Tíminn - 14.08.1974, Side 6
6
TíNíftfN'
Miðvikudagur 14. ágúst 1974
Lengdarinælingar eru að sjálfsögbu framkvæmdar meö málbandi þó það sé nokkuö öðru visi en við
sauðsvartur alniúginn eigum aö venjast. Vog, sem Agóst hcldur á, gefur til kynna þann þrýsting sem
'agar með i málbandið.
Hluti af ndmi í Tækniskólanum:
AAælingar uppi
í Gufunesi
HP.-Reykjavik. — Starfsþjálfun
er oft talin ein af megin uppi-
stöðum i hvers konar námi, og er
yfirleitt reynt að koma henni við
eftir megni. Næstu þrjár vikur
munu t.d. nemendur, sem á næsta
námsári verða í siðasta bekk i
Tækniskólanum, vinna að þvi að
mæla út stóra spildu uppi i Gufu-
nesi, og lögðu blaðamaður og
Ijósmyndari þangað leið sina i
forvitnisskyni.
— Við skiptum þannig með
okkur verkum, að bekknum, sem
I eru 12 manns, er deilt i 3 hópa,
en samt er reynt að skipta verk-
efnum milli hópanna, svo að allir
fái að reyna sig við hinar ýmsu
mælingar, segir Kristján
Baldursson i SKOG-,,hollinu,”
eins og þeir eru kallaðir, félag-
arnir Smári Hreggviðsson,
Kristján, Ólafur Gunnarsson og
Agúst Svavarsson. — Þessa
stundina vinnum við að lengdar-
mælingum, en hinir hóparnir
tveir vinna að hornamælingum og
einn að útsetningu
— Otsetning! Það er að mæla út
beygjur og annað svoleiðis, segir
Smári.
— Þessar mælingar hafa verið
fastur liður á siðasta námsári 1
Tækniskólanum, og við munum
sennilega þurfa hálfan annan
mánuð til þess að vinna úr þeim
grunnmælingum, sem við gerum
hér, sagði Ólafur. Þetta svæði
hefur aldrei verið mælt nákvæm-
lega. Okkur eru gefnir upp vissir
punktar, sem við förum siðan
eftir, þegar við deilum svæðinu
ennþá meira niður. Annar
þessara punkta er hér úti á
Geldinganesi, en hinn úti i Viðey.
Svæðið hefur verið mælt i stóru
þríhyrningakerfi, en það sem við
gerum, er að minnka þessa þri-
hyrninga og ganga frá svæðinu á
korti, sem þá er hægt að hafa til
hliðsjónar, þegar reisa á hér
einhver mannvirki seinna meir.
— Jii, einhver hefur áhuga á
þeim teikningum, sagði Agúst.
Borgin hefur keypt þessi kort af
nemendum fyrir eitthvað um 5000
kr., og á þau þá siðan, en eitthvað
hefur heyrzt um það, aö þeir hafi
ekki áhuga á þeim lengur, þar eð
þeir láti nú gera svona mælingar
úr lofti. En það er nú kannski ekki
aðajatriðið að selja kortin: aðal-
atriðið er, að þetta sé rétt af hendi
leyst, þvi að þessi mælingavinna
gildir allt að 2/3 af árseinkunn á
siðasta námsári, og þvi er mikið 1
• húfi.
Við gátum þvi ekki fengið af
okkur að trufla mennina meira
við svona þýðingarmikil störf, en
kvöddum og óskuðum þeim góðs
gengis.
Nákvæmnin leynir sér ekki, enda verða menn ekki tæknifræöingar
fyrir ekki neitt. Hér pirir Kristján augu og andlit við mælingar.
Tækiö litla,. sýnir prósentuhalla og fleiri góöa hluti, sem biaðamanni
er ekki kunnugt um.
Það er taliö rétt aö vera þess umkominn aö bera saman bækur slnar,
þegar unniö er i hópvinnu. Hér sjáum við SKÓG-hollið allt saman-
komið, Agúst Svavarsson, Ólaf Gunnarsson, Kristján Baldursson og
Smára Hreggviösson.
MWMXHHIIMMHMMMttMI
Tíminner
í penlngar
| Auglýsícf :
| í Tímanum ]
Geymsluþol loðnu
— tilraunir Rannsóknarstofnunar
fiskiðnaðarins s.i. vetur
—hs—Rvik. Asiðustu loðnuvertfð
voru gerðar ýmsar tilraunir
varðandi geymsluþoi loðnunnar.
Var það einkum Jóhann Guð-
mundsson, efnaverkfræðingur,
sem hafði yfirumsjón með þess-
um tilraunum, en auk þess vann
Haraldur Gunnlaugsson að þeim.
Fara hér á eftir helztu niðurstöð-
ur þriggja tilrauna, geymslu á
loðnu til frystingar, samanburður
á geymsluþoli átulausrar loðnu
og loðnu með átu og geymsla á
bræðsluloðnu. Þessar niðurstöður
cru fengnar úr Tæknitiðindum,
sem Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins gefur út, en þar eru
skýrslur um tilraunirnar birtar i
heild.
Geymsla á loðnu
til frystingar
Tilgangur tilrauna þessara var
að kanna geymsluþol á isaðri
loðnu og loðnu geymdri i kældum
sjó, samanborið við óvarða loðnu.
Tilraunirnar voru miðaðar við
frystingu.
Gerðar voru tvær geymslutil-
raunir. Sýnishorn voru tekin eftir
mislanga geymslu, skoðuð og
efnagreind með tilliti til geymslu-
þols. Ennfremur voru sýnishorn
af loðnunni fryst til frekari rann-
sókna siðar.
Niðurstöður:
Samkvæmt niðurstöðum til-
raunanna er hægt að frysta loðnu
eftir þriggja sólarhringa geymslu
i is eða kældum sjó. Isuð loðna
hefur heldur meira geymsluþol,
en sjókæld og er útlitsbetri. Fyrr
ber á ýldulykt úr hrygnum en
hængum. Rauður litur á kviðar-
holi kemur fyrr fram á hængum
en hrygnum. Tilraunir þessar
voru framkvæmdar á Rann-
sóknastofnuninni og einungis
notað litið magn af loðnu. Þess
ber að gæta, að á vinnslustöðvum
verður loðnan fyrir meiri pressu
og hnjaski og gætu niðurstöður
þar þvi hugsanlega orðið aðrar.
Niðurstöður þessar ættu þó aö
gefa upplýsingar um hvers vænta
megi af framangreindum
geymsluaðferöum.
Samanburður á
geymsluþoli átu-
lausrar loðnu og
loðnu með átu
A siðastliðinni loðnuvertiö urðu
nokkrir erfiðleikar við loðnu-
frystingu, vegna þess að á tima-
bili veiddist talsvert af átufullri
loðnu. Atufull loðna hefur ekki
fyrr veiðzt i neinum mæli eftir að
loðnufrysting hófst, þótt vart hafi
orðið við litils háttar átu i loðnu.
Atufull loðna veiddist aðeins
fáa daga á vertiðinni. Þann 14/2
voru tekin tvö sýni af nýrri loðnu i
Grindavik. Fylgzt var með
geymsluþoli loðnunnar ferskrar.
Ennfremur var hluti af sýnunum
frystur, þau þýdd upp siðar og
fylgzt með geymsluþoli.
Niðurstöður:
í átulausri loðnu voru fyrstu
einkenni skemmda: Ýldulykt úr
tálknum og brotin rifbein i
smæstu fiskunum.
I loðnu með átu komu eftirtalin
einkenni fram, áðuren ýldulyktar
úr tálknum fór að gæta: Rauður
blær við tálknaop og gotrauf.
Brotin rifbein og trosnuð. Gráir
blettir á roði og göt á kvið.
Skemmdir eru þvi meiri, sem át-
an er meiri. Smáar loðnur eru
viðkvæmari fyrir skemmdum en
stórar.
Mikil hrogn i fiskinum, virðast
flýta fyrir skemmdum.
Ekkert sér á loðnunni eftir
frystinguna, en geymsluþol henn-
ar þiddrar er minna en geymslu-
þol ferskrar ófrystrar loðnu.
Varast verður að frysta átu-
fulla loönu, þvi þó loðnan sé fryst
það ný, að kviðskemmda sé þá
ekki farið að gæta, hefja
meltingarvökvarnir aftur starf-
semi við uppþýðingu og valda þá
skemmdum.
Geymsla á
bræðsluloðnu
Tilraunir þessar voru fram-
kvæmdar i samvinnu við Sildar-
verksmiðjur rikisins. Fóru þær
fram hjá S.R. Reyðarfirði og sá
Asmundur Magnússon, verk-
smiðjustjóri, um rotvörn og
vinnslu loðnunnar.
Tilgangur tilraunanna var að
kanna geymsluþol bræðsluloðnu.
Borið var saman geymsluþol á
óvarinni loðnu, isaðri eða kældri
loðnu og loðnu rotvarinni með
nítritformalinblöndu á venjuleg-
an hátt.
Annars vegar var loðnan rot-
varin i tunnur (tilraun I) og
sýnishorn tekin til rannsókna á
kerfisbundinn hátt. Hins vegar
voru gerðar tilraunir með
geymslu á talsverðu magni af
loðnu, ca. 35 tonnum (tilraun II)
og sýnishorn tekin á svipaðan
hátt og i tilraun I, en siðan var
loðnan brædd i verksmiöju og
fylgst með vinnslunni.
Niðurstöður þessara tilrauna
eru þær, að þar sem hitastigið er
lægst er geymsluþolið mest. Það
leikur þviekki vafiá.aö kæling er
mjög áhrifamikil geymsluaðferð.
Aberandi var, aö pressukaka,
mjöl og lýsi voru mun ljósari úr
loðnu, sem ekki var rotvarin. Fita
i pressuköku umreiknuð á 8%
raka var 11.5% i þvi isaða, en
12.1% i þvi óisaða. Hins vegar er
Ijóst, að það er ýmsum vand-
kvæðum bundið að Isa bræöslu-
loðnu. tsframleiðsla er ekki það
mikil, að hægt sé að Isa verulegt
magn. Ennfremur myndu skap-
ast vandamál út af bræðsluvatn-
inu, sem eima þyrfti burtu i soð-
eimingatækjum og þurrkurum.
Aðstaða til hráefnisöflunar get-
ur oft verið þannig, að verk-
smiðjurnar eigi einungis kost á
loðnu i stuttan tima, en á þeim
tima má hins vegar oft fá mikið
magn af hráefni.
Ennfremur gæti vel farið svo,
að nauðsynlegt yrði að takmarka
ennfrekar notkun nitritefna.
Endurbætur á rotvörn og
geymslu hráefnis eru þvi eitt af
þýðingarmestu hagsmunamálum
fiskmjölsiðnaðarins i dag.
Könnun
bílbelta
UMFERÐARRAÐ og lögreglan
hafa byrjað dreifingu á getrauna-
seðlum til þeirra, sem nota bil-
belti. Eru þeir á þennan átt að
gera könnun á notkun bilbelta,
hvað mikið þau eru notuð og við
hvaða aöstæður helzt.
Þeir, sem nota bilbelti, fá i
hendur getraunaseðil, sem i eru
tiu léttar spurningar varðandi
á notkun
umferðarmál, flestar viðkom-
andi akstri á þjóðvegum.
Umferðarráð og lögreglan hvetja
ökumenn til þátttöku.
Fjórir vinningar eru i verðlaun,
og er hver og einn viðleguút-
búnaður fyrir kr. 50.000. Þessi
getraun, sem nefnist ,,1 um-
ferðinni” er i samvinnu við bif-
reiðatryggingafélögin, sem hafa
gefið vinningana.
Getraunarseðlana má afhenda
á öllum benzinstöðvum.
ísland viðurkennir Gíneu
Bissau
RtKISSTJÖRN islands liefir i dag
viðurkennt Guinea-Bissau sem
sjálfstætt og fullvalda riki.
1 simskeyti Einars Agústssonar
utanrikisráðherra til Victor
Saude Maria utanrikisráðherra
flutti hann rikisstjórn og þjóð
Guinea-Bissau i nafni islenzku
rikisstjórnarinnar og islenzku
þjóðarinnar kveðjur og árnaðar-
óskir.