Tíminn - 11.05.1974, Side 10

Tíminn - 11.05.1974, Side 10
10 TÍMINN Laugardagur 11. mai 1974. Hafnargarðurinn er kominn — ótal verkefni blasa við ÞAÐ er stórfenglegt að horfa út á hafið frá ströndinni hjá Stokks- eyri. Þunglamalegt brotnar brimið með drunum og gný á skerj- um og grynningum úti fyrhv hafnargarðurinn teygir storkandi hand- legg sinn út gegn hafinu, og á lygnunni innan við garðinn leikur æðar- fuglinn og tjaldurinn sér. Þarna er enginn gargandi mávur eins og i svo mörgum Vernhaöurer þriöji ættleggurinn, sem gegnir oddvitastörfum i Stokks- eyrarhreppi. Úér stendur hann fyrir framan mynd afa sins, Jóns Jóns- sonar, sem var fyrsti oddviti hreppsins, eftir aö hreppnum var skipt. Sigurgrimur Jónsson, faöir Vernharös, var oddviti um árabii. sjávarplássum, hann hefur bersýnilega elt úrganginn til Þorlákshafnar, sem grillir i lengst i vestri, en þaðan leggur mökkinn frá beinamjölsverk- smiðjunni.... Eitt mál öðrum fremur — Hjá okkur Stokkseyingum hefur eitt mál gnæft yfir öll önnur undanfarin ár, og kannski má segja sem svo, að það hafi næstum verið eina málið okkar. En það hefur lika verið okkur mikilvægt og gjörbreytt öllum viðhorfum hér á staðnum. Hér á ég við hafnargarðinn. Og þegar við stöndum niðri á bryggjunni á Stokkseyri ásamt Vernharði Sigurgrim ssy n i, oddvita á Stokkseyri, og virðum þetta geysilega mannvirki fyrir okkur, gerum við okkur ljóst, hve mikla þýðingu slikt mannvirki hlýtur að hafa fyrir byggðarlagið. — Það eru feiknin öll af grjóti komin i þennan hafnargarð, aðal- lega núna á seinustu tveimur árunum. Sumt sóttum við I nágrennið, en stærsta grjótið urðum við að sækja alla leið upp i Grimsnes, fengum það ofan úr Asgarði. Jú, það er svo sem hægt að gizka á, hve mikið grjót liggur þarna. Ætli þaö hafi ekki komið svona 15 þúsund rúmmetrar af grjóti i þetta. Hafnargarðurinn nær lika um 320 metra út, svo að þetta er þó talsvert mannvirki. Bátarnir öruggir i höfninni Við Timamenn, blaðamenn og ljósmyndari, skruppum hingað, til þess að rabba við Vernharð um verklegar framkvæmdir á Stokkseyri og atvinnuhorfur i byggðarlaginu. Við höfum orð á þvi, að hafnargarðurinn hljóti að skipta sköpum i þessu tilliti. — Þið getið farið nærri um það. Að visu verður seint hægt að gera innsiglinguna örugga, grynning- arnar ná það langt út, en bátarnir eru þó öruggir hérna inni i höfn- inni núna, eftir að garðurinn kom. Áður urðum við að hafa bátana hérna úti á legu, og þar var ekki pláss nema fyrir fjóra-fimm báta. Nú er hér sæmileg aðstaða fyrir 60 tonna báta og minni inni á höfninni. — Er þá talsverð útgerð héðan? — Það má segja það? Við gerum út 9 báta héðan, og það er næg atvinna hérna, aðallega i hraðfrystihúsinu, og þaö vantar yfirleitt alltaf vinnuafl. Mikið byggt — en vinnuafl skortir — Þegar við komum hingað, veittum við eftirtekt, að hér er mikið um byggingar ibúðahúsa? — Já, það er byggt eins mikið og hægt er, en á þvi sviði eins og annars staðar hamlar skortur á vinnuafli framkvæmdum hjá okkur. Núna er verið að ljúka við tólf ibúðarhús, og byrjað er á fjórum grunnum. Annars eru byggingaframkvæmdir miklar á döfinni hér, þvi að hraðfrysti- húsið er að byrja á stórfram- kvæmdum með vorinu, ætlar að reisa matsal og verbúð. — Svo að þið þurfið að búa ykkur undir að taka á móti starfs- fólki, sem ekki hefur hér fasta búsetu? — Já, bæði yfir vertiðina og eins á sumrin kemur hingað talsvert margt fólk, bæði úr nágrenninu og viðar að, til vinnu, og að sjálf- sögðu verður að sjá þvi fyrir boð- legri aðstöðu hér. Flóttanum til Reykjavikur snúið við — En hvað er nú að segja um flóttann til Reykjavlkur, er hann ekki I algleymingi hér? Konur að störfum I hraðfrystihúsinu á Stokkseyri.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.