Tíminn - 15.11.1973, Qupperneq 1

Tíminn - 15.11.1973, Qupperneq 1
fóðurvörur ÞEKKTAR UM LAND ALLT mtLWFTLæffl} VEITINGABÚÐ Ilótels Loftleióa er nýjung I hótelrekstri hérlendis, sem hefur náó skjótum vin- sældum. Góðar veitingar, iipur þjónusta, lágtverð — ogopiSfrá kL 05til kl.20. BVÐUR nokkur betur? V HÚSNÆÐI í TUTTUGU ÁR - ÁRSLEIGAN EIN KRÓNA Votheysturnar bækistöð mynd- höggvara MYNDHÖGGVARAR þurfa öör- um listamönnum rúmbetra hús- næöi, því að hátt þarf að vera til lofts og vitt til veggja, ef aö gagni á að korna. Skortur á hentugu húsnæöi hefur lengi staöiö is- lenzkum myndhöggvurum fyrir þrifum, en innan tiöar rætist þó úr þeim vanda, því að borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi á þriðjudagskvöld að láta Mynd- höggvarafélaginu i Reykjavik i té húsnæöi aö Korpúlfsstööum. Félagið fær til umráða norður- enda hússins, þar sem áður voru súrheysgryfjur og er ætlazt til þess, að þeir setji i þær gólf og komi upp lýsingu á eigin kostnað. Enn fremur fær félagið tvær ibúðir á efsta lofti, sem félagsmenn mega innrétta til þeirra nota, sem þeir sjálfir kjósa. Undir fjósinu að Korpúlfs- stöðum er 800 fermetra geymsla, sem áður var haughús, en þvi húsnæði hefur ekki verið ráðstaf- að. Myndhöggvarafélagið fær þetta húsnæði að leigu i tuttugu ár og ársleigan er ein króna, sem kalla má lága leigu, þótt sá böggull fylgi skammrifi, að hún á að greiðast fyrirfram. — Þetta eru góð tiðindi, sögðu Framhald á bls. 15. Lögreglu- stjóri í Höfn í Hornafirði FORSETI tslands hefur, aö til- lögu dómsmálaráöherra skipaö Friðjón Guörööarson héraös- dómslögmann til aö vera lög- reglustjóri i Hafnarhreppi i Austur-Skaftafellssýslu frá 1. janúar 1974 aö telja, en embætti þetta var stofnað meö lögum frá siðasta Alþingi, Aðrir umsækjendur um em- bættið voru Barði Þórhallsson, settur lögreglustóri i Bolungar- vik, Gisli Einarsson, fulltrúi sýslumanns Suður-Múlasýslu, Ingi Ingimundarson hæstaréttar- lögmaður og Þorkell Gislason héraðsdómslögmaður. Friöjón Guðrööarson. Korpúlfsstaðir I Mosfellssveit, þar sem Myndhöggvarafélagiö fær nú húsnæöi til umráöa. Nemendur fiskvinnsluskólans HÆTTA NÁMI — freklega gengið á hlut okkar með námskeiðum Fiskmatsins i GÆRMORGUN var tekin sú ákvörðun á nemendafundi Fisk- v innsl uskóla n s að nemendur gengju frá námi um óákveöinnn tima til að fylgja eftir kröfum sin- um um aö námskeið i fiskiðnaði á vegum Fiskmats rikisins verði lögð niöur i núverandi mynd. Til- lagan var samþykkt einróma af öllum nemendum I. og 2. stig, 28 aö tölu, en nemendur 3. stigs eru dreifðir um allt land i verklegri þjálfun. Telja nemendur, að gengið sé freklega á hlut þeirra, meö þvi aö halda þriggja vikna námskeið á vegum Fiskmatsins, sem veita sömu möguleika til verkstjórnar — og matsmanns- starfa og þriggja ára strangt nám viö Fiskvinnsluskólann. Þegar skólastjóri Fiskvinnslu- skólans, Sigurður Haraldsson, var að þvi spurður, hvernig hann sjálfur og skólanefnd liti á þetta mál, sagði hann, að rangt hafi vérið farið með, er sagt var i Rikisútvarpinu, að þeir væru meðmæltir þvi að Fiskmatið héldi þessi námskeið. — Við viljum að skólinn haldi þessi námskeið og erum þvi and- vígir, að Fiskmat rikisins undir stjórn sjávarútvegsráðuneytisins haldi þau teljum það ófært. Skólinn á að sjá um að mennta menn i fiskiðnaði, eins og fram kemur i lögum um hann, en ég held nú ekki að um lögbrot sé að ræða. Við förum á fund okkar ráðherra þ.e. menntamálaráð- herra, sem skólinn heyrir undir, i fyrramálið, og ræðum þessi mál við hann, sagði Sigurður Haralds- son i gær. Astæðurnar fyrir þvi, aö nemendur ákváðu að leggja niður nám við skólann um óákveðinn tima, eru þessar helztar: Fiskmat rikisins hefur enga lagalega heimild til að halda umrædd námskeið. Gengið er freklega á hlut nemenda með að halda 3 vikna námskeið á vegum Fiskmats rikisins, sem veita sömu mögu- leika og 3 ára strangt nám við Fiskvinnsluskólann. Nemendur Fiskvinnsluskólans eru frá öllum landshornum og þurfa ýmist að sækja nám utan af landi allan veturinn, eða hafa húsnæði á leigu á Reykjavikur svæðinu. Það er augljóst að nám við skólann er kostnaðarsamt. Nemendur skólans telja, að áframhaldandi námskeið á veg- um Fiskmats rikisins hafi þær af- leiðingar i för meö sér, að skólinn verði ætið fámennur. Þriggja ára nám og þriggja vikna námskeið, sem veita sömu möguleika á rétt- indum,geta aldrei þrifizt hlið við hlið. Nemendur Fiskvinnsluskólans munu þvi ekki liða það, að þeir Framhald á bls. 15. Þessir nemendur Fiskvinnslu- skólans voru furöu hressir þrátt fyrir verkfalliö, sem þeir standa nú i til aö fylgja eftir kröfum sin- um um aö Fiskvinnsluskólinn taki viö námskeiöum Fiskmats rikisins eöa aö öörum kosti veröi þau lögö niöur. ymr Timamynd: Róbert. Lögsagan afgreidd í gær F R U M V A R P t i 1 staöfcstingar á lögsögu Is- lendinga og framkvæmd á sanikomulaginu viö Brcta, var afgreitt i gegnum báðar þingdeildir i gær sem lög frá Alþingi. Hafa þvi bætzt viö lögin um bann gegn veiöum meö botnvörpu og flotvörpu eftirfarandi ákvæöi til bráðabirgða: Meðan i gildi er samkomu- lag um lausn á fiskveiðideilu milli lslands og Bretlands, frá 13. nóvember 1973, skulu brot gegn ákvæðum sam- komulagsins af hálfu þeirra bresku veiðiskipa, sem til- greind eru á skrá, sem er fylgiskjal með samkomulag- inu, og heimilaðar eru botn- vörpuveiðar á umsömdum svæðum i fiskveiðilandhelg- inni milli 50 og 12 milna frá grunniinu, varða þeim viður- lögum, að veiðiskip, sem brotlegt hefur orðið við ákvæði samkomu- lagsins.skal fellt niður af fyrrnefndri skrá, og missir þar með rétt til að stunda ..veiðar samkvæmt ákvæðum samkomulagsins. Dómsmálaráöuneytið tekur ákvörðun um þá fram- kvæmd samningsins, er það hefur fengið gögn i hendur frá Landhelgisgæslunni. Blóöbankinn viö Barónsstig átti 20ára afmæli i gær. Sjá bls 3. Togari til Keflavíkur Klp—Reykjavik — í gærdag kom til Keflavikur fyrsti togarinn, sem Keflvikingar hafa eignast i fjöldamörg ár, eða frá þvl á ný- sköpunar árunum, og þaöan var gerður út togarinn Keflvíkingur. Þessi nýi togari ber nafnið Dag- stjarnan og er eign útgerðarfyrir- tækisins Sjöstjörnunnar i Kefla- vik. Togarinn er smiðaður i Nor- egi og er um 300 lestir að stærð. Skiptjóri á togaranum verður Ragnar Franzson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.