Tíminn - 14.08.1974, Síða 15

Tíminn - 14.08.1974, Síða 15
Miövikudagur 14. ágúst 1974 TÍMINN 15 Andri gamli — Það er ekki ósenni- legt, sagði Andri, og þess vegna er ég kominn hingað. — Við matreiðslu- sveinarnir erum þeir seku eins og þú veizt. En ef ráðherra fregnar það, þá verðum við bæði hengdir og flengdir. En ef þú hjálpar okkur i þessum nauðum, skul- um við gefa þér eitt þús- und krónur. — Þetta er sæmilegt. En er nú ekki rétt að þið fáið mér festina? sagði Andri gamli. Fengu þeir honum nú festina og þúsund krón- ur i peningum. Hann taldi krónurnar tvisvar sinnum, og reyndust þær rétt taldar. — Hver á þennan stóra svartflekkótta hund hér úti fyrir, spurði Andri. — Biskupinn i Ási, sögðu þjónarnir. Andri spurði, hvort þeir hefðu handbært kökudeig. Áttu þeir ger i dalli einum og réttu hann að Andra. Greip nú Andri hönd sinni ofan i dallinn og hnoðaði deigi utan um festina. Kastaði hann siðan festinni fyrir hundinn. Hundurinn gleypti deigið og festina með. — Jæja, þetta för nú vel, sagði Andri, við sjáum nú hvað setur. Andri kvaddi mat- sveinana og stiklaði glaður inn i salinn með þúsund krónurnar i vas- anum. En það stóð heima, að þegar hann kom inn voru allir mett- ir og enginn biti eftir. Stóð nú ráðherra upp frá borðum og bað guð að blessa boðsgestum sin- um matinn. — Þið vitið, sagði 0 Viðræðurnar fyrir sinum hugmyndum, sem að sumu leyti hnigu að hinu sama og hugmyndir minar. En þeir báru einnig fram ýmsar breytingartil- lögur og reifuðu viðbótarhug- myndir varðandi þessi mál. Allt var þetta rætt og i ýmsum efnum tókst að þoka málum i átt til sam- komulags. En eftir stóð ágreiningur um nokkur atriði, fyrst og fremst um varnarmál og svo um skammtimaráðstafanir i efnahagsmálum, meðal annars um fjáröflun til þess að mæta þörfum rikissjóðs. Ennfremur var ágreiningur um ýmis framtiðarmál. í þessum málum urðum við ekki á eitt sáttir, þrátt fyrir itrekaðar tilraunir og mikla viðleitni. Þar að auki gerði svo Alþýðu- flokkurinn samþykkt um það, að samráð skyldi haft við stjórn A.S.Í. og B.S.R.B., og ef til vill fleiriaðila, á meðan á stjórnar- myndunarviðræðum stæði og áð- ur en að stjórnarmyndun yrði gengið, um hinar fyrirhuguðu timabundnu efnahagsráðstafan- ir. Hins vegar var yfirlýst stefna min, að ég gæti ekki haft formlegt samráð við aðila utan stjórn- málaflokkanna á meðan á stjórnarmyndunarviðræðum stæöi. Slikt taldi ég ekki viðeig- andi og ekkert fordæmi fyrir og málningadeili 24 — Reykjavík Simar 8-54-66 og 8-54-71 Opið til 10 á föstudagskvöldum ÞAÐ ER I SEM ÚRVALIÐ ER VIRIÍXI Veljio vegg fóðrið og mólning una á SAMA STAÐ Margar gerðir mæla í bifreiðir, báta og vinnuvélar HLOSSI^----------- Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa " - Tek að mér að gæta barna frá 1. september, á Seltjarnarnesi. — Upplýsingar í dag og næstu daga í síma 18- 300 frá kl. 13-20,30. '*' ................. 1 .N CAV Olíu- og loftsíur i flestar tegundir bifreiða og vinnu véla y BLÖSSB------------------------- Skipholti 35 • Simar: . 8-13-50 verzlun 8-13-51 verkstæði • 8 13-52 skrifstofa ■ II.L! ■■ ’ .. sliku. Það væri hlutverk alþingis- manna að fjalla um stjórnar- myndun, og gæti ég ekki að neinu leyti lagt slikt á vald aðila utan þingsins og stjórnmálaflokkanna. Að sjálfsögðu gæti hver flokkur fyrir sig haft samráð við stjórnir þessara launþegasamtaka og myndu vafalaust gera. Niðurstaðan varð i stuttu máli sagt sú, að allj sat fast og engu varð um þokað, þegar svo var komið, var það mat mitt, að tilgangslaust væri að halda viðræðum lengur áfram, enda ekki verjandi að eyða til þess tima I algerri óvissu um gagn- semi þeirra. Aðstaða var sú, að þarna rædd- ust við þrir fyrrverandi stjórnar- flokkar og einn, sem verið hafði i stjórnarandstöðu, Alþýðuflokkur- inn. Hann hafði áður lýst yfir and- stöðu við stefnu rfkisstjórnarinn- ar, til dæmis i varnarmálum, þar með talin samningsdrög utanrikisráðherra um það efni. Ef unnt átti að vera að mynda þessa nýju stjórn varð að laða hann til samstarfs og miðla þannig málum, að hann gæti fall- izt á stefnuyfirlýsinguna. Ekki var hægt að búast við, að hann gæti undirritað ákvæði fyrri stjórnarsáttmála óbreytt. Ég tel, að við framsóknarmenn höfum reynt að miðla málum, fara bil beggja, en eigi að siður varð niðurstaðan neikvæð. Ég vil ekki kenna neinum einum aðila um, að svo fór sem fór, en hitt fer ekki á milli mála, að skrif Þjóð- viljans og Alþýðublaðsins um þessi efni voru ekki heppileg og bættu ekki andrúmsloftið. Ég var i upphafi tiltölulega bjartsýnn á, að stjórnarmyndun- in gæti tekizt með góðum vilja allra aðila, en enda þótt heldur þokaðist i átt til samkomulags I ýmsum greinum, til dæmis i efna- hagsmálum, þá varð ég heldur vondaufari eftir þvi, sem lengra leið á viðræðurnar. Og nú verður maður að beygja sig fyrir þvi, að tilraunin tókst ekki. Ég tel það þó eftir sem áður frumskyldu alþingis að mynda meirihlutastjórn. Þegar þessi tilraun hefur verið gerð, án þess að heppnaðist að leiða hana til æskilegra lykta, þá tel ég rétt, að Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn efni til sam- ræðna og kanni hvort grundvöllur sé hugsanlegur fyrir samstarf þeirra. Þess vegna mun ég beita mér fyrir þvi, að slikar viðræður fari fram. Um hitt get ég ekki neitt sagt á þessu stigi, hvort þær kunna að bera árangur. Það liggur i augum uppi, að stjórnarmyndun má ekki drag- ast, og þess vegna verður að hraða þessari athugun. Takist þessum aðilum aftur á móti ekki stjórnarmyndun, sýnist varla annar möguleiki á myndun meiri- hlutastjórnar en Sjálfstæðisflokk- urinn og Alþýðubandalagið taki upp samstarf sin á milli. Það væri eini kosturinn, sem þá væri eftir til myndunar meirihlutastjórnar, og mistakist það einnig, á forset- inn ekki að minum dómi annars völ en að skipa embættismanna- stjórn. Það tel ég þó neyðarúrræði, uppgjöf af hálfu alþingis og væri litt fallið til þess að auka veg þess og virðingu. Auk þess virðist ólik- legt, að slik stjórn gæti staðizt nema skamman tima, og væru þá kosningar trúlega á næsta leiti. Min skoðun er þvi sú, sagði for- sætisráðherra að lokum, að menn verði að leggja flokksleg sjónar- miðnokkuð til hliðar og lita frem- ur á málin sem Islendingar en flokksmenn. Annað er tæpast verjandi eins og nú stendur, eink- um með tilliti til efnahagsörðug- leikanna, sem óneitanlega eru verulegir. o Lénharður en þessar voðalegu tölur eru allar úr lausu lofti gripnar ennþá. — Við höfum heyrt töluna 20-30 milljónir, er það eitthvað nærri lagi? — Nei, það nær ekki nokkurri átt. — Gekk ekki eitthvað erfiðlega að fá kvikmyndahandrit að verk- inu i upphafi? — Það var unnið mjög vel að þessu handriti, og ýmsir sem áttu þar hlut að máli. Endanleg gerð þess er sú, að Ævar Kvaran umritaði talaða textann og vann svo ásamt leikstjóranum, Bald- vini Halldórssyni, upptöku- r liliii i I lk iWUL I /illill i iHifc 1111111111 M 111 UJj Skagaf jörður Héraðsmót framsóknarmanna i Skagafirði verður haldið i Mið- garði laugardaginn 24. ágúst kl. 9 s.d. Avörp flytja ólafur Jó- hannesson forsætisráðherra og Halldór Asgrimsson alþingis- maður. Guðmundur Jónsson óperusöngvari syngur. Leikþátt flytja leikararnir Geirlaug Þorvaldsdóttir og Jón Júliusson. Hljóm- sveitin GAUTAR leikur fyrir dansi. Nefndin. Héraðsmót Framsóknarmanna Héraðsmót framsóknarmanna veröur haldið að Breiðabliki föstudaginn 16. ágúst kl. 9 s.d. Nánar í blaðinu á morgun. Framsóknarfélögin á Snæfellsnesi. Héraðsmót Snæfellinga Héraðsmót framsóknarmanna á Snæfellsnesi verður haldið aö Breiðabliki föstudaginn 16. ágúst kl. 9 s.d. Ávörp flytja Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra og Jón Skaftason, alþingismaður. Elin Sigurvinsdóttir syngur, Sigriður Sveinsdóttir leikur undir. Leikararnir Geirlaug Þorvaldsdóttir og Jón Júliusson flytja leikþátt. Hljómsveit Gissurar Geirssonar leikur fyrir dansi. Framsóknarfélögin. r Skyndihappdrætti Framsóknarflokksins 1974 "A VINNINGASKRÁ 1. Hraðbátur með utanborðsvél: Nr. 32600. 2. Húsvagn: Nr. 18532. 3. Vatnabátur með utanborðsvél: Nr. 22316. 4. Utanlandsferð: Nr. 652. 5. Kvikmyndavél: Nr. 26169. 6. Tjald og viðleguútb. frá Sportval: Nr. 23999. 7. -15. Myndavélar: Nr. 9396, 10509, 16098, 21306, 22781, 23118, 24587, 25260 og 26002. 16.-25. Vörur frá Sportval f. 10 þús: Nr. 2662, 5656, 13717, 14386, 16324, 17268, 22334, 22349, 31324 og 32713. 26.-50. Vörur frá Sportval f. 5 þús.: Nr. 2394, 2814, 4776, 5783, 6999, 9909, 10566, 11766, 14210, 20039, 21406, 22889, 22899, 24931, 25662, 25979, 26923, 28819, 31994, 32602, 35452, 36799, 37027, 37028, 39688. Útdráttur fór fram 5. júli 1974. stjóranum, Tage Ammendrup, leikmyndagerðarmanninum, Snorra Sveini Friörikssyni og kvikmyndatökumanninum, Haraldi Friðrikssyni að þvl að gera úr þessu kvikmyndahandrit, en af þvi hafa menn ekki mikla reynslu hér á landi. Við gerð kvikmyndahandrits er miklu meira i húfi að hlutir standist þegar allt er komið af stað, heldur en viö gerð sjónvarpsleikrita- handrits. Þess vegna var vandað til handritsins eins og nokkur kostur var á i byrjun. — Var ekki Vésteinn Lúðvíks- son rithöfundur eitthvað viðrið- inn þessa handritagerð i upphafi? — Jú, hann var viðriðinn þetta i upphafi, en hans hlutur varð nú enginn i endanlegu gerðinni. Hann gerði uppkast að handriti, en það var- alveg horfið frá þvi að nota það. — Þetta verður stórbrotið og mikið verk og gaman að sjá, er það ekki? — Það vonar maður. „Rennilós" í skurðstofu ASTRALtUMAÐURINN Claude Kawchitch hefur fundið upp rennilás, sem notaður er til þess að loka sári eftir uppskurð. Hann á að koma I veg fyrir, að ör sjáist, þegar sárið er gróið. Hann reyndi þennan „rennilás” á sjálfum sér með þvi að skera þriggja senti- metra langan skurð í aðra rass- kinnina á sér. Og sjá: Maður hefur gengið undir mannshönd að skoða á honum rasskinnina, og þar sést ekki neitt sár. Kawchitch datt þetta fyrst i hug I septembermánuði 1973, er hann sá ör, sem vinkona hans bar eftir uppskurð. Þá fór hann að velta fyrir sér, hvernig ráða mætti bót á þessu. Aðferðin er sú, að á hörundið, þar sem skurðurinn kemur, er festur sérstakur plástur, er limist við það með silikon-gúmi. Yfir hann er roðið froðuplasti, og yfir það kemur nælon með festingu fyrir „rennilásinn”. 1 gegnum þetta sker svo læknirinn og hagar störfum sinum að öllu leyti á venjulegan hátt. Þegar hann hefur tekið burt tengurnar, sem halda sárinu opnu, er þvi þrýst saman. Að þvi búnu er tekið til „rennilássins”, sem dregur inn plásturinn og þar með hörundiö enn fastar saman. Nýr vefur myndast þá ekki, þar eð sárið hefur verið fellt svo fast saman, að allt grær, án þess að nokkurt ör komi. Kawchitch hefur áður fundið upp nýja aðferð til þess að færa hluti til i verksmiðjum á auðveld- an hátt, og er hún nú notuð i sjö löndum — Sviþjóð, Vestur-Þýzka- landi, Hollandi, Frakklandi, Mexikó, Nýja-Sjálandi og Astraliu. Nýlega hefur hann fundið upp tæki, sem slitur vinberjaklasa af runnum og mer úr þeim safann, en skilar úrgang- inum frá sér á staðnum, svo að hann verður þar að áburði, en safinn einn er fluttur I verksmiðj- ur til vingerðar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.