Tíminn - 15.11.1973, Page 16

Tíminn - 15.11.1973, Page 16
Fimmtudagur 15. nóvember 1973 DAUÐASLYSIN ORÐIN 98 Síðasta dauðaslysið varð um borð í Þormóði goða Klp-----Banaslys varft um borö I togaranum Þormóöi goöa á þriöjudagsmorguninn. Þrjátiu og níu ára gamall maöur Bjarni Kruger aö nafni lézt þá af völdum áverka, er hann hlaut skömmu áöur um borö f togaranum. Slysið vildi þannig til, að Bjarni flæktist i togvirnum og fór i tog- vindutromlu. Hann missti þegar annan fótinn og mun einnig hafa slasazt innvortis og lézt skömmu siðar. Togarinn var að veiðum út af Suðurlandi þegar slysiö varö. Þyrla var þegar send á vettvang meö tvo lækna, en áður en hún komst á staðinn var Bjarni látinn. Togarinn kom með lik Bjarna heitins inn til Reykjavikur og fóru sjópróf fram i gær. Bjarni var einn af reyndustu togarasjó- mönnum landsins og átti marga kunningja og vini meðal sjó- manna. Hann var ókvæntur og barnlaus. Þetta dauðaslys var þaö 98. frá áramótum. Hafa dauöaslysin aldrei fyrr orðið jafn mörg á ekki lengri tima en i ár. Til saman- burðar má geta þess, að allt árið i fyrra urðu dauöaslysin 55 talsins, en nú eru þau að nálgast hundrað. Flestir hafa látizt i sjóslysum og drukknunum i ám og vötnum, þvi næst koma banaslys i um- ferðinni, þá flugslys og siöan dauðaslys af völdum bruna. VINNUSTAÐAEFTIR LITIÐ AUKIÐ NYbEGA var heilbrigöiscftirlit- inu veitt heimild til aö fjölga starfsmönnum sinum um cinn, samkvæmt beiöni frá borgar- lækni til borgarráös. Er um aö ræöa starfsmann við verksmiöju- og vinnustaöeftirlit, en hingaö til hafa þeir aðeins veriö tveir. Aö sögn Þórhalls Halldórs- sonar, framkvæmdasljóra heil- brigðiseftirlitsins, hefur ekki verið fjölgað i eftirlitinu siðan 1966, þrátt fyrir mikla fólksfjölg- un i borginni og mikla fjölgun vinnustaða, sem nauðsynlegt er að hafa eftirlit með. Hingað til hefur verið krafizt stúdents- menntunar, þar sem skóli sá i Svlþjóð, sem starfslið eftirlitsins hefur vérið sent i til þjálfunar, krefst þeirrar menntunar. Nú hafa hins vegar verið uppi hugleiðingar um það, að ráða menntaðan mann á iðnaðar- sviðinu og finna eitthvert nám- skeið sem ekki krefst stúdents- menntunar t.d. i einhverju Norðurlandanna eða Englandi. Ekki sagðist Þórhallur búast við þvi, að tæknimenntaður maður tæki að sér þetta starf að svo komnu máli, þar sem ekki væru i boði sambærileg laun og tækni- fræðingar fengju annars staðar. Þeir, sem hlotið hafa sérþjálfun i Sviþjóð, fara nú i 20. launaflokk, sem i dag gerir um 46 þúsund krónur. —hs — Henry Kissinger í Peking: Gaf í skyn, að Nixon stæði tæpt NTB—Peking. — llcnry Kissinger, utanrikisráöherra Bandarlkjamia, gaf i skyn aö lok- inni heimsókn sinni i Peking, aö fram undan kynnu að vera mikil, pólitisk umskipti i hcimalandi lians, en staöhæföi jafnframt, aö ekki yrði breyting á þessari stefnu, sem Nixon heföi tekiö upp gagnvart Kinverjum, til hvcrra tiöinda sem kynni að draga i Bandarikjunum. Fréttamenn i Peking telja um- mæli Kissingers bendingu til kin- verskra ráðamanna um það, að Nixon kunni að verða að vikja úr forsetastóli vegna Watergate- málsins, sem fátt hefur verið rætt um I fjölmiölum i Kina. Ekki var neitt látiö uppi um það, hvað Kissinger hefði rætt við kinverska valdamenn, en talið er, að hann hafi komizt að samkomu- lagi um aukin viðskipti. Frá Peking fór Kissinger til Tókió. Auglýsingasími Tímans er GSÐI fyrir góðan niat ^ kjötiðnaðarstöð sambandsins Kjötiönaöarstööin I Borgarnesi. Fisksölur: MET i GÆR seldi vélbáturinn Hamar, frá Rifi, afla i Ostende i Belgiu og fékk meöalveröið 60,93 kr. fyrir hvert kg, sem er hæsta meðal- verö, sem fengizt hcfur til þcssa. Aflinn var aö mestu Ícyti þorskur, en einnig var i honum ýsa og koli. Stutt er stórra högga á milii i þessum cfnum þvi Surtsey frá Vest- mannaeyjum seldi i septem- ber sl. og fékk þá meöalveröiö 56,70, scm þá var það hæsta sem fengizt hafði. Aflamagnið, sem Hamar seldi, var 42.5 lestir og fékkst fyrir það tæpar 2,6 milljónir. Skuttogarinn ögri seldi einnig fyrir mjög hátt verð i Þýzka- Framhald á bls. 15. Ný kjötiðnaðarstöð í Borgarnesi JE—Borgarnesi. — Haustslátrun sauðfjár lauk hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, Borgarnesi um sið- ustu mánaðamót. Alls var slátrað rösklega 70 þúsund fjár hjá kaup- félaginu og öllu i sláturhúsinu i Borgarnesi. Þar með eru taldir um 3000 dilkar, sem slátrað var um mánaðamót ágúst-september vegna sumarmarkaðar. Meðal-kroppþungi dilka i haust- slátrun nú var 14,5 kg, en var haustið 1972 13,8 kg. Nú i haust var slátrað 5000 fjár fleira i Borg- arnesi en árið áður. Kjötþungi af þyngsta dilk i haust var 30,4 kg og átti þann dilk Steinar Guðbrands- son, Tröð, Kolbeinstaðahreppi. Við slátrun og frystihúsið i Borgarnesi unnu i.haust um 180 manns. Nú stendur yfir stórgripaslátr- un. Nýlega flutti Kjötiðnaðarstöð Kaupfélags Borgfirðinga i ný húsakynni. Húsið nr. 2 við Borg- arbraut i Borgarnesi, sem áður var verzlunarhús Verzlunar- félags Borgarfjarðar og hefir nú verið breytt i kjötiðnaðarstöð. Húsið er á tveim hæöum um 300 fermetra i kjallara eru frystiklef- ar, kæliklefar, afgreiðsla, söltun, úrbeining, og pökkun, en á efri hæð er aðal kjötvinnslu-salur með tilheyrandi vélum, þar með talinn mjög fullkominn reykofn til reyk- Framhald á bls. 15. Anna prinsessa hét ást og hlýðni NTB—Lundúnum — Anna prinsessa, einkudóttir Elisabetar drottningar og hertogans af Edin- borg, og riddaraliðsforinginn Mark Philipps voru á niiöviku- daginn gefin saman i West- niinstcr Abbey. Athöfninni var sjónvarpað, og prinsessan brosti i allar áttir i glitrandi silkikjól sinum, unz hún kom inn i kirkjuna. Þá kom allt i einu á hana mikil! alvörusvipur. Biskupinn af Kantaraborg gaf hjónin saman, og brúðguminn sagði háum rómi: ,,Ég, Mark Anthony Peter, tek þig, Anna Elisabet Alice Louse, mér fyrir eiginkonu”. Prinsessan var aftur á móti áberandi lágmælt og fast- mælt, er hún hét brúðgumanum þvi að elska hann og heiðra og Elisabet Alice Louise, mér fyrir vera honum hlýðin. Þegar þau höfðu þetta mælt, dró brúðgum- inn hring á fingur brúðarinnar. Fjöldi fóíks var i grennd við Westminster Abbey, er brúðhjón- in óku brott, og er talið, að þar hafi verið um fimmtiu þúsund manns. Akra nes: FYRSTI SKUTTOGARINN KOAAINN - ANNAR í VOR G.S.—Akranesi. — 1 fyrradag kom til Akraness fyrsti skuttogari Akurncsinga, Krossvik EA, 500 tonn að stærð. Skipið er svipaö að stærð og minni skuttogarar, sem keyptir hafa verið tii landsins aö undanförnu. Skipiö er keypt frá Noragi, cr eins árs gamalt og mjög fullkomið að gerð. Aðstaða til að vinna aflann er eins góö og bczt þekkist i dag. Allur fiskur verður isaður i kassa. ísvél er i skipinu sem afkastar 7 tonnum á sólarhring. tsnum er biásiö i kassana. í skipinu eru vcltitank- ar, er draga eiga úr veltu skips- ins. Aðalvél þess er 1500 h.a. Wichmann. Tvær ljósavélar eru I skipinu af gerðinni Volvo Penta. Að öðru leyti cr skipiö útbúiö full- koinnustu fiskileitar- og siglinga- tækjum. Þaö er einnig útbúið til flotvörpuveiða. Skipstjóri er Guðmundur Sveinsson, kunnur aflamaður á Akranesi. Eigandi skipsins er hluta f>élagið Krossvik, en þaðvar stofnað 17. nóvember 1972 I þeim tilgangi að afla hráefnis fyrir hraðfrystihúsin á Akranesi, sem eru hluthafar, ásamt Akranes- kaupstað. Krossvik h.f. á von á nýjum 800 tonna skuttogara frá Póllandi i april á næsta ári. Verður það skip sjósett 20. nóvember n.k. Fram- kvæmdastjóri Krossvikur h.f. er Kristján Kristjánsson, fyrrv. tog- araskipstjóri. Þetta er afskaplega fallegt, hreint stórkostlega glæsilegt skip, og gaman var að sjá það koma inn á höfnina hér i gær. Skipstjór- inn lét af þvi, að skipið hefði farið alveg sérlega vel i sjó, enda þótt veðrið hefði verið nokkuð vont á leiðinni frá Noregi. Eru það velti- tankarnir, sem ég nefndi áðan, sem gera þetta að verkum. Krossvik EA fer væntanlega út til veiða núna á laugardaginn Vargfugl og nælonnet ógna æðarfuglinum: 1-2 UNGAR Á KOLLU Á HAUSTIN „SVARTBAKUR étur nú meiri hlutann af ungum, sem komast úr hreiðri”, segir i skýrslu frá Æðar- ræktarfélagi tslands, sem nýlega héit aðalfund sinn. En svartbak- urinn er ekki eini vargurinn i varplöndum æöarfuglsins. ,,! vor átu hrafnar tólf til fimmtán þúsund egg i Æðey". Til marks um hrafnaganginn þar er þess getið, að 230 hrafnar hafi verið lagöir að velli með eitri á einum mánuöi. Ekki þykir skúmur heldur góður gestur i varplönd- um, og liefur fengizt leyfi menntamálaráðuneytisins til að stugga við honum. Það eru ekki einungis varg- fuglar, sem höggva skörð i æðar- fuglastofninn. Einnig kom fram á fundinum, að auknar hrognkelsa- veiðar og notkun nælonneta hafi það i för með sér að miklu meira af fugli festist i netum en áður, og var um það rætt að leita eftir út- færslu landhelgi jarða i grennd viö varpstöðvar. Á Laxamýri var dúnn um sextiu kg. á ári, þar til nælonnet komu til sögunnar, en er nú fimmtán til seytján kíló- grómm. Lögð er áherzla á, að skjótra ráöstafana þurfi við til þess að auka viðkomu æðarfuglsins, þar eð nú séu aðeins einn til tveir ungar lifandi að hausti á hverja æöarkollu. Annars staðar á Norðurlöndum er þessi tala talin vera tveir ungar á kollu. Ekki er fullkunnugt, hversu dúntekja er nú mikil á landinu, en árið 1972 veitti dúnhreinsunar- stöð Sambands islenzkra sam- vinnufélaga viðtöku 763 kiló- grömmum, miðað við dúninn hreinsaðan. Á aðalfundinum var Baldvin Jónsson i Sylgju gerður að heiðursfélaga i viðurkenningar- skyni, en hann er kunnur maður fyrir dúnhreinsunarvélar þær, sem hann hefur fundið upp og smiðað. Sæmundur Stefánsson forstjóri lét að eigin ósk af formannsstarfi i Æðarræktarfélagi Islands, og var i hans stað kosinn Ólafur E. Ólafsson frá Króksfjarðarnesi, og Gisii V. Vagnsson á Mýrum var endurkjörinn meðstjórnandi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.