Tíminn - 11.05.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.05.1974, Blaðsíða 5
Laugardagur 11. mai 1974. TÍMINN 5 Bréf til gagnrýnenda: Heiðruðu gagnrýnendur Það er pennaleti min, sem veld- ur þvi, að dregizt hefur að senda ykkur linu og þakka ykkur góð ummæli um okkur Andrés. En einnig sting ég niður penna af annarri orsök. Mér var aldrei sýnd nein próförk af bókinni ,,Af lifi og sál”. Þess vegna er hún fleytifull af missögnum og mis- skilningi. Andrés, vinur minn, hefur verið full örlátur á að leggja mér orð á tungu og lagfæra frá- sögn mina. „Meningen den var skam god nokk”, sagöi Óli Maggadon. Svo mun það hafa verið hjá Andrési. Ég hafði gert ráð fyrir, að þessi bók gæti geymt heimildir um ýmisleg athyglis- verð atvik og skoðanir minar á málefnum, en þvi miður fór svo, að þvi er ekki að heilsa. Andrés er enginn heimagangur á glæsivöllum myndlistanna, þvi siður hirðmaður hátignarinnar. Þess vegna hefur margt lent i misskilningi af orðum minum um listir, og skal nú reynt að gera nokkra bragarbót. Min sjónarmið eru svo sem nú skal greina (á tizkumáli: ,,Ég mundi segja”): Listin er aldrei lygi og lygin aldrei list. Hún er hispurslaus, tilgerð er henni and- styggð —. Gröndal sagði i svari sinu til Hafsteins: „Góður skáld- skapur stendur föstum rótum i veruleikanum, en er kryddaður með rómantik”. Þessi orð gilda um allar greinar lista. Ég hef aldrei haldið þvi fram, að listamenn ættu að stæla klassik. Sannir listamenn eru ekki hermikrákur. Þeir rækta sitt innra eðli og bera það fyrir al- menning ómengað. Sumir telja, aö 90 hundraðshlutar listar sé handverk —■ kunnátta, en aðeins 10 hlutar meðfædd gáfa — hæfi- leiki. Eitt er vist, að öll list er handverk, og handverkið nemum við af fyrirrennurum okkar. Per- sónuleiki okkar verður að engu, ef kunnáttuleysi hindrar. Ég hef ekki sjaldan heyrt, að verk min væru „bara tækni”. Ná- kvæmlega sama hef ég heyrt lé- lega tónlistarmenn segja um Franz Liszt. Góður listamaður er alla ævina að strita i ströngum skóla, rækta sitt eigið „ég”. Hann verður aldrei hermikráka, þar af leið- andi aldrei tizkumaður. Tiskan er hermiþörf fjöldans, sem enga meiningu á — engan persónuleika — ekkert „ég”, gin við blekking- um, dáir skartklæði nakins keis- ara. Ég vil taka mér i mun orð Þor- steins Erlingssonar: „Mig lang- ar, aö sá enga lygi þar finni, sem lokar að siðustu bókinni minni”. Brátt kemur að þvi, ég er eldri en Súðin, og varla fer nokkur að deyja og láta jarða sig „fyrir mina hönd”. Til þess að gefa nokkra skýringu á „kulda” minum I garð Jóns Stefánssonar verð ég að taka smá hliðarhopp. Reynolds sagði um E1 Greco: „Meöan Greco málaði eins og meistari hans, Tizian, málaði hann góðar myndir, en þegar hann fór aö reyna að vera annað en meistar- inn, þá varð hann hlægilegur bæði I teikningu sem lit”. Um Reyn- olds sagði Lembach, þegar hann kom heim til Munchen eftir Bret- landsreisuna: „Það litur út fyrir, að Reynolds kunni allt, sem fyrir- rennarar hans kunnu.” Um Jón Stefánsson vil ég segja: Meðan hann málaði brúna borðið hans Cezannes, með eplun- um og hvitu tuskunni, þá málaði hann frambærilegt „epigou- macherei”, en þegar hann fór aö reyna annað, þá rann allt i sand- inn. Þvi má bæta við, að kunnáttumaður i hreinsun og við- gerðum á málverkum sagði mér, að eftir nokkur ár ónýttust flestar myndir Jóns Stefánssonar. Það var Jóhann Hjálmarsson, sem fannst ég kaldur i garð Jóns, en hann bætir við: „Hugsum okk- ur til dæmis, hvað það var is- lenzkri myndlist mikil lyftistöng, að Asmundur Sveinsson fór til Parisar og lét heillast af nýjum viðhorfum i staðinn fyrir að halda til Rómar að endurtaka gömlu meistarana. Á þetta hefur As- mundur oft bent sjálfur”. Já, Jóhann minn góður! Ber- sýnilega hefur þú aldrei komið á fyrrnefnda Glæsivelli, ekki frekar en kollega þinn, Andrés. Er ekki eins mikið af tizku i Róm og Paris, og er nokkur hörgull á klassik i Paris?-----Ég set hér bara langt strik. Hvernig i dauðanum getur þú tekið alvar- lega bullraupið hans Ásmundar, þvilikur blessaður barnaskapur. Væri Jóhann hirðmaður á þess- um slóðum, þekkti hann ætterni finngálknanna hans Asmundar. Það er ekki frá Kolsstöðum i Mið- dölum. Ásmundur sagði lika, að ef hann hefði farið til Rómar, þá hefði hann lent i að gera „tóma stelpurassa”. í fátækt má ruður bera á borði „Orribile”, sagði italskur menntamaður, sem sá garðinn hans Ásmundar. Satt að segja gæti Asmundur ekki gert anatómiskt réttan, hvað þá fallegan, stelpurass, þótt lif hans væri i veði. Hann hefur aldrei get- að annað en hermt eftir þvi aumkunarverðasta i tizkunni. Hvað er það, sem hrappar með aðstoð heimskingja geta ekki sett á svið? Hér kom eitt sinn maður að nafni Snoddas. Hann var fifl rétt eins og Ásmundur, en hann söng „haddiria haddera”, sam- bærilegt við „myndir” Asmund- ar. Höfuðborgin á fleiri en þrjú leikhús. Alþingi er ekki eina leik- húsið þeirra háu þjóðkjörnu. Þau eru mörg — ráð og nefndir. Hugsum okkur, að einhver Hjördis slæddist inn i mennta- málaráð. Hver yrðu viðbrögö hennar? Sennilega tæki hún sér svipu i hönd eins og meistarinn mikli og ræki hyskið út úr musteri menningarinnar, sem ekki á þar heima. Nýlega flutti sjónvarpið harm- skopleikinn, sem gerðist i Hol- landi skömmu eftir striðslok — söguna af málverkafalsaranum mikla. Þessi saga er grátbroslegt dæmi um, hvernig dómgreindar- leysið, stertimennskan, upp- skafningshátturinn tröllriður tuttugustu öldinni. Hvort verkið er snilli eða fiflska,gildir ekki hót. Alls kyns fræðingafaraldur herjar vestræna menningu nú á dögum. B. TH. og Selmur eru við- ar en á tslandi. Þess vegna eru bókmenntir og listir helsjúkar. Ég skal þó viðurkenna, að innan um alla þessa fræðinga — keðju- kokka — finnast þó lifverur, en raunverulegir fræðimenn eru jafn sjaldgæfir og raunverulegir lista- menn. Mannskepnan hefur verið, er og verður ævinlega sjálfri sér lik, framför sést engin frá örófi alda. í rústum Babyloniu fannst tafla, sem á var letrað: „Littu i kring- um þig og þá sérðu að mennirnir eru fifl”. Þetta gæti eins verið skrifað nú á dögum, eins og fyrir fjögur til fimm þúsund árum. Fyrir fáum árum uröu þrir apar heimsfrægir málarar og tveir gárungar I Sviþjóð sömdu ljóða- bók, tóma vitleysu, sem fékk ágæta dóma. Gaman þætti mér ef þið vilduð gera mér þá ánægju og heiður að heimsækja mig, Jóhann Hjálmarsson, Ólafur Jónsson og H. Kr. Yfir kaffibolla gætum við spjallað um það, sem ky.mi að bera á góma. Ég bý á Skúlagötu 32 IV,, simanúmer 11424. Vinsamlegast og virðingarfyllst Ásgeir Bjarnþórsson 1 ÁLFNAÐ ER VERK E ÞÁ°HAFIÐ ER ■ ^ SAMVINNUBANKINN r H.F. Eimskipafélag Islands Aðalfundur Aðalfundur H.f. Eimskipafélags íslands verður haldinn i fundarsalnum i húsi félagsins i Reykjavik fimmtudaginn 30. mai 1974, kl. 13.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. grein samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins samkvæmt 15. grein samþykkt- anna (ef tillögur koma fram). 3. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins, Reykjavik 28.-28. mai. Reykjavik, 26. marz 1974. Stjórnin. arangunnn í góðar kökur þarf gott efni, gott smjörlíki, Flóru-smjörlíki. Nýja Flóru-smjörlíkið gefur kökunum ljúffengt bragð ------------------- og lokkandi útlit. TIORA, er fyrsta flokks SMJORLIKISGERÐ KEA V Reynið nýja uppskrift FLÓRU-SÚKKULADI KAKA 150 g FLÓRU-smjörlíki, 150 g sykur, 2 egg, 250 g hveiti, 1 1/2 tsk. lyftiduft, 1 msk. vanillu- sykur, 1 1/2 dl rjómi, 1/2 dl sterkt, kalt kaffi, 3/4 dl kakó. SKRAUT: 150 g suðusúkkulaði, hnetukjarnar. Hrærið smjörlíki og sykur létt og Ijóst, hrærið egg saman við, 1/2 í senn. Blandið þurrefnum og vökva gætilega saman við. Bakið i vel smurðu hringformi í 170 gráðu C heitum ofni f u.þ. b. 45 min. Kælið kökuna og þekið hana með bræddu súkku- laði, skreytið með hnetukjörn- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.