Tíminn - 15.06.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.06.1974, Blaðsíða 11
Laugardagur 15. júni 1974 TÍMINN 11 sem við Jón vorum kojufélagar. En á Vébirninum þetta sumar var skipstjórinn Halldór, gamall maður, duglegur, en trevsti sér ekki til að fara i bátana, og þá fengum við að kasta, og það var sko upphefð, sjáðu, að fá að stýra bátnum. — Þetta hefur nú sjálfsagt ver- ið allt með öðrum hætti fyrir 30 árum en á siðustu árum sildar- ævintýrisins? — Já, það voru ekki komnir kjaftar á verksmiðjurnar þá. Þetta var erfitt. Það var alltaf talið versta verkið að fara i lest- ina, þegar búið var að hreinsa dekkið. Maður sökk alveg upp að mitti. Ég man, að einu sinni var ég settur i lestina með anzi dug- legum karli, Gisla nokkrum. Hann var vanur ég var óvanur. Hann var svolitið sniðugur. Hann tók alltaf úti i borðinu, svo að bát- urinn léttist hans megin og hallaðist alltaf meira og meira á mig. Ég áttaði mig ekki fyrr en um seinan, hvernig átti að fara að þessu. Nú, svo voru hlaupin með vagnana upp bryggjuna. Þá setti maður á sig strigaskó og hljóp svo með vagnana upp i þrær. Það voru ... helzt yngri mennirnir settir i þetta, annars skipti skips- höfnin þessu i tvennt. Þetta var úrvals mannskpur um borð. Einn af þeim býr hérna beint á móti mér i Keflavik, orðinn sjötugur, faðir frægra aflaskipstjóra, Brynjólfur Albertsson. Til kaupfélags austur á landi — Og eitthvað hefur nú verið við að vera i landi? — Já, það var nú misjafnt. Raufarhöfn var illa liðin hjá okk- ur. Þar þótti okkur bölvað að landa. Litið við að vera á þeim stað. Ég man eftir balli þarna einu sinni. Það var skorsteinn i miðju húsinu og dansað i kringum skorsteininn. En þetta var siðasta sumar mitt á sild. — Nú, hvað tókstu þér þá fyrir hendur? — Þá um haustið var ég kvadd- ur til Reykjavikur til fundar við Ólaf Jóhannesson, sem annaðist ráðningar manna til kaupfélag- anna. Hann hafði kennt mér verzlunarrétt i Samvinnuskólan- um og þekkti til min. Hann bauð mér kaupfélagsstjórastöðu, sagði að tvær væru lausar, i Haganes- vik og á Djúpavogi, hvort ég vildi taka aðra hvora að mér. Jú, ég var til með það, en þekkti hvorug- an staðinn. Hann benti mér á, að Djúpavogur væri meira viðfangs- efni svo að ég sló til og fór þang- að. Á Djúpavogi var ég svo þang- að ti! i ársbyrjun 1949, að ég var ráðinn kaupfélagsst jóri hjá Kaupfélagi S.uðurnesja, og þá fluttist ég til Keflavikur. Samvinnuformið ér heppilegast — Þarna hefurðu haf-t mikil viðfangsefni að glima við, og ekki siður þegar suður kom? — Já, það hafa alltaf verið mikil umsvif á Djúpavogi, og ég ■gerði mitt bezta þar. Það hefur lika ýmislegt gerzt á þessum aldarfjórðungi hérna á Suður- nesjum. Ég er búinn að vera hérna kaupstaðartimabil Kefla- vikur. Þá voru ibúarnir tvö þús- und. Nú eru liklega um átta þús- und manns búandi hér i bænum, ef allir eru teknir með, og ég held, að kaupfélagið hafi haldið sinu i samkeppninni við aðra verzlun á staðnum. öðrum verzlunum hef- ur ekki fjölgað tiltölulega i sam- ræmi við verzlanir kaupfélagsins. Verzlununum hefur fjölgað jafnt og þétt hjá okkur, og veltan hefur aukizt. Við höfum svo sem átt okkar erfiðleikatimabil eins og aðrir, en þá hefur öll verzlun gengið illa. Það hefur verið erfitt að láta allt bera sig þá stundina. Og sam vinnufélagsform ið er heppilegast fyrir viðskiptavinina, það er margsannað og augljóst. — Þið fáist ekki eingöngu við verzlun, heldur er starfsemin fjölbreyttari? — Já, við keyptum Hraðfrysti- hús Keflavikur 1955, og það hel'ur gengið mjög vel. Við eigum að visu ekki nema þrjá báta þessa stundina, en við erum lika búnir að fá skuttogara, og höfum tryggt okkur afla margra báta, þannig að verkeíni skortir ekki. Það fer vel á þvi, að samvinnu menn hafi frumkvæðið að slikum rekstri i þessum mikla útgerðar- bæ. Frjómagn samvinnu- og félagshyggju — Já, samvinnu - og framsóknarmenn hafa um þó nokkurt skeið verið mjög sterkir hér i Keflavik. Hverja telur þú ástæðuna til þess? — Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst sú, að samvinna og félagshyggja, þessar tvær stefn- ur, bera svo mikið frjómagn i sér, þegar þær eru réttilega kynntar. Þess vegna hafa þær náð slikri fótfestu hér og viðar. Þetta er að vissu leyti afleiðing þeirrar stefnu, sem rikti áður fyrr, þegar ég var að alast upp fyrir vestan og framsóknarmenn fóru svo að bjóða fram, náðu þeir sinu fylgi og meira til, i og með lika vegna þess, að það völdust traustir og góðir menn til forystu, menn sem fólkið vildi fá til að stjórna mál- um sinum. — Svo að hugmyndir Jónasar frá Hriflu eiga þá kannski við enn i dag, og kannski aldrei fremur en nú? — Já, það er nefnilega það. Hugmynd Jónasar var sú, að hérna væri hægrisinnaður flokkur frjálslyndur félagshyggjuflokkur og svo vinstri flokkur. Og ætli það sé ekki gamla flokkamyndin hans Jónasar, sem einmitt er að fá á sig hvað skýrasta mynd þessa dagana. Mér finnst ekki þjóð- félagsbyggingin, aðstæðurnar, hafa breytzt það mikið. Stuðningur Suðurnesja- manna þyngstur á met- unum — Hverjar likur telur þú á þvi, Gunnar, að þú hreppir þingsæti i þessum kosningum? — Ég veit ekki hvað skal segja um það. Ég held að það verði stuðningur Suðurnesjamanna sem heildar, sem þar verður þyngstur á metunum. I framhaldi af þvi, sem við ræddum áðan, held ég, að Framsóknarflokkur- inn vinni á. Ég held, að þessi flokkabrot, þessir nýju flokkar, sem alltaf eru að skjóta upp kollinum, séu að ganga sér til húðar. Fólk er orðið leitt á þeim. Sú tilraun, sem Hannibal gerði, hún tókst, og þess vegna halda allir litlu hannibalarnir, að þeir geti gert það sama, en ég held, að menn séu almennt orðnir dauð- leiðir á þessu. — Er kosningabaráttan hafin að einhverju marki? — Nei, kosningabaráttan sið- asta er svo nýafstaðin, að menn eru ekki farnir að herða sig upp i að byrja að nýju. Það er Ifka verið að reyna að mynda bæjar- stjórnarmeirihluta, og menn eru bara ekki komnir i gang aftur. Afhroð Alþýðuflokksins Suðurnesjamenn lögðu á það mikið kapp að fá mann i öruggt sæti á einhvern listann. Heldur þú, að ef þú hefðir nú ekki fengið 2. sætið á lista framsóknarmanna þá hefðu hér syðra verið gerðar ráðstafanir til framboðs? —Ég er nú ekki viss um, hvað hefði veriö gert, en við skulum ekki ganga framhjá þeirri stað- reynd, að hér var komin af stað öflug hreyfing um að bjóða fram ópólitiskan mann og fá öfl úr öll- um flokkum til að styðja hann. Það hefur svo sem lika heyrzt, að annar maður á lista Alþýðu- flokksins hafi möguleika, en ég tel það fráleitt, a.m.k. i saman- burði við þá möguleika, sem 2. maður á lista framsóknarmanna hefur. Það er augljóst mál að Alþýðuflokkurinn hefur undan- farið boðið mikiö afhroð og er stöðugt á undanhaldi. Það er erfitt að eiga jafnharða húsbænd- ur og hann á i Reykjavik,enda svo komið þar, að eftir siðustu tölum fær hann ekki kjördæmiskjörinn mann. Við vitum svo sem ekki, hvaða áhrif þetta hefur hérna suður frá. Það má svo sem vel vera, að Alþýðuflokkurinn fái mann kjörinn hér og hefði þá von um uppbótarsæti, en sú von er veik, og möguleikar framsóknar- manna ólikt sterkari. Sérmál Suðurnesja- manna — Hver eru nú helztu sérmálin, sem Suðurnesjamaður beitir sér fyrir á alþingi? — Mig langar til að minnast til dæmis á menntamálin, og þá sérstaklega vegna þess að reynslan sýnir, að þar sem framsóknarmenn beita sér i menntamálum, þar hefur gengið vel. Við þurfum að fá hingað menntaskóla. Þetta er baráttu- mál, sem við þurfum að leggja mikla áherzlu á, og það i náinni framtið. Að öðru leyti er það svo alhliða atvinnuuppbygging. Okkur er þörf á aðstoð til upp- byggingar nýrra atvinnugreina. Þetta er viðamikið mál, sem verður að vinna að af alúð. Nú verður að segja eins og er, að ýmislegt hefur fengizt i tið núver- andi stjórnar, eins og vegalagnir, sem skipt hafa okkur miklu máli. Grindavikurvegurinn var t.d. mikilvægur fyrir öll Suðurnesin, þvi að yfir vertiðina Ieggur þorri Suðurnesjabáta upp i Grindavik, og þá má ekki gleyma hafnar- framkvæmdunum i Grindavik, sem komið hafa sér einstaklega vel. Raunar þyrfti að athuga hafnamálin á Suðurnesjum. Landshöfn i Njarðvikum hefur enn ekki náð tilgangi sinum, og þörf er stórátaks hér i Keflavik. — En er það ekki ejtthvert eitt mál, sem öðrum fremur skiptir máli i þessu sambandi? — Jú, og það var einmitt á það, sem ég vildi minnast hér að lok- um.en það er hitaveita fyrir Suður nes, sem ég tel að verði að hafa algjöran forgang i öllum fram- kvæmdum, sem hér yrði ráðizt i. Þetta er okkar viðamesta og þýðingarmesta mál. Ég veit að vfsu, að sjóefnavinnslan er mikil- vægt mál, sem sinna ber af alúð, en það er fyrst og fremst hilaveii- an, sem skiplir okkur máli, og ekki siður þjóðarheildina. Það getur ekki verið smámál i neinna augum, að svo fjölmenn byggðar- lög geti notaö slikan hitagjafa og þurfi ekki að treysta með öllu á oliuna. — BH. SKORÆKT ER LANDGRÆÐSLA — Skógræktarmenn minnast þ|óð- hótíðarórsins ó margvíslegan hótt HHJ—Rvik. — tslenzk skógrækt og landgræðsla á ferfalt afmæli á þessu ári: Skógræktarmenn minnast nú eins og aðrir ellefu alda sambúðar við landið, skóg- rækt á tslandi verður 75 ára, þvi að fyrst var plantað til skógar hérlendis i brekkunni austan Al- mannagjár 1899, Skógræktarfélag tslands var stofnað á Þingvöllum á Alþingishátiðinni 1930 og Landgræðslusjóður tók til starfa lýðveldisárið, og stofnfé hans var eins konar þjóðargjöf, þvi að þess var aflað með almennri fjársöfn- un um land allt, samfara þvi að kosið var um lýðveldið. Skógræktarmenn um iand allt hyggjasl minnast þessa tima- mótaárs á sem myndarlegastan hátt. Timinn hel'ur áður skýrt frá Landgræðsluáætlun þeirri, sem ætlunin er að lögð verði fyrir hátiðarfund alþingis á Þingvöll- um. Þá hefur og verið skýrt frá þeirri ákvörðun skógræktar- félaga um land allt að koma upp þjóðhátiðarlundum. 1 hverju héraði verða valin ákveðin svæði, þar sem einstaklingar og félög eiga þess kost að planta trjám i sérstaka reiti. Undirbúningur þessa máls er langt kominn hjá skógræktarfélögunum. Myndar- lega er viða að þessum málum staðið. Skógræktarfélag Árnes- inga ver þannig hálfri milljón króna til plönlunar á Snæfoks- stöðum. Kaupfél. Árnesinga hef- ur gefið fjórðung milljónar til skógræktar. Þá minnist Lands- bankinn á ísafirði aímælis sins með þvi að gefa 400 þúsund króna til skógræktar, Skógræktarfélag Vestur-lsfirðinga hefur ákveðið að planta trjám i stórum stil að Hrafnseyri i Arnarfirði. Skógræktarfélag Reykjavikur samþykkti á aðalfundi fyrir skömmu að auka umsvifin i Heið- mörk og endurbæta ennfremur vegina um Mörkina, sem nú er orðin eitt helzta útivistarsvæði Reykvikinga. Skógræktarlelag Akureyrar hefur ræktað gróskumikinn skóg i svokölluðu Kjarnalandi skammt innan við bæinn, og þar mun i framtiðinni verða útivistarsvæði Akureyringa, og þar hyggjast þeir halda þjóðhátið i sumar. Akurevrarbær hefur varið 7-8 milljónum króna til þess að tengja svæðið við bæinn. Landgræðslus jóður sér um plöntuframleiðslu i landinu og veitir fé til gróðrarstöðvanna, sem ala upp trjáplöntur. Árs- framleiðsla er nú 8—900 þúsund plöntur, og eru tveir þriðju hlutar barrtré, en afgangurinn lauftré og þá einkum birki. Minnispeningar Þá hefur Skógræktarfélagið látið slá sérstakan minnispening, Skógræktarpeninginn, i tilefni af- mælisársins. Peningarnir eru raunar tveir, annar úr silfri og hinn úr bronsi en útlit er hið sama á báðum peningum. Slegin verða 2000 eintök af bronspeningnum, en 500 af silfurpeningnum. Peningarnir verða til sölu viða um land, hjá Skógræktarfélagi Is- lands i Reykjavik, héraðsskóg- ræktarfélögum og Búnaðarbanka tslands og útibúum hans. Hringur Jóhannesson listmál- ari hefur teiknað peninginn, og ljúka myntsafnarar miklu lofs- orði á verk hans. Peningurinn er 50 mm i þvermál og 65 grömm að þyngd. Söluverð er 5000 krónur fyrir hvern silfurpening, 2000 kr. fyrir bronspeninginn og 6500 krónur fyrir settið. Fá má peningana i vönduðum öskjum úr birki. Peningarnir eru slegnir hjá nýjuislenzku fyrirtæki, sem nefn- ist Isspor h.f. Ágóði rennur allur til skógræktar. Skógræktarpeningurinn, fram- og haklilið. Dýpkunarframkvæmdir I Grindavíkurhöfn á slöasta kjörtlmabili hafa gjörbreytt aðstöðu Suðurnesjabáta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.