Tíminn - 13.08.1974, Page 6

Tíminn - 13.08.1974, Page 6
6 TÍMINN Þriöjudagur 13. ágúst 1974. Lárus Jónsson: UPPSALABRÉF Allegóría í ýmsum þáftum fyrir Tímann og önnur málgögn veraldarvizkunnar Lárus Jónsson. Satt aö segja er hálfflaska af rauövini of mikiö fyrir einn, en sennilega of litiö fyrir tvo. Já, þannig er hann, kapitalisminn! Sjálfur sat ég fyrir skemmstu inni á veitingahúsi okkar samvinnu- manna hér i Uppsölum i hófsam- legu, þægilegu umhverfi viö góöa þjónustu og verölag sem flestir þola, og velti vöngum yfir þvi, hvernig i ósköpunum stæöi eigin- lega á þvi, aö viö, lýöræöislegir jafnaöarmenn, sitjum eftir öll þessi ár á okkar eigin veitinga- húsum og etum og drekkum á þeim kjörum, sem kapitalisminn, fjárplógsstefnan, setur okkur. Spurningin er jafn auöskilin og hún er óraunhæf, og svariö er jafn einfalt og það er óskiljanlegt. Hinn frjálsi markaöur situr enn- þá að hitunni óáreittur hvaö formið snertir, en i spennitreyju samkeppninnar frá þeirri sam- vinnuhreyfingu, sem starfar eftir óskrifuöum lögum markaðsins og á þeim kjörum, sem hann, aö meötekinni samvinnuhreyfing- unni sjálfri býöur uppá. Samvinnuhreyfingin hefur enn- þá ekki náð tökum á stærö rauö- vlnsflöskunnar, en hún hefur byggt upp kerfi fyrir dreifingu og sölu og jafnvel framleiðslu á dag- legum nauöþurftum, sem tryggir ekki aöeins félagsmönnum og viöskiptavinum, heldur og öllum öörum lika viðskiptakjör og ör- yggi, svo að þjóöir margra van- þróaöra landa renna öfundaraug- um að. bvi er út af fyrir sig eðli- legt, aö samvinnuhreyfingin á Noröurlöndum leggur drjúgan skerf til félagslegrar og efna- hagslegrar uppbyggingar meö vanmenntuöum þjóðum, sem til skamms tima hafa verið — og eru raunar enn — kúgaöar og útsogn- ar af vestrænum menningar- bræörum og fyrirmyndum okkar. Ekki alls fyrir löngu var Island vanþróaö land — nýlenda. Kann- ski var hann fyrsti fulltrúi þeirrar stéttar, sem nú er svo fjölmenn og meö sænskri skammstöfun kall- ast u-landssérfræöingur eöa hjálpari, sá sem Búnaðarfélag hans hátignar kóngsins af Kaup- inhöfn sendi út til Islands sumrin 1876 og 1877 til þess aö athuga, hvort vert væri aö athuga, hvað mætti til varnar veröa þeim vesalingslýö, sem þá bjó þar úti á hjara veraldar. Hjálpari vor konunglegur komst þó aö ýmsum niöurstööum, meöal annars: ,,AÖ mestu hindranir fyrir upp- gangi Islands eiga tvimælalaust rætur I náttúru landsins, og jafn- vel þótt sérlegheit fólksins geti ekki friaö sig ábyrgö á þeirri ör- birgö i verkmenningu, sem er rikjandi, þá er þó spursmál hvort þessir brestir eöa sérkenni, eöa hvaö sem maöur á aö kalla þaö, eigi ekki rætur aö rekja til þeirrar vantrúar á gildi vinnunnar, sem öröugar ytri ástæöur um aldaraö- ir hafa skapað.” Hverjar voru þá þessar ytri að- stæöur, sem svo algjörlega höföu drepið trú fólksins á gildi vinn- unnar? Einn þáttur var loftslagið. Lýsingin á djöfulskap veðurfars- ins er nánast póetisk, og ég ætla mér ekki þá dul að snara henni svo vel fari. En hann er ekki af fjöllum sá danski. Svona i upphafi gerir hann lýöum ljóst, aö lega Dan- merkur á veraldarkringlunni er um þaö bil miðja vegu milli Is- lands og Italiu. Og hver myndi trúa ítala eftir eins mánaðar dvöl I Danmörku, til þess aö leiöbeina i smáu og stóru um búskaparhætti Dana. Og sama gildir um dansk- an sumargestá Islandi. bó heldur hann ótrauður áfram. 1 ööru lagi tilnefnir hann hinn stutta vinnutima. Hvaö sem sum- ardeginum fyrsta og fyrsta vet- rardegi liður, þá telst honum hið Islenzka sumar aöeins vera 15 vikur, af þeim fara 91 heyskap, 3 I aö dytta að kofum og 2 i verzlun- arferðir. bá er eftir ein vika til umbóta og hagræöinga. Enn einn þáttur er stærö lands- ins: „Hugsið ykkur land meö 38 ibúa á fermiluna!” „Skyldum vér Danir (1,75 milljóir) búa jafn strjált og Is- lendingar, þyrftum við að ráða yfir ekki bara Sviþjóð og Noregi, Prússlandi og Frakklandi, Hol- landi og Belgiu, Englandi og Ir- landi heldur og meginhluta Aust- urrikis að auki!”. Ekki er að furöa þótt manninum blöskri. „Hvernig I ósköpunum á aö sjá svo stóru landi fyrir vegum, brúm og samgöngutækjum yfirleitt, jafnvel þótt það lægi I Danmörku og ekki væri viö Islenzk fjöll og árflauma aö etja?” Mikil vizka er hulin i þeirri spurningu, og svarið gefur hann auövitað sjálfur: Samgöngur á danskan mælikvarða eru hrein- lega ekki mögulegar. Reiðgötur eru þjóövegir, og vist má sitthvaö gera til þess aö bæta þær, en þó verða „allir flutningar milli staöa aö fara fram á hestbaki, tafnir og truflaöir af straumþungum ám, stööugu fikrandi upp og ofan snarbrattar fjallahliöar, vaöandi yfir endalausa mosa- og mýrar- fláka, það eru til sveitir, þar sem ein kaupstaðarferö tekur þrjár vikur. Afleiðingin af þessu er hinum glöggskyggna hjálpara augljós: Timinn er vanmetinn. bað, sem i Danmörku hristist af á fáeinum klukkutimum, getur á Islandi tekiö vikur að útrétta. „Er þá furða, þótt timinn mæl- ist á annan mælikvaröa en hjá oss?” Einangrunin er brándur I Götu. bað er af sem áöur var, þá einangrunin var vörn gegn árás- um. „Enginn spyr nú hvort jarðeign liggi vel til varna, eöa til árása, heldur um það hvort hún sé i hæfi- legri nálægð viö þjóöbraut menn- ingarinnar. Fjármunamyndun er örðugleikum háð i fásinninu, og intelligentsian — gáfurnar — snýr baki við hagnýtum störfum þau veita ekki starfsgleöi nóga. Is- lenzkur jaröardrottinn notar sjaldan gróöa sinn til jarðabóta, hann kaupir eina jörð til viöbótar og selur á leigu, og hann kaupir eina enn og selur á leigu.” Auðvitað er eldfjallanáttúra landsins rikur þáttur i umhverfi lýösins. Landeyðing af völdum eldgosa veröur kannski ekki sér- lega oft, en nógu oft til þess aö kynslóð eftir kynslóð erfir þá van- trú á landið sem i rikum mæli stendur i vegi fyrir sérhverri framsækni. Heildarályktunin getur bara oröiö ein: „Hafi framfarabarátta tslands að markmiöi aö gera landiö aö jafningja annarra Evrópulanda, sýnist mér erfiðleikarnir óyfir- stiganlegir, sé hins vegar kröfun- um stillt i hóf og stefnt að þvi aö veita þjóöinni nokkuö skárri lífs- kjör en hún nú býr við, er auövit- aö sitthvað til úrræða.” Hann ræöur hinu konunglega búnaðarfélagi þó frá þvi að leggja I nokkra heildarúttekt á högum landsmanna. Athafnaskilyrði á Islandi eru liking meö alltof mörgum óþekktum stærðum til þess aö útlendingur geti dæmt um, hvaö sé hægt og ekki hægt. Hverjar voru þá þær ráðstafan- ir, sem helzt máttu lyfta landi og landa úreymdinni? Engjaræktin, auðvitað, áveiturnar. Vatniö og beitilöndin eru auöur landsins. Túnasléttunin er önnur ráöstöfun. Hiröing búfjáráburöarins er ein ráöstöfun. Sú vanhiröa á skit og ösku, sem rlkir er óafsakanleg. Meöferö á húsum og búfé er slæm. Húsakynni öll, bæöi fyrir fólk og íé, eru langt fyrir neöan allar danskar hellur. Meðferð búvörunnar dregur vissulega dám af húsakynnúm bæði ytra og innanstokks og „á meðan ekki er vakin tilfinn- ingin fyrir sómasamlegum húsa- kynnum og verkhyggni, er ekki framfara aö vænta: íslenzka ullin ofborguð, illa hirt, og sorteruð, sem hún er, og svo þetta indælis lambakjöt orðið óætt, þegar þaö, saltaö niöur i tunnur, kemur á markaðinn.” Ég veit þá a.m.k. einn, sem ekki myndi fussa eða sveia viö einum kagga eða kút. „Meiri heyfengur, fleira fé, aukin framleiðsla og betri meö- ferð á vörunum”, er ein aðalleiö- in, sem hinn hálærði hjálpari bendir á til aukinna tekna búandlýðnum á Islandi 1878. Hjálpari vor er enginn álfur út úr hól. Hann veit af danskri reynslu, aö allar umbætur kosta tvennt vinnu og peninga. Hvort tveggja skortir á Islandi, senni- lega mest vegna náttúruskilyrða og einkenna fólksins. bess vegna leggur hann til aö rikisjaröirnar verði byggöar upp svo til fyrir- myndar og eftirbreytni megi veröa fyrir almúgann. Og þvi ekki að nota prestana? beir ættu aö geta látiö eitthvaö gott af sér leiöa, landinu til gagns. bvi skyldi reynt aöstyöja umbætur á prests- setrum og kirkjujöröum, þvi „skuli árangur nást, þarf meira til en athuganir og skýrslugerðir, nefnilega góö fordæmi almúgan- um til handleiöslu.” Enn eru ekki allir erfiöleikar upp taldir. „Auk hinna ytri erfiðleika skal athygli vakin á einu sérkenni Is- lenzku þjóðarinnar, sem á rætur aö rekja til sterkrar sjálfstæöis- hvatar. Yfirmaöur og undirmað- ur fyrirfinnast ekki, húskarl hirð- ir minna um hvaö húsbóndinn segir, en hvað honum sýnist sjálf- um rétt vera, og hlýðni i þeirri merkingu, sem viö þekkjum, er óþekkt.” Ekki er að furða þótt mannin- um sýnist svart I álinn! En ein- kenni hjálparans enn i dag er að missa aldrei móöinn. brátt fyrir alla bresti, sérlegheit og kúnstug- leika hinnar islenzku þjóðar þá eru þaö tslendingar sjálfir, sem verða að hafa frumkvæðið að og framkvæma uppbygginguna á Is- landi. bess vegna leggur hann til að Sveinn Sveinsson sé styrktur til utanfarar til náms i búfræöum. (Og Sveinn fór, kom til baka og stofnaði Hvanneyrarskóla (?)). bað er ekki nóg meö að Is- lendinga skorti bæöi andlegt og likamlegt atgervi, eöa a.m.k. viljann til að nota það, þeir hafa auk heldur kokhreysti til þess að hafa skoðanir um lausn eigin mála: ....það er mun meira en hæpiö, að nokkur fótur sé fyrir þeirri skoðun sem er svo útbreidd á Islandi, að verzlunarhættir séu aöalatriðið. Otflutningur frá Islandi af búvörum — öllu sem til fellur frá fjár- og hrossarækt — nemur árlega 1,5 til 2 milljónum króna, eða svipað og fiskveiðar- nar draga i þjóðarbúið”. baö hlægir mig, og þar kem ég aö rúsinúnni i pylsuendanum fjórum árum eftir prentun skýrslunnar stofnuöu þingeyskir kotbændur kaupfélag sitt, sem varð visir að gjörbyltingu, ekki bara verzlunarhátta, heldur og menningar- og atvinnumála þjóö- arinnar. bað tók ekki bingeyinga mörg ár að sýna, hvor haföi á réttu að standa, hjálparinn danski eða hinn islenzki alþýöu- maöur. Ég 'hugléiði' á stun'dum hvernig á þvi stóö, að sérfræöing- urinn, hjálparinn, tók svona skakkan pól I hæðina, sást algjör- lega yfir kjarna málsins. Hann var auösjáanlega vel aö sér um búfræði og glöggskyggn á margt um náttúru landsins, en var hann kannski þræll rikjandi þjóö- félagshátta I Danmörku? Kannski var hann blátt áfram lakar aö sér um stefnur og strauma i þjóöfélagsumræöum samtiöar sinnar en kotbændurnir þingeysku. Eöa lakar móttæki- legur fyrir nýjum hugmyndum. Kannski var þaö bara svo, að á meðan sérfræöingurinn talaöi um græna byltingu, var tslendingum ljóst, að engin græn bylting nær út til almúgans, nema rauð hafi far- ið á undan eða verði samferða. Ég hef það fyrir satt, að þeir félagar, bingeyingar, ætluðu kaupfélagi sinu annað og um- fangsmeira hlutverk i þjóðfélag- inu en að kaupa heim ómyglað mjöl og selja tólg og gærur. Vist var þeim ljóst aö i starfsformi þvi, sem þeir völdu sér, lá gróörarsproti þjóöfélagslegrar byltingar. Vist var þeim ljóst, aö stofnum kaupfélagsins var póli- tiskur atburöur i viöustu merk- ingu. Ég hef það fyrir satt, að enn þann dag i dag sé þaö ákvöröun meö þó nokkra pólitiska þýöingu, þegar maöur velur þá þjónustu, sem samvinnufélögin bjóöa, held- ur en að hlaupa inn um fyrstu beztu dyr, sem opnast fyrir manni. En ekki er hægt að ætlast til þess aö danskur búfræöingur, sem stóð föstum fótum I hinum danska leir nitjándu aldar, skildi þetta. En skyldi ég standast freistinguna að leita á vit góö- gerðarstofnana vestrænnar sam- vizku i leit að u-landsstörfum hiálparans, þá vélar þar um nokkuð pésaskratti litill og óásjá legur falinn á milli bóka uppi i hillu, prentaður i Kóngsins Kaup- mannahöfn 1878. Og þú, lesandi góöur, sérð hve illan endi fær úrdrukkin hálf- flaska af rauðvini, sem er of mik- ið fyrir einn og of litiö fyrir tvo. SVfl i Grimsá eftir miðjan ágúst Nokkrar stengur lausar Stangaveiðifélag Reykjavikur — Simi 86050. BRIDGESTONE NYLON hjólbarðarnir japönsku fóst hjó okkur. Allar stærðir á fólksbíla, jeppa og vörubíla. Sendum gegn póstkröfu um allt land. Verkstæðið opið alla daga fró kl. 7.30 til kl. 22.00. H GUMMIVINMISTOFAN SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 31055 iiiiíiiis

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.