Tíminn - 14.08.1974, Side 11
Miðvikudagur 14. ágúst 1974
TÍMINN
11
Baráttan um „Bikarinn"
Stórleikir í 8-liða úrslitnum, sem fara fram í kvöld
B Á R AT T A N u m kvöld, en þá verða leikn- fjórum vígstöðvum, i
„Bikarinn” heldur ir leikirnir i 8-liða úrslit- Reykjavik. Keflavik, á
áfram af fullum krafti i unum. Keppt verður á Akranesi og i Vest-
mannaeyjum. Vest-
mannaeyingar ættu að
vera öruggir i 4-liða úr-
slitin, þvi að þeir fá
Völsunga i heimsókn, eú
Völsungum hefur ekki
gengið vel i 2. deildar
keppninni að undan-
. ■ •
förnu.
Aftur á móti ættu hinir leikirnir
að veröa tvisýnir og spennandi,
sérstaklega leikur Keflavikur og
Vals og Akraness og Fram. Þá
verður leikur KR og Vikings
áreiðanlega einnig mikill bar-
áttuleikur. Leikirnir i kvöld
hefjast kl. 19.00.
Þessi mynd var tekin í leik
Víkings og Keflavik í sl.
viku. Það eru Vikingar,
sem sækja að marki Kefl-
víkinga. i kvöld verða
þessi lið í sviðsljósinu f
bikarkeppninni — Keflvík-
ingar leika gegn Val og
Víkingar mæta KR-ingum.
(Timamynd Jim)
„Græni herinn
var sigursæll
„GRÆNI HERINN” úr
Kópavogi, Breiðablik,
var allsráðandi á Mela-
vellinum á mánudags-
kvöldið, þegar úrslita-
leikir 5. 4. og 3. flokks
islandsmótsins fóru
fram. Strákarnir úr
Breiðabliki tryggðu sér
íslandsmeistaratitilinn
i öllum flokkunum.
Breiðablik vann Kefla-
vik 3:1 i 5. flokki,
Keflavik 2:0 i 4. flokki
og Val 1:0 i 3. flokki.
Já, þeir voru sigursælir
strákarnir úr Kópa-
vogi, og þeir sýndu
fram á það, að Breiða-
bliksmenn þurfa ekki
að kviða framtiðinni á
sviði knattspyrnunnar.
Þó að Breiðabliks-
mönnum hafi ekki tek-
izt að tryggja sér 1.
deildarsætið, sem þeir
misstu sl. keppnistima-
bil, i sumar — þá geta
þeir sætt sig við það,
þvi að þeir eiga nú
nægan efnivið fyrir
hendi til að gera
Breiðablik að stórveldi
i knattspyrnu. íþrótta-
siðan óskar Breiðabliki
til hamingju með
árangurinn hjá ungu
knattspyrnumönnun-
um úr Kópavogi.
Strákarnir úr Kópavogi tryggðu
sér þrjá íslandsmeistaratitla á
mánudaginn
Verða í
æfinga-
búðum að
Laugar-
vatni...
Landsliðið sem mætir Finnum
verður valið á fimmtudaginn
ÍSLENZKA landsliðiö i knattspyrnu, sem mætir Finnum á Laugar-
dalsveliinum n.k. mánudag, veröur i æfingabúöum aö Laugarvatni
um næstu helgi, þar sem liöiö mun undirbúa sig fyrir fyrsta stór-
landsleik ársins. Landsliöshðpurinn veröur valinn á fimmtudaginn,
og heldur siðan til Laugavatns á föstudaginn. Nú biöa menn
spenntir eftir þvi, hvernig landsliðsnefndin velur landsliðiö.
HINN ungi og efnilegi
fimleikamaður úr
KR, Sigurður Sigurðs-
son, tryggði sér
Björnsbikarinn fyrir
stuttu, þegar hann
vann sigur i fimleika-
móti KR. Björns-
bikarinn var gefinn af
Birni Björnssyni,
sendiráðsritara Is-
lands i Lundúnum, og
var nú keppt um
bikarinn, sem er mjög
veglegur, i þriðja
sinn.