Tíminn - 15.11.1973, Page 4
4
TÍMINN
Fimmtudagur 15. nóvember 1973.
Maður Diönu
| Dors lótinn
Maus úr fangelsi
Það hefur yfirleitt ekki verið
hægt að segja um Diönu Dors,
að hún hafi haft nokkuð á móti
blaðaskrifum um sjálfa sig og
sina hagi. Þó hefur það verið
svo siðast liðið eitt og hálft ár,
að hún hefur heldur hliðrað sér
hjá þvi að tala við blaðamenn,
en þennan tima hefur hún búið
ein með barni sinu. Maður
hennar, leikarinn, Alan að nafni,
hefur nefnilega setið i fangelsi.
Hann var dæmdur i fangelsi fyr-
ir að beita veitingaþjón i krá
einni ofbeldi. Alan var látinn
laus fyrir nokkru, og þá ók Di-
ana sjálf i Rolls-Royce bil sinum
til fangelsisins og sótti hann. —
Nú er lifið aftur orðið þess vert
að lifa þvi, sagði hún i viðtali við
blaðið News of the World. — Ég
hef lifað i hreinasta viti. Kari-
mennirnir hafa alls ekki viljað
láta mig i friði, en ég hefi visað
öllum á bug. Á meðan á
fangelsisvist Alans stóð lenti
Diana i nokkrum vandræðum
með fangelsisvörðinn. Hún
hafði krafizt þess, að maður
hennar gæti fengið fangaklefa,
þar sem þau gætu hitzt einslega,
og hann sannfært sig um, að
hann ætti enn eiginkonu, en
fagavörðurinn hafi ekki verið
fáaniegur til sliks.
Bók eftir Brezjnev
Bókaútgáfufyrirtæki i Dan-
mörku stendur nú i samningum
við Leonid Brezjnev, en hann
hefur skrifað bók, sem hann
nefnir Stjórnmál Sovétrikjanna.
Þetta er fyrsta bók hans, og nú
getur bókaútgefandinn i Dan-
mörku ekki fengið Brezjnev til
þess að samþykkja, að ritlaunin
verði greidd honum i dönskum
krónum. Hann vill ekkert nema
dollara.
Fótbolti vinsæll
í heimabæ
stjörnunnar
Allir þeir, sem áhuga hafa á
knattspyrnu, hafa heyrt um
þýzka knattspyrnumanninn
Franz Beckenbauer. Hann er
fæddur i Giesing, sem er mjög
fátæklegt úthverfi Munchenar.
Þar leika drengirnir knatt-
spyrnu á þröngum götum
fátækrahverfanna og sparka af
miklum áhuga. Kannski á ein-
hver þessara drengja eftir að
feta i fótspor knattspyrnu-
stjörnunnar og vinna sér frægð
og frama á knattspyrnuvellin-
um i framtiðinni. j—y
Yfir mýrar og tægju
Verið er að leggja hina 700 kiló-
metra löngu Tjúmen-Surgut-
járnbrautarlinu i Vestur-
Siberiu, sem liggur til auðugra
oliu- og gaslinda. Fyrsti áfangi
linunnar er 2222 kilómetrar og
tengir Tjúmen við Tobolsk,
gamla borg i Sibiriu, og hefur
hann þegar verið tekinn i notk-
Þetta merka verk hefur
verið unnið við óvenju erfið skil-
yrði. Verkamennirnir hafa orðið
að fara yfir endalausar mýrar,
tugi stórra og smárra fljóta og
vatna og miklar tæguviðáttur. J
lok fimm ára áætlunarinnar
mun Tobolsk-Surgut-járn-
brautarlinan verða opin fyrir
járnbrautarumferð.
Pillunotkun eykst í Frakklandi
við vitum hve mikið er selt af
henni.” Cohen-segir, að aukn-
ingin sé mjög mikil, sérstaklega
þegar tekið er tillit til þess, á
hversu skömmum tíma hún hef-
ur orðið. Fyrir fimm árum voru
allar getnaðarvarnir bannaðar i
Frakklandi, en fyrir fjórum ár-
um var fyrst fyrir alvöru farið
að selja Pilluna, eftir að notkun
hennar var gerð leyfileg.
Nitján af hundraði franskra
kvenna, sem eru i barneign,nota
nú hina svokölluðu Pillu. Hefur
pillunotkunin þrefaldazt undan-
farin fjögur ár. Þessar tölur eru
hafðar eftir dr. Jean Cohen,
kvensjúkdómalækni og stofn-
anda fjölskylduáætlunarstofn-
unar, sem starfandi er i Frakk-
landi. „Við vitum, hversu
margar konur nota Pilluna,”
segirdr. Cohen, „vegna þess að
DENNI
DÆMALAUSI
Þú getur ekki notað hann i
BEITL' eftir þetta, hann sem
lieldur, að við séum vinir sinir.