Tíminn - 15.11.1973, Side 12

Tíminn - 15.11.1973, Side 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 15. nóvember 1975.' ELLEN DUURLOO: Geymt en ekki gleymt 25 láta þar við sitja? Ef til vill endurnýjum viö samninginn, ef til vill ekki. Ég þarf að hugsa málið, en þú veizt vel, að ég læt ekki ógna mér á neinn hátt. Þar að auki geðjast mér vel að þér. Þunglamalegi brúneygði mað- urinn yppti öxlum og gekk út úr herberginu. Bella snéri sér aftur að glugganum og stóð þar drykklaga stund. Það var ekki oft að Bella fann til óöryggis, en orð Henry Goldmanns höfðu komið illa við hana. Hve mikið vissi hann eigin- lega? Hún vissi að hann hafði samband um allan heim, og sá maöur var ekki til sem hann gat ekki aflað sér upplýsinga um, ef hann langað til. Gat það hugsazt að hann vissi nokkuð um....? Voru þetta bara getgátur? Grunaði hann eitthvað, en vantaði sannanir? Ef hann vissi etthvað, myndi hann þá nota þá vitneskju gegn henni og koma i veg fyrir áform hennar, hindra hana að ná þvi takmarki sem hana hafði dreymt um öll þessi ár — takmarki þvi, sem hún nú virtist vera að ná.... Herbert von Lutten, barón! — Bella von Lutten, barónessa, sagði hún upphátt. Nei, enginn skyldi geta komið i veg fyrir áform hennar. Hún gekk frá glugganum, kveikti ljósið og hringdi eftir kvöldmatnum sinum. Bella mataðist mjög sjaldan í matsal gistihúsanna, sem hún dvaldi á, hún hafði fyrir löngu uppgötvað, aö hún vakti meiri athygli, ef hún blandaði ekki geði við annað fólk, og sýndi sig ekki of mikið Þau Henry Goldmann voru þó vön að borða saman, en i dag hafði hún sagt aö hún vildi vera ein, og hann haföi látið að vilja hennar, eins og hann var vanur. Þjónninn bar fram léttan kvöldverð, en Bella snerti varla á matnum. Hún var þungt hugsi og áhyggjufull, út af þeim vandamálum sem virtust vera fyrir hendi. Hún var að hugsa um framtiðina og sjálfa sig... fyrst og fremst sjálfa sig, en hún mátti ekki gleyma John. John með ljósu lokkana, sem henni þotti næstum jafnt vænt um og sjálfa sig. Hann var núna á heimavistarskóla i Englandi. Hann var enskur, sonur Eng- lendsings. t London var hægt að fá skjöl og skilriki um nætum allt milli himins og jarðar. A fæðingar- vottorði Johns stóð, að hann va;ri sonur Gummings ofursta og konu hans Bellu, fædd Braghe. 1 fæðingarvottorði hennar stóð, að hún væri dóttir Braghe kapteins, sem hafði dvalizt i Vestur Indi- um, en var af dönskum uppruna, og konu hans, Solores Costellanos, sem var dóttir brasialiansks plantekrueigenda. Sömuleiðis átti hún giftingarvott- orö þeirra Cummings ofursta ásamt dánarvottorði þess siðar- nefnd. Þessi skjöl höfðu verið dýr, en henni fundu fundust þau þess virði. Bella bragðaði á súpunni og hugur hennar hvarflaði aftur i timann, til þess morguns, þegar hún full eftirvæntingar spratt upp úr rúminu, dró frá gluggatjöldin, leit út eftir flóanum og utirnaði bókstaflega upp. Sá hún ofsjónir, eða var þetta illur draumur? Var hún að verða geðveik? Nei, þetta var hvorki draumur, martröð, né var hún að verða geðveik. Sannleikurinn blasti fyr- ir augunum á henni þennan sól- hjarta morgun. Skonnortan var horfin og Jean Pierre farinn. Hún opnaði munninn til að æpa upp yfir sig, en sá að sér á siðustu stundu, tók höndunum fyrir munn sér, og ópið varð að hvæsandi stunu. Hún áttaði sig fljótt á hvað hafði gel-zt. Jean Pierre hafði svikið hana á siöustu stundu. Skipið hafði létt akkerum i skjóli næturinn og siglt á brott með Jean Pierre um borö. Það er eins gott að hann er langt i burtu, hugsaði hún með sér, annars hefði ég kyrkt hann með berum höndunum. En ein- hverntima mun ég hafa upp á honum og ná fram hefndum. Héð- an i frá verður það takmark mitt i lifinu að ná fram hefndum. Ég hata hann, ég hata hann... Hún gekk frá glugganum og sett- ist á rúmið sitt. Hún varð að vera róleg og hugsa skynsamlega. F'yrst og fremst varð hún að bjarga heiðri sinum og stolti. Enginn mátti komast að þvi.að Jean Pierre hafði svikið hana. Sjúklegt stolt hennar þoldi ekki að neinn kenndi i brjósti um hana, svo ekki væri minnzt á, að ein- hver gæti skemmt sér á hennar kostnað. Það var mjög erfitt að leggja fram skynsamlega ástæðu fyrir þvi, sem gerzt hafði. Hún hafði verið særð djúpu sári, en engan skyldi renna grun i það. Var hún raunverulega leiðyfir þvi að Jean Pierre hafði svikið hana. Sá hún eftir honum? Nei, en hún var öskureið yfir ölium þeim tækifærum, sem hún missti af sökum heigulsháttar Jean Pierre. Reiðin beiniinis sauð niðri i henni, þegar hún hugsaði til Danmerkur og þess,sem hafði beðið hennar þar. Hún var ástriðufull kona, en hún elkkaði engan nema sjálfa sig. Hún tilbað og dýrkaði sina eigin fegurð og notaði hana óspart til þess að koma sér áfram. Hingað til hafði hún einnig notazt við mjög svo aðlaðandi og myndarlegan mann, en nú þegar hann hafði brugðizt, varð hún að finna ný ráð. Hún vissi að henni yrði ekki skota- skuld úr þvi. Þegar hún sat á rúminu sinu þennan sólbjarta morgun, gerði hún sér fyllilega ljóst, að hún hafði aldrei elskað Jean Pierre. Hann hafði verið góður elskhugi, en það hafði fyrst og fremst kitlað hégómagirnd hennar, að hann var sem bergnuminn af henni, eða það hafði hún aö minnsta kosti haldið til þessa. Það hafði ýtt undir framagirni hennar að hann vildi taka hana með sér til Danmerkur, og kvænast henni, og þar með væri hún komin i hóp hinna hvitu. Allt þetta hafði átt sinn þátt i,að hún fann til ákafrar góðvildar gagnvart honum, og hún óskað að gera hann eins hamingjusaman og henni var auöið, en elskað hana, nei. En hvað átti hún að gera núna? Sem betur fór skorti hana ekki peninga. Jean Pierre hafði alltaf verið örlátur, og hún hafði þar að auki neytt allra bragða til að afla sér fjár. Til dæmis var hún vön að segja Jean Pierre, að það, sem hún keypti, væri dýrara en það raunveruiega var. Hún hafði komið i veg fyrir,að Jean Pierre keypti föt og gjafir handa henni, þó að hann vildi helzt gera það sjálfur. Hún hafði hlegið að hon- um og sagt að slikt bæru karl- menn ekkert skynbragð á. Nei, hann skyldi fela henni þessi inn- kaup og veita henni þá ánægju að koma honum á óvart með smekk- visi sinni. Hann hafði aldrei kraf- izt að fá að sjá reikningana, svo að hún gat talið það á fingrum annarrar handar, sem hún hafði ekki grætt tuttugu til þrjátiu pró- sent á. Þar að auki var ákaflega auðvelt að hnupla peningum frá Jean Pierre, það voru alltaf gull og silfurpeningar i jakkavasa hans, og hann hirti aldrei um að athuga hvað það var mikið. Þar sem hún sat þarna þakkaði hún sinum sæla fyrir að hún hafði neytt allra bragða til þess að tryggja framtið sina fjárhags- iega. Auk alls þessa átti hún nú feikn- in öll af dýrmætum skartgripum og fötum, en þvi vildi hún helzt halda eftir, þar eð hún vissi að það mundi verða henni til ómetanlegrar hjálpar i baráttu þeirri, er hún átti fyrir höndum. Fallega klædd kona með dýr- mæta skartgripi átti mun auð- veldara að koma sér áfram i heiminum heldur en hversdags- lega klædd kona, svo mikið vissi hún. Hvernig hún skyldi siðan haga sókninni, varð hún að ihuga gaumgæfilega. Henni kom fyrst til hugar að halda þegar i stað á eftir Jean Pierre til Danmerkur og gera honum lifið þar eins leitt og hún mögulega gæti. Hún hætti þó fljótlega við það, hún myndi ekkert vinna við það, heldur þvert á móti. Jean Pierre var henni ekki sérlega hugfólginn, það var það,sem hann gat veitt henni, sem hún sóttist eftir. Tilfinningar þær, er hún nú bar i brjósti til hans voru hatur og hefndarþorsti. Hún iðaði i skinninu eftir að koma fram hefndum, en var nægilega _ skynsöm til þess að gera sér ljóst 1553 Lárétt 1) Lafa.-6) Heimsk,- 10) Rás.- 11) Eins,- 12) Kima,- 15) Kyns,- Lóðrétt 2) Rödd,- 3) Mánuður - 4) Lús.- 5) Stefnur - 7) Straumkast,- 8) Aria - 9) Svefnhljóð,- 13) Egg.- 14) óhreinka.- Ráðning á gátu nr. 1552. Lárétt 1) Paris. 6) Samtaka,- 10) Ar.- 11) Os.- 12) Ritlist,- 15) Smali. Lóðrétt 2) Aum,- 3) Ima.- 4) Ósára,- 5) Kasta,- 7) Ari.- 8) Tel,- 9) Kös. 13) Tóm,- 14) III.- Vilii Hvaö gerðirðu? Kaktus og Brock eru horfnir. Ég notaði bara hugaraflið og óskir þeirra...ég hugsaði voðalega fast.., IlT" Sendirðu W Já, en ég þá i námur Jheld, að þeir Mars j komi ekki . búanna? Z»aftur. IIIII1 i I Fimmtudagur 15. nóvember 7.00 Morgunútvarp. Véður- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl ) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45. Olga Guðrún Arna- dóttir byrjar að lesa þýðingu sina á sögunni ,,Börnin taka til sinna ráða”, e. dr. Gormander Morgunleikfimi kl. 9,20 Til kynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Við sjóinn kl. 10.25. Ingólfur Stefánsson ræðir við Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðing um talningu fiskseiða. Morgunpopp kl. 10:40 Stor- ies syngja og leika. Hljómplötusafnið kl. 11:00 (endurt. þáttur Gunnars Guðmundssonar) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Jafnrétti — misrétti. VI. þáttur. Umsjón: a Þórunn Friðriksdóttir, Steinunn Harðardóttir, Valgerður Jónsdóttir, Guðrún Helga Agnarsdóttir og Stefán Már Halldórsson. 15.00 Miðdegistónleikar: Rússnesk tónlist. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 16.45 Barnatimi: Agústa Björnsdóttir stjórnar. a. Sögur og sagnir um Kötlu. Flytjendur með Ágústu eru Einar ólafsson og Hjalti Aðalsteinn Júliusson (14 ára). b. Börn syngja. Kór barnaskóla Akureyrar syngur nokkur lög. Söng- stjóri Birgir Helgason. Hljómsveit Ingimars Eydals leikur með. 17.30 Framburðarkennsla i ensku. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. Veðurspá. Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson cand. mag flytur þáttinn. 19.10 Bókaspjall. Umsjónar- maður: Sigurður A. Magnússon. 19.30 i skimunni. Myndlistar- þáttur i umsjá Gylfa Gisla- sonar. 19.50 Sönglög eftir Jón Leifs. Sigriður E. Magnúsdóttir og Ólafur Þ. Jónsson syngja við pianóundirleik Árna Kristjánssonar. 20.15 Leikrit: „Apaköttur- inn", gamanleikur með söngvum eftir Johanne Luise Heiberg. Áður útv. i desember ’58. Þýðandi Jón J. Aðils. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. Persónur og leikendur: Iversen — Haraldur Björnsson, Margrét, bróðurdóttir hans — Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir, Jómfrú Sörensen ráðskona — Inga Þórðar- dóttir, Óli vinnumaður — Brynjólfur Jóhannesson, Linddal lögfræðikandidat — Jón Sigurbjörnsson. 21.40 Litil serenaða op. 12 eftir Lars-Erik Larsson. Kammersveitin i Stokkhólmi leikur. „Undarleg tilviljun að við skyldum hittast á hausti.” Geirlaug Þorvaldsdóttir og Hörður Torfason flytja ljóðaþátt. 22.00. Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: Minningar Guðrúnar Borgfjörð. Jón Aðils leikari les (6) 22.35 Manstu eftir þessu? Tón- listarþáttur i umsjá Guð- mundar Jónsso.nar pianó- leikara. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.