Tíminn - 16.12.1973, Side 12
12
TÍMINN
Sunnudagur 16. desember 1973.
Rafael Carera
RÖDD ÚTLAGA OG
ANDSPYRNUMANNS
Rafael Carera, fulltrúi „Chile Democratico”, I ræðustól á baráttusam-
komu stúdenta 1. des. I Háskólabló. island er 11. landið, sem Carera
ferðast til i þvi skyni að ná samstöðu þjóða með andspyrnumönnum i
Chile. Vildu einhverjir hafa samband viö aðalbækistöðvar „Chile
Dcmocratico”, þá er heimilisfangið Via della Torre Argentina 21,
Roma, Italia. Simi: 561863. Vilji menn styðja samtökin með fjárfram-
lögum, er giróreikningsnúmerið 788457/02, „Chile Democrático” —
Poggini Chiappi — c/o Banca Comercial Italianáa — Sede Di Romá —
Via del Corso — Roma — Italia. Þess má geta, aö viötalið hefur beðið
birtingu nokkurn tima vegna þrengsla I blaðinu.
„Land hins dæmigerðasta lýð-
ræðis breyttist I einni svipan i
land liinnar hatrömmUstu kúg-
unar. Eitt af höfuðverkefnum
andspyrnuhrcyfingarinnar er og
verður að telja kjark I þjóð Chile
og auka henni siðferðisþrek undir
oki fasistanna”... „Vegna alls
þessa sem brýtur i bága við allt
það, er kallast lýðræði, skorum
við á rikisstjórnir um heim allan
að viðurkenna ekki herforingja-
stjórnina I Chile”.....Leiðtogar,
þjóðar eru þeir, sem kjörnir eru
löglega af ibúum landsins, en ckki
minni hluti, grár fyrir járnum”.
Þetta eru orð Rafaels Carera,
sem hingað kom fyrir helgi á veg-
um 1. des.-nefndar stúdenta.
Hann starfar á vegum „Chile
Demoeratico,” sem hefur höfuð-
stöðvar f Róm. Það, sem hór fer á
eftir, er byggt á ummælum hans á
blaðamannafundi, almennum
fundi t Norræna húsinu á mánu-
dagskvöld s.l. sem og sérstöku
viðtali blaðsins við hann.
— Þeir Chile-menn, sem eru i
andstöðu við herforingjastjórn-
ina, eru nú sameinaðir. And-
spyrnuhreyfingin er ekki i bar-
áttuhugleiðingum þessa stundina,
en vinnur að þvi að endur-
skipuleggja samtök, stofnanir og
aðra aðila innan hennar fyrir bar-
áttuna.
Meiri hluti chilensku þjóöarinnar
er nú i andstöðu við herforingja-
stjórnina. Allir flokkar, Unidad
Popular, I einingarstjórn Allend-
es heitins forseta eru henni and-
vfgir, sem og flestir þingmenn
flokks Kristilegra Demókrata,
sem var i stjórnarandstöðu i
stjórnartið Allende. t andspyrnu-
hreyfingunni er einnig nýr hópur
manna lengst til vinstri. And-
spyrnuhreyfingin sameinar nú
alla, sem eru á móti herforingja-
stjórninni og fasistum yfirleitt.
Horft er framhjá fyrri ágrein-
ingsefnum og þeir, sem áður létu
blekkjast af áróðri heímsvalda-
sinna, eru nú velkomnir i raðir
hreyfingarinnar, enda sjá þeir nú
eigin augum, hver hefur orðið
harmleikur Chile.
— Hvaðan hreyfingin fær
vopn? Ég vil aðeins segja: hún
fær þau „einhversstaðar að”. Við
munum hvorki láta uppi hvort við
fáum vopn né hvaðan við komum
til með að fá þau.
— Andspyrnuhreyfingin mun
nota margar aðferðir i væntan-
legri baráttu sinni. Og það kemur
áreiðanlega til vopnaðrar
baráttu.
En hvenær það verður, mun for-
ysta hreyfingarinnar ákveða. f
dag er aðalmarkmið okkar
endurskipulagning, sameining
þeirra, sem eru á móti fasistun-
um, i eina fjöldafylkingu. Við ætl-
um okkur að brjóta niður herinn,
sem i dag er grundvallaður á lygi,
blekkingum og svikum.
— Eini stykur herforingja-
stjórnarinnar er nú sameinaður
her, en það verður annað uppi, en
herinn sér að hann hefur verið
blekktur og þá mun hann klofna.
Þá koma vopn hans ekki fasistun
um að notum. Það yrði þá ekki i
fyrsta skipti, sem vopn, er
fasistar ráða yfir, snúast gegn
þeim sjálfum.
— 70% hers Chile er af verka-
manna- og bændafjölskyldum
kominn.Þaðer þvi auðskilið, að i
landi, þar sem hundruð þúsund
manns, ekki sizt hinir fátæku,
hafa orðið fyrir barðinu á herfor-
ingjastjórninni, munu þeir ekki ó-
fáir innan hersins, sem ekki
hugsa hlýtt til hennar.
—Fasistarnir gera sér grein
fyrir þessu, og i þrjá mánuði hafa
hermennirnir verið kyrrsettir i
búðum sinum og ekki fengið að
hafa samband við fjölskyldur sin-
ar. Herforingjastjórnin lofaði
hermönnunum þvi i upphafi, að
þeir myndu hafa það betra en áð-
ur undir sinni stjórn. Raunin
hefur orðið önnur. 1 augnablikinu
er herinn sameinaður, en einn
góðan veðurdag springur hann.
— Það sýnir skýrlega veikleika
herforingjastjórnarinnar, að enn,
þrem mánuðum eftir valdatök-
una, er samkvæmt skipun hennar
algert útgöngubann frá kl. 10 á
kvöldin til kl 7 á morgn-
ana. Þeir, sem hætta sér út á götu
á þessum tima, eru umsvifalaust
skotnir niður. Fjárhagsörðugleik-
ar hafa færzt I aukana i stjórnar-
tið herforingjanna. Lofað var
bættum lifskjörum, en verð á
nauðsynlegustu matvælum hafa
þó hækkað um allt að 1500% og
laun hafa verið fryst.
— Við höfum frétt, að heilar
herdeildir hafi verið teknar af lifi.
Þá munu um 300 manns i liðsfor-
ingjaskóla einum hafa verið tekn-
ir af lifi strax i september, er þeir
sýndu andstööu gegn herforingja-
stjórnin»'i. A þeim mánuðum sem
liðnir eru frá valdatökunni, hafa
um 30 þúsund manns verið teknir
af lifi og komið hefur verið upp
tugum einangrunarbúða. Yfir 200
þúsund manns hafa verið sviptir
vinnu, og nú eru um 7 flótta-
mannabúðir starfandi. Þið fréttið
ekki mikið af þessu vegna þess,
að fólkið er kúgað og þorir ekki að
láta skoðanir sinar i ljós.
— Land hins dæmigerðasta
lýðræðis breyttist i einni svipan i
land hinnar hatrömmustu kúg-
unar. Eitt af verkefnum And-
spyrnuhreyfingarinnar er og
verður að telja kjark i chilensku
þjóðina og auka henni siðferðis-
þrek.
Fyrir valdaránið var Rafael
Carera verkfræðistúdent i
Kaþólska háskólanum i Chile
(Kveðst samt sannarlega ekki
vera kaþólikki). Atti sæti og á i
landstjórn Stúdentasamtakanna i
Chile, en i henni voru 8 manns. I
tið Allende fólst pólitiskt starf
hans einkum i þvi, innan stúd-
entahreyfingarinnar, að aðlaga
háskólakerfið þörfum þjóðarinn-
ar. 4. sept. s.l. fór Carera frá
Chile á ráðstefnu stúdenta i
Leningrad, og samkvæmt áætlun
átti hann að vera kominn aftur til
Chile 14. sept. En 11. sept. fer
valdaránið fram, og þá var ekki
um að ræða að snúa aftur heim.
Nú starfar hann á vegum Al-
þjóðastúdentasamtakanna (IAS)
og Alþjóðabaráttuhreyfingar
Chilemanna erlendis „Chile
Democratico”. Er hann kom
hingað hafði hann ferðast til 10
landa i sömu erindagerðum og
hann er hér, — sem sé að hvetja
menn og þjóðir til samstöðu um
aö einangra herforingjastjórnina
og fordæma hana, til þess að hún
falli. — Einangrun herforingja-
stjórnarinnar og samstaða fólks
erlendis og heima fyrir eru helztu
vopn okkar, segir Carera. Og
hann heldur áfram:
— Fyrir stjórnartið Allendes
veittu margar alþjóðlegar lána-
stofnanir, flestar meira og minna
I tengslum við Bandarikin, 200
milljón dollara árleg lán til
Chile. í stjórnartið Allende voru
þau lækkuð niður i 30 millj. doll-
ara, og jafnframt kröfðust
Bandarikjamenn þess, að allar
skuldir við USA yrðu greiddar.
Þetta ásamt fleira var gert af
hálfu USA til að valda sem mest-
um fjárhagslegum usla i Chile.
— t september s.l., strax eftir
valdaránið, veitti Þróunarbanki
Amerikurikja (bandariskt fyrir-
tæki), 24 milljón dollara lán til
herforingjastjórnarinnar, bara til
landbúnaðarmála. Þetta ásamt
öðru sýnir, að Bandarikin eru
hliðhollari Chile herforingjanna
en Allende. Og fasistarnir rétta
fram höndina i staðinn. Þegar er
farið að tala um að skila kopar
námunum til fyrri eigenda, —
bandariskra, — og skila stóru
jörðunum og iðnfyrirtækjunum
aftur til burgeisanna.
— Þær lýðræðisstjórnir, sem
viðurkenna núverandi Chile-
stjórn eru um leið að viðurkenna,
aö réttmætt sé að myrða löglega
kjörinn forseta hvenær sem er,
loka þinginu og hneppa helming
þingmanna i varöhald, myrða 30
þúsund manns og setja enn aðra i
einangrunarbúöir, loka ráðherra
inni i fangabúöum o.s.frv.
— Vegna alls þessa, sem fcr i
bága við allt. sem heitir lýðræði,
skorum við á rikisstjórnir um
heim allan að viðurkenna EKKI
herforingjastjórnina i Chile. Hún
er ekki stjórn þjóðarinnar, heldur
er stjórn alþýðunnar sú eina lög-
lega.
— Leiðtogar þjóðar eru þeir,
sem kjörnir eru löglega af ibúum
landsins, en ekki minnihluti grár
fyrir járnum. Við biðjum allar
lýðræðisþjóðir aðhugsa um þetta.
Slíkt getui1 einnig gerzt hér á ís-
landi. Meðal annars með tilliti til
hersetu Bandaríkjamanna hér:
varið ykkur og verndið I lengstu
lög sjálfstæði ykkar og látið ekki
ganga á það.
— Einn af veikleikum okkar,
þ.e. stuðningsmanna Allendes,
einingarstjórnarinnar, var, að ná
ekki stuðningi millistéttanna,
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
okkar.
— Við vorum að reyna að
skapa skilyrði til að brjóta niður
hið borgaralega þjóðskipulag.
Það var ekki ætlun okkar að láta
það afskiptalaust.
— Enda þótt meiri hluti þing-
manna Kristilegra demókrata
hafi lýst yfir stuðningi við herfor-
ingjastjórnina, er meiri hluti
flokksmanna þeirra henni and-
vigur. Tveim dögum fyrir valda-
ránið klofnaði K.D. vegna afstöð-
unnar til herforingjanna. Og
stúdentar innan vébanda K.D.
hvöttufyrir valdaránið landsmenn
til að snúast gegn herforingjunum
og áformum þeirra.
—Það var verkalýðsstéttin er
var Allende dyggust, þótt hún
ætti við mesta erfiðleika að
strfða. Vörubilstjórarnir marg-
umtöluðu voru innan verkalýðs-
hreyfingarinnar, eða flestir
þeirra, en voru yfirleitt innan
K.D. Nú hafa þeir hins vegar sagt
sig úr verkalýðshreyfingunni. Við
vitum ekki til þess, að þeir hafi
fengið kjarabætur eftir valdatök-
una, enda þótt herforingjarnir
hafi lofað þvi. Hins vegar hafa at-
vinnumöguleikar þeirra stór-
minnkað, þar sem með stórhækk-
uðu verðlagi á nauðsynlegustu
matvælum o.fl. og skömmtun
þeirra hefur flutningaþörfin
dregizt saman. Þetta bitnar einn-
ig mjög á smákaupmönnum.
Hvað sem liður afstöðu vörubil-
stjóra nú má geta þess, að nýlega
gagnrýndi mjög hægrisinnað blað
I Chile þá i nóv. fyrir að hafa
brugðist herforingjastjórninni!
— Spurt er um herinn i stjórn-
artiö Allendes með tilliti til vopna
hans. Þvi er til að svara, að vopn-
in hafði herinn fengið, áður en
Allende kom til valda. Þvi var
ekki reynt að sjá alþýðunni fyrir
vopnum, svo hún væri reiðubúin
til varnar eða baráttu við herinn?
Alþýðan gat ekki keppt við veldi
hersins með vopnum. Við reynd-
um hins vegar að vinna herinn
eða einstaka aðila hans á okkar
band og koma i veg fyrir að hann
sameinaðist um valdarán með
skirskotun til og virðingar fyrir
landslögum. En þar sigraði
„imperiálisminn” okkur, sem á-
samt hægri öflunum heima fyrir
beittu öllum ráðum til að æsa her-
inn upp. En þeim tókst aðeins að
blekkja minni hlutann, sem þó
nægði. En þegar okkur hefur
Framhald á bls. 26.
qott^^ qott!!
Já, það er gott súkkulaðið frá Móna
— Við fylgjumst með
braðskyni fólks og reynum
að gera því til hæfis.
SÆLGÆTISGERÐIN
MÓNA
Súkkulaðikexið frá Móna
er bæði gott og nærandi. —
Tilvalinn millimatur. — 1 vinnu, eða á ferðalagi.