Tíminn - 14.08.1974, Page 12

Tíminn - 14.08.1974, Page 12
12 TÍMINN Miðvikudagur 14. ágúst 1974 ---------------------------------------——x r Frank Usher: A TÆPU VAÐI V_____________________________________________J — Þið höfðuð heppnina með ykkur. Verðirnir við landamærin munu fá stranga hegningu f yrir það að vera svo sljóir að sleppa ykkur i gegn. Amöndu varð hugsað til varðarins sem hafði brosað til hennar og sagt: — Allt í lagi, elskan, haltu áfram. Avec moi, ce soir? — Þér haf ið engar sakir á þá, sagði hún. — Við höfðum fullkomna pappíra frá Kaltenburg. — Kaltenburg kemur til með að hafa með ykkur að gera. Hvers vegna næstum því drápuð þið félaga Gabels- berger? Hvað hafði hann gert ykkur? — Hann reyndi aðeins að nauðga mér. Kannski að stúlkur verði möglunarlaust að þola slíka meðferð i þeirri veröld sem þér komið frá... — Viljið þér halda því fram að þér hafið brotið á honum höfuðkúpuna á meðan hann var að reyna að komast yfir yður? spurði Praslov. — Nei. að sjálfsögðu ekki. — Þá hefur það verið yðar enski vinur eða þá Stanislov? — Stanislov snerti hann ekki. Vinur minn vildi vernda mig. — Var hann einnig að vernda yður fyrir félaga Brody? Þá var hann ekki jafn heppinn, því hann var skotinn til dauða. — Brody tók upp skammbyssu gegn Stanislov og þeir börðust. Skot hljóp úr skammbyssunni í bardaganum. Brody var þvi drepinn í sjálfsvörn og það fyrir sérstaka óheppni. — Þetta hef ur þá allt saman verið röð af tilviljunum? sagði Praslov háðslega. — Þér eigið létt með að skýra á sniðugan hátt frá því sem fyrir ber. Annars er það ekki ég sem þér þurfið að sannfæra. Það varð dálitil þögn. Hún vissi ekki hve lengi þau þyrftu að bíða. — Eruð þér tilfinningalaus? spurði hún Praslov. — Vitið þér hvernig fer fyrir honum ef hann verður fluttur nauðugur til Moskvu? — Við vitum vel hvað það þýðir, svaraðj Praslov stuttur í spuna. — Hann er svikari. — Fyrir það eitt að hann ðskar að búa i öóru landi? i siðuðum löndum er hann kallaður innflytjandi. Praslov brosti umberandi brosi. — Pontecorvo, AAaclean, Burgess — þeir hafa þá allir verið innflytj- endur? Samt kallið þið þá alla svikara. — Amanda andvarpaði — Ég gefst upp. Þetta er' brjálæði. Heyrið þér félagið, hvað þér nú heitið.... — Praslov. — Félagi Praslov, trúið þér á kærleikann? — Að sjálfsögðu. — Gott og vel, Nickolai Stanislov elskar mig. Getið þér skilið það? — Þér hafið vissa borgaralega töfra, svaraði Praslov. — AAig undrar það ekki að Stanislov, sem er þekktur fyrir það að vera veikur fyrir konum, þyki þér vera aðlaðandi, sérstaklega eftir að hann snéri bakinu við Rússlandi. En í raun og sannleika hefur hann aðeins notfært sér yður til þess að komast yf ir landamærin. Þér eruð vonandi ekki svo heimsk að standa í þeirri trú að hann elski yður. Þér eruð aðeins hin siðasta í langri röð kvenna, sem hann hefur notfært sér á allan mögulegan hátt. Þegar hann hefur ekki þörf fyrir yður lengur mun hann yfirgefa yður. — Það held ég að hann geri ekki. — Það er samt satt. Þér þekkið hann bara ekki. — Ef þér hefðuð mannlegar tilf inningar munduð þér ekki gera svona viðbjóðslegt. — Eins og hvað? spurði hann þurr'lega. — Að flytja hann nauðugan til AAoskvu. — Ég er viss um að félagi Stanislov muni skilja að það eina rétta,sem hann getur gerþer að snúa nú aftur til AAoskvu. — Hann á líklega ekki annars kost? — Eg fullvissa yður um að hann mun velja þann kostinn sjálfur. — Hvernig hafið þér hugsað yður að koma honum austur yfir landamærin? Praslov brosti. — Kannski ættum við að biðja yður um hjálp? Þér og vinur yðar virðist hafa heppnina með ykkur á slíku ferðalagi. Það var algjörlega tilgangslaust að telja um fyrir Praslov eða reyna að komast að samkomulagi við hann. Tíminn sníglaðist áfram. Það var þagað mestallan tímann, og Amanda var um það bil að f á taugaáfall. Það var léttir fyrir hana að fara fram í eldhúsið til þess að renna uppá kaffikönnuna þótt Shanski elti hana að dyrunum. Hélt hann að hún ætlaði að gefa einhverjum merki gegnum gluggann? Hverjum átti hún að gefa merki? Yfir kaffikönnunni varð henni hugsað fil mannsins, sem gaf sig á fal við hana á úfiveitingastaðnum við ána — Peterson. Hann var þó að minnsta kosti enskur. Ef fil vill var það heimskulegt af henni að vera jafn afundin við hann og hún var. Hún gekk út að eldhússglugganum og horfði út yfir Kirch-gasse í von um að hann væri þar á gangi, en Shanski gaf henni strax stuttaralega skipun um að fara frá glugganum. - Svo ‘ mikið? Það er það y Langar þig til sem ég set að veðja um þá . upp. -A næstu?' a Ég fæ tikall fyrir hverja tönn sem ég læt undir koddann,. V. i Miðvikudagur ^ 14. ágúst. 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15, og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barn- annakl. 8.45: Kristin Ólafs- dóttir heldur áfram að lesa söguna „Disa frænka” eftir Stefán Jónsson.(6). Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli liða. Kirkjutónlist kl. 10.25: „Missa Choralis” eftir Liszt. Morgun- tónleikar kl. 11.00: Boyd Neel strengjasveitin leikur 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Með sinu lagi. Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum og talar um Louis Armstrong. 14.30 Siðdegissagan: „Katrin Tómasdóttir” eftir Rósu Þorsteinsdóttur. Höfundur les. (9). 15.00 Miðdegistónleikar: 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Tónleikar 17.40 Litli barnatiminn. Gyða Ragnarsdóttir sér'um þátt- inn. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Landslag og leiðir. Kristján Ingólfsson talar i fyrra sinn um Múlaþing. 20.00 Einsöngur: Magnús Jónsson syngur islensi lög: Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. 20.20 Sumarvaka a. Þegar ég var drengur. Þórarinn Helgason frá Þykkvabæ byrjar á ný að rifja upp sitt- hvað frá æskuárunum. b. Hlekkja bljómar.Höskuldur Skagfjörð »as ljóð eftir Lúð- vig T. Helgason. c. Þáttur af tveim þingmönnum Vest- mannaeyinga frá Nyjabæ. Haraldur Guðnason bóka- vörður segir frá. d. Kórsöngur Sunnukórinn á fsafirði syngur við undirleik Hjálmar H. Ragnarssonar: Ragnar H. Ragnar stj. 21.30 Útvarpssagan: „Ar- minningar” eftir Sven Delblanc. Heimir Pálsson islenskaði. Þorleifur Hauks- son les (16). 22.00 Fréttir. 2 2 .1 5 V e ð u r f r e g n i r . í ferðaliug. Umsjón: Einar örn Stefánsson. 22.45 Nútimatónlist. Halidór Haraldsson kynnir. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. III iiil Miðvikudagur 14. ágúst 1&74 20.00 Fréttir, 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Róbinson Krúsó. Bresk teiknimynd úr flokki mynda, sem gerðar eru eftir frægum skáldverkum. Þýð- andi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 21.15 Fleksnes.Sjónvarpsleik- rit úr gamanleikjaflokki eftir bresku höfundana Ray Galton og Alan Simpson. Heilsuhælið Biovita.Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir (Nordvisionr Norska sjón- varpið) 21.45 Stéttaskipting.— Breskt þjóðfélagsmein? Dönsk heimildamynd um stétta- skiptingu i Bretlandi. Þýð- andi og þulur Ellert Sigur- björnsson. (Nordvision — Danska sjónvarpið) 22.30 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.