Tíminn - 15.06.1974, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Laugardagur 15. júni 1974
Hitaveituframkvæmdir á Suðurnesjum verða að ganga fyrir öllu, og vissulega gefa tilraunirnar i Svartsengi góðar vonir.
SAMVINNA OG FÉLAGSHYGGJA
BERA FRJÓMAGNIÐ í SÉR
SUÐURNESJAMENN
hafa löngum verið þeirr-
ar skoðunar, að mál-
staður þeirra og hags-
munamál hafi ekki átt
greiðan aðgang að þing-
sölunum. Hafi ástæðan
verið sú, að þingmenn
kjördæmisins hafi verið
litt áhugasamir um mál
syðra og önnum kafnir
við sérhagsmunamál
annarra byggðarlaga.
Ilafa þvi Suðurnesja-
menn jafnan sótt það
nokkuð fast að koma
sínum mönnum i nokkuð
örugg sæti á framboðs-
listunum, og það er ekk-
ert launungarmál, að
syðra rofna flokksbönd
umsvifálaust, ef von er
um að koma Suður-
nesjamanni að af einum
lista fremur en öðrum.
Hið mikla fylgi, sem
framsóknarmenn hafa
aflað sér i næstfjöl-
mennasta kjördæmi
landsins, gefur vissu-
lega vonir um að að þar
geti góður sigur unnizt,
og það er enginn vafi á
því, að Suðurnesjamenn
munu leggja sig fram i
baráttunni fyrir þvi, að
þeirra maður komist að.
Ekki sizt þar sem til
framboðs hefur valizt
maður, sem ekki aðeins
Suðurnesjamenn, heldur
allir kjósendur
kjördæmisins geta verið
stoltir af að styðja og
veita fylgi sitt.
Annar maöur á lista l'ram-
sóknarmanna i Iteykjaneskjör-
dæmi, er Gunnar Sveinsson,
kaupfélagsstjóri í Keflavik.
Gunnar hefur gegnt þessu starfi
um aldarfjórðungs skeið með
slikum sóma, að Kaupfélag
Suðurnesja er nú eitt traustasta
kaupfélagiö ó landinu, rekstur
þess er margþættur og yfirgrips-
mikill.
Þegar við förum þess á leit við
Gunnar aö fá að rabba við hann
dagstund, tekur hann þvi vel. Það
er ekki erfitt að ná i Gunnar.
Hann er að visu i erilsömu starfi,
en hann gegnir þvi ckki með
Ijaðrafoki og brambolti, heldur
leysir það al' hendi með látlausri
Ijúfmennsku, að það er rétt eins
og ckkert sé að gerast. Þetta er
aðeins einstaka snilldar verk-
manni lagið.
Við röbbum saman á skrifstofu
hans um helgina siðustu. Það cr
næðissamara en á virkum degi.
Þá þagnnr siminn varla.
Gunnar Sveinsson fæddist 10.
marz 192:1 að Góustöðum í Eyrar-
hreppi sem er við isafjarðardjúp,
rett innan við ísafjarðarkaup-
stað, og heyrir undir hann ini.
Foreldrar hans voru Guðriður
Magnúsdóttir og Sveinn Magnús-
son, bóndi þar, útvegsbóndi, þvi
aðalitaf átti hann bát. Þau hjónin
áttu alls níu drengi, tvcir dóu i
æsku og einn um tvitugt.Bræöur
Gunnars eru þessir: Elztur er
Guðmundur, sem var i efsta sæti
framsóknarmanna á isafirði við
siðustu kosningar, Sigurður ýtu-
stjóri á isafirði, Ólafur, læknir á
Sauðárkróki, Þo r s t e i n n ,
kaupfélagsstjóri á Egilsstöðum,
og Vilhjálmur, sem rekur fisk-
verkum i Hafnarfirði.
Kona Gunnars er Fjóla Sigur-
björnsdóttir, fædd og uppalin i
Hlið i Garðahreppi. Þau eiga
fimm börn. Magnús er elztur,
hann er i samvinnuskóla i Norcgi,
Ragnheiður, verður stúdent frá
Vcrzlunarskólanum i vor, Sveinn
stundar náni i Menntaskólanum
að Laugarvatni, Sigurbjörn er i
gagnfræðaskólanum i Keflavik og
Gisli, sem er yngstur, er enn á
barnaskólaaldri.
Ég hef alltaf verið fram-
sóknarmaður
— Ég óist upp i föburgarði til
þrettán ára aldurs, segir Gunnar.
Það voru ýmis störf, sem ég
stundaði heima, svo kom að þvi
að maður fór á sildina fyrir norð-
án. Það var alltaf ráðið til að
vinna sér inn peninga, fara á sild-
ina. Ég var við netabætingar i tvö
ár á veturna, en alltaf i sildinni á
sumrin. Þetta var ágætur skóli,
sá bezti, til að kynnast atvinnu-
háttum og lifinu eins og það er.
— En hver er annars skóla-
ganga þin, Gunnar?
— Ég fór i Samvinnuskólann,
þegar ég var búinn með gagn-
fræðaskólann fyrir vestan. Það
var góður skóli, og þar kynntist
ég Jónasi frá Hriflu og fléiri fram
sóknarmönnum. Annars var ég
framsóknarmaöur, þegar ég kom
þangaö. Ég hef alltaf verið það.
Mamma var mikil framsóknar-
kona. Hún kaus nú alltaf Vilmund
Jónsson. Framsóknarmenn gerðu
það. Það var ekkert flokksfram-
boð fyrir vestan.
í góðum skóla —
Samvinnuskólanum
— Þú hefur kurinað vel við þig i
Samvinnuskólanum?
— Já, þetta var mjög skemmti-
leg skólaganga, góðir félagar. Ég
bjó þarna með Sigurði Sveinssyni
úr Arnardal. Hann fórst með
Brúarfossi á Faxaflóa á striðsár-
unum. Góður drengur. Þetta var
góður félagsskapur, og við lærð-
um mikið. En það var þröngt i
gamla Samvinnuskólanum, bara
þrjár stofur og rennihurð á milli.
Þeir sem voru i innri stofunni,
urðu að vera komnir inn fyrir, áð-
ur en hægt var að kenna i þeirri
fremri. Svo varfyrsti bekkurinn i
þeirri fremstu.
— Þetta hefur verið góður
skóli?
— Já, Samvinnuskólinn var
góður skóli. Þarna var fólk, sem
var vant vinnu og starfi. Það
lagði mikið á sig til að komast inn
i þennan skóla og til að ná þeim
prófum, sem hægt var að taka.
Þarna var hægt að fá góða undir-
stöðumenntun undir hvaða starf
sem var. Þetta var praktisk
menntun fyrir hvað sem menn
tóku sér fyrir hendur.
—Lá svo leiðin út i störf hjá
kaupfélögunum að afloknu námi?
Alltaf á sild á sumrin
— Nei, ég fór á sild um sumar-
ið, en um haustið fór ég tii kaup-
félagsins á Patreksfirði, og þar
starfaði ég næstu tvö árin sem
skrifstofumaður og afgreiðslu-
maður. Þetta voru árin 1941-1943.
Næstu tvö árin er ég hjá Kaup-
félagi Suður-Borgfirðinga á
Akranesi, en þá er það, sem ég
legg land undir fót og fer utan, —
til Sviþjóðar til að mennta mig
meira. Ég gekf þar á samvinnu-
skóla og á einkaverzlunarskóla,
Brödrarna Phamanns Handels-
institut. Þetta var einkaskóli, af-
skaplega skemmtilegur. Það var
fróðlegt að vera þarna, þetta eru
praktiskir skólar, sérstaklega
samvinnuskólinn.
— En gætti nú ekki
skömmtunarinnar þarna i striðs-
lokin?
— Jú, verzlanir i Sviþjóð höfðu
minna vöruúrvai en við, og
skömmtunin var miklu viðtækari,
það var engin skömmtun hér
heima þá, miðað við þar. Ég vann
þarna hjá Phamanns, i verzlun
þeirra. Sviar voru ákaflega
framarlega i verzlunarekstri þá,
eru það enn. Ég efast um, að
nokkur þjóð i Evrópu standi þeirn
á sporði i þeim efnum.
— Þú hefur þá haldið sambönd-
unurn?
— Ég skrepp stundum út og
hitti þá, kynnist nyjum mönnum.
Þab hefur orðið aigjör bylting sið-
ustu 10-15 árin.
— En svo hefurðu haldið heim
á leið?
Til Sviþjóðar til að læra
— Ég var 10 mánuði i þessari
reisu. Þá var verið að byggja
sænsku bátana svokölluðu, og ég
komst nteð einum heim til Isa-
fjarðar, Hafdisinni, og beint á
sildina tii að þéna peninga. Ég
var á samvinnufélagsbátunum,
litlu Björnunum, fyrstu tvö árin á
Sæbirni, siðan á Vébirni. Ég gekk
i Samvinnufélagið, ég bað sér-
staklega um að fá að ganga i það
ogfékkþað. Það kostaði eitthvað
smávegis, kannski eitthvað svip-
ab þvi, sem er i kaupfélögunum
núna.
— Vildirðu ekki komast á Haf-
disina?
— Það var ekkert um það að
ræða, ekki á nýjan og stóran bát.
Ég var bara stráklingur. Það
voru mér eldri og reyndari menn,
sem komust á þá. Birnirnir voru
miklu minni, 43 tonn. Við vorum
17 á þeim, það var þröngt um
borð, tvisett i hverja koju, við
vorum fremstir, við Jón Finns-
son. Við þurftum eiginlega að
fara franrúr ef við ætluðum að
snúa okkur vib i kojunni. En þetta
gekk ágætlega. Við vorum hæstir
á Vébirninum af ísafjarðarbátun-
um þetta sumar.
Bátsíelagar aö vestan
— Og þá hafið þið náttúrlega
haft gott upp?
- Það fannst manni, en biddu
nú við, það var á Sæbirninum,