Tíminn - 11.05.1974, Side 14

Tíminn - 11.05.1974, Side 14
14 •' ílMÍNN Laugardagúr il. maí 1074. Hún á rót sina að rekja til þess, er golfstraumurinn mætir köldum straumum að norðan. Meðan þeir voru að dorga, og enn voru fimm-sex klukkustundir þangað til þeir gætu dregið línuna, hurfu f jöllin hjá Breiðuvík allt í einu, og þokan bylgjaðist stór- karlalega yfir þá. — Mér datt i hug að hún kæmi, sagði Jón. Ég f ann það á skrokknum á mér. Jæja, við liggjum hér við góðar fest- ar og höf um áttavitann til að komast heim, ef hún hypjar sig ekki. — Þetta stendur ekki lengi, sagði Jónas. Ég þekki veðrið hérna síðan ég var strákur, og strákar gera sér grein fyrir veðrinu, og háttalagi þess betur en nokkur fullorðinn maður— þú ert fæddur á austurströndinni, og þar þekkir þú miklu betur til en ég. Það var alveg rétt, og Jón viðurkenndi það, hann var frá austurströndinni. En hann hafði líka séð sig um í heiminum og farið þó nokkrum sinnum í löng ferðalög með stóru seglskipunum frá Hamborg, svo að hann átti auðvelt með að taka þátt í samræðum þeirra símamann- anna. Veiðarnar voru slakar þennan dag. Hefði verið bjart yf ir, myndu þeir hafa farið annað, en þar sem þeir voru nú bundnir þokunni, var ekki um annað að gera en taka því, sem þeim var rétt, reykja og rabba saman. Jónas sagði frá sjóurriðanum, sem hann veiddi, þegar hann var strákur, og minnti á bæði stærð fisksins og þyngd til að sanna, að honum hefði farið aftur, þegar hann þagnaði skyndilega og hlustaði upp í goluna. Golan, sem kom frá Breiðuvík, var svo mild, að hún varð naumast greind. Þeir heyrðu greinileg áratog. Eiríkur og Jón voru heíd- ur ekki í neinum vafa, og eftir hljóðinu að dæma, var þetta áttæringur. — Þetta er ekki neinn bátur f rá Skarðsstöð, sagði Jón, og Stykkishólmur er of langt í burtu til þess að báturinn geti verið þaðan. Auk þess eru þetta stærri árar en eru notaðar hér... Hann hafði varla sleppt orðinu þegar kallað var til þeirra utan úr þokunni, en hljóðið var f jarlægt og skrækt eins og í haffugli. — Svarið ekki! sagði Jónas. En það var um seinan. Eiríkur hafði rofið kyrrðina með háværu kallinu, sem tíðkast í danska flotanum, og dauft svar barst að handan, spottandi hlátur og árar, sem teknar voru inn. Þegar róðurinn hófst svo að nýju, og báturinn fjar- lægðist, eftir að hafa breytt um stefnu, heyrðist nýtt kall, dauft og dó út. — Þetta var víkinganökkvi, sem við rákumst á — og þú svaraðir honum, stundi Jónas. Heyrðirðu ekki, að þetta voruekki reglulegar árar? Hlustaðu nú á öskrið í þeim! Nú höfum við aldrei framar heppnina með okkur, við drukknum allir, og það er bara af því, að þú svaraðir. Hvað ég gat verið heimskur að láta mér detta í hug að fara hingað til Breiðafjarðar með algjört fífl! — Ég hefði nú líka heldur viljað hafa með mér kvensurnar sjö f rá Krýsuvík, svaraði Eiríkur. Þetta var bátur frá franska fiskiflotanum, og hann hefði siglt á okkur, ef ég hefði ekki kallað. Maður skyldi halda, að þú hefðir aldrei heyrt Fransmenn róa, aplafylið þitt. — Ójá, sagði Jón, þetta getur vel hafa verið franskur bátur, það er eiginlega ekki um annað að ræða, ekki sízt eins og honum var róið. Þeir hafa kannski verið að smygla brennivíni í land. Það er sagt, að það sé talsvert um það núna, þegar nýju lögin eru komin, og ég hef heyrt, að Ólaf ur Guðmundsson sé eitthvað viðriðinn það. — Þið haf ið hvorki vit né heyrn, sagði Jónas. Heyrðist ykkur þetta vera bátur, byggður úr tré, og fannst ykkur þetta vera mannlegt áralag? Þetta var víkingaskip, og það er alls ekki í fyrsta skipti, sem slík skip komast i kallfæri hér á Breiðaf irði. Þeir þora ekki að koma nema í þoku, og hefðuð þið verið hér, hefðuð þið vitað þetta. — Fjandinn hirði þá og farkost þeirra! Hvaða máli skiptir þetta? sagði Eiríkur. — Þú kemst nú að raun um það — og við kannski líka, svaraði Jónas, sem kominn var í talsverða æsingu. — Ja, ég hef nú ekki trú á því, að fornu skipin komi aft- ur, sagði Jón. Það getur verið með fólk, en ekki skip. Maður skyldi ekki trúa því, að járn og tré séu gædd sál. Ég trúi á annað líf, og ég veit, hvað ég hef séð, en það var einungis um fólk að ræða. Það er bara blaður að segja, að skip og árar geti birzt aftur. — Ég trúi nú ekki neinu af þessu tagi, sagði Eiríkur, — hvorki, að fólk né skip geti birzt aftur. Faðir minn trúði lika á líf eftir dauðann — en ég þekki ekkerttil þessa. Jón dró færið sitt inn, sleit smáþorsk af, beitti að nýju og kastaði færinu út. Svo sagði hann: — Það er enginn vaf i á þvi, að fólk getur birzt aftur, og það ekki aðeins, þegar það er kallað fram sem andar. Fólk fæðist á ný, aftur og aftur. Þetta hef ur allt saman verið birt mér, og einnig ástæðan til þess. Fólkið fæðist aftur og aftur, til þess að það geti orðið betra og betra. Þetta er svo einfalt, að jafnvel fáfróðasti maður getur skilið það. Ég er að tala um sjálfan mig, en eins og þið vitið, þá er ég fæddur á Þórshöfn á austurströndinni, svo norðar- lega, að veturinn er ein nótt. I Reykjavik, já, líka í Skarðsströnd, nýtur nokkurrar dagsbirtu um veturinn, en á Þórshöf n er allt dimmt. Þar liggja hvalfangarar og illliil Laugardagur 11. maí 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustufr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Oddný Thorsteinsson heldur áfram að lesa „Ævintýri um Fávis og vini hans” eftir Nikolaj Nosoff (18). Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. óskalög sjúklinga kl. 10.25: Borg- hildur Thors kynnir. 12.00 Dagskráin, Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.30 IþróttirUmsjónarmaður Jón Ásgeirsson. 15.00 tslenzkt mál. 15.20 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Þegar felli- bylurinn skall á” eftir Ivan Southall. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Tiu á toppnum. örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.20 Laugardagslögin. 17.50 Frá Bretlandi. Ágúst Guðmundsson talar. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Einar Jónsson mynd- höggvari — aldarminning Vilhjálmur Þ. Gíslason fyrrv. útvarpsstjóri flytur erindi, lesið verður kvæðið „Hnitbjörg” eftir Guðmund Friðjónsson og úr sjálfsævi- sögu EinarsJónssonar. 20.10 Lög eftir Stephen Foster. 20.25 Suður eða sunnan?Þing- mennirnir Helgi Seljan, Karvel Pálmason, Pálmi Jónsson og Stefán Valgeirs- son ræða vandkvæði þess að búa úti á landi. Þriðji þátt- ur. Umsjón: Hrafn Baldurs- son. 21.15 Hljómplöturabb. Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 32.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 11. maí 1974 16.30 Jóga til heilsubótar. Bandariskur myndaflokkur með kennslu i jógaæfingum. Þýðandi og þulur Jón O. Ed- wald. 17.00 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 17.30 tþróttir. Meðal efnis verður mynd úr ensku knattspyrnunni og myndir og fréttir frá iþróttavið- burðum innan lands og ut- an. Umsjónarmaður ómar Ragnarsson. Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og augiýsingar. 20.25 Læknir á lausum kili. Breskur gamanmynda- flokkur. Of ungur. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.50 (Jr kínversku fjölleika- húsi. Myndsyrpa frá sýningum fimleika- og fjöl- listamanna i Kinverska alþýðulýðveldinu. 21.20 Hann skal erfa vindinn. (Inherit the Wind). Bandarisk biómynd frá ár- inu 1969, byggð á hinum alræmdu „aparéttarhöld- um” i einu af suburrlkjum Bandarikjanna, þar sem barnakennari nokkur var ákærður fyrir að fræða nemendur sina um þróunar- kenningu Darvins. Aðal- hlutverk Spencer Tracy og Fredric March. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 23.25 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.