda, en á flokksþingi, sem hefur æðsta vald i mál-
efnum flokksins, eiga sæti kjörnir fulltrúar hinna ýmsu félagseininga.
Fulltrúar eru kjörnir i miðstjórn flokksins, en miðstjórnin kýs á aðal-
fundi framkvæmdastjórn flokksins til eins árs i senn.
t samræmi við liina lýðræðislegu uppbyggingu Framsóknarflokksins
hefur hann við stefnumótun jafnan beitt hinni Iýðræðislegu aðferð að
ræða mál frá öllum hliðum,áður en afl atkvæða ræður ákvöröun. A
þennan hátt hafa bæði langtimamarkmiö og stefna flokksins i dægur-
málum mótast.
Myndin sýnir ólaf Jóhannesson, formann Framsóknarflokksins, flytja
ræðu á síðasta flokksþingi.