Tíminn - 15.06.1974, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Laugardagur 15. júni 1974
Þjálf-
aranám-
skeið
að Leirá
Tækninelnd K.S.Í. gengst, i sam-
ráði við íþróttaskóia Sigurðar
Guðmundssonar, fyrir þjálfara-
námskciði, B-stig, að Leirá i
Borgarfirði dagana 28. júni til 7.
júli n.k.
Námskeið þetta er sérstaklega
skipulagt fyrir þjálfara með ein-
hverja undirbúningsmenntun t.d.
iþróttakennaraskóiapróf eða
samhliða menntun. Annars er
námskeiðið opið öiium, sem eru
áhugasamir um þjálfun, og á án
efa erindi lil þeirra allra. Færir
erlcndir leiðbeinendur munu leið-
beina á námskeiðinu, og eru þar
efstir á blaði hinir erlendu
þjálfarar, sein hér starfa.
IVánari upplýsingar um nám-
skeiðiö gcfa Knattspyrnusam-
band tsiands simi 8-44-44, og
Sigurður Guömundsson, Leirá,
Borgarfirði.
Hand-
knatt-
leikur
Orðsending frá H.^.í.
Árlegt þing Handknattleikssam-
bands tslands verður haldið i
Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi
dagana 21. og 22. júni n.k. Hefst
þingið föstudaginn 21. júni kl.
21.00 og verður fram haldið
laugardaginn 22. júni kl. 13.30.
íslandsmeistaramót
Stjórn Handknattleikssambands
Islands hefur ákveðið að Islands-
meistaramót i handknattleik
utanhúss, fari fram sem hér
segir:
1 meistaraflokki karla á timabii-
inu 15. til 30. júli n.k.
1 meistara og 2 fl. kvenna i ágúst-
mánuði.
Umsóknir um framkvæmd mót-
anna óskast sendar stjórn H.S.l.
fyrir 20. júni n.k.
Sund
Sundmeistaramót Reykjavikur
verður haldið laugardaginn 22.
júni kl. 18,00 og sunnudaginn 23.
júni kl. 15,00 i sundlauginni i
Laugardal.
Keppt verður i eftirtöldum
greinum og i röð þeirri er að
neðan greinir:
Laugardagur 22. júui:
200 m bringusund karla
100 m bringusund kvenna
800 m skriðsund karia
1500 m skriðsund kvenna
Sunnudagur 23. júni:
400 m fjórsund kvenna
400 m fjórsund karla
100 m baksund kvenna
100 m baksund karla
200 m bringusund kvenna
100 m bringusund karla
100 m skriðsund kvenna
200 m skriðsund karla
100 m flugsund kvenna
100 m flugsund karla
4x100 m skriðsund kvenna
4x100 m skriðsund karla
Mótið er stigakepprii milli
félaga, þar sem fjórir fyrstu i
hverri grein fá stig. Fyrsti maður
5 stig, annar 3, þriðji 2 og f jórði 1
stig. Stigahæsta félagið hlýtur
titilinn „Bezta sundfélag i
Reykjavik” og farandbikar sem
IBR gaf til minningar um dr.
Bjarna Benediktsson.
Utanbæjarsundfólki er heimii
þátttaka i mótinu sem gestum.
Þátttökutilkynningum skal skilað
til Guðjóns Emilssonar á tima-
varðakortum SSl eigi siðar en
þriðjudaginn 18. júni.
■ ' '• •
MATTtAS HALLGRÍMSSON, bezti maður Skagamanna, sést hér með knöttinn I baráttu við Framara.
(Timamynd Jim)
Skagamenn eru
enn taplausir
Skagamenn tróna enn taplausir
á toppinum i 1. deildinni, eftir
jafnteflisleik gegn Fram 1:1 á
Laugardalsveilinuin á fimmtu-
dagskvöldið. Dembandi rigning
var og sctti hún svo sannarlega
svip á ieikinn alian. Lcikurinn
var nokkuð spennandi, sérstak-
lega i fyrri hálfleik — en þá
sköpuðu liðin sér oft stórhættu-
leg marktækifæri, sem flest
runnu út i sandinn á ótrúiegan
hátt. Hvað eftir annað stóðu
leikmennirnir i dauðafæri, en
svo mistókst þeim að skora. í
siöari hálfleik dofnaði leikurinn
nokkuð, enda var völlurinn orð-
inn gegnblautur og þungur. —
Leikmennirnir; sem einnig voru
orðnir þungir, áttu erfitt með að
fóta sig á vellinum.
Framarar byrjuðu leikinn af
miklum krafti og tóku þeir völd-
in á miðjunni. Eftir aðeins 9.
min. voru þeir búnir að senda
knöttinn i mark Skagamanna.
Það var fyrirliðinn Jón Péturs-
son, sem skoraði glæsilegt mark
með skalla, eftir að hafa fengið
sendingu frá Eggerti Stein-
grimssyni, sem tók hornspyrnu.
Teitur Þórðarson fékk gott tæki-
færi til að jafna á 13. min. þegar
hann renndi knettinum rétt við
stöng. Þessu svöruðu Framarar
með tveimur góðum marktæki-
færum. Kristinn Jörundsson fór
illa með marktækifæri á 15. mín
og aöeins tveimur min. siðar
skaut Ásgeir Eliasson yfir mark
Skagamanna i dauðafæri, —
hann var fyrir opnu marki, eftir
að hafa fengið sendingu frá
Rúnari Gislasyni.
Matthias Hallgrimsson, sem
var bezti maður Akranes-liðsins
átti góðan sprett á 22. min. þeg-
ar hann komst einn inn fyrir
Framvörnina, en Árni Stefáns-
son, sem er okkar lang bezti
markvörður, bjargaði meist-
aralega með úthlaupi — knött-
urinn hrökk til Karls Þórðar-
sonar, sem skaut strax, en aftur
var Árni vel á verði og bjargaði.
Knötturinn hrökk út i vitateig-
inn, þar sem Matthias skaut —
skot hans strauk stöng. Eftir
þetta héldu Skagamenn áfram
að sækja og á 29. min. skoraði
Jón Alfreðsson stórglæsilegt
mark fyrir Sk-agamenn —
þrumuskot frá honum söng upp
undir þverslánni. En þetta
glæsilega mark var dæmt af,
þar sem dómari leiksins Ragnar
Magnússon, var búinn að flauta
og dæma á brot Skagamanna.
Stuttu siðar átti Matthias skot,
sem strauk þverslá. En á 38.
min tókst Skagamönnum loks-
ins að koma knettinum I netið.
— Það var Teitur, sem skoraði
úr vitaspyrnu, sem var dæmd á
Sigurberg Sigsteinsson, sem
fékk skot i höndina fyrir innan
vitateig — skotið kom frá Karli
Þórðarsyni, sem sendi knöttinn
fyrir markið.
Rignin setti mikinn svip á sið-
ari hálfieikinn, sem var ekki
eins fjörugur og sá fyrsti. Þó
áttu liðin þokkaleg marktæki-
færi. Karl Þórðarson átti skot i
stöng á 10. min. — Knötturinn
hrökk til Eyleifs Hafsteinsson-
ar, sem skaut yfir i opnu færi.
Þá fór Matthias illa með gott
færi á 17. min. Þegar 5. min
voru til leiksloka munaði ekki
miklu að Framurum tækist að
skora, er, þá varði Davið Kristj-
ánsson skot frá Kristni Jörunds-
syni I horn. Uppúr hornspyrn-
unni björguðu Skagamenn á
linu. Rétt fyrir leikslok gekk vel
hjá Fram-liðinu, en þá stöðvað-
ist knötturinn á aurbletti inn i
vitateig Fram, áður en Matthias
gat náð til hans og kom Árni
Stefánsson þá út úr markinu og
bjargaði. Lauk leiknum þvi 1:1,
sem eru sanngjörn úrslit, eftir
gangi leiksins.
1 Framliðið vantaði tvo af
beztu mönnum liðsins, Guðgeir
Leifsson og Ágúst Guðmunds-
son. Þá þurfti Ómar Arason að
yfirgefa leikvöllin fljótlega i
fyrri hálfleik. Liðið tók völdin á
miðjunni i sinar hendur i byrj-
un, en þegar á leikinn leið gáfu
þeir þau eftir og Skagamenn
tóku völdin, þar til undir lokin,
að Framarar fóru að sækja sig.
Árni Stefánsson var bezti maður
Framliðsins, en Matthias var
beztur hjá Skagamönnum, sem
eru ekki eins góðir nú og sumir
vilja vera láta. Þeir eiga oft
góða spretti, en oftast einkenn-
ist leikur þeirra af langspyrnum
fram völlinn. — SOS.
Saxar Víkingur og
KR á forskotið...?
Vikingar og KR-ingar hafa
möguleika á, að brúa liilið á
toppnum i 1. deildinni. Þeir
gela saxað á forskot Skaga-
manna i dag. Vikingar
skreppa til Keflavikur, þar
sem þeir leika gegn islands-
meisturunum frá Keflavik kl.
14.00, en KR-ingar fljúga til
Eyja og leika þar gegn heima-
mönnum. Leikurinn i Eyjum
fer frani á malarvellinum. þar
sem grasvöllur Eyjamanna cr
undir vatni. Ef Vikingar og
KR-ingar sigra i dag, þá mun-
ar aðeins einu stigi á þeim og
Skagamönnum i 1. deild.
Staðan:
Akranes 5 3 2 0 10:3 8
Vikingur 4 2 11 6:4 5
KR
Keflavik
Vestm.ey.
Valur
Frant
Akureyri
2 1
2 0
1 2
0 3
Ó 3
1 0
5:4 5
6:5 4
4:4 4
4:5 3
6:8 3
1:9 2
Valsmenn leika gegn Akur-
eyringum i dag á Laugardals-
vellinum og hefst leikurinn
þar kl. 14.00.
Fram
mætir
Blik-
unum
Minningarleikur
Rúnars Vilhjálms-
sonar verður á
miðvikudaginn
á Laugardals
vellinum
MINNINGARLEIKUR um hinn
unga landsliðsmann i knatt-
spyrnu, RÚNAR VILHJALMS-
SON, sem iézt i Lundúnum árið
1970, er landsliðið var þar I
keppnisferðalagi verður leikinn á
Laugardalsvellinum miðviku-
daginn 19. júni. Það verða fyrrum
meðspilarar Rúnars i Fram, sem
leika gegn Breiðabliksliðinu úr
Kópavogi, og búast má við
skemmtilegum og fjörugum ieik.
Blikarnir eiga að geta veitt
Framiiðinu harða og drengilega
keppni, en þeir eru nú i topp-
baráttunni i 2. deiid.
Lcikurinn hefst kl. 20.00 á
miðvikudag.
Haukar
unnu...
Haukar i Hafnarfirði hafa heldur
betur sett strik I reikninginn i 2.
deildarkeppninni. Þeir sigruðu
Breiðablik 1:0 I Kópavogi á
fimmtudagskvöldið. Það var Logi
Eyjólfsson, sem skoraði markið
fyrir Ilauka.
Næstu leikir i 2 deild verða
leiknir I dag. Þá leika Þróttur og
Völsungar i Sæviðarsundinu kl.
16.00 og botnliðin Ármann og Isa-
fjörður leika á ísafirði kl. 15.00.
FRÍ-
skokkið
— keppnin hefst
í Reykjavík
á þriðjudaginn
FRÍ-skokkið nefnist
keppni, sem ÍSÍ og FRÍ
eru nú að hleypa af
stokkunum. FRt-skokk-
ið mun standa yfir á
timabiiinu frá 15. júni til
20. júli, og fer þessi
skokk-keppni fram um
allt land. Reglur og
fyrirkomulag skokksins
eru þannig, að i þvi geta
allir tekið þátt. Búast
má við góðri þátttöku i
skokkinu, þvi að nokkur
áhugi er meðal almenn-
ings á skokk líkams-
rækt.
FRÍ-skokkið hefst á þriðjudag-
inn i Reykjavik, og hefst keppnin
á Armannssvæðinu við Sigtún kl.
17.30. Þar munu margir af þekkt-
ustu frjálsiþróttamönnum lands-
ins hefja keppni, strax i byrjun
FRl-skokksins.
Nánar verður siðar sagt frá
FRÍ-skokkinu hér á siðunni.