Tíminn - 15.06.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 15.06.1974, Blaðsíða 20
jGKÐfl fyrirgóéan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS - Nýr meiri hluti d Skaga strönd BH-Rvik. — Á Skagaströnd fengu Framsóknarflokkurinn, Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalagið sinn manninn hvert i siðustu hreppsnefndarkosningum, og hafa þessir aðilar komið sér sam- an um að standa saman að meiri- hluta i hreppsnefndinni. Hefur Bernódus Ólafsson verið kjörinn oddviti. Víða landnámshá- Freklegar rangfærslur Morgunblaðsins um lánsfé stofnlánadeildar BIRZT hafa rosafréttir í Morgunblaöinu tvo undanfarna daga um — lánsf járskort Stofn- lánadeildar land- búnaðarins — og þaö, að stöðvaðar hafi verið lánveitingar til dráttar- vélakaupa, vegna fjár- skorts deildarinnar. Þarna er bæði um ýkjur og rangfærslur að ræða. Það er rétt, sem segir i Morgunblaðinu um áætlaða heildarfjárþörf stofnlána- deildarinnar. Aætlað hefur verið, að ef allar umsóknir, sem borizt hafa og hægt er að viðurkenna, yrðu afgreiddar á þessu ári og framkvæmdir yrðu svo sem fyrirhugað er, gæti þurftalltað 1200 milljónir til útlána. Af þeirri heildartölu eru lán til einstakra bænda áætluð allt að 780 milljónir. Ýmsar aðrar framkvæmdir, svo sem vinnslustöðvar o.fl., þyrftu á milli 400-500 milljónir. Hins vegar telur Þórhallur Tryggvason bankastjóri, að ef tryggðar væru um 680 milljón- ir til útlána, væri hægt að senda út svör með lánslof- orðum til einstakra bænda. Fyrir þvi liggur nú sam- þykkt stjórnar stofnlána- deildarinnar, aö þaO verði gert. 1 Morgunblaðsgreinunum er fullyrt, að ekkert fé sé nú til ráðstöfunar i stofnlánadeild annað en þær rúmlega 100 milljónir, sem i áætlun deildarinnar var reiknað með að hún hefði til ráðstöfunar af eigin fé og föstum tekjum stofnunarinnar. Við þetta er fleira en eitt að athuga 1 fyrsta lagi gefur Morgun- blaðið sér þær forsendur, að fjármagn, það, sem fyrir- hugað er að stofnlánadeildin fái frá framkvæmdasjóði, muni ekki föst, vegna þess að framkvæmdasjóður sé alveg févana. Fyrir þessu éru engin rök. Fullar lagaheimildir eru fyrir hendi til að afla fjár i framkvæmdasjóð, og engin ástæða er til að ætla, að það takist ekki nú, frekar en áður. Enda mun það hafa verið svo Frh. á bls. 15 tíðir um Minkarnir, sem Bjarni Bjarnason banaOi við ElliOaárnar, ásamt iaxaseiðunum, sem fundust við bæli eins þeirra. Timamynd G.E. Minkurinn sífellt aðgangsharðari drepur laxaseiði í stórum stíl HHJ-Rvik. — Fyrir fáeinum nótt- um var Bjarni Bjarnason lög- regluþjónn og minkabani á minkaveiðum við Elliðaárnar og vann þá fjögur dýr. Við eitt bælið, sem var f stóra hólmanum neOan viO Árbæ, fann hann mikiO af sjó- gönguiaxaseiOum. Honum taidist til, aO þar hefOi ekki veriO færri en 30-40 seiði. Bjarni vinnur aö minkadrápi á vegum veiöistjóra og Reykjavik- urborgar. Það sem af er þessu ári hefur hann banað um tuttugu minkum. Hann fer viða um land og veit þyf gjörla hver meinvætt- ur minkurinn er. — Minkurinn er kominn um land allt, sagði Bjarni. Lengi vel voru Austfirðingar lausir við þennan ófögnuð, en nú hefur minkurinn einnig haslað sér völl þar eystra. 1 fyrra vann ég t.d. tvo minka i Mjóafirði, en þar hafði minkur ekki sézt áður. Tjónið af minkafárinu er ó- skaplegt, þótt ekki sé unnt að nefna neinar tölur þar að lútandi, enda verður það ekki allt metið til fjár. Mófugl hefur viða látið mjög á sjá, sagði Bjarni, en þessi vargur leggst lika mikið á æðarfugl og þá einkum ungviðið. Þannig hef ég við eitt bælið séð 40-50 æðarunga, sem minkurinn hafði drepið og dregið að. Tjón á fiski er lika tilfinnanlegt. Minkurinn getur verið ótrúlega aðgangsharður við fiskinn. Til marks um það má nefna, að á Bakka á Kjalarnesi var i fyrra- haust útbúin tjörn nokkurn spöl frá bænum og i hana voru látin eitt þúsund laxaseiði, sem ætlunin var að ala í tjörninni um veturinn. En það fór á annan veg. Ekki leið á löngu, áður en menn urðu þess varir, að minkar gerðu sér tiðför- ult að tjörninni, og þá var komið fyrir dýrabogum á tjarnarbökk- unum. t bogana fengust sjö mink- ar I vetur. Þeir hafa þó verið fleiri, sem höfðu vit á að varast bogana, þvi að i vor var ekki eftir eitt einasta seiði i tjörn þeirra Bakkamanna. Tjörn þessi var spöl frá bæ, þann- ig að ekki var hægt að hafa á henni stöðugar gætur, en manna- ferðir voru þó við tjörnina, þvi að fóðra þurfti seiðin. Má nærri geta, hvern usla minkurinn gerir, þar sem fáförulla er, úr þvi að hann er svona aðgangsharður, þar sem mannaferðir eru. Fullvist er að minkurinn heimt- ir drjúgan toll af þeim seiðúm, sem fiskiræktarmenn sleppa í ár og vötn eins og ráða má af þeim seiðum, sem Bjarni fann i hólm- anum i Elliðaánum. Hvert laxa- seiði mun kosta 40-60 krónur, þannig að tjón af völdum minks er án efa mjög mikið og vel varið Frh. á bls. 15 Gsal—Reykjavik — Fyrstu þjóðhátiðir íslendinga i tilefni ellefu alda byggðar d íslandi verða núna um helgina. Timinn leitaði i gær til hinna ýmsu þjóð- hátiðarmanna, sem gangast fyrir hátiðar- höldum um helgina i sinum byggðarlögum. Eins og vænta mátti er sérstaklega vandað til hátiðarinnar og fjöl- breytt og mikil dag- skráratriði á öilum stöðum. Úthlutun úr rithöfundasjóði Úthlutun úr rithöfundasjóði fór fram i gær, og hrepptu þeir Gunnar Gunnarsáon og Haildór Laxness 250 þúsund krónur hvor. Verðlaunin afhenti Sigurður A. Magnússon. Á myndinni sést Magnús Torfi ólafs- son menntamálaráðherra, ásamt rithöfundunum tveimur. —Timamynd: Róbert. Hver segir, að ég hafi ekki haft rétta stefnu i Everton-málinu? helgina Hátiðarhöldin að Varmá: Þrir hreppar standa að hátiðarhöld- unum 17. júni — Þrir hreppar standa að þessu sinni sameiginlega að hátiðar- höldunum að Varmá í Mosfells- sveit sautjánda júnl. Auk Mos- fellshrepps eru það Kjós og Kjalarnes. 1 tilefni landnáms afmælisins er sérstaklega vandað til hátiðar- dagskrárinnar og fengum við Bjarna Sigurðsson prest á Mos- felli til að gefa okkur upplýsingar en Bjarni á sæti I þjóðhátiðar- nefnd hreppana þriggja. Safnazt verður saman við kaupfélagið og þaðan gengið fylktu liði með lúðrasveitir i broddi fylgingar að hátiðar- svæðinu. Þar setur Sveinn Guð- mundsson hátiðina. Að setningu lokinni verður úti- guðsþjónusta á vegum séra Bjarna á Mosfelli og syngur við guðsþjónustuna blandaður kór úr hreppunum þremur. Þá verður flutt minni dagsins og að þessu sinni hefur Gylfi Pálsson skóla- stjóri það hlutverk meö höndum. Að venju flytur fjallkonan sitt ávarp og þjóðsöngurinn verður leikinn. Frumsaminn leikþáttur verður Framhald á 15. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.