Tíminn - 16.12.1973, Síða 10
10
TÍMINN
Sunnudagur ltí. desember 1973.
HÁHÝSI
FRAMLEIÐA L
„SITT" ÓVEÐUR
Nútima húsbyggingar skapa
vandamál, sem engan hefur órað
fyrir innan húsagerðarlistarinn-
ar. Hús okkar eru byggð meðal
annars út frá þeirri forsendu, að
regndropar falli alltaf niður á við.
En margar nýjar byggingar
stuðla að þvi sjálfar að skapa
undarleg tilbrigði f „náloftslagi”
(nærloftslagi), þar sem náttúru-
öflin verka á allt annan hátt en
fólk gerir sér almennt i hugarlund
Til dæmis er það að verða al-
mennt vandamál, að það rignir
upp á viö meðfram mörgum hús-
veggjum. Þar sem allar stefnur
og gluggasyllur undir gluggum,
auk annars, eru miðaðar viö það,
að vatn fylgi þyngdarlögmálinu,
hefur þetta i mörgum tilfellum
það I för meö sér, að regnvatnið
þrengir sér inn i húsið ibúunum til
gremju.
Þelta er aðeins ein af mörgum
vandræðauppSkomum i sam-
bandi við smiði ibúðarblokka og
háhýsa, sem spretta eins og gor-
kúlur á þessum árum. Bygginga-
meistarar hafa ekki tekið nægi-
legt tillit til veðurfarsins. Þvi áð
aðeins fáir einir hafa hugsað um,
að byggingar af þessari stærð
eiga sjálfar þátt i þvi að breyta
loftslaginu i nánasta umhverfi.
Margir hafa sjálfsagt tekið eftir
þvi, að venjulega er rok niðri við
grunn á háhýsum, á meðan
kannski er næstum stillilogn
nokkur hundruð metra i burtu.
Þetta er einfaldlega vegna þess,
að háhýsi skaga svo hátt upp i
loftið, að þau „veiða” öflugri
vinda, sem liggja i hærri loft-
lögum og hvirfla þeim til jarðar.
Meðfram háhýsum og stórum
ibúðablokkum getur maður alltaf
verið viss um að sjá hatta og
ýmislegt annað á flugi, þegar
húsmæðurfara i búðir eða feður-
nir til vinnu sinnar.
Viðskiptavinirnir fuku
burt.
A skýringarmyndunum sést
greinilega, hvernig vindurinn
brýzt móti háum húsveggnum,
svo aðhluti af honum þrýstist upp
að veggnum, á meðan þvi, sem
eftir er af honum, slær niöur og
myndar öfluga svelgi neðst við
húsið. Það samband lágra og
hárra bygginga, eins og sést á
myndinni, skapa sérlega öfluga
hvirfilvinda, sem gera það að
daglegri kvöl að vera á ferli á
staðnum. Aðrar rannsóknir hafa
sýnt, að það getur á margan hátt
haft i för með sér sálarlegt álag
að búa í háhýsi, að börnin á efstu
hæðunum koma sjaldan niður til
þess að leika sér og svo fram-
vegis. Þegar þaö kemur til, að
Ibúarnir eru oft á ferli i veðurlagi,
sem nánast má kalla staöbundið
ofsarok, er ekki að undra, að sér-
fræðingar i byggingarannsóknum
séu farnir að hafa áhuga á
þessum málum. En upplýsingar
um loftslag það, sem hér er til
umræðu, getur lika verið gagn-
legt fyrir atvinnulifið. Það hefur
komið i ljós, að viðskiptavinir
hafa fráfælzt búöir, sem standa
við þessi svelgsvæði, þó að þær
væru sjálfar vel úr garði gerðar
og lega þeirra benti ti 1, að við þær
væri meira skipt. En viðskipta-
vinirnir leituðu annað, þar sem
þeir urðu ekki vindblásnir og hel-
kaldir af þvi aö skreppa i búö.
Við lægri byggingar geta einnig
myndazt hvirfilvindar, einkum ef
húsarööin er L — laga með sund
á milli.
Nú á timum, þegar umhverfis-
málin eru mjög til umræðu, hefur
þetta mál ekki svo litla þýðingu,
til að mynda það atriði að hefta að
ryk þyrlist upp, að ekki sé minnzt
á smámuni eins og brotnar regn-
hlifar og eyðilagða hárgreiðslu,
sem getur þó verið nógu þreyt-
andi, þegar til lengdar lætur.
Verðurfræðingar sem
byggingaráðgjafar.
Vindgöngin eru að verða hið
nýja hjálpartæki húsa-
meistaranna i viðleitni þeirra til
þess að skapa betra ástand hjá
ibúunum. I Danmarks Tekniske
Höjskole hafa i mörg ár verið
notuð vindgöng til þess að rann-
saka i þeim módel af nýjum
byggingum, áður en þær eru
reistar.
Rannsóknum á þessu sviði fleygði
fram árið 1956, eftir að stormur
hafði valdið miklum skaða, en
vindhraðinn hafði verið tiltölu-
lega lágur. Skemmdir höfðu
orðiö einna mestar á húsum með
flöt þök. Uanr.sóknir leiddu i ljós,
að undir vissum kringumstæðum
getur myndazt mjög sterkur sog-
kraftur á flötum húsaþökum.
A siðari árum hefur það mjög
farið i vöxt. að veðurfræðingar
séu fengnir til ráðuneytis varð-
andi nútimabyggingar.
Að berja i brestina.
En hvað er hægt að gera, þar
sem skaðinn hefur þegar átt sér
stað?
Það eru reyndar viða mjög
góðir möguleikar til þess að
draga úr vindstyrknum, fyrst og
fremst með þvi að gróðursetja
tré á viðeigandi stöðum kringum
ibúðablokkirnar, sem oft eru á
bersvæði. Runnar og tré þjóna
sem skjólveggur. og þyrping
lágra húsa i kring getur gert
svipað gagn, ef þau eru á réttum
stað. Auk þessa kemur til greina
að byggja yfir gangvegi og upp-
blásin búðartorg, en það er dýrt,
Þó getur slikt borgað sig.
(Lausl. þýtt. S.Sr)
Regndropar, sem ..falla” upp i móti, og
hörkugusturá stöðum, þar sem eiginlega ætti
að vera alveg logn, er eitt af þeim vandamál-
um. sem byggingarannsóknarmenn hafa þurft
að taka til meðferðar, eftir að menn hafa tekið
eftir umhverfisþætti, sem hingaðtilhefur ekki
verið gaumur gefinn: það ástand að risa-
byggingar nútimans skapa oft sitt eigið
..náloftslag."
DORGAR
17 ð HÚ5GÖGN hf.
Fellsmúla 26 (Hreyfilshúsinu) Simi: 85944
Þrjár skýringarmyndir, sem sýna mjög vel, hvernig háhýsin
skapa sitt eigið veðurfar, ef svo má aö oröi komast. Lesið nánar
um myndirnar i meöfylgjandi rammagrein.
Skýringarmyndirnar hér
sýna niöurstöðuna af
vinds velgstilraun meö
byggingarmódel sem átti að
útskýra, hvers vegna næstum
alltaf var stormur í verzlunar-
götu milli fjórtán hæöa há-
hýsis og fjögurra hæöa
byggingar. Venjulega kom
vindurinn frá þeirri hliö, þar
sem lægri húsasamstæöan
var.
Það sést bezt i aðaldráttum,
hvaðgerðist, á teikningu nr. 1.
Að sönnu gengu veg-
farendurnir á verzlunar-
götunni i skjóli fyrir þeim
vindi, sem blés niðri við jörð,
en framhlið háhýsisins stóð
fyrir vindinum hærra uppi, og
nokkuð af honum þrýstist
niður i verzlunargötuna.
Rás loftstraumsins er
mörkuð nokkru greinilegar á
teikningu nr. 2,og að lokum
sýnir þriðja skýringarmyndin
ljósmynd af vindsvelgnum,
meðan á tilrauninni stóð. Með
þvi að nota reykagnir hafa
loftsraumirnar orðið sýnilegri
á myndinni. Mælingar sýndu,
að vindstyrkurinn á verst
settu stöðunum á götunni, með
tilliti til þessarar vindáttar,
var of náfægt helmingi meiri
heldur en hann hefði verið, ef
byggingarnar hefðu verið
fjarlægöar og fólk hefði gengið
á bersvæði.Þaö er vegna þess,
að vindhraðinn er beinlinis
minni við yfirborð jarðar en i
25-30 metra hæð.
Bólstruð
hjónarúm
Hjónarúm hinna vandlátu
Mikið úrval áklæða.
DORGAR
L7H HÚ5GÖGN hf.
Fellsmúla 26 (Hreyfilshúsinu) Simi: 85944