Tíminn - 11.05.1974, Qupperneq 17

Tíminn - 11.05.1974, Qupperneq 17
Laugardagur 11. mal 1974. TÍMINN 17 Grótta í 1. deild Auðunn hættur AUÐUNN óSKAKSSON...lands- liösmaðurinn snjalli úr FH, hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir þetta keppnistímabil. Auðunn hóf feril sinn meö islandsmeisturum FH 1961, en er nú slæmur i fótum, þar sem hásinarnar eru farnar að gefa sig. Hann hefur þvi ákveðið að hætta að leika handknattleik, áður en meiöslin verða alvarlegri. Auðunn hefur verið einn snjallasti handknattleiksmaður okkar um árabii, hann hefur 16 sinnum oröið íslandsmeistari i hand- knattleik með FH-liðinu — 6 sinnum innanhúss og 10 sinnum utanhúss. Iþróttahúsið i Hafnarfirði á örugglega eftir að koma meira við sögu félagsins, þvi að miklar likur eru fyrir þvi, að Grótta leiki 1. deildarleiki sina næsta Þórunn í stöðugri framför — hún setti nýtt Islandsmet í 200 m flugsundi Heimavöllur félagsins verður íþróttahúsið í Hafnarfirði Handknattleiksmenn Gróttu á Seltjarnarnesi færðu félagi sinu góða afmælisgjöf á 7 ára afmæli félagsins, en það var stofnað 24. april 1967. Leikmenn Gróttu færðu félaginu 1. deildarsæti, með þvi að sigra Þrótt i aukaúr- slitaleik i 2. deildar- keppninni 21:17 i iþróttahúsinu i Hafnar- firði. keppnistimabil i iþróttahúsinu i Hafnarfirði. Þjóðverjar kunna vel að meta hann ELMAR GE I RS- SON...knattspyrnusnill- ingurinn úr Fram, hefur leikið hvern stórleikinn á fætur öðrum með Ber linar liðinu Hertu Zehlendorf að undan- förnu. Elmar skorar mikið af mörkum og hann hefur oft splundrað vörnum í Berlínardeildinni, með hraða sinum. Þjóðverj- ar kunna vel að meta El- mar, því að það má sjá í þýzkum blöðum, fyrir- sagnir sem þessa:|„ís- lenzki landsliðsmaður- Elmar Geirsson... fær mikið hrós i V-Þýzkalandi. inn Geirsson, var bezti maður vallarins". Islenzkir knattspyrnu- áhugamenn fá ekki að sjá hinn léttleikandi þeysa um velli landsins i sumar. Hann mun ekki koma heim i sumar, þar sem hann er að ijúka tann- læknisnámi i Berlin i haust. Eina von islenzkra knatt- spyrnuáhugamanna, til að sjá Elmar leika á keppnistimabil- inu, er að hann verði kallaður heim i landsleiki. Það væri ekki ónýtt fyrir islenzka landsliðið að fá Elmar, þvi að hann hefur örugglega ekki áð- ur verið eins góður, eins og hann er i dag. Mörg 1. deildar- lið i V-Þýzkalandi hafa áhuga á að fá Elmar i sinar raðir, þegar hann lýkur námi. Elmar hefur einnig áhuga að gerast atvinnumaður, en hann mun ekki fara út i atvinnu- mennskuna, nema hann fái viðunandi laun fyrir. -SOS. Elmar ó hvern stórleikinn ó fætur öðrum... Aðeins einn Svíi betri en Friðrik Friðrik hefur æft mjög vel í vetur út í Svíþjóð. Hann setti tvö ný íslandsmet í Bikarkeppni SSÍ Sundkappinn Frið- rik Guðmundsson úr KR, sem hefur stundað sundæfingar út i Sviþjóð i vetur, setti tvö íslandsmet i Bikarkeppninni. Hann setti metin i 200 og 800 m skriðsundi. Friðrik synti 200 m skrið- suiuliö á 2:02,2 min. Friðrik Guðmundsson. og 800 m skriðsundið á 9:12,5 min. Friðrik er nú i mjög góðri æfingu, enda hefur hann æft vel i vetur i Sviþjóð, þar sem hann æfir með sænska sund- landsliðinu. Friðrik á áreiðan- lega eftir að bæta met sin i sumar og liklega á hann eftir að seta nýtt met i 1500 m skrið- sundi, en i þeirri grein er aðeins einn Svii betri en hann. Það er Peter Peterson, sem er talinn einn af 10 beztu mönnum i þeirri grein i heiminum. —sos HIN kornunga sundkona úr Ægi, Þórunn Alfreðsdóttir, sem cr aöeins 12 ára gömul, setti nýtt ts- landsmet i 200 m flugsundi i Bikarkeppni SSt. Hún synti vega- dengdina á 2:34,4 min. og bætti þar með fyrra met sitt, sem hún setti á Evrópumóti unglinga i Leeds i Englandi i ágúst 1973, en þá synti hún á 2:41,4 min. Þórunn er efnilegasta sundkonan okkar i dag og það má búast við að luin seti nokkur islandsmet i sumar. —SOS Þórunn Alfreösdóttir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.