Tíminn - 24.10.1974, Side 2

Tíminn - 24.10.1974, Side 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 24. október 1974. Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Það litur út fyrir, að þú flækist með einhverju furðulegu móti inn i fjárhagsvandamál annarra eða einkamál að öðru leyti — og það riður á miklu, að þú standir þig. Varastu að svikja gefin loforð eða vekja vonir. Fiskarnir (19. febr.—20. marz,) Taktu daginn eins og hann kemur fyrir. Gerðu þér ekki of miklar vonir, en búðu þig undir sitt af hverju. Ekkert stórvægilegt, en ýmislegt smá- vægilegt gæti orðið til þess að gleðja þig, en þá verðurðu að halda rétt á spilunum. Hrúturinn (21. marz—19. april) Það er eitthvað sérstakt á seiði i námunda við þig. En þú skyldir sjálfur varast að brydda á nokkru i dag, þvi að það er hætt við, að það verði ekki langlift. En einhver vinskapur gæti hæglega breytzt I eitthvað, sem skiptir máli... Nautið (20. april—20. mai) Þú verður að fara að nota morgnana betur. Það eru svo ótal smávægileg vanrækt verk, sem hlaðast upp þessa dagana. Einnig er þér nauð- synlegt að skipuleggja peningamálin I sambandi við heimilishaldið. Seinni hlutinn skemmtilegur. Tviburarnir (21. maí—20. júní) Það má alveg eins búast við þvi, að þetta verði heldur neikvæður dagur. Þú kemur ekki miklu i verk, en þú þarft naumast að búast viö, að það verði heldur rekið á eftir þér, þvi að dagurinn er heldur sviplaus og átakalitill. Krabbinn (21. júni—22. júli) Þetta er heppilegur dagur til þess að eyða I heimsóknir og njóta félagsskapar þeirra, sem þér stendur ekki á sama um. Þú skalt gæta þess vandlega, að öllum leiðum til samskipta sé hald- ið opnum en það verður þó að vera að vissu marki. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Það getur verið, að þú hafir manndóm i þér til að gera það, sem þú ætlaðir þér, enda þótt þinir nánustu séu þvi andvigir, en þó eru ekki miklar likur á þvi,aðþér takist það, og þú ættir að verja talsverðum tima i útskýringar á stöðu þinni. J Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Skelfing finnst þér þetta mannlíf stundum furðu- legt. En svona er það nú einu sinni, og ekkert um annað að gera en taka þvi, sem að höndum ber, og þakka fyrir það, sem lifið réttir manni hverju sinni. Stundum er það lika skemmtilegt. Vogin (23. sept.—22. okt.) Þú ættir að lita i verzlanir i dag. Það er hollt að temja sér að kaupa ekki umhugsunarlaust jafn- vel dýrústu hluti um leið og maður sér þá. Jafn- vel i dýrtiðinni er hægt að gera góð kaup á ýms- um sviðum. Fjárhagurinn er breytilegur. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Það er eitthvað að hjá þér, og þú ættir að leita ráða hjá þeim, sem reynslu hafa og vit á þessum málum. Það er svo margt, sem getur komið til, og sumar byrðar eru þyngri en svo, að einn geti axlað þær. Hugsaðu um almenningsálitið. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Hvers konar áhætta i fjármálunum er blátt áfram stórhættuleg, og þetta skaltu hafa hugfast i allan dag. Að öðru leyti ætti þetta að geta orðið sæmilegasti dagur — að þessu undanskildu: farðu varlega I einu og öllu I sambandi við fjár- málin! Steingeitin (22. des.-19. jan) Heppilegur dagur til stuttra ferðalaga. Náin tengsl eru mjög hagstæð I dag og raunar um þessar mundir. Þeir, sem stunda sölumennsku verða heppnir I dag, og þeir, sem þurfa að vera sannfærandi, mega búast við góðum degi. AAosfellssveit Húseignin Hliðartún 8, sem er 70 fermetra timburhús á 1050 fermetra lóð, er til sölu, Fallegt útsýni. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Kjalarnesþings á skrifstofu þess, Hamratúni 1, Mosfellssveit, á timabilinu 28. október til 1. nóvemþer milli kl. 9 og 10 f.h. Hannes Jónsson, sendiherra islands i Sovétrikjunum, afhenti fyrir skömmu N.V. Podgorny, forseta Sovétrikjanna, trúnaðarbréf sitt. Myndin var tekin i Kreml, þegar Hannes afhenti trúnaðarbréfið. Ljósin. APN. Þjóðhátíðarlund- ur Reykvíkinga Sparib þúsundirf Sérstakt afsláttarverð á negldum vetrarhjólbörðum sem gildir aðeins til októberloka. A öndverðu liðnu sumri sendi stjórn Skógræktarfélags Reykja- vikur ávarp til f jölmargra aðilja i Reykjavik, einstaklinga og fyrir- tækja, þar sem skýrt var frá þeirri fyrirætlan, að stofna til sér- staks skógarlundar innan Heið- merkur i tilefni af 1100 ára þjóð- hátiðarafmælinu, og var leitað til umræddra aðilja um sjárframlög i þvi skyni. Brugðust margir vel við erindi þessu, og er söfnun ennþá haldið áfram. Svo sem skýrt hefur verið frá, var Þjóðhátiðarlundinum valinn staður i Löngubrekkum svokölluðum I sunnanverðri Heið- mörk. Gróðursettar voru á liðnu vori og sumri um sjö þúsund trjá- plöntur, mest birki og stafafura. Næsta ár verður 25 ára af- mælisár Heiðmerkur, og hefur stjórn Skógræktarfélagsins gert ráð fyrir, að stofnun Þjóðhátiðar- lundarins verði fram haldið næsta ár með fjárframlögum og gróður- setningu. Aðiljar að stofnun Þjóð- hátiðarlundarins fá afhent sér- stök skirteini eins og það sem sjá má á myndinni. Tíminn er peningar AnaHzcírT v erðstaðreyndir: 560x13 3.965 kr. 560x15 4.575 kr. i 670x15 6-070 kr. 650x16 6.575 kr. Sendum út á land sam dægurs Pöntunarsími 42606. TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBODIÐ Á ÍSLANDI H.F. ÍSAFJARÐARKAUPSTAÐUR Ljósmóðir óskast r ísafjarðarbær óskar eftir að ráða ljósmóður til starfa Nánari upplýsingar veitir undirritaður. Umsóknarfrestur er til 10 nóvember n.k. ísafirði 20. október 1974. AUÐBREKKU 44-66 SÍMl 42600 KÓPAVOGI Bæjarstjóri. Þeir sem eru á vel negldum snjódekkjum komast leiðar sinnar. SKIPHOLTI 35, SÍMI 31055, REYKJAVÍK 0J Electrolux

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.