Tíminn - 24.10.1974, Side 5

Tíminn - 24.10.1974, Side 5
Fimmtudagur. 24. október. 1974. TÍMINN Sameinuðu þjóðirnar völdu órið 1975 sem kvennadr: KVENNAÁRS MINNZT Á MARG- VÍSLEGAN HÁTT FB-Reykjavik. — Fyrir tveimur árum ákvað ailsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, að árið 1975 skyldi sérstaklega helgað málefnum kvenna. 1 framhaldi af þvf búa mörg kvennasamtök sig undir að taka þátt i þessu kvennaári með ýmsu móti. Hér á landi hófst samstarf siðast liðið vor milli nefnda frá Kven- féiagasambandi Islands Kvenréttindafélagi tslands, Kvenstúdentafélagi tslands, Félagi Háskólakvenna, Rauð- sokkahreyfingunni og fulltrúa Félags Sameinuðu þjððanna, og hafa þessar nefndir nú skilað tillögum til stjórna samtaka sinna, þar sem fjatiað er tim sameiginleg verkefni og verk- efni hvers aðila fyrir sig, sem unnið verður að á kvennaárinu. Blaðamönnum var á þriðju- daginn skýrt frá áætlunum fyrir kvennaárið, og eru sameiginleg verkefni þessi: 1) Að efna til fundar i Háskóla- biói 19. júni, og fá þangað ein- hverja heimsþekkta konu sem aðalfyrirlesara. 2) Að halda ráðstefnu dagana 20. og 21. júni, er fjalli um þá þætti, sem fram eru teknir i yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, þ.e. 1. Aukið jafnrétti karla og kvenna. 2. Að tryggja fulla þátttöku kvenna i heildarátaki til framþróþnar, einkum með þvi að leggja áherzlu á ábyrgð kvenna og mikilvægi þeirra i sambandi við fjár- hagslega, félagslega og menningarlega þróun innan einstakra landa, heimshluta og á alþjóðasviði. 3. Að viðurkennt verði mikil- vægi aukins framlags kvenna til bættrar sambúðar og sam- vinnu milli rikja og til efl- ingar heimsfriði. 3) Að standa að fundum með fyrirlestrum á öðrum timum ársins. Það má geta þess, að skorað hefur verið á póst- og sima- málastjórn að minnast ársins með frimerkjaútgáfu, og einnig hefur verið skorað á fjölmiðlana og leikhúsin að hafa kvennaárið i huga, þegar efni verður valið til flutnings og birtingar. Þvi hefur verið beint til stjórnmálaflokkanna, að þeir auki hlut kvenna i stjórnmála- starfi, ekki sizt i ýmsum póli- tiskt kjörnum nefndum á er- lendum og innlendum vett- vangi, og kvenfélög stjórnmála- flokkanna hafa verið hvött til að undirbúa félaga sina sem bezt til slikra starfa. Samstarfsnefndirnar hafa sent menntamálaráðuneytinu Rauðsokkar belta konur leggi niður tillögur um fræðslustarf i skólum, I tilefni ársins, og að ritgerðasamkeppni verði háð i framhaldsskólum i samvinnu við Félag Sameinuðu þjóðanna. Einnig hefur Fræðslumynda- safn rikisins verið hvatt til þess að hafa á boðstólum gott myndaefni um stöðu kvenna i hinum ýmsu löndum. I Norðurlandráði verður flutt á vegum tslands tillaga um farandsýningu um sögulega þróun stöðu kvenna á Norður- löndunum. Ragnhildur Helga- dóttir alþingismaður hefur undirbúið flutning tillögunnar og fly tur hana, en hún á nú sæti i stjórnarnefnd Norðurlanda- ráðs. Þá er að geta sérverkefna hinna einstöku samtaka. Sigriður Thorlacius, formaður Kvenfélagasambands tslands, sagði, að I undirbúningi væri á vegum sambandsins náms- hringaverkefni um stöðu kvenna i þróunarlöndunum og yrði verkefnið sent út i héraðs- samböndin. Stuðzt verður við námshringaverkefni frá Svi- þjóð, og einnig verður reynt að fá skuggamyndir til sýningar með. Kvenréttindafélag Islands mun vinna að þvi, að konur i launþegasamtökunum taki meiri og virkari þátt i störfum stéttarfélaga sinna en nú er, og sér fyrir að vinnu f einn dag vinna að þvi i samvinnu við kvenfélög stjórnmálaflokkanna, að samtimis fáist opna i öllum flokksmálgögnum, þar sem fjallað verði um réttindamál kvenna, að sögn Guðnýjar Helgadóttur, formanns Kvenréttindafélagsins. Starfshópur Rauðsokka- hreyfingarinnár . v.ill leggja sérstaka áherzlu á aðgerðir, sem varpi ljósi á stöðu kvenna i þjóðfélaginu og þátt þeirra i at- vinnullfinu og að haft verði samstarf við launþegasamtök, sem konur eru aðilar að. Vil- borg Sigurðardóttir, formæl- andi starfshópsins, sagði að það væri ekkert launungarmál, að Rauðsokkar hyggðust beita sér fyrir þvi, að konur legðu niður vinnu einn dag, eða hluta úr degi, til þess að árétta, hversu mikill hlutur þeirra væri I þjóð- félaginu. Sagði hún, að þetta næöi jafnt til heimavinnandi kvenna sem útivinnandi. Kvenstúdentafélagið og Félag háskólakvenna undirbýr af sinni hálfu átta fyrirlestra, sem fluttir verða i útvarpi á kvenna- árinu, og sagði Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem er for- maður beggja félaganna, að þegar hefði verið leitað til kvenna úr ýmsum stéttum til þess að flytja þessa fyrirlestra, svo sem lækna, lögfræðinga og presta, svo nokkuð sé nefnt. Sparib þúsundir ! Sérstakt afsláttarverð á negldum vetrarhjólbörðum sem gildir aöeins til októberloka. verðstaðreyndir: 560x13 3.965 kr. 4.575 kr. 6.070 kr. 6.575 kr. á land sam- 560x15 670x15 650x16 Sendum út dægurs Pöntunarsimi 42606. TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-66 SlMI 42600 KÓPAVOGI Heildsala — Smásala T TT ARMULA 7 - SIMI 84450 I AuglýsidT í Tímanum STÓRKOSTLEGT VERÐ Aðeins örfáir sleðar koma GERIÐ PANTANIR STRAX REVELER — 30 HÖ — 437 CC Vér bjóðum nokkra 30 hesta vélsleða með rafstarti, rafhleðslu, electrónskri CD kveikju, 2 ökuljósum o.fl. h.j. Akureyri Glerárgötu 20 Sími 2 22 32 Reykjavik Sudurlandsbraut 16 Simi 3 52 00 Húsavið- gerðir s.f. Látið okkur skoða hús- eignína fyrir veturinn. Sími 12197. MEIRI VANDI ER AÐ GÆTA §SAMVINNUBANKINN 0 RAF AFL SFV Vinnufélag rafiðnaðarmanna Barmahlið 4 Hverskonar raflagnavinna. Nýlagnir og viðgerðir Dyrasímauppsetningar Teikniþjónusta. Skiptið við samvinnufélag. Simatimi milli kl. 1- 3. daglega i sima 2-80-22 Electrolux 38 © Vörumerkaðurinnhf JÁRMÚLA 1A : SIMI 86-112

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.