Tíminn - 24.10.1974, Page 7

Tíminn - 24.10.1974, Page 7
Fimmtudagur. 24. október. 1974. Ctgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur I' Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300—18306. Skrifstof- ur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verö f Iausasöiu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Varnarmálin Undirritað hefur verið nýtt samkomulag milli íslands og Bandarikjanna um tilhögun mála á Keflavikurflugvelli fyrst um sinn. Samkomulag þetta er gert innan ramma vamarsamningsins frá 1951, en felur ekki i sér neinar breytingar á samningnum. Samkvæmt venju verður þetta sam- komulag þvi ekki lagt fyrir Alþingi, þar sem ein- göngu er samið um framkvæmdir innan ramma samningsins frá 1951. Slikar framkvæmdir geta verið háðar breytingum frá degi til dags enda yfir- lýst, bæði af fyrrverandi stjórnum og núverandi stjórn, að þessi mál séu stöðugt i endurskoðun, m.a. með tilliti til ástands i alþjóðamálum. Að visu er sú sérstaða nú, að búið var að óska eftir form- legri endurskoðun á samningnum, en með hinu nýja samkomulagi er fallið frá henni. Þetta hefur einu sinni gerzt áður. Vorið 1956 var óskað eftir endurskoðun á samningnum, en vinstri stjórnin, sem kom til valda sumarið 1956, féll frá endur- skoðuninni og gerði sérstakt samkomulag um það efni. likt og nú. Þetta var ekki lagt fyrir Alþingi. Lúðvik Jósefsson sat þá i stjórn og taldi þetta eðli- lega málsmeðferð. Þess vegna er furðulegt, að hann skuli nú kref jast þess i utanrikismálanefnd, að tilsvarandi samkomulag sé lagt fyrir Alþingi. Eins og kunnugt er var vinstri rikisstjórn búin að óska eftir endurskoðun á varnarsamningnum með það fyrir augum, að herinn væri látinn fara i áföngum. Næðist ekki samkomulag um slika endurskoðun, yrði samningnum sagt upp. Þessi stefna beið að þvi leyti ósigur i siðustu kosningum, að andstæðingar hennar fengu stöðvunarvald á Al- þingi. Það var þvi ljóst, að hvorki gæti orðið úr endurskoðun né uppsögn samningsins að sinni. Fyrir Framsóknarflokkinn var þá ekki um annan kost að ræða en að reyna með samkomulagi, sem gert væri innan ramma varnarsamningsins frá ’51, að þoka málum áleiðis i þá átt, sem hann hef- ur stefnt að, þ.e. að herinn færi i áföngum, og að Island gæti verið herlaust land á friðartimum. Með hinu nýja samkomulagi er nokkrum áfanga náð á þeirri braut, með fækkun i herliðinu, jafnframt þvi sem íslendingar munu taka að sér ýms störf, sem munu gera þeim auðveldara að taka við rekstrinum, þegar herinn fer. Þá mun stefnt að þvi, að hermenn hætti að búa utan vallar- ins. Loks hefur verið gengið til fulls frá lokun sjón- varpsstöðvarinnar á þann hátt, að hún nær ekki til Reykjavikursvæðisins. Allt eru þetta áfangar á þeirri braut, sem Framsóknarflokkurinn hefur valið. Það er ekki annað en brosleg sögufölsun, þegar Alþýðubandalagsmenn segja, að hér sé verið að framkvæma stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem frekar hefur hvatt til aukinnar hersetu en hins gagnstæða. Af hálfu Alþýðubandalagsmanna er reynt að halda þvi fram, að utanrikisráðherra hafi verið búinn að lofa að leggja þetta mál fyrir Alþingi. Það loforð utanrikisráðherra var við það miðað, að annað hvort næðust fram breytingar á sjálfum varnarsamningnum eða að honum yrði sagt upp. Hvort tveggja þetta er úr sögunni vegna úrslita þingkosninganna. Hér er aðeins um að ræða fram- kvæmdaatriði innan ramma varnarsamningsins, og slikt hefur aldrei verið borið undir Alþingi, og væri óeðlilegt. Hins vegar er eðlilegt, að um þessi mál verði almennt rætt á Alþingi. — Þ.Þ. TÍMINN __________________________________________7 ERLENT YFIRLIT Allsherjarþingið nú og fyrir 20 árum Stórfelldar breytingar hafa orðið á ýmsum sviðum BOUTEFLIKA SÁ, sem þetta ritar, átti sæti á 9. allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna, sem háð var fyrir réttum tuttugu árum, og hefur svo um skeiö átt sæti á 29. allsherjarþinginu, sem nú stendur yfir. A ýmsan hátt er fróðlegt að bera þessi tvö þing saman. Þá skýrast betur ýmsar mikilvægar og sögu- legar breytingar, sem hafa orðið á þessu tuttugu ára timabili. Að vissu leyti má draga af þvi þá ályktun, að við lifum nú i heimi, sem er ólikur þeim, sem var fyrir tuttugu árum. A niunda allsherjarþinginu áttu sæti fulltrúar frá 60 rikjum. Nú eru þátttökurikin orðin 138. Þetta hefur að sjálf- sögðu haft i för með sér mikla breytingu á þingstörfunum Ræðuhöld eru mun meiri en áður og fulltrúahópurinn margbreytilegri. Fyrir tuttugu árum mátti likja alls- herjarþinginu við klúbb hvitra þjóða i Evrópu, Norður- Ameriku og Suður-Ameriku, ásamt fulltrúum nokkurra gulra þjóða i Asiu og tveggja svartra rikja i Afriku, Liberíu og Eþiópiu. Blærinn yfir þing- haldinu var mun formfastari þá en nú. Allsherjarþingið nú ber hins vegar miklu meiri svip þess að vera raunveru- legt þing þjóðanna, en ekki samkoma nokkurra útvaldra. 1 heild kunni ég þvi betur við allsherjarþingið nú en fyrir 20 árum. Þrátt fyrir veikleika sinn eru Sameinuðu þjóðirnar nú miklu meiri alþjóðasamtök en áður, og þvi fylgja marg- vlsleg aukin áhrif, og þá ekki slzt þau, að þar sést enn betur en áður, hvert þróunin i heiminum stefnir. ÞAÐ LEIÐIR af sjálfu sér, að hinar nýju þátttökuþjóðir hafa að ýmsu leyti sett nýtt yfirbragð á þingið. Það sést ekki aðeins á hinum marg- breytilega litarhætti fulltrú- anna. Margir fulltrúanna frá nýju rlkjunum eru ungir að árum, og sumir hverjir ný- komnir úr skæruhernaði, sem hefur verið háður i þágu sjálf- stæðisbaráttu. Glöggt dæmi um þetta er sjálfur forseti allsherjarþingsins, Boute- flika, utanrlkisráðherra Alsir. Hann lét það verða sitt fyrsta verk, þegar hann hafði tekið við forsetastörfum, að flytja ræðu, þar sem hann bar m.a. lof á skæruliða, sem hefðu átt meginþátt i sjálfstæði margra þátttökuþjóðanna. Svona hefði forseti allsherjarþingsins ekki leyft sér að tala fyrir tuttugu árum. Bouteflika er jafnframt langyngsti maðurinn, sem verið hefur forseti allsherjar- þingsins, 37 ára gamall. Hann er búinn að vera utanrikisráð- herra Alsirs I ellefu ár, en áður hafði hann unnið sér frægð sem skæruliði. MÖRG MALIN á dagskrá allsherjarþingsins eru enn hin sömu og fyrir tuttugu árum, eins og kynþáttamálin I Suður- Afriku, aðstoðin við flótta mennina i Palestinu o.s.frv. Það málefni, sem setti mestan svip á 9 allsherjarþingið, er hins vegar næstum alveg horfið i skuggann. Hér er átt viö kalda striðið milli austurs og vesturs. Atökin milli Bandarikjanna og Vestur- Evrópu annars vegar og Sovétrikjanna og fylgi.ríkja þeirra hins vegar setti megin- svip á næstum öll mál á 9. alls- herjarþinginu. Þó var þiðan þá rétt byrjuð. 1 stað deil- unnar milli austurs og vesturs, sem bar hæst af öllum málum fyrir tuttugu árum, eru komin átökin milli norðurs og suðurs, ef svo mætti segja, eða hinir efna- hagslegu árekstrar milli riku iðnvæddu rikjanna i norðri og fátæku og vanþróuðu rikjanna I suðri. Á allsherjarþinginu nú ber efnahagsmálin álika hátt og pólitisku málin áður. Oliu málin eru sennilega mest áberandi dæmið um þetta. Að minu áliti tengjast oliumálin ekki Palestinudeilunni, nema að litlu leyti. Ég hygg, að oliu- verðið myndi litið lækka, þótt Palestinudeildan leystist. Ollumálið er aðeins þáttur i sögulegri þróun. Þótt nýlendur fengju pólitiskt sjálf- stæði, helzt áfram eins konar efnahagsleg nýlendustefna af hálfu iðnvæddu rikjanna. Þau borguðu litið fyrir hráefnin frá vanþróuðu rikjunum, en seldu þeim iðnvarning dýru verði. Alls konar auð- félög græddu svo offjár á milliliðastarfsemi, t.d. oliuhringarnir. Hækkun oliu- verðsins var eins konar upp- reisn gegn þessari efnahags- legu nýlendustefnu. Þess vegna standa mörg van- þróuð lönd, sem oliuverð- hækkunin bitnar mest á, með oliuframleiðslulöndunum, þvi að þau lita á oliuverðhækkun- ina sem eins konar sjálf- stæðisbaráttu gegn efnahags- legri nýlendustefnu iðnaðar- rikjanna. Leiðin út úr oliudeil- unni er áreiðanlega ekki sú, að oliukaupalöndin fylki liði gegn oliuframleiðslulöndunum, heldur að reynt sé að leysa þessi og önnur efnahagsleg vandamál með samkomulagi milli iðnaðarveldanna og van- þróuðu rikjanna. Hér ættu Sameinuðu þjóðirnar að geta gegnt mikilvægu hlutverki. Oliuframleiðslulöndin eiga að nota hluta oliugróðans til að stuðla að viðreisn þeirra van- þróuðu rikja, sem oliuverð- hækkunin veldur mestum búsifjum. En þetta eitt nægir ekki, eins og McNamara, aðalforstjóri Alþjóöabankans, benti á nýlega, heldur verða iðnaöarrikin einnig að leggja fram fjármagn til upp- byggingar i vanþróuðu lönd- unum. ÝMISLEGT finnst mér benda til þess, að forustumenn i Bandarikjunum og Vestur- Evrópu skilji ekki nægilega þriðja heiminn svonefnda, og geri sér ekki fulla grein fyrir þvi, hvernig snúizt skuli við vandamálum hans, eða hvernig samstarfi við hann skuli háttað. Franskir stjórn- málamenn gera þetta senni- lega bezt, og valda þar mestu áhrif frá de Gaulle, sem ekki aðeins leyti Alsirdeiluna á athyglisverðan hátt, heldur veitti frönsku nýlend-unum sjálfstæði, ef þær óskuðu þess. De Gaulle gerði sér lika gleggri grein fyrir Palestinu- málinu en aðrir vestrænir stjórnmálamenn, og breytti stefnu Frakklands i samræmi við það. Stefna Frakka I þessu máli nú er aðeins eðlilegt framhald af stefnu de Gaulles, þótt hún sé oft ranglega tengd oliumálunum. Að ýmsu leyti virðist mér að leiðtogar Sovétrikjanna og Kina skilji þriðja heiminn betur en vestrænir stjórn- málamenn, og nái þvi oftar samstöðu með honum. En þeir hafa ekki heldur þeirra sér- hasgsmuna að gæta, sem leiðir af starfsemi ýmissa auðhringa i vanþróuðu lönd- unum. Það voru t.d. slikir sér- hagsmunir, sem leiddu til friöslita milli Bandarikjanna og Kúbu á sinum tima, Forustumenn Vesturveldanna þurfa hér að gæta að sér, þvi að áhrif þriðja heimsins munu óhjákvæmilega fara vaxandi á komandi árum. Það var greinilegt á 9. ails- herjarþinginu, að Norðurlönd nutu þá góðs álits á þeim vett- vangi. Ég dreg i efa, að álit þeirra sé eins mikið nú. Norðurlöndin þurfa að standa betur saman og marka sér sjálfstæða stefnu, sem tekið er eftir. Þá geta þau haft tals- verð áhrif. Þá gætu þau m.a. átt þátt I þvi að bæta tengslin milli þriðja heimsins og iðnaðarveldanna. ÞEGAR fljótlega er litið yfir störf allsherjarþinganna, kann mörgum að þykja árangur þeirra litill, og meira sé þar um ræðuhöld en ákvarðanir. Slikt er heldur ekki óeðlilegt, þvi að alls- herjarþinginu er ekki veitt löggjafarvald, heldur er það aðeins ráðgefandi. Það er Öryggisráðið, sem er hin raunverulega valdastofnun Sameinuðu þjóöanna. En þótt allsherjarþingið "Rafi aðeins ráðgefandi vald, og oft sé litið farið að ráðum þess, hefur það tvimælalaust oft haft mikil áhrif á þróun mála, bæði beint og óbeint. Umræður þar hafa vafalitið haft mikil áhrif á að móta almenningsálitið i heiminum. Þá hafa allsherjar þingin ekki sizt þýðingu vegna þess, að þar hittast utanrikis- ráðherrar þjóðanna og leysa ýmis ágreiningsmál á bak við tjöldin. Þannig hafa á annað hundrað utanrikisráðherrar sótt þingið nú og borið ráð sin meira og minna saman. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.