Tíminn - 11.05.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.05.1974, Blaðsíða 13
Laugardagur 11. mal 1974. 13 Hér gerur ao ma mynsiur lynr veiotnar væroarvooir sem var sa Sam- vinnan gefin út í nýju formi Hlynur mun hætta að koma út Frá aðalfundi Samvinnubankans. Timamynd: GE. Samvinnubankinn: Aukning innlána hálfur milljarður INNSTÆÐA í SEÐLABANKANUM NÆR 450 MILLJÓNIR AÐALFUNDUR Samvinnubanka íslands h.f. var haldinn laugar- daginn 23. marz s.i. að Hótel Sögu. Fundarstjóri var kjörinn Asgeir Magnússon. framkv.stj., en fundarritari Pétur Erlendsson, skrifstofustjóri. Formaður bankaráðs Erlendur Einarsson forstjóri, flutti skýrslu um hag og afkomu bankans á árinu 1973. í skýrslu hans kom fram að mikill vöxtur er i allri starfsemi hans. Veruleg innláns- aukning varð á árinu og rekstrar afkoman batnaði mikið frá fyrra ári. Bankinn starfrækti 10 útibú BOK ER NÆRII Félag bókasafnsfraðinga og Myndlista- og handlðaskólinn höfðu sam- vinnu um gerð auglýsingaefnis, sem minnt gæti á gildi bóka og bóka- safna. Hér á mynd sjást tvö af veggspjöldunum, en þau voru unnin af auglýsingadeild skóians. Vorsýning AAyndlista- og handíðaskólans og 2 umboðsskrifstofur utan Reykjavikur og eitt útibú i Reykjavik. 1 byggingu er viðbótarhúsnæði við hús bankans i Bankastræti 7, og verður það væntanlega tekið i notkun á næsta hausti. Húsnæði þetta er alls um 950 ferm. að flatarmáli, kjallari og fjórar hæðir. Nýja húsið verður tengt hinu eldra og verður öll afgreiðsla bankans sameinuð á götuhæð hússins i einum afgreiðslusal. 1 kjallara nýbyggingarinnar verða um 1.700 bankahólf til leigu fyrir viðskiptamenn bankans. Kristleifur Jónsson, banka- stjóri, lagði fram endurskoðaða reikninga bankans og skýrði þá. Heildarinnlán i Samvinnu- bankanum i árslok 1973 námu 1972, 5 millj. kr. og höfðu aukizt um 5l7.5millj. kr. á árinu, eða um 35,6%. Spariinnlán jukust um 391.4 millj. kr. eða 33,7%, en velti- innlán um 126.1 millj. kr., eða 33,7%, en veltiinnlán um 126.1 millj. kr., eða 42.9%. Hlutur úti- búanna i innlánsaukningunni nam 307.8 millj. kr. Heildarútlán bankans hækkuðu um 406,5 millj. kr. og námu 1597.6 millj. kr. i árslok. Staðan gagnvart Seðlabankan- um hélzt góð mestan hluta ársins og i árslok námu innistæður i Seðlabankanum 445,6 millj. kr., þar af i bundnum reikningi 384,4 millj. kr. Heildarvelta, þ.e. fjármagns- streymi gegnum bankann, nam 37 milljörðum og tókst um 55,8% frá fyrra ári. Færslu- og afgreiðslu- fjöldi varð 1,2 millj. og jókst um 17,2%. Hlutafé i bankanum hefur verið aukið i 100 millj. kr. Hlutabréfin eru öll seld og i árslok var inn- borgað hlutafé 96.640 þús. kr. Rekstrarafkoma bankans batnaði verulega á árinu 1973. Tekjuafgangur fyrir afskriftir nam 28,3 millj. kr. á móti 13,7 millj. kr. árið 1972. Eigið fé bankans nam i árslok 140,6 millj. kr. Aðalfundur samþykkti að greiða hluthöfum 9% arð fyrir árið 1973. Endurkjörnir voru i bankaráð þeir Erlendur Einarsson, for- stjóri, formaður, Hjörtur Hjartar, framkv.stj., varafor- maður og Vilhjálmur Jónsson, framkv.stjóri og til vara Asgeir Magnússon, framkv.stj., Hjalti Pálsson, framkv.stj. og Ingólfur Ólafsson, kaupfélagsstj. Endur- skoðendur voru kjörnir þeir Óskar Jónatansson, aðalbókari og Magnús Kristjánsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri, en Ásgeir Jóhannesson forstj. er skipaður af ráðherra. Kjarvals- sýningu að Ijúka K j a r v a 1 s s ý n i n g u n n i á Kjarvalsstöðum á Klambratúni lýkur sunnudaginn 12. mai. Sýningin hefur verið opin frá 27. des. s.l. og hefur aðsókn verið ágæt. SAMVINNAN og Hlynur munu hætta að koma út i þvi formi, sem þessi timarit samvinnumanna hafa verið i. i þeirra stað mun gefið út félagsmannablað, sem mun bera heitið Samvinnan. Þessi breyting verður gerð nú um mitt árið. 1 septembermánuði siðast liðn- um skipaði stjórn SIS. fjögurra manna nefnd til þess að gera til- lögur um framtiðarskipulag á út- gáfustarfsemi Sambandsins. t nefndinni áttu sæti Sigurður Markússon framkvæmdastjóri, Eysteinn Jónsson alþingismaður, Ingólfur ólafsson, kaupfélags- stjóri og Ólafur Sverrisson kaup- félagsstjóri. Voru tillögur þeirra um þetta efni lagðar fyrir stjórnarfund i SÍS. 19. marz og voru samþykktar þar. Gert er ráð fyrir, að fyrsta tölu- blað hinnar nýju Samvinnu komi út eigi siðar en i ágústmánuði. Samið við júgóslav- neska verktaka FULLTRÚARAÐ verkalýðsfélaganna i Rangár- vallasýslu, sem myndað var I fyrravor, hefur opnað skrifstofu á Hellu, og er Sigurður Óskarsson, framkvæmdastjóri þess. Aöild að fulltrúaráöinu eiga öll rangæsk verkalýðsfélög, sem eru I ASÍ; — Verkalýösfélagið Rangæingur og iðnaðarmannadeild þess, Bilstjórafélag Rangæinga og Verzlunarmannafélag Rangæ- inga. Um þessar mundir standa yfir samningar við hina júgóslavn- esku verktaka við Sigöldu, og hef- ur samstarf viö þá gengið vel. Að visu kom til skyndiverkfalls þar efra i siöastliðinni viku, en þann ágreining tókst fljótt að jafna. Gsal—Reykjavik. Myndlista- og handiðaskólinn við Skipholt opn- aði i gær, föstudag, sina árlegu vorsýningu i húsakynnum sinum við Skipholt. Sýningin verður opin daglega til sunnudagskvölds frá tvö til tiu. Að þessu sinni er sýningin að mestu haldin i nýbyggingu við skólann, en þar er mjög þokkaleg- ur sýningasalur. Aður hefur vorsýningunni verið meira skipt niður innan deilda skólans. Sagði Gisli B. Björnsson, skóla- stjóri, að húsnæðisaðstaða skól- ans væri orðin mjög góð, en sem fyrr væri skólinn illa búinn af tækjum. Salur þessi er rúmir tvö- hundruð fermetrar að stærð og hefur hann verið notaður sem kennsluhúsnæði á siðastliðnu starfsári skólans. t Myndlista- og handiðaskólan- um voru á s.l. vetri um hundrað reglulegir nemendur i dagskóla. en auk þess hafa um átta hundruð manns sótt ýmis námskeið, sem skólinn hefur staðið fyrir i vetur. Auk þessa hefur skólinn séð um valgreinakennslu fyrir Mennta- skólann i Hamrahlið og Mennta- skólann i Reykjavik i byggingar- list og myndlist. Vorsýning skólank er eðlilega mjög fjölbreytt og þar kennir margra grasa. Allar deildir skól- ans sýna þarna úrval af sinni vinnu. Sagði Gisli B. Björnsson' skólastjóri, að i vetur hefði verið reynt að skapa nemendum verk- efni, sem væru raunveruleg i sambandi við atvinnuvegi þjóðar- innar og hefði sú tilhögun mála gefið góða raun. Nemendur ganga um sýningar- svæðið og svala hvers konar for- vitni sýningargesta, auk þess sem nemendur sjá um kaffisölu. Sýningin er öllum opin og að- gangur að henni ókeypis. smiðjunnar Gefjunar, unnin innan textil- og vefnaöarkennaradeildar skólans. Hafin er framleiðsla á báðum þessum mynstrum. Tfmamynd: Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.