Tíminn - 15.06.1974, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Allmargar ryskingasenur eru ! leikritinu, og hér sjáum viö eina sllka. Baldvin Halldórsson leikstjóri gefur góð ráö. Tfmamynd: Gunnar,
LÉNHARÐUR FÓGETI
í VALSHEIMILINU
HP-Reykjavik. — I Valsheimilinu
eru að gerast merkilegir hiutir
þessa dagana. Þar er sjónvarpiö
að láta gera kvikmynd eftir leik-
riti Einars Kvaran, Lénharði
fógeta, og verður kvikmyndin i
litum.
Ævar Kvaran hefur i vetur unn-
ið að úmsum breytingum á leik-
riti afa sins, en sjálft kvikmynda-
handritið hafa gert i sameiningu
þeir Baldvin Halldórsson, sem er
stjórnandi, Tage Ammendrup,
stjórnandi upptöku, kvikmynda-
tökumaðurinn Haraldur Friðriks-
son. sem einnig sér um leikmynd
og búninga. Kvað Tage það hafa
verið mikla lijálp og til tima-
sparnaðar að hafa sv.o góðan tima
til undirbúnings, og handritið
væri gott. Það hefði m.a. sannazt
á þvi, að nokkrar breytingatillög-
ur hefðu verið reyndar, en þeir
hefðu alltaf endað með að fylgja
hinu upphaflega handriti.
Þetta er fyrsta meginverkefnið,
sem sjónvarpið gerir á eigin spýt-
ur, þ.e. án mikillar utanaðkom-
andi hjálpar. Innitökur fara allar
fram i Valsheimilinu, en útitökur
að Gullbringum i Mosfellssveit og
i ölfusinu. Kvikmyndun hófst 28.
mai, og bjuggust þeir við að ljúka
henni núna um mánaðamótin.
Frá sjónvarpinu vinna um 14
manns að verkinu, og er vist
óhætt að fullyrða að allir vinni
dag og nótt og verkaskipting sé
þarna jöfn og almenn. Þegar við
vorum þarna, skiptust menn nú
reyndar aðallega á við að hella i
okkur kaffi, en siðan fengum við
að fylgjast með nokkrum spenn-
andi senum, sem gáfu góðar vonir
um verkið i heild.
Baldvin Halldórsson sagði, að
■ 11 ■ 1 ÁLFNAÐ ER VERK
I t ÞÁ HAFIÐ ER
■ II ■ 1 ^ SAMVINNUBANKINN
alls tækju 35 leikarar þátt i kvik-
myndatökunni, að aukaleikurum
meðtöldum. Gunnar Eyjólfsson
léki sjálfan Lénharð fógeta,
Sunna Borg Guðnýju, Ævar
Kvaran færi með hlutverk Torfa i
Klofa og Sigurður Karlsson með
hlutverk Eysteins. Valur Gisla-
son, Þóra Borg, Þóra Friðriks-
dóttir o.fl. færu einnig með til-
þrifamikil hlutverk i leiknum.
Auk leikaranna taka þátt i kvik-
myndinni 20 hestar, allir sérstak-
lega valdir af Bjarna Sigurðssyni
á Hvoli, og sagði Baldvin, að hann
hefði innt sitt verk sérlega vel af
hendi.
Haraldur Friðriksson hefur
með höndum kvikmyndatökuna,
en þetta er fyrsta stóra verkefnið,
sem hann vinnur fyrir sjónvarpið,
ef frá er talið leikritið Hælið, sem
nýlega var sýnt i sænsku sjón-
varpi. Hann kvað það ekki koma
sér spánskt fyrir sjónir, að kvik-
myndin væri tekin i lit, þvi hugað
yrði að útflutningsmöguleikum,
og svo getum við alltaf gælt við
hugmyndina um litasjónvarp.
Sjálf filman verður framkölluð
i Noregi og hljóðsett eftir að
klippingum, sem Erlendur
Sveinsson sér um, er lokið. Það
verk mun Marinó Ólafsson að öll-
um likindum annast, — hann sér
um hljóðupptöku við kvikmynd-
ina.
Ekki hefur verið kostað neitt
sérstaklega til tækjabúnaðar
vegná þessarar töku, ef frá eru
talin 6 stór útiljós, sem Ingvi
Hjörleifsson ljósameistari sagði,
að auðvitað yrðu notuð við svipuð
tækifæri i framtiðinni.
Gunnar Eyjólfsson og Sunna Borg fara meö tvö aöalhlutverkanna I Lénharöi fógeta.
Kvikmyndatökumaöur er Haraldur Fríöriksson, og hljóöupptöku hefur Marinó Ólafsson meö höndum.
Langardalsvöllur
í dag kl. 14.00 leika
VALUR - ÍBA
Laxveiði
Tilboð óskast i Langá á Mýrum,
sumarið 1975.
Allar nánari upplýsingar veitir
Jóhannes Guðmundsson, Ána-
brekku, simi um Borgarnes.
Laugardagur 15. júnl 1974
Ingólfur
Davíðsson:
Vorið
°g
blómin
Einmuna hlýtt vor, hretlaust
að kalla. Vetrargosinn hviti
byrjaði að blómgast sunnan
undir húsum i febrúarlok.
Páskaliljan gula lýsti i görðun-
um um páskaleytið og menn
fóru að gróðursetja fyrstu
sumarblómin I miðjum
mai, eða jafnvel fyrr. Á hvita-
sunnu stóð heggurinn við Tjörn-
ina í Reykjavik hvitur af bióm-
um. Já, „sig færir heggur i
fannhvitt skraut, nú fagna blóm
i haga. Vel búnast þröstum I
birkilaut, þeir blessun syngja
alla daga”. Gullhnapparnir
glóðu llka I byrjun júni, engja-
blóma, balasóma kallar Jón
Ólafsson þá i „Kátum pilti”.
Margar fjölærar skrautjurtir
voru komnar i blóm i mailok og
allt var gult af fiflum og sóleyj-
um, og bláhvitt af hrafna-
klukku. Fyrstu viku i júni færð-
ist óðum blómalitur á holtin og
melana, lambagrasið lýsti eins
og ljós og allt varð hvitblettótt
af holtasóley og músareyra.
Jafnvel fifan byrjaði að sýna hið
hvita hár sitt viku af júni, en það
er óvenju snemmt. Þá voru
reyniviður og silfurreynir orðn-
ir hvitir af blómum og bæði
seljareynir og alparósir tóku að
bera sina fögru blómskúfa. Já,
hið gula blómahár tók að
„hrynja um herðar” gullregns-
ins á horni Miklubrautar og
Rauðarárstigs. Skordýrin vökn-
uðu lika til lifsins, randaflugur
fóru að suða viö blómin og
skógarmaðkur að skriða úr hiði
og naga lauf trjáa og runna,
jafnvel seint I mai en færðust
mjög I aukana i júni. Var sums
staðar tekið að úða með lyfjum
gegn möðkunum i maílok. Slik
úðun er ill nauðsyn og sýna
verður hina mestu nákvæmni og
varfærni. Er úðunin mikið
trúnaðarstarf og aðeins á færi
æfðra manna ef sterk lyf eru
notuð'Garðurinn er eitraöurum
hálfan mánuð á eftir. Kröftug
úðun með vatni getur dregið
nokkuð úr skemmdum af völd-
um skógarmaðka og blaðlúsa,
ef I tima er byrjað. Ribsrunnar
hafa borið mjög mikið af blóm-
um, svo von ætti að vera góðrar
berjasprettu. Viða um land er
gróðurinn um mánuði fyrr á
ferðinni en i meðalári. 5-8. júni
var byrjað að slá tún á stöku
bæjum i Eyjafirði og undir
Eyjafjöllum. Kal mun vera litið
og er útlit fyrir ágætt grasár.
Viku fyrir hvitasunnu gerði
talsvert næturfrost. Þá
skemmdust viðkvæmar jurtir I
görðum nyrðra, t.d. á Akureyri.
Einnig sá sums staðar á blá-
berjalyngi, sem þá stóð i blómi.
Hér syðra varð frostsins eink-
um vart i lægðum t.d. i Laugar-
dalnum i Reykjavik og við
Korpu.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■
■
Full nýting
vinnuafls
í öllum
■
byggðum