Tíminn - 15.06.1974, Blaðsíða 14
14
TÍMINN--
Laugardagur 15. júni 1974
Hann stóð á fætur on gekk fram og aftur, og það sem
það var honum ómögulegt að standast freistinguna,
gekk hann upp á hæðina.
Enda þótt enn væri ekki komin nótt, sat mávur uppi á
malarhrygg að norðanverðunni og svaf með höf uð undir
væng. Þegar hann heyrði til Eiríks, vaknaði hann, hristi
vængina og flaug út í geiminn.
Hann tók alls ekki eftir þessu. Hann stóð með kross-
lagða handleggi og horfði til strandar. Augnaráðið
reikaði eftir f jallahringnum, en leitaði í sífellu að sama
staðnum, Skarðsstöð, sem var eins og skorin inn í f jalls-
vegginn.
Langa lengi stóð hann hreyf ingarlaus og dró naumast
andann. Svo breiddi hann út faðminn, eins og hann vildi
faðma að sér konuna og heiminn, sem hann hafði glatað.
VIII.
Helga
Þegar Jónas kom heim frá Fulmar, hélt hann
beinustu leið heim. Það var enn svo snemma morguns,
að enginn var kominn á fætur.
Þegar hann kom að húsinu, gekk hann inn, læsti dyrun-
um og settist niður. Hugsanir hans höfðu allar verið á
flökti við hina voðalegu atburði síðustu tíma, og nú var
eins og færðist ró yfir hann, er hann kom að húsinu í
slíku ástandi. Teppin voru horf in af báðum rúmum, olíu-
eldavélin var farin og öll matföng. Hvernig átti hann að
útskýra þetta fyrir Helgu, þegar hún kæmi heim klukkan
sex?
Hann hafði alls engin framtíðaráform varðandi
Eirik . Hann óttaðist þessa stundina það eitt, að ef sann-
leikurinn kæmist upp, myndu yfirvöldin krefjast þess,
að Eiríkur yrði fluttur á þennan skelfilega spítala í
Reykjavík.
^Hann var líka að huga um að koma Eiríki í burtu frá
Fulmar og til eyðistaðar á ströndinni, þar sem hann
myndi byggja kofa yf ir hann og annast um hann, þangað
til yf ir lyki. Þetta myndi hann gera, enda þótt hann ætti á
hættu að þurfa að eiga heima þarna hjá honum og annast
um hann, með þeirri áhættu, sem það hafði í för með sér
fyrir hann sjálfan.
Það var eftir Jónasi að haga sér svona.
Afbrýðissami Jónas, maðurinn, sem hafði glaðzt
daginn sem Svala lét sem hún sæi Eirik ekki, hann var
nú reiðubúinn að fórna öllu, þegar reyndi á i raun og
veru.
Og til að byrja með skyldi hann fórna núverandi
þægindum sínum.
Eiríkur hafði falið peningana, sem þeir áttu
saman,undir gjóffjöl undir rúminu. Jónas flutti rúmið
til, tók peningana og fór, þegar hann hafði læst dyrun-
um.
Nú var klukkan orðin fimm, og Skarðsstöð var að
byrja að vakna til lífsins. Jón Súrsson var kominn út á
stakkstæðið sitt og var að hjálpa til við að greiða úr
f iskinum, sem veiðzt hafði daginn áður. Þegar hann kom
auga á Jónas, gekk hann út að girðingunni og bauð góðan
daginn.
— Jæja, hvaðer nýttaf Eiriki? sagði hann.
— Það væsir nú ekki um Eirík, svaraði Jónas. Hann er
nú kominn til Reykjavíkur.
— Til Reykjavíkur? En hvernig komst hann? Til
Reykjavíkur? Það hefur ekki verið nein skipsferð, og
Ingólfur fer ekki þangað fyrr en á morgun.
— Hann fór landleiðina, sagði Jónas.
— Landleiðina? Það er fimm daga ferð!
— Nei, ekki nema f jögurra, þegar maður hefur hest,og
hann fékk hest lánaðan inni á bæjunum. En það skiptir
hann ekki máli, hvort þaðtekur f jóra eða f imm daga. Þú
veizt, að þegar hann hef ur eitthvað á prjónunum, þá get-
ur ekkert stanzað hann.
— Hei, hann lætur ekki rokka sér,viðurkenndi Jón. En
hvað skyldi hafa fengið hann til þess að fara til Reykja
víkur með svo stuttum fyrirvara?
— Það var eitthvað í sambandi við nýja bátinn, sem
hann er að kaupa sagði Jónas. Ég fékk ekki að vita það,
en hann er nú heldur ekkert fyrir að segja frá fyrir-
ætlunum sínum.
— Já, hann er duglegur maður, og hann eyðir ekki
tímanum til ónýtis.
Jónas hló kumrandi. Einhver annar hefði tekið eftir
f lóttalegu augnaráði hans og geðshræringu, en Jón Súrs-
son tók ekki eftir neinu.
— Jæja, þegar ég er búinn að breiða fiskinn og fá mér
matarbita, var ég að hugsa um að leggja í hann.
Kemurðu með?
— Nei, sagði Jónas, hvorki í dag né á morgun, og það
var einmitt það, sem ég vildi tala um við þig. Nú verður
þú að sjá um alla hluti hér, því að ég er að fara með
Ingólfi til Reykjavíkur.
— Þú líka?
— Já, Eiríkur bað mig að hitta sig þar.
— Þá skilur maður, að hann haf i eitthvað mikið í hyggju,
úr því að það á að f ara svona leynt.
— Leynt, f lýtti Jónas sér að seqja. Það er ekki um neina
Við skulum ná
honum fyrir þig
foringi! yf'
Náið i geimfara.
búninginn mibh
aldrei
Hvernig i ósköpunum
tókst honum þetta?
Strax
Þú fórst i
náttfötin.
r Ég ætla að
sofa á maganum
Farðu að '
, hátta. —
mmm
i
LAUGARDAGUR
15. júni
7.00 Morgunútvarp. Veður-
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
14.00 Vikan, sem var Páll
Heiðar Jónsson sér um þátt
með ýmsu efni.
15.00 Miödegistónleikar a.
15.45 Á ferðinni ökumaður
Árni Þór Eymundsson.
(Fréttir kl. 16.00. Veður-
fregnir kl. 16.15)
16.30 Horft um öxl og fram á
við Gisli Helgason fjallar
um útvarpsdagskrá siðustu
viku og hinnar komandi.
17.30 „Þegar fellibylurinn
skall á” eftir Ivan Southall
11. þáttur sögulok. Þýðandi
og leikstjóri: Stefán Bald-
ursson Persónur og leikend-
ur: Palli/Þórhallur Sig-
urðsson, Addi/Randver
Þorláksson, Fanney/Þór-
unn Sigurðardóttir, Hann-
es/Þórður Jón Þórðarson,
Krissi/Sigurður Skúlason,
Maja/Helga Jónsdóttir,
Gurri/Sólveig Hauksdóttir,
Fröken Friða/Anna Guð-
mundsdótttir, Benedikt for-
stjóri/Steindór Hjörleifs-
son, Herra Gisli/Bessi
Bjarnason, Georg/Guð-
mundur Magnússon, Al-
freð/Harald G. Haraldsson,
Sögumaður/Jón Júliusson.
18. Söngvar i léttum dúr.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins. '
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Portúgalskt kvöid a.
Helgi P. Briem fyrrum
sendiherra flytur erindi um
land og þjóð. b. Portúgölsk
þjóðlög, sungin og leikin. c.
Lesin smásaga eftir portú-
galskan höfund.
21.00 Frá listahátið Finnski
bassasöngvarinn Martti
Talvela syngur i Háskólabi-
ói, Vladimir Asjkenazý leik-
ur á pianó. Fyrri hluta tón-
leikanna útvarpað beint: a.
Fjögur lög eftir Franz
Schubert: 1: ,,An schwager
Kronos”. 2: ,,Im Abend-
rot”. 3: „Totengrabers
Heimveh”. 4: ,,Der Schiff-
er”. b. Fjórir alvarlegir
söngvar (Vier ernste Ge-
sange) eftir Johannes
Brahms við texta úr bibli-
unni.
21.45 Frá Bretlandi Ágúst
Guðmundsson flytur.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
lHBBiil
LAUGARDAGUR
15. júnl 1974
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Læknir á lausum kili.
Breskur gamanmynda-
flokkur. Þýðandi Jón Thor
Haraldsson.
20.50 Alvar Aalto, finnsk
heimildarmynd um hinn
fræga arkitekt. Þýðandi og
þulur: Öskar Ingimarsson.
22.00 Mærin frá Orleans.
(Joan of Arc). Bandarisk
biómynd frá árinu 1948,
byggð á leikritinu eftir
Maxwell Anderson. Aðal-
hlutverk Ingrid Bergman,
Jose Ferrer og Ward Bond.
Þýðandi Dóra Hafsteins-
dóttir. Myndin lýsir þátt-
töku frönsku sveitastúlk-
unnar Jeanne d’Arc i striði
Frakka gegn Englendingum
á þriðja tug 15. aldar. Je-
anne, eða heilög Jóhanna,
eins og hún hefur verið
nefnd, taldi sig fyigja boði
æðri máttarvalda. Hún náði
trúnaði hins veikgeðja kon-
ungs og leiddi her hans til
sigurs yfir Englendingum,
en var siðar tekin til fanga
af óvinunum og brennd á
báli sem galdranorn.
23.40 Dagskrárlok