Tíminn - 14.08.1974, Page 7

Tíminn - 14.08.1974, Page 7
Miðvikudagur 14. ágúst 1974 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Glslason. Rit- stjórnarskrifstofur i Eddubúsinu við Lindargötu, simar 18300—18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Myndun meirihluta stjórnar er þjóðarnauðsyn Tilraun sú til stjórnarmyndunar fjögurra flokka, sem Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra hefur beitt sér fyrir að undanförnu hefur misheppnazt. í veginum stóðu ýmis ágreinings- atriði, mismunandi stór, ásamt skilyrðum um vinnuaðferðir, sem ekki var hægt að fallast á. Raunar kom það þeim, sem fylgdust með skrifum Alþýðublaðsins og Þjóðviljans meðan á viðræðum stóð, ekki á óvart, að þannig fór. Þau báru vissulega vott um skort á áhuga hjá báðum viðkomandi flokkum, þótt innan þeirra beggja væru menn, sem heilshugar unnu að þvi, að samvinna þessara flokka mætti takast. Aðrir réðu meira, og þvi fór sem fór. Að sjálfsögðu harma Framsóknarmenn það, að þannig skyldi fara. Þeir gerðu sitt til þess, að þetta samstarf tækist, og var þó mestur og drýgstur hlutur formanns Framsóknarflokksins, sem forustu hafði um þessa tilraun. Þeir, sem óhlutdrægt kynna sér alla málavöxtu, munu sizt af öllu geta sakað Framsóknarflokkinn um þessi málalok. Það hefur frá upphafi verið stefna Fram- sóknarflokksins að kjósa að öðru jöfnu samstarf við þá flokka, sem telja mátti fulltrúa verkafólks, enda var flokkurinn i upphafi byggður á þeim grundvelli, að framtiðarsamvinna geti myndazt milli hans og verkamannaflokka bæjanna. Á meira en hálfrar aldar ferli flokksins hefur hins vegar oft á það skort, að slikir samstarfsmögu- leikar væru fyrir hendi. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei látið það standa i vegi fyrir þvi, að hann tæki ábyrga afstöðu og reyndi að koma stefnumálum sinum fram eftir öðrum leiðum Fyrstu sjö árin, sem flokkurinn starfaði, á árunum 1917-1923, hafði hann t.d. stjórnarsam- vinnu með ýmsum hætti við þau flokksbrot, sem siðar stóðu að stofnun Sjálfstæðisflokksins. Á þeim timum þokaði flokkurinn ýmsum mikil- vægum málum fram, og voru samvinnulögin einna merkust þeirra, en þetta var einn mesti vaxtartiminn i allri sögu samvinnuhreyfingar- innar. Ástandið i efnahagsmálum þjóðarinnar er nú þannig, að fyrir næstu mánaðamót verður að gera róttækar aðgerðir. Framundan getur verið enn meiri vandi, þvi að margir óttast, að kreppa sé að hefjast i hinum vestrænu löndum. Undir slikum kringumstæðum er það höfuðnauðsyn, að þjóðin hafi trausta meirihlutastjórn. Fram- sóknarflokkurinn mun þvi ekki, nú fremur en endranær, skorast undan ábyrgð, þegar vandinn er mestur, heldur er hann reiðubúinn að mæta erfiðleikunum með hverjum þeim, sem einnig eru reiðubúnir að gera það á ábyrgan hátt. En jafnhliða þvi mun hann halda áfram eftir megni að tryggja framgang þeirrar umbótastefnu i byggðamálum og öðrum framfaramálum, sem fylgt hefur veriö i tið núverandi stjórnar. í samræmi við þetta mun formaður Fram- sóknarflokksins, ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra, halda áfram að vinna að myndun meirihlutastjórnar, en Alþingi bregzt skyldu sinni, ef myndun slikrar stjórnar dregst mikið úr þessu. þ þ TÍMINN AAikhail Kobrin, APN: r Ovinur óvinar míns er vinur minn Rússum geðjast ekki að gestum Maós Sambúöin milli Kina og Sovétrikjanna fer siöur en svo batnandi. M.a. kemur þetta fram á þan hátt, aö valdamenn Kinverja gera sér sérstaklega dátt viö þá vestræna stjórnmálamenn, sem eru andvigastir Sovét- rikjunum. I eftirfarandi grein er vikiö að slikum ge s t a h e i m s ók nu m til Peking, og sést á þvi, aö þær fara ekki framhjá valda- mönnum i Kreml. Allur blærinn á greininni ber jafn- framt ljósan vott þeirrar óvináttu og tortryggni, sem nú einkennir sambúö þessara landa, og þykir þvi rétt að birta hana hér sem sýnishorn þess, hvernig rússnesk blöð skrifa nú um þessi mál: STUNDUM heyrir maður sagt, að Peking-leiðtogarnir fylgi engri reglu, þegar þeir velja sér vini. En það er varla hægt að samþykkja. Reynsla undanfarinna ára hefur leitt i ljós, að Maóistarnir eru smá- smugulega nákvæmir, þegar um er að ræða hvaða erlendir leiötogar hæfa þeim sem félagar. Meginregla þeirra i þvi sambandi er: „Ovinur óvinar mins er vinur minn”. Gestalisti Peking sannar þetta ótvirætt. A honum eru m.a. Edward Heath, leiðtogi brezka Ihaldsfiokksins, og Henry Jackson, öldunga- deildarþingmaður frá Washington. 1 náinni framtið mun nafn Franz Josef Strauss bætast á listann. Auðvitað er hverjum og einum frjálst að velja sér vini. Og væri hér aðeins um að ræða persónuleg tengsl Pekingleið- toganna við Heath, Jackson, Strauss eða aðra, færi enginn að skipta sér af þvi. En hér er um að ræða markvissa stefnu leiðtoga slórveldis, sem gegnir mikilvægu hiutverki i heimspólitikinni. Og það snertir hagsmuni annarra landa, hverja þeir velja sem pólitiska félaga sina og eðli samskipta þeirra. SÚ STAÐREYND, að stjarna áðurnefndra manna hefur hrapað á himni stjórn- málanna, ætti að vera nægileg til að hugsa sig tvisvar um, áður en stofnað er til vináttu við þá. Hvað snertir hin þróuðu auðvaldslönd, þá er erfitt að finna opinbera leiðtoga þar, sem eru reiðubúnir að aðhyllast andsovézka stefnu. Völdin i helztu auðvalds- löndunum færast æ oftar i hendur manna með raunhæfar skoðanir, sem eru reiðubúnir að þróa samskipti við hinn sósialiska heim, þ.á.m. Sovét- rikin, á grundvelli friðsam- legrar sambúðar. Þeir hafa einnig áhuga á að efla og auka alþjóðlega vinnuskiptingu. Við slikar kringumstæður geta Peking-leiðtogarnir ekki annað en leitað til þeirra vestrænu leiðtoga, sem aðhyllast ekki raunhæf sjónarmið vorra tima bundið vonir á sviði utanrikismála við þessa menn og þau áhrif, sem þeir geta enn haft á vestræna stjórnmálafrömuði. Hver er tilgangur Peking- stjórnarinnar? Hvers vegna leitar hún slikra samskipta, og hvers vegna tekur hún á sig þessa áhættu? Siðustu spurningunni er auðsvarað. Maóistarnir eiga engra annarra kosta völ. Hvað viðkemur tilganginum, er •MMtmamiim Henry Jackson Franz Josef Strauss hann augljós. Það er almennt vitað, að i Kina rikir mjög mikil stjórnmálakreppa, og við liggur að innanrikisdeilur brjótist út. Peking-stjórnin þarf á vissri grýlu að halda til að halda baráttunni i skefjum, og er langt siðan farið var að nota Sovétrikin sem slika. Hinir vestrænu leiðtogar stað- festa undirferli Sovétrikjanna. Kinverska þjóðin, sem er al- gerlega einangruö, veit ekki annað en að Heath, Jackson og þeirra likar séu talsmenn „alls heimsins.” EN HELZTU áætlanirnar eru auðvitað tengdar utan- rikisstefnu Peking-stjórnar- innar. Með sambandi sinu við menn, sem eru fúsir til að útbreiða andsovézkan áróður, vonast Peking-leiðtogarnir til að geta vakið vantraust á stefnu Sovétrikjanna meðal almennings á Vesturlöndum og tafið fyrir slökun spennu. Samkvæmt útreikningum Maóista hafa alþjóðadeilur þann tilgang að veikja rikin og stuðla að framkvæmd forystu- áætlana Peking-stjórnarinn- ar. Þetta fellur stjórnmála- mönnum „kalda striðsins” að öllum likindum vel i geð. En almenningur, sem þarfnast ráða þeirra, ætti að gera sér grein fyrir þvi, hversu hættu- leg sú braut er, sem verið er að lokka hann út á. David Rowe, prófessor við Yale- háskóla, skrifaði ekki alls fyrir löngu i New York Times, að lokamarkmið Kina væri að draga Sovétrikin og Banda- rikin inn i kjarnorkustyrjöld eða hefja maóiska uppreisn i þessum löndum. Er það mikill heiður að verða nauðugur viljugur vitorðamaður i slikum áætlunum?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.