Tíminn - 11.05.1974, Side 8
TÍMINN
Laugardagur XI. mai 1974.
Umræður í Danmörku:
Of margir á æori
menntastofnunum
KRESTEN DAMSGAARD,
kirkju- og samgöngumálaráð-
herra Dana, hefur kveðið upp úr
með það, að takmarka beri að-
gang að hinum æðri menntastofn-
unum i Danmörku til þess að
koma i veg fyrir atvinnuleysi,
timasóun námsmanna og eyðslu á
almannafél. Aður hafði formaður
fjárveitinganefndar danska
þingsins mælt með slikum tak-
mörkunum vegna yfirvofandi at-
vinnuleysis háskólamenntaðra
manna.
Skýrslur, sem samdar hafa
verið í Alaborg og Hróarskeldu
benda líka til þess, að sögn ráð-
herrans, að mikil ringulreið sé i
háskólunum og sérfræðilegt nám
oft slælega stundað.
,,Við verðum nú að ræða”,
sagði ráðherrann, ,,hvernig skyn-
samlegt er að haga hömlum, sém
settar verða gegn offjölgun i
háskólum og fleiri menntastofn-
unum. Ég er því ekki meðmæltur,
að einkunnir á stúdentsprófi verði
látnar skera úr um það. Eins og
Sel-
veiði-
menn
sæta
dmæli
NORSKIR selveiðimenn hafa um
langt skeið sætt mjög hörðum
dómum i Kanada og Bandarikj-
unum fyrir aðfarir sinar á sela-
slóðum á háfisnum. Hefur þeim
verið likt við böðla nazista á
styrjaldarárunum, er þeir fóru
hamförum i óvinaiöndum.
Nú hefur baráttan gegn sel-
veiðum Norðmanna verið tekin
upp heima i Noregi, og er það
evrópsk hreyfing til verndar
selum og öðrum dýrum, sem
veidd eru vegna skinnsins, er þar
hefur haft forystu. Boðaði þessi
hreyfing til fundar um málið i
Osló fyrir nokkru. Málflytjandi
hennar, Sonia Löchen, komst
meðal annars svo að orði:
— Selveiðimennirnir segja, að
þetta sé þeirra vinna, og öll
tilfinningasemi verði að vikja. En
er það rétt að láta alla tilfinninga-
semi vlkja? Næst geta líka menn
átt í hlut. Böðlar þýzku leyni-
lögreglunnar sögðust lika vera að
gegna vinnu sinni, og þeir mættu
ekki láta neina tilfinningasemi
hamla sér.
Selveiðin er ekki atvinnuvegur
— veiðitiminn er aðeins fáar
vikur. Hún er þvi aukagrein, sem
gefurtekjur. Menn græddu lika á
þrælaverzlun á sinum, og til voru
þeir, sem urðu atvinnulausir, er
hún var bönnuð. En liklega er fólk
samt ekki meðmælt þvi, að
þrælaverzlun verði leyfð á ný?
Hver sá, sem klæðist kápu úr
selskinni, skreytir sig með
þjáningum dýra.
kennslu er nú komið i mennta-
skólunum, eru jafnvel allgóðar
einkunnir ekki alltaf órækur
vitnisburður um mikla getu —
hvorki þekkingu né námshæfi-
leika.
Aðgangstakmarkanir verða að
byggjast á inngönguprófi, þar
sem mat fæst á hvoru tveggja i
senn, þekkingu og námshæfni.
Kröfurnar ber að miða við það, að
hvorki falli svo margir á prófum
á háskólaárunum sem nú á sér
stað né miklu fleiri útskrifist en
vinnu geta fengið i sérgrein sinni
að náminu loknu.
Rifbjerg
utan dyra
DANSKI rithöfundurinn Klaus
Rifbjerg mun ekki fá föst lista-
mannalaun, um tvö hundruð
þúsund krónur Islenzkar, eins og
stjórn listasjóðs rikisins hafði
stungið upp á. Menntamálaráð-
herrann, Nathalie Lind, hefur
tjáð fjárveitinganefnd danska
þingsins, að hún vilji bfða
greinargerðar frá nefnd, sem á að
gera hlutlausa rannsókn, óháða
öllum listastefnum, á framlögum
þeim, sem nú fara til að efla list I
Danmörku.
Fallizt fjárveitinganefndin á
tilmæli ráðherrans um að fresta
úthlutunum af þessu tagi, munu
hvorki málararnir Richard
Winther né Sven Dalsgaard fá
sams konar listamannalaun og
enn fremur mun rithöfundurinn,
heimspekingurinn og húsa-
meistarinn Poul Bjerre verða að
sætta sig við sömu örlög.
#•
I
Dieldrin
mat
vælurn
BANDARISKA eiturefna-
stofnunin hefur bannað sölu
tuttugu milljóna steiktra
kjúklinga, og er orsökin sú,
að við framleiðslu þeirra
hefur verið notað efni, er
kallast dieldrin, en það hefur
valdið krabbameini i
tilraunadýrum. Unnið er að
þvi, að notkun dieldrins verði
bönnuð i Bandarikjunum.
Notkun þessa efnis er
bönnuð viða um lönd, og i
Noregi til dæmis var það
bannað árið 1970. I Sviþjóð
hefur rannsókn farið fram á
dieldrin i matvælum, og
hefur talsvert af þvi fundizt i
innfluttum ávöxtum, berjum
og grænmeti.
TRANSKEI KREFSTS SJALFSTÆÐIS
KAIZER MATANZIMA, höfðing
inn i Transkci, stærsta héraðinu,
sem Suður-Afrikustjórn hefur
hugsað sér að þjappa
Svertingjum saman, i lýsti þvi
fyrir nokkru yfir i hcyranda hljóði
á héraðssamkundunni i höfuð-
staðnum Umtata, að hann vildi
láta Transkei hljóta fullt sjálf-
stæði innan fimm ára. Þar með
fylgdi, að hið nýja riki færi sjálft
með hermál og utanrikism&l og
gerðist aðili að Sameinuðu
þjóðunum. Orðum höfðingjans
var fagnað með dynjandi lófa-
taki.
Fullyrt er, að héraðs-
samkundan muni með yfir-
gnæfandi meirihluta atkvæða
aðhyllast þessa stefnum og hljóti
rikisstjórn Johns Vorsters i
Pretoriu að taka hana til at-
hugunar.
Þessar sjálfstæðiskröfur komu
fram, þegar undirbúningur þing-
kosninganna i Suður-Afriku, er
fara fram 24. april, voru að ná
hámarki sinu. t þeim kosningum
hafa aðéins hvitir menn
atkvæðisrétt svo sem kunnugt er.
Transkei, sem höfðinginn
Kaizer Matanzima veitir forystu,
er á stærð við Danmörk, og þar
búa um tvær milljónir manna á
rýru landi. Kaizer Matazima hef-
ur lagt til að skipuð muni nefnd
manna, sem hafi það verkefni að
gera drög að stjórnarskrá handa
riki þvi.sem hann vill stofna. Sér-
staklega tók hann fram, að vega-
bréfalög hvitra stjórnarvalda og
öll önnur lög, sem lúta að
kynþáttakúgun og kynþátta-
misrétti, yrði að fella úr gildi á
sama degi og Transkei fengi
sjálfstæði. Áður hefur héraðs-
samkundan i Omtata að sinu leyti
fellt skólalöggjöf hvitra stjórnar-
valda, sem takmarkar mjög að-
gang svartra nemenda að ensku-
kennslu.
Matanzima sagði enn fremur,
aö hann hefði þegar snúið sér til
Suður-Afrikustjórnar og beðið
hana að benda á ráðgjafa, sem
stjórnarskránefndin gæti leitað
til.
Hinn aldraði höfðingi Xhósa-
ættflokksins sagði, að Transkei
vildi fá til umráða það landsvæði,
sem tilgreint er i lögum um
heimkynni ættflokka frá árinu
1936, en það þýddi samt ekki, að
Transkei hygðist ekki leita eftir
meira landi. Nokkru áður hafði
ráðherra sá, sem fer með málefni
Bantú-Svertingja, látið orð falla
um það, að Transkei-búar vildu fá
umráð yfir hafnarbænum St.
Johns. En næði það fram að
ganga, hefði Transkei eitt niu
iokaðra landsvæða Bantúmanna
með heimastjórn aðgahg að sjó.
Kaizer Matanzima sagði, að
Transkei myndi standa fast á þvi
að fá að mynda rikjasamband
með öðrum landsvæðum Bantú-
manna, þegar það þætti heppi-
legt.
Matanzima hefur til skamms
tima verið talinn leppur stjórnar
hvitra manna i Pretóriu. En
sjálfur segist hann hafa orðið að
beygja sig fyrir henni, ,,þvi að
við, Bantúmenn, erum undirokuð
og kúguð þjóð og getum ekki borið
hönd fyrir höfuð okkar”.
Olga á Korsíku
Alltitt er, að mönnum hætti til
að tala um þjóðir, eftir þvi
hvernig breiðu strikin eru dregin
upp á landakortum. En breiðu
strikin eru oftlega æði hæpinn
mælikvarði á búsetu þjóða.
Frakkland er þar gott dæmi.
Það er að visu ekki hægt að
kalla Frakkland fjölþjóðariki, en
þó búa þar tvær minnihluta þjóð-
ir, sem i einu og öllu lúta valdi
Frakka, þ.e.a.s. Bretagnebúar og
Korsikumenn.
Bæði á Bretagneskaga og á
Korsiku hafa lengi starfað sam-
tök manna, sem vilja aukna sjálf-
stjórn þessara svæða, sumir jafn-
vel aðskilnað frá Frakklandi.
En Frakkar hafa fram til þessa
veriðlítthrifniraf þeim kröfum. 1
stað þess að auka sjálfsforræði
þessara þjóða, hafa þeir af öllum
mætti reynt að gera þær sem
franskastar.
Bæði Bretonar og Korsikumenn
hafa sérstök tungumál, en þá
staðreynd hunza Frakkar eins og
þeim frekast er unnt. Allt hefur
þetta leitt af sér aukna þjóðernis-
vitund Bretona og Korsiku-
manna, enda er nú svo komið, að
til vandræða horfir, einkanlega á
Korsiku.
Korsika liggur undan norð-
vesturströnd Italiu, og eru ibúar
hennar u.þ.b. 300.000. Lifa þeir
yfirleitt á landbúnaði. Skapgerð
þeirra er þannig lýst, að þeir séu
eindæma blóðheitir menn og-upp-
stökkir eftir þvi. Þvi til sönnunar
má nefna, að vopnaburður karla
er enn alltiður á Korsiku. Ættar-
tengsl hafa fram á okkar daga
verið undirstaða þjóðlifs á eynni.
Korsika heyrði áður undir
ýmsa herra, en árið 1769 keyptu
Frakkar eyna af Genúumönnum,
og borguðu fyrir 2.000.000 franka.
En Korsikubúar voru vist ekki
alveg ásáttir með kaupin, enda of
stoltir til að láta meðhöndla sig
sem hverja aðra vöru.
En Frakkar sáu ráð við þvi, og
sendu Korsfkubúum her, hvern
þeir notuðu til að berja á þeim við
Pontenuouo þann 9. mai, sama
árið og kaúpin gerðust i Genúu.
Höfðu Frakkar þar sigur. En
þráttfyrir það voru Korsikumenn
ekki á þeim buxunum að gefast
upp fyrir franskri yfirdrottnun.
Þvert á móti héldu þeir barátt-
unni áfram, og nutu um tima
aðstoðar Englendinga.
Arið 1794 sendu Frakkar ungan
herforingja til að berja á Kor-
sikumönnum, sem hann og gerði.
Var sá enda kunnugur staðar-
mönnum, þvi hann var Korsiku-
maður sjálfur. Hér var sem sagt
kominn Napóleon Bonaparte.
Upp frá þvi hafa frönsk yfirráð á
Korsiku verið trygg, nema i
heimsstyrjöldinni siðari.
A allra siðustu árum hefur
þjóðerniskennd Korsikubúa farið
hraðvaxandi. Og sú þjóðernis-
kennd kemur ekki aðeins fram á
stjórnmálasviðinu, heldur einnig
með öðrum allskuggalegum
hætti.
Fyrir nokkru tókst t.d. naum-
lega að koma i veg fyrir að sam-
tök, sem kalla sig Baráttu fólks-
ins fyrir frelsi Korsiku, sprengdu
farþegaflugvél i loft upp á flug-
vellinum i Bastias. Það sprengju-
tilræði var þó ekkert einsdæmi,
þvi á und'anförnum 10 árum hafa
verið gerð rúmlega 400 sprengju-
tilræði þar suður frá.
En það er ekki aðeins af þjóð-
ernislegum ástæðum, sem Kor-
sikubúar una stjórn herranna i
Paris illa. Hér sem viðar hafa
efnahagsmál sitt að segja. Það er
nefnilega 10% til 30% dýrara að
lifa á Korsiku en i öðrum hlutum
franska rikisins, þrátt fyrir að
laun manna séu helmingi minni á
Korsiku heldur en á meginland-
inu. Þar við bætist svo stórfellt
atvinnuleysi á Korsiku.
En Korsikumönnum er fleira til
lista lagt en að berjast fyrir rétti
sinum. Undirheimalifnaður hefur
freistað margra þeirra, og það
svo mjög, að i Paris og Marseille
ráða Korsikumenn mestu á þvi
sviði. Þeir vilja vist ekki aðeins fá
að njóta frelsis á sinni fögru eyju;
heldur einnig I viðskiptalifinu,
eins og fleiri. PHL
Lokadagurinn, fjáröflunardagur Slysavarnafélags íslands um land allt er I dag. Þá verða seld merki,
sem verða afhent sölubörnum I öllum skólum borgarinnar. Þá má geta þess, að komið er að lokasókn-
inni I sölu landshappdrættisins, sem Slysavarnafélagið efndi til en dregið verður 15. þessa mánaðar.
Þessi mynd er af björgunarsveitarmönnum á æfingu.