Tíminn - 15.06.1974, Blaðsíða 8
8
tíMlNN
Laugardagur 15~. 'júnl 1974
Gotland eftir Nönnu Hertoft.
A sýningu á vefjarlist
Irma Kukkasjárvi
Nanna Hertoft
ÞEIM kom saman um það
vefurunum Irmu Kukkasjarvi frá
Helsinki og Nönnu Hertoft frá
Lyngby i Danmörku, að erfitt
væri að sjá sér farborða með
myndvefnaði. Engu að siður hef-
ur þetta listform tekið hugi þeirra
svo fangna, að þær vilja ekki öðru
brauðstriti sinna. Irma og Nanna
eru meðal kvennanna átta, sem
taka þátt i vefjarlistsýningu Nor-
ræna hússins um þessar mundir
og komu hingað til að vera við
opnun hennar.
Það kemur sjaldan fyrir að fólk
kaupi af mér vefnað til að hafa á
einkaheimilum sinum, en sifellt
verður algengara að finnskir
arkitektar leiti samvinnu við vef-
ara, og ég sel oft verk til að hafa i
ráðstefnuhúsum, kaffistöðum eða
annars konar opinberum stofnun-
um, sagði Irma, þegar við skoð-
uðum, sýninguna i kjallara Nor-
ræna hússins.
— Þeir, sem ráða yfir sjóðum,
sem varið er til kaupa á lista-
verkum, eru hins vegar hræddir
við vefnað, og kjósa fremur mál-
verk og höggmyndir.
Mynd Róbert
Framtíð eftir Irmu
Í'' i m ■ . •
:-"v' Ýi
* . n (m
f %
— Hvað ertu lengi að vefa verk
eins og þessi hér?
— Aðeins vefnaðurinn á þessu
verki, sem heitir Jökull (200x330
cm) tók 600 klst.
— Hefurðu ofið mikið úr gler-
trefjum?
— Aðeins þau þrjú verk, sem
hér eru. Ég er alltaf að reyna
eitthvað nýtt, nú var ég að kaupa
7 1/2 kg af islenzkri ull. Það er
verst, hve vont er að fá heppilegt
band hér.
Verk Irmu Kukkasjarvi i Nor-
ræna húsinu eru mjög sérkenni-
leg. Þau eru úr glertrefjum. Eitt
er á máluðum grunni. 1 öðru er
viða mikil þykkt. Litir og áferð
eru sérkennileg.
— Ég er mjög hrifin af verkum
Irmu Kukkasjarvi hér á sýning-
unni og kann vel að meta það,
sem aðrir vefarar gera úr ýmiss
konar efnum, t.d. gerviefnum.
Sjálf vef ég þó alltaf úr ull og hör
fyrst og fremst, segir Nanna
Hertoft frá Danmörku, sem litar
sjálf og spinnur allt band, sem
hún vefur úr. Þetta er því tima-
frek vinna, en það tók Nönnu átta
mánuði að vefa eitt verkið á
sýningunni, Gotland. Venjulega
vefur hún þó um 6-7 verk á ári, og
litar jafnframt band og vinnur fyr
ir næstu teppi.
Nanna hefur unnið að vefnaði i
15-20 ár og segir áhuga á þeirri
listgrein hafa farið mjög vaxandi
I Danmörku siðustu árin.
Nanna segir efnið sjálft, sem
hún notar, og litina hafa mikil
áhrif á verk sin. Pólitisk við-
fangsefni kveður hún breytast of
ört til að hún tjái þau i vef. En
hún kvaðst viss um að áhrif ís-
landsferðar ættu eftir að koma
fram i vefjarlist sinni.
— Hvaða verkum ertu hrifnust
af hér á sýningunni?
— Nú setur þú mig i vanda, þau
eru svo margvisleg. En ég er
sennilega einna hrifnust af verk-
um Asgerðar Búadóttur úr ull og
hrosshári. Hún tekur þátt i sýn-
ingu Koloristerne i janúarmánuði
næstkomandi, en ég er meðlimur
iþeim samtökum og hef sýnt með
þeim árlega undanfarin ár. — SJ.
Borg i ljósum, eitt af verkum Barböru Árnason á sýningunni á
vefjarlist. Mynd Róbert.