Tíminn - 15.11.1973, Qupperneq 9

Tíminn - 15.11.1973, Qupperneq 9
8 TÍMINN Fimmtudagur 15. nóvember 1973. Fimmtudagur 15. nóvember 1973. TÍMINN 9 Þessi mynd af Ara, sem er næst okkur á myndinni, var tekin ISeoul I Suöur-Kóreu fyrir nokkru. Hann er þarna fulltrúi Bandarfkjanna á ráöstefnu, sem fjallaöi um kjarnageislun matvæla. Ari Brynjólfsson ásamt konu sinni Margurete Reman og þrem sonum þeirra hjóna, en þeir heita ölafur, Eirikur og Jón Brynjólfur. Sá yngsti i hópnum, Leifur Allan var sofnaöur, þegar myndin var tekin. Ari heldur þarna á doktorsritgerö sinni, sem hann var aö koma frá aö verja viö Niels Bohr-stofnunina i Dan- mörku. (Tímamynd Gunnar) ISLENDINGAR eiga marga frábæra visinda- menn á ýmsum sviðum. Sumir þessara manna hafa hlotið alþjóða við- urkenningu fyrir störf sin og rannsóknir og gert garðinn frægan fyrir íslands hönd viða um heim. Nöfn þessara manna eru flest þegar grópuð i huga lands- manna, enda eru þeir oft i sviðsljósinu, starfs sins og annarra hluta vegna. En úti i hinum stóra heimi eru einnig til ís- lendingar, sem eru svo til óþekktir með öllu hér upp á íslandi, þrátt fyrir að störf og ábyrgð sú, sem á þeim hvili sé slik, að menn fá það ekki skilið fyrr en þeir sjá það og jafnvel taka á þvi. Var að verja doktorsrit- gerð i Danmörku Einn slikan mann hittum við á dögunum. Þessi maður er svo til með öllu óþekktur hér á landi, nema i litlum hópi visindamanna og meðal ættingja og vina. Þó er þessi maður yfirmaður yfir stór- tækum rannsóknum i landi vis- indanna — Bandarikjunum, og þar og viða annarsstaðar talinn I hópi fremstu visindamanna i heiminum á sinu sviði. Þó varðar þessi grein hans þá margflóknu og stundum hrollvekjandi grein, sem nefnd hefur verið kjarnorka. Maður þessi er dr. Ari Brynjólfsson, sem nú veitir for- stöðu bandarisku rannsóknunum á geislun matvæla, en sú stofnun vinnur i mjög nánum tengslum við Alþjóöa kjarnorkumálastofn- unina i Vinarborg og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, F.A.O. Ari kom hér við á leið sinni frá Danmörku til Bandarikjanna, en þar varði hann fyrir nokkrum dögum doktorsritgerð við Niels Bohr-stofnunina. Fjallaði doktorsritgerð hans um stöðvun á hröðum hlöðnum frumeindum i ýmsum efnum, en með þvi skilst betur en áður áhrif geislunar á lifræn efni. Það eitt útaf fyrir sig að verja doktorsritgerð i eðlisfræði i Dan- mörku og hljóta fyrir hana beztu dóma andmælenda, er mikið af- rek, enda er doktorsritgerð i eðlisfræði þaðan talin með þvi bezta i heiminum á þessu sviði. Dönsk blöð sögðu allitarlega frá þessari doktorsvörn, m.a. var i BT laugardaginn 27. október sagt frá þessu á áberandi stað i blaðinu og birtar teikningar af Ara og andmælendunum. Við sátum fyrir Ara þegar hann kom hingað, en það var erfitt að ná til hans, þvi að hann hafði hér aðeins nokkra daga viðdvöl ásamt danskri konu sinni og fjór- um sonum. Við náðum loks tali af honum kvöldið áður en hann hélt aftur utan, og þá á heimili systur hans, Aslaugar Brynjólfsdóttur kennara, en þá var hann rétt nýkominn norðan frá Akureyri, þar sem hann hafði heimsótt æskuslóðirnar og dvalið hjá bróður sinum Sigurði Öla Brynjólfssyni, kennara við Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Starfaði við kjarnorku- stöðina i Risö Þvi miður gafst okkur litill timi til að ræða við visindamanninn, en samtal okkar fór allt fram á is- lenzku, þvi að hana talar hann lýtalaust, sem og önnur tungu- mál, sem hann þarf að gripa til, hvort sem er i starfinu eða heima hjá sér. Ari sagði okkur, að hann væri frá Krossanesi við Akureyri og foreldrar sinir hefðu verið þau Guðrún Rósinkarsdóttir frá Æðey og Brynjólfur Sigtryggsson úr Hörgárdal. Sjálfur sagðist hann vera fæddur árið 1927 og vera þvi 46 ára gamall. Að sjálfsögðu lék okkur mest forvitni á að vita eitthvað um starf hans og námsferil og lét hann okkur þessar upplýsingar i té. — Ég sótti almenna skóla á Akureyri sem barn, en fór siðan i Menntaskólann á Akureyri og út- skrifaðist þaðan árið 1948. Siðan hélt ég beint til Kaupmannahafn- ar og lagði stund á nám i eðlis- fræði og lauk þaðan cand. mag. og magisterprófi árið 1954. Eftir það hélt ég aftur heim og fór að vinna við rannsóknastofu Háskólans við segulmagnsmæl- ingarog fleira. Þarna starfaði ég i nokkra mánuði, en þá fékk ég styrk frá vestur-þýzka rikinu, Alexander von Humboldt-styrk- inn, til framhaldsnáms i jarð- eðlisfræði og i kjarnorkufræði og kjarnorkuverkfræði. Þar stundaði ég nám i tvö ár, en þá bauðst mér staða við kjarn- orkustöðina i Risö i Danmörku, „Um innri veruleika listaverks" Einhvern veginn hefur mér aldrei lánazt að taka listina hátiðlega. Gagnvart listinni hef ég ætið veriö hinn óupplýsti erfiðismaur, óskynbær á galdur hennar, en hins vegar aldrei hrapað ofan i þá örbirgð að glata allri meðvitund um gildi hennar fyrir framtið mannkynsins. Listin á sér enga hliðstæðu i siðmenningunni nema ef vera skyldi vandað verk. Sé þaö ekki hlutskipti mannsins að lokinni jarövist sinni aö verða gleyptur af gimaldi eilifrar útþurrkunar, þá yrði ég ekki hissa, þótt hann uppgötvaði i listinni sitt helzta lifibrauð, þannig myndi þá að minnsta kosti einn af spádómum smiðsins frá Nasaret koma fram á sinn hátt. Samt er sorglega skammt frá barnslegri aðdáun mamsins á einfaldleika listar- innar yfir i hrikalegar tilfæringar á ytra borðinu, sem myndu gera veru af öðrum hnetti agndofa af ffndrun, ef ekki frávita af skelingu. Þótt listin steypi stömpum eru innri hræringar hennar aldrei þess eðlis, að hún missi sitt hljóöláta yfirbragð i skarkala heimsins. Kannski er það aðall hennar og megin. Ef til vill er það kjarninn i töfrum hennar, aðdráttarafli og valdi yfir hugum fólks. Nú fer fjarri aö listamenn séu'á eitt sáttir um hverjir séu hinir eiginlegu innviðir listarinnar. Þessi ágreiningur, þvi ágreining- ur er það,nema við göngum út frá þvi, að stór hópur listamanna nái alls ekki máli sem slikir, ristirsvc djúpt, að áhræra sjálfan grund- völl listarinnar Innri veruleiki listaverks er trúarjátning þeirra' afstöðu, er tekur til meirihluta listamanna og allur fjöldinn gengst fyrir i meiri eða minni mæli. Þetta þrotlausa stagl á innri veruleika listaverksins er lýjandi, ekki fyrir þá sök, að enginn fótur sé fyrir öðru en þvi, sem yrtra byrðið gefur til kynna, heldur vegna þess, hve hug- kvæmnin i framsetninu þessa viðhorfs eru framlág og flónskul. Einkum verður þetta áberandi, þegar málflutningurinn sveigir inn á þær brautir að gera sögu- lega viðurkennd viðhorf um inn- tak að einhverju torkennilegu viösjálu eöa allt að þvi sjúklegu fyrirbæri, er vinda verði bráöan bug að sótthreinsa alla list- túlkun af hið alllra fyrsta. Mál- svarar inntaks og efnis eru botn- fallið i listheiminum, eftirlegu- kindur, sem engin eftirsjá er i,og ömulegastur er hinn hlakkandi tónn i sifrinu um framvinduna frægu, sem allt malar miskunnar laust i mél og mask, sem ekki þekkir sinn vitjunartima. Ein- hvern veginn þannig er þanka- gangurinn. Undir svona predikunum hef ég spurt sjálfan mig samvizk'u spurningar um þessa postula: Er ekki erfitt að vera svona vit- laus? Boðskapurinn um innri veru- leika listaverksins er grunsam- lega áriðandi. Hann leiðir áhugann lika að þeim möguleika að til sé eitthvað sem nefna mætti ytri veruleika listaverksins. En það er hljótt um slikan veruleika, hann er blátt áfram ekki nefndur á nafn. Ytri veruleiki listaverks er sem sagt ekki kórrétt ályktun. Menn lúðra strax undan, þegar kemur að móthverfu innri veru- leika listaverksins. Skilmerkíleg útlistun á móthverfunni ætti þó öðru fremur að sýna mönnum svart á hvitu hvað innri veruleiki listaverk hefur fram yfir „ytri veruleika’’ þess. I rauninni snýst málið um hvorugt þessara atriða. Það, sem höfundur þessara lina hefur heyrt og lesið um innri veruleika listaverksins er mestan part fremur kollóttur, og einhliða samsetningur, en þegar bezt lætur falslaus.en þvi miöur oftast einfeldningsleg málsvörn. Gunntónninn er alltaf sá sami. I dag eru margar lista- stefnur, sem höföa til innri veru- leika listaverksins. En málsvarar hennar hver um sig eru eins og grimmir kettir, finna viðhorfum hvors annars allt til foráttu og væri raunar nær að hreyfa siðustu flugfjaðrirnar sinar til aö nálg ast sjónarmið hvers annars. Nú er óljóst, að hve miklu leyti al- menningur ber kennsl á rök þau, er færð eru fram til alhæfingar innri veruleika listaverks, en takist ekki að leiða þau nógu skýrt i ljós er listaverkið ein- angrað fyrirbæri. Þetta má sanna með þvi að tina til ákveðin atriði i hinum óteljandi mynd- rænupredikunum, er litið hafa dagsins ljós. Frasinn um að lista- verkið sé heimur út af fyrir sig, er svo samsamaður óhlutbundinni list, að^við sjáum hana næstum ósjálfratt i gegnum gleraugu þessara orða, i söfnum á sýniiig um og i hibýlum annars fólks, hvar sem þessa list ber fyrir augu. Vissulega krælir á hugsun I heimspeki myndrænunnar. En þá fyrst verður málið alvarlegt, þegar farið er að draga i dilka eftir evangelium innri veruleika listaverks^ hefðbundna list hinna ýmsu listamanna eftir happa og glappaaðferðjjSvo ekki sé sag^eft- ir þvi hvernig vindurinn blæs i listheiminum eða hvað er hag- kvæmast hverju sinni. Þessi hráskinnsleikur er iökaður af ófáum af svo mikilli slægö og • irðingarleysi fyrir staðreyndum að stundum fellur manni allur ketill i eld. Sá grunur læðist að manni, að þrátt fyrir hið marg- umtalað gildi innri veruleika listaverks, þá sé ekki hærra til rjáfurs á þvi býli en svo, að nauðsyn beri til að sækja móralskan styrk i heföbundna list. Það rignir stöðugt yfir mann dæmum um að snillingar kálklassiskrar listar hafi hálf- vegis litið á tengsl listar sinnar við náttúrusemeitthvað óæskilegt, en það starf þeirra hafi að öllu leyti beinzt að myndrænu (þótt það sé blóðugt að offra þessu orði á þennan einhliða hátt) eða innri veruleika listaverksins, inntak og efni hafi aðeins verið dræsa, sem þeir tosuðu á eftir sér af illri nauðsyn. Þennan boðskap tileinka málpipur myndrænunnar listamönnum, sem leggja svo ótviræða alúð við myndina, sem slika og hefðbundna gerð verka sinna, að á þvi getur ekki leikið neinn vafi, að formið, sem þeir völdu sér, var sprottið af innri reynslu og langri yfirvegun. Það var þáttur i skapgerð þeirra. Svo inngróin er þessi hugsunarlausa fölsun i málflutningi myndrænu- sinna ða þeir efast ekki Inegur um sannleiksgildi hennar fremur en katólskur maður orða, er fram ganga af vörum sjálfs páfans. Hér verður ekki reynt á neinn hátt að verja natúralistiska myndlist, meinfýsi atvikanna er ávallt skóli þeirra, sem berja höfðinu við steininn. Það er heldur ekki tilgangur þessara lina að gera þá list, sem velur sér innri veruleika listaverks aö til- einkum, torkennilega. Þvert á móti ber ég hag hennar fyrir brjósti, og áhugi minn á henni er ekki bundinn neinum landa- merkjum. En ég trúi ekki, að rangtúlkun og hunzka auki viögang hennar. Þótt nú sé hart- nær öld siðan brydda tók á þeim viðhorfun, sem móta hana, er hún enn i deiglunni og þarfnast ööru fremur nærfærni og frumleiks til þess að verða sú endurnýjung listelskandi fólki, sem henni er réttilega ætlað að vera. Undir- ritaður hefur ekki með öllu farið varhluta af hitasóttarfuminu við að höndla innri veruleika lista- verksins. A sinn hátt er það lær- dómsrikt og vissulega er óhlut- bundið listaverk og bjargfastur veruleiki, meira að segja heillandi veruleiki, einkum og sér i lagi meðan verið er að kanna þann frumskóg i fyrsta sinn. Hitt verður svo hver og einn að gera uppp við sjálfan sig, hvort hann kýs sér þar samastað eða snýr til byggða. Sizt af öllu þykir ástæða til að rekja hinar marglitu út- Þórsteinn Þórsteinsson listanir á innri veruleika lista verks, enda er það i sjálfu sér ekki á dagsskrá. Hitt getur varla talizt ótimabært að vekja athygli á hnoðrinu með hlutbundna og óhlutbundna list þar sem um næsta fjarskyld fyrirbrigði er að ræða. Ekki get ég heldur komið þvi heim og saman að Ijósmynda vélin hafi verið fleygur, er gekk langt inn i sjálfan grundvöll naturalistiskar myndsköpunar. Grunnfærar sálir kunna að sjá i henni iskyggilegt eikn, en hver sem igrundar þetta atriði ögn nánar ætti að komast fljótt og örugglega fram úr þvi, svo ein- falt sem það er. Ekki fer milli mála, aö mesta fjaörafokið og hneykslunin út af þvi, að figuratíf list skuli enn skrimta þrátt fyrir allt, er að fjara út. Samt þjónar enginn tveimur herrum og það er sú lexia, sem meðal annars list- nemar byrja nú óhjákvæmilega að læra, nema þeir séu stein- gervingar. og þáði ég það, þvi að hér heima varlitið fyrir mig að gera á þessu sviði. Ég hafði yfirumsjón meö hag- nýtingu kjarnageisla til að auka geymsluþol matvæla. Slikt krefst að sjálfsögðu mikilla rannsókna, unnu við þetta á stöðinni um 30 manns auk mikils fjölda fólks i dönskum iðnaði. Þarna geröum við einnig til- raunir með að geisla eða geril- sneiða læknavörur og náöum mjög góðum árangri við það. Eftir það hafa Danir verið eins konar leiðtogar á þessu sviði, enda vöktu þessar tilraunir og árangur þeirra mjög mikla at- hygli viöa um heim. Sem dæmi get ég nefnt, að fyrsti alþjóða- fundurinn um notkun kjarna- geisla á læknavörur var haldinn þarna i stöðinni hjá okkur, en hann sóttu um 150 manns viös vegar að úr heiminum. Er yfirmaður banda- rfsku rannsóknanna i geislun matvæla 1 sambandi við þessar rannsóknir kom margt i ljós. Að sjálfsögðu var mest dvalið við þá hugmynd, að skaðleg efni mynd- ist við geislun. í sambandi við læknavörur var þetta ekkert vandamál, en öðru máli gilti um geislun matvæla. Til að komast að niðurstöðu i þessu þarf ákaflega umfangs- miklar dýrarannsóknir, sem var og er kostnaðarins vegna ógjörn- ingur fyrir flest lönd Evrópu að framkvæma, og þar má segja að hnifurinn hafi staðið i kúnni fyrir okkur i Risö eins og öörum. t Bandarikjunum höföu á þess um árum fariö fram allviðtækar rannsóknir á dýrum i þessu sambandi en þær hófust skömmu eftir að Eisenhower forseti sagði i ræöu hjá Sameinuðu þjóöunum árið 1953, að leggja bæri áherzlu á rannsóknir á notkun kjarnorku i þágu friðar. Þeir höfðu byggt upp stöövar til þessara rannsókna, þar á meðal eina rétt fyrir utan Boston. Viö 'þessa stöð bauöst mér staða og þáöi ég hana. Þar er ég nú yfirmaður eða forstjóri yfir þessum rannsóknum, sem á alþjóöavettvangi bera nafnið Bandarisku rannsóknirnar á geislun matvæla. Viö höfum mjög nána samvinnu við FAO, Matvæla og landbúnaö- arstofnun Sameinuðu þjóðanna og IAEA, Alþjóða kjarnorku- málastofnunina i Austurriki. t sambandi við starfið ferðast ég mikið vegna ráöstefnuhalds og funda og einnig til aö gefa ráöleggingar i ýmsum þróunar- löndum. Þetta er mjög skemmti- legt og fróðlegt enda sér maöur margt og kynnist mörgu i þessum ferðum. Koma til með að hafa mikilvæga þýðingu i framtiðinni i hverju felast þessar rann- sóknir og hver er aöallilgangur- inn meö þeim? — Rannsóknirnar eru mjög við- tækar og umfangsmiklar. Þær eru m.a. fólgnar i þvi að viö kjarnageislum mat og gefum hann siöan rottum og músum, sem eru á tilraunastofum okkar. Siðan fara rannsóknir á þessum dýrum fram og ná þær yfir margar kynslóðir þeirra. Einnig fara fram rannsóknir á hundum, sem gefin er þessi fæöa, en það gengur hægar fyrir sig, þvi aö hundarnir eru aldir i nokkur ár hver. Þessi dýr eru öll undir ströngu og stöðugu eftirliti og innyfli og annað rannsakað gaumgæfilega. viö þessi störf vinnur fjöldi fólks bæöi i stöðinni og svo um öll Bandarikin. Um hagnýtingu þessara rann- sókna er ekki að efast. Þegar við ljúkum þeim, en það verður um áriö 1980, kemur þetta til með að hafa viðtæk áhrif um allan heim, sérstaklega þó i þróunarlöndun- um, þar sem matvælaskortur er mikill og geymsla á matvælum mikið vandamál. Þá verður hægt með kjarna- geislun að geyma mat mun lengur en nú þekkist og koma honum til neytenda i góðu ástandi. Ef við tökum sem dæmi þróunarland, eins og t.d. Indland, þar sem matvælaskortur er geig- vænlegur, þá hefur þetta mjög mikið að segja. Þá má t.d. hafa mat á boðstóln- um i venjulegum verzlunum, en Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.