Tíminn - 08.06.1974, Qupperneq 9

Tíminn - 08.06.1974, Qupperneq 9
Laugardagur 8. júni 1974 TÍMINN 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — af- _ greiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Blaöaprenth.f. . ■I ■ ..............^ Blekkingar Alþýðubandalagið og Þióðviljinn hafa nú hafið þann áróður að nýju, sem þessir aðilar hafa beitt I undanfarandi alþingiskosningum gegn Framsóknarflokknum. Þjóðviljinn talar um „umframatkvæði Framsóknar”, sem vinstri menn, sem kosið hafa Framsóknarflokkinn, eigi að greiða Alþýðubandalaginu og muni koma þvi til góða við úthlutun uppbótarþingsæta. Framsóknarflokkurinn vill eindregið vara við þessum áróðri og jafnframt benda Alþýðu- bandalaginu á, að stuðningsflokkar rikis- stjórnar Ólafs Jóhannessonar heyja vart sigur- stranglega kosningabaráttu, ef þeir bitast fyrst og fremst innbyrðis um sömu atkvæðin i stað þess að sækja sér nýtt afl með þvi að vinna fylgi frá stjórnarandstöðuflokkunum. Þar að auki er áróður Alþýðubandalagsins um „umframatkvæði” Framsóknar ósannur. Framsóknarflokkurinn á nú viða góða mögu- leika á að vinna ný þingsæti i kjördæmunum. Ný þingsæti, sem Framsóknarflokkurinn vinn- ur fækka ekki uppbótarþingsætum Alþýðu- bandalagsins, heldur þvert á móti tryggir þessum flokkum saman meira afl á Alþingi. Sannleikurinn er sá, að þessi áróður Alþýðu- bandalagsins, sem þvi miður virðist hafa blekkt marga kjósendur Framsóknarflokksins, hefur veikt ihaldsandstæðinga á Alþingi og skulu hér tilfærð tvö dæmi um það. 1 kosningunum 1967 varð þessi áróður Alþýðubandalagsins til þess að bjarga áfram- haldandi setu „viðreisnarflokkanna” i rikis- stjórn. Þessi áróður leiddi þá til þess, að Fram- sóknarflokkurinn missti 3ja þingsætið á Suður- landi og frambjóðandi Alþýðubandalagsins varð kjördæmakosinn i þvi kjördæmi en hafði áður verið uppbótarþingmaður. Þetta leiddi aftur til þess að uppbótarþingmenn Alþýðu- bandalagsins urðu einum færri en ella, en upp- bótarþingmenn Sjálfstæðisflokksins einum fleiri og „viðreisnarflokkunum” voru þvi tryggðir 32 þingmenn með þvi að Alþýðu- bandalagið vann þingsæti af Framsóknar- flokknum. Ef Framsóknarflokkurinn hefði þá haldið þingsæti sinu hefðu „viðreisnarflokk- arnir” aðeins fengið 31 þingmann kjörinn og þar með misst starfhæfan meirihluta á Alþingi. 1 kosningunum 1971 vann Alþýðubandalagið viða talsvert fylgi. í Vesturlandskjördæmi varð Jónas Árnason kjördæmakosinn þing- maður, en hafði áður verið uppbótarþingmað- ur. Ef Framsóknarflokkurinn hefði þá fengið 80 af þeim atkvæðum, sem þá voru goldin Alþýðubandalaginu, hefði þriðji maðurinn á lista Framsóknarflokksins náð kjöri. Jónas Árnason hefði þá orðið uppbótarþingmaður og Alþýðubandalagið fengið einu uppbótarþing- sæti meira en ella. Jónas Árnason hefði þá fellt Ólaf G. Einarsson frá þingsetu fyrir Sjálf- stæðisflokkinn á siðasta kjörtimabili. Stjórnar- flokkarnir hefðu þá fengið 33 þingmenn að baki rikisstjórninni i stað 32. Sprell Bjarna Guðna- sonar hefði þá engu breytt og rikisstjórn ólafs Jóhannessonar væntanlega getað setið út kjör- timabilið. Þetta eru staðreyndir, sem hver kjósandi getur sannreynt með þvi að glugga i úrslit tveggja siðustu alþingiskosninga og átt- að sig á hve hættulegur og blekkjandi áróður Alþýðubandalagsins gegn Framsóknarflokkn- um er. —TK ERLENT YFIRLIT Er heilsa Chou En-lai að bila? Söguleg mannaskipti framundan í Kína Chou En-lai. EDWARD HEATH, fyrrver- andi forsætisráðherra Bret- lands, hefur að undanförnu verið á ferðalagi um Kina og verið tekið þar meö kostum og kynjum, llkt og um þjóðhöfð- ingja væri að ræða. Astæðan er talin sú, að stjórnendur Klnaveldis vilji láta I ljós þakklæti til Heaths fyrir þátt hans I þvl, að vinna að aukinni samvinnu rlkja I Vestur-Evr- ópu, en gleggsta dæmið um það telja Klnverjar inngöngu Bretlands I Efnahagsbanda- lagið. Stjórnendur Kina eru taldir þvl mjög hlynntir, að Vestur-Evrópa eflist og haldi þannig fullkomlega hlut slnum gagnvart Sovétrlkjunum. Af ýmsum ástæðum eru Kinverj- ar taldir lita á Vestur-Evrópu sem vænlegasta bandamanna sinna I glimunni við Sovétrlk- in. Það virðist á þennan og ýmsan annan hátt verða meira og meira áberandi, að stjórnendur Klnaveldis llti á Sovétrlkin sem höfuðandstæð- ing sinn og óttist jafnvel árás úr þeírri átt, þótt forustumenn Sovétrikjanna mótmæli harö- lega, að þeir hafi nokkrar sllk- ar fyrirætlanir I hyggju. A fundi, sem nýlega var haldinn I Svlþjóð af sérfræðingum, að- allega háskólamönnum, sem stunda svonefndar friðarrann- sóknir, var það álit mjög al- mennt, aö ósamkomulag So- vétrlkjanna og Klna væri nú helzti þröskuldur bættrar sambúðar þjóða I heiminum og þaöan stafaði nú helzt ó- friðarhætta, sem gæti haldið áfram að aukast, ef sambúð rlkjanna þróaðist ekki fljótt til betri vegar. I SAMBANDI við Kinaför Heaths hefur annaö vakið mikil umtal og sizt minna en hinargóðu viðtökur, sem hann hefur fengið. Chou En-lai for- sætisráðherra lét þess getið við blaðamenn, aö heilsa hans væri ekki eins góð og áöur, og hann þyrfti að unna sér meiri hvildar, enda væri það eðlil., þar sem hann væri orðinn 76 ára og aldurinn hlyti að fara að segja til sín. Þá hefur það vakiö athygli, að Chou hefur mætt aö undanförnu I mun færri samkvæmum en áður. I sambandi við komu Heaths vakti þaö einnig athygli, aö þegar hann heimsótti Maó, sat Chou ekki I sama sæti og venja hefur verið undir þessum kringumstæðum. Hins vegar hefur i sambandi viö Klnaför Heaths borið mjög á Teng Hsiao-ping, sem féll I ónáð I sambandi við menningarbylt- inguna, en hefur nýlega verið endurreistur sem vara-forsæt- isráðherra. Einnig hefur borið verulega á Wang Hung-wen, sem eftir flokksþing kin- verskra kommúnista á siðast- liðnu sumri virðist koma næst þeim Maó og Chou i metorða- stiganum. Sá orðrómur hefur verið á kreiki áður, að sitthvað gæti bent til þess, að Chou væri að missa tökin og staða hans væri ekki eins sterk og áður. Þessi orðrómur kann að hafa stafað af þvi, að Chou hafi orðið að draga sig I hlé af heilsufarsá- stæöum. HINAR nýju fréttir af versnandi heilsu Chou En-lai hafa orðið til að hleypa af stokkunum ýmiss konar get- gátum um, hver eftirmaður hans verði og hvað kunni að taka við, þegar hann hverfur af sjónarsviðinu. Margt bend- ir til, aö Chou hafi verið og sé maðurinn, sem hafi verið hinn raunverulegi stjórnandi Klna undanfarna áratugi. Maó hef- ur að vísu verið valdamestur, en hann hefur einkum mótað stjórnarstefnuna bak við tjöldin og látið Chou svo eftir að framkvæma hana. Það hef- ur m.a. lent mjög á Chou aö halda saman hinum mismun- andi öflum innan kommún- istaflokksins og koma I veg fyrir að einstakar klikur gætu öðlast óeðlileg völd. Jafnframt hefur hann orðið að hafa um- sjón og eftirlit með helztu stjórnarathöfnum út á við og inn á viö. Ötrúlega mikiö starf hefur þvi hvllt á heröum Chous og þvi ekki undarlegt, þótt hann sé eitthvað farinn að láta á sjá. Starfi hans hefur verið þannig háttað, aö erfitt verður fyrir einn mann að taka við þvi, þar sem hann mun lika bresta, a.m.k. I upp- hafi, það álit og traust, sem Chou var búinn aö vinna sér á þeim tlma, þegar kommúnist- ar voru aö brjótast til valda. Það veganesti hefur enginn þeirra, sem er líklegur til að taka við af honum. Ef til vill verður þetta leyst með þvi, að skipta starfi hans milli fleiri manna, en þá skapast brátt sú hætta, að deilur rlsi milli þeirra og þvl geti fylgt viðsjár og ótraustleiki I stjórnarfar- inu. AÐ ÝMSU LEYTI virðist Kina nú verið farið aö nálgast þau timamót, sem urðu I So- vétrikjunum, þegar Lenin féll frá. Mao er enn eldri en Chou En-lai og hlýtur þess þvi ekki vera langt að biða, að hann veröi að sleppa stjórnartaum- unum. Þessir tveir menn hafa stjórnað Kina likt og Lenin gerði á sinni tiö. Þegar hann féll frá, rikti fullkomin óvissa um, hver eftirmaður hans yröi, og fyrstu misserin var þar eins konar samvirk stjórn fleiri manna, unz Stalin tókst smátt og smátt aö hrifsa til sln völdin. A6 sjálfsögðu þarf þetta ekki að fara sömu leið IKIna enda aöstæður að ýmsu leyti aðrar þar. Engu að slður mun skapast ýmis óvissa i sambandi viö Kina, þegar þeir Chou og Mao hverfa af sjónar- sviðinu. Með nýjum mönnum koma alltaf einhverjir nýjir siðirogný vinnubrögð. Slikum mannaskiptum getur llka fylgt breytt stefna, þótt kommúnistaflokkurinn verði áfram éini flokkur landsins. Utan Klna verður ekki slzt spurt um, hvort þessum mannaskiptum geti fylgt breyting á utanrikisstefnu landsins. Verður t.d. tekin upp enn harðari stefna gagnvart Sovétrikjunum, eða stefnt I áttina til samkomulags við þau? Það getur ráðið miklu um gang heimsmálanna, hvort þessara sjónarmiða veröur ofan á. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.