Tíminn - 15.11.1973, Qupperneq 13
Fimmtudagur 15. nóvember 1973.
TÍMINN
13
: • 4f* .v“ ■ " .• * . • * • • .#• ■ "y^iiWHwi
V ' r * : '' ' • .-p'vv . .--• yp-'x
Brátt eru hundraö ár liöin siöan fyrsti spftalinn á Akureyri tók til starfa. Hann nefndist Gudmanns Minde á danska vísu og þar voru átta
sjúkrarúm og hesthús aö auki. Eins og kunnugt er af fréttum er nú f ráöi aö reisa nýtt sjúkrahús á Akureyri. Hugsanlegt er aö fram-
kvæmdir hefjist nú i haust, en annars veröurtekiö til óspilltra málanna að vori. Myndin sýnir hvernig sjúkrahúsiö nýja veröur útlits séö austan
frá og hvernig það mun tengjast núverandi sjúkrahúsi.
Verzlun hefur aftur tekið við sér
í Austurstræti
— segir í niðurstöðum könnunar, sem
gerð hefur verið um göngugötuna
ÞHÓUNARSTOFNUN Reykja-
vikur hefur nýlega sent til
Borgarráðs niöurstööur könn-
unar, sem hún hefur látið gera
um Austurstræti sem göngugötu.
í þessari könnun koma fram nið-
urstööur athugana, sem fram
hafa farið. Voru meöal annars
GULLFAXI í
FLUTNINGUM TIL
KAIRÓ FYRIR SÞ
SíÐASTLlÐINNföstudag geröi
Flugfélag tslands samninga viö
friðargæzlusveit Sameinuðu
þjóðanna um flutninga til Kairó.
Sagöi Sveinn Sæmundsson blaöa-
fulltrúi Flugfélagsins, aö ekki
væri búið að ákveöa með fram-
liald á þessu flugi, en flogið
veröur þangað næstu helgar.
Sagði Sveinn, að i fyrstu hefði
staðið á lendingarleyfi i Kairó og
leyfi fyrir yfirflug i öðrum
löndum á leiðinni, en þetta
vandamál væri nú leyst.
— Við flugum tvær ferðir fyrir
friðagæzlusveitir Svia um helg-
ina, sagði Sveinn — Við fluttum
aðallega vörur, sem tilheyrðu
gæzlusveitinni i þetta skiptið, en i
næstu ferðum verða liklegast ein-
hver sæti i vélinni til fólksílutn-
inga, og þá fyrir menn, sem þurfa
að leysa þá af sem fyrir eru.
Það var Gullfaxi, sem fór i
þessar fyrstu ferðir Flugfélagsins
til Kairó.
Stóð til að millilenda i Vin á
báðum flugleiðum. En á sunnu-
deginum þegar siðari ferðin var
eftir, lagðist svo mikil þoka yfir
Evrópu, að ógjörningur var að
millilenda i Vin. Vegna þessa
óhagstæða veðurs tafðist flugið
mikið, en Gullfaxi átti að fara i
áætlunarflug frá Kaupmannahöfn
til Reykjavikur á mánudeginum.
Það hafa þvi verið óþolinmóðir
farþegar, sem stigu um borð i
Gullfaxa á Kastrupflugvelli átta
timum siðar en áætlað var. kr—
• •
FELAG DONSKU-
KENNARA 5 ÁRA
UM þessar mundir eru fimm ár
liðin frá stofnun Félags dönsku-
kennara og mun veröa haldið upp
á afmæliö aö loknum aöalfundi 30.
nóv. n.k.
Stofnendur félagsins voru um
30 og eru félagsmenn nú rúmlega
140 talsins. Tilgangur félagsins
hefur meðal annars veriö, að efla
samstarf dönskukennara og bæta
aðstöðu til dönskukennslu á Is-
landi.
Félagið hefur haft milligöngu
um úthlutun margra styrkja
handa dönskukennurum til
endurhæfingar og framhalds-
náms i Danmörku. Enn fremur
hefur það fengið innlenda og er-
lenda fyrirlesara til þess að halda
erindi um nýjungar og breytt við-
horf i tungumálakennslu. Siðast-
liðið vor gekkst félagið fyrir
námsferð til Sviþjóðar og
Danmerkur. Nú i haust hélt félag-
ið framburðar- og tal-námskeið,
sem tókst mjög vel og er i vænd-
um annað slikt námskeiö. Félagið
hefur notið góörar fyrirgreiðslu
Norræna hússins, Fondet for
dansk-islandsk samarbejde, Sátt-
málasjóðs, svo og danska sendi-
ráðsins og menntamálaráðuneyta
Danmerkur og fslands.
Formaður félagsins er Guðrún
Halldórsdóttir og aðrir i stjórn:
Ólafia Sveinsdóttir, Stina Gisla-
dóttir, Gizur Helgason og
Hjálmar Ólafsson.
Ný bók
eftir
Jón Dan
NÝ SKALDSAGA eftir Jón Dan er
nýkomin út á vegum Almenna
bókafélagsins. Hún heitir At-
burðirnir á Stapa og fjallar um
kyn og stórmerki, sem þar
verða. Náttúrlegir og yfir-
náttúrlegir atburðir tvinnast
saman i bókinni, og er ekki að
efa, að mörgum mun þykja hún
hin skemmtilegasta lesning.
geröar talningar á fólki á götunni,
bflaumferö um þetta svæöi, áhrif
á verzlun o.fl. Er Borgarráö ekki
búiö aö taka afstööu til málsins.
Við höfðum samband við
Hilmar ólafsson hjá Þróunar-
stofnuninni og inntum hann eftir
niðurstöðum úr þessum athugun-
um. Sagði hann, að komið hefði i
ljós, að mikið hefði létt á umferð
um Laugaveg og færi fólk. sem
ætti leið vestur i bæ nú frekar
Hringbrautina, en um miðbæinn.
Þannig hefði umferðin dreifzt
meira nú en áður var. Einnig
hefði töluvert borið á þvi að bilar
væru rangstæðir og verst væri
ástandið i Vonarstræti og svo i
Pósthússtræti.
Sagði Hilmar, að athugun hefði
verið gerð á þvi, hver áhrif
lokunin hefði á ferðir strætis-
vagnanna, og hefði komið i ljós,
að feröir þeirra ganga eðlilega
fyrir sig, þó kæmi fyrir að þeim
seinkaði og væri það aðallega
vegna rangstæðra bifreiða á
leið þeirra.
Verzlun var jákvæð fyrst eftir
lokunina, en dróst saman upp úr
miðjum septembermánuði og þá
aðallega i vesturhluta Austur-
strætis. Einnig fækkaði umferð
fólks um götuna á þessum sama
tima. Verzlunin tók svo aftur kipp
i október þó að fólksfjöldinn um
götuna ykist ekki.
Helzta ástæðan fyrir þessari
fólksfækkun um Austurstræti er
talin vera sú, að umferð strætis-
vagna um götuna er hætt. Einnig
telja kaupmenn, að fá skamm-
tima-bílastæði þarna i grendinni
valdi hér nokkru um. Sagöi
Hilmar, að ætlunin hefði verið sú
að gera langtima bilastæðin við
Oddfellowhúsið og Vesturgötu að
skammtimabilastæðum, en bil-
stjórar hefðu ekkert tillit tekið til
þess, og þvi hefði farið i sama
farið og áður.
Um þá hugmynd að gera yfir-
byggingu yfir Austurstræti, sagði
Hilmar, að það væri nú i athugun
og gæti vel komið til greina, ef
samþykki fengist fyrir þvi.
kr—
Engar
sölur
í Bret-
landi
vikunni
r
I
SAMKVÆMT upplýsingum
frá LIÚ I gær, er alveg öruggt,
aö ekkert fslenzkt skip mun
selja i Bretlandi i þessari
viku. Til stóö aö wélbáturinn
Órvar seldi þar fisk I vikunni,
en liann er nú á leiö til Belgiu
meö aflann, og selur liklega á
fiinmtudag.
Aö sögn þeirra hjá LtO vilja
Bretarnir ekki taka á móti
islenzku fiskiskipi með afla til
sölu fyrr en landhelgissamn-
ingurinn hefur verið stað-
festur, og þess vegna fór
örvar til Belgiu. Einn bátur
seldi afla i Ostende igær.Það
var Arinbjörn RE, sem seldi
rúm 60 tonn af þorski, kola og
ýsu fyrir rúmar 3 milljónir, og
var meðalverðið kr. 50,12 fyrir
kilóið. Hamar frá Rifi átti
einnig aö selja i gær, en hann
náði ekki sölu og selur þvi i
dag. —hs—
Aðalsafnaðarfundur
Digranesprestakalls
verður haldinn sunnudaginn 18. nóvember
i Kópavogskirkju kl. 3 eftir messu.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kynnt verður frumvarp um veitingu
prestakalla.
3. Önnur mál.
Sóknarnefndin.
Starf bókara
Óskum að ráða traustan mann i starf bók-
ara.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar fást á
skrifstofu okkar.
Umsóknarfrestur til 1. desember.
Rafveita Ilafnarfjarðar.
Heimilis
ónægjan
eykst
með
Tímanum
fóðrið sem bændur treysta
• kúafóður MR • beitarblanda
• búkollu-kúafóðurblanda • maísmjöl
• búbótar-kúafóðurblanda • byggmjöl
• svínafóður • valsað bygg
• sauðfjárblanda • sojamjöl
fóður
grasfrœ
girðingarefn
MJOLKURFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Sími: 11125