Tíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. október 1974, TÍMINN 1 Ævintýri á gönguför — fyrsta verkefni Leikfélags Akureyrar í vetur — sýningar alla föstudaga og sunnudaga Næstkomandi föstudag þann 25. okt. frumsýnir Leikféiag Akur- eyrar hinn góOkunna, gaman- sama söngvaleik J.C. Hostrups, „Ævintýri á gönguför” I þýöingu sira Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili, með breytingum og nýþýðingum eftir Lárus Sigur- björnsson og Tómas Guðmunds- son. Sviðsetning og leikmyndir eru eftir Eyvind Erlendsson. Ás- kell Jónsson hefur æft söngvana og leikur á flygilinn. Leikarar eru tiu: Þráinn Karlsson (Hans), Kjartan ölafsson (Kranz) Björg Baldvinsdóttir (Frú Kranz), Jakob Kristinsson (Pétur), Arnar Jónsson (Vermundur), Gcstur E. Jónasson (Ejbæk), Aðalsteinn Bergdal (Herlöv), Saga Geirdal (Lára), Þórhildur Þorleifsdóttir (Jóhanna), og Eyvindur Erlends- son (Svale). „Ævintýrið” er óþarft að kynna frekar, svo lengi hefur það átt visan griðastað i hjörtum þjóðarinnar, enda heldur ekki i fyrsta sinni sem leikarar L.A. reyna Iþrótt sina á þessu vinsæla verkefni. Leikfélagið mun i vetur, i fyrsta sinni, reyna að halda tveim föst- um sýningardögum i viku hverri, það er — föstudögum og sunnudögum. Aukasýningar verða aðra daga vikunnar, þegar þurfa þykir. Aðgöngumiðasalan verður einnig opin á föstum tim- um, frá kl. 16 til kl. 18 hvern sýningardag og daginn fyrir sýningu. Einnig hálfa stundu fyrir opnun hverrar sýningar. Leikhúsgestir eiga þess kost nú sem áður að kaupa áskriftakort sem gilda á margar sýningar og veitist þá afsláttur allt að 40% eftir þvi hvað keypt er á margar sýningar i einu. Einnig fást kort sem gilda á allar frumsýningar félagsins. Siminn er 11073. 1 byrjun nóvember hefst leiklistarkennsla á vegum L.A. og skulu þeir, sem áhuga hafa fyrir þátttöku, hafa samband við leikhússtjórann, sem gefur allar nánari upplýsingar. Siminn er 11073. Kennsla og þjálfun verður bæði fyrir nýliða og lengra komna. Unnið hefur verið að ýmsum lagfæringum á leikhúsinu i haust. Komið er nýtt .upphifingakerfi i loft leiksviðsins ásamt nýjum ljósarám. Einnig hefur verið reynt að prýða nokkuð þann hluta hússins sem gestamóttaka fer fram I. Hugmyndin er að koma þar fyrir ljósmyndum tengdum leikhúsinu, einkum úr fyrri sýningum L.A. og standa vonir til að nokkuð af þeim verði komið upp fyrir frumsýningu á „Ævintýrinu” þann 25. þ.m. Þráinn Karlsson og Jakob Kristinsson i hlutverkum slnum. Ljósmyndastofa Páls. Aðalsteinn Bergdal og Þórhildur Þorleifsdóttir sem Herlöv og Jóhanna. VOKULIR LOGREGLUÞJONAR KOMU UPP UM STÓRSMYGL Gsal-Reykjavik — i fyrrakvöld, rétt eftir miðnætti sáu vökulir keflviskir lögregluþjónar til grunsamlegra mannaferða við Selfoss, — sem þá haföi rúmum klukkutima áður lagzt að bryggju ogkomið frá Reykjavik —. Töldu lögregluþjónarnir hyggilegast að Lítill afli hjá Stein- unni Gsal-Rvik. — Slldveiðar Horna- fjarðarbáta hafa að mestu lagzt niður sakir ófriöar háhyrninga, — eins og rækilega hefur verið sagt frá I fréttum að undanförnu. Þó hafa ekki allir bátarnir gefizt upp, og Steinunn hefur farið tvo daga I röð, en aflað mjög lltið. Ekki hefur eins mikið borið á háhyrningunum, og talið er að þeir komi seinna á morgnana I netin.heldur en áður, þegar striðið við þá stóð sem hæst. Á þriðjudaginn kom báturinn inn meö sex tunnur og i gær með átta. Þykir það mjög léleg veiði. Alls stunduðu á milli 12-14 bátar sild- veiðar, þegar þeir voru flestir. Anna Su 3, hefur einnig veriö á sildveiðum siðustu dægrin, en okkur hefur ekki tekizt að fá spurnir um afla hennar. Sigurvonin mun innan skamms halda á ný til glimu sinnar við háhyrningana, og er ætlunin að ná lifandi háhyrning um borð — en franskur visindamaður hefur heitið 1,2 millj. fyrir lifandi háhyrning. Leiðindaveður var á þessum slóðum i gær og bræla á miðun- um. Linubátar hafa fiskað mjög vel að undanförnu á Hornafirði og fengið á milli 5-10 tonn i róðri af góðum fiski. athuga þetta nánar. Stöðvuðu þeir bil, sem var á leið frá bryggj- unni og fundu i honum talsvert magn af áfengi. Við meiriháttar leit fannst enn- fremur töluvert magn af áfengi og vindlingum i tveimur bilum, við skipshlið, alls 250 flöskur af Vodka og 284 lengjur af vindling- um. Brúttóverðmæti þessa varn- ings er áætlað um 700 þúsund krónur. Málið er nú i rannsókn hjá rannsóknarlögreglunni i Kefla- vik, og i gær komu menn frá toll- gæzlunni og leituðu nánar i skip- inu. Tveir hásetar hafa verið úr- skuröaðir i gæzluvarðhald og einn aðstoðarmaður þeirra búsettur á landi. Bilarnir sem smyglið fannst i voru allir með skrásetningar- númerið R. u | m ií Klofningur í Alþýðubandalaginu A ööru hafa menn áreiðanlega átt von en að Þjóðviljinn tæki þvl illa, þegar farið er verðskulduðum lofsorðum um þá Lúðvik Jósefss og Magnús Kjartansson I tilefni af þvi, að þeir höfðu kjark til þess, rétt fyrir kosningarnar i vor, aö standa að setningu bráðabirgöa- laga, sem fólu I sér verulega skerðingu á visitöiubótum. Þetta var I andstöðu við hefðbundinn málflutning Aiþýðubandalagsins, sem jafnan hefur fordæmt sllkar aðgerðir, a.m.k. þegar þaö hefur veriö I stjórnarandstöðu Þetta létu þeir Lúðvik og Magnús ekkert á sig fá, heldur studdu það, sem þeir töldu nauðsynlegt til að tryggja næga atvinnu I landinu og viðunanleg lifskjör. Meðal almennings mæltist þetta ekki illa fyrir, heldur átti þessi kjarkur þeirra Lúöviks og Magnúsar verulegan þátt i þvi, að Alþýöubandalagið vann nokkurn kosningasigur. Ef allt hefði verið með felldu, hefði Þjóðviljinn átt að taka vel viðurkenningarorðum um þá Lúðvik og Magnús fyrir kjark þeirra. En þvi er siður en svo að heilsa. Þjóðviljinn bregzt hinn versti við. Gleggra dæmi er ekki hægt að fá um þann klofning, sem nú fer vax- andi I Alþýöubandalaginu. Þau öfl, sem réðu þvi, að Alþýðubanda- lagið hindraði myndun vinstri stjórnar, byggja framavonir sinar m.a. á þvi að gera hlut þeirra Lúðviks og Magnúsar Htinn Þeir eru sakfelldir fyrir það m.a, að hafa verið of ábyrgir. Þess vegna er vafasamt, að Magnús nái þvi að verða formaður Alþýðubandalags- Engin regla ón undantekninga 1 tilefni af framangreindu hreystiverki þeirra Lúðviks Jósefsson- ar og Magnúsar Kjartanssonar, féllu þau orð hér i blaðinu, að kosningaúrslitin I vor hefðu sýnt, að menn meta ekki siður ábyrg vinnubrögð en yfirboð. Mbl. reynir að snúa út úr þessum ummælum á þann veg, að I þeim felist viðurkenning á þvl, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi unnið kosningasigur sinn vegna ábyrgra vinnu- bragða! Vafalaust er þó ritstjórum Mbl. vel kunnugt um málsháttinn, að engin regla er til án undantekninga. Þvi miður eru þær undantekningar alltof margar, að flokkar vinni kosningasigra án ábyrgra vinnubragða. Þetta gildir m.a. um kosningasigur Sjálf- stæðisflokksins á siðastl. vori. Þ.Þ. Brúarskemmd- ir og skriðufall Hveragerði i ÞS-Hveragerði. Orfelli hefur verið alveg gifurlegt aðfaranótt miövikudags og á miðvikudag, og hefur slikur vöxtur hlaupið i Varmá, að menn muna vart állka. Brúin, sem er á veginum upp í Gufudal, hér fyrir innan Hveragerði, gaf sig, og biluðu ein eða tvær undirstöður undir henni, og er hún gjörsamlega ófær bil- um. Sennilega er þó óhætt fyrir fólk að ganga yfir hana. Þarna hjá var hliðarvegur yfir ána, og tók hann burtu, og er þvi LENGSTA BOK.SEM UT HEF UR KOMIÐ HÉRLENDIS? Risinn og skógardýrin heitir barnabók, sem bókaútgáfan örn og örlygur hafa gefið út. Þessi bók er sérstæð um margt, en Hk- lega finnst börnunum þó mest til brotsins koma, þvi að lengd bókarinnar er hvorki meira né minna en hátt i metra eða svipað og þriggja til fjögurra ára barn. Risinn og skógardýrin fjallar um sambýli dýranna og risans i skóginum. Dýrin eiga það til að fara að metast og kýta um hvert þeirra sé mest og miða þá ýmist við lengd sina, hæð eða likams- kraft. Sambýlið veröur heldur dapurlegt, og risinn tekur til sinna ráða og þá fellur allt i ljúfa löö. Texti bókarinnar er saminn af Ann de Gale en það er Loftur Guðmundsson sem þýðir á is- lenzku. Myndirnar i bókinni eru teiknaðar af Antonio Lupatelli. Meginmál bókarinnar er sett i Prentsmiðjunni Eddu hf., en hún er prentuð og bundin i Hollandi. Að sögn örlygs Hálfdánarsonar bókaútgefanda er bókin gefin út samtimis i 6 löndum. örlygur taldi að ekki hefði verið unnt að ráðast i útgáfu bókar sem þessarar, ef ekki hefði verið um samvinnu margra landa að ræða, en hins vegar ylli það erfiðleikum i þessu sambandi að ekki væri gjaldfrestur á bókum, sem gefnar eru út með þessu móti. 1 opnu bókarinnar er þessi skemmtilega mynd. Snáðinn, sem er að skoða Risann og skógardýrin er rösklega þriggja ára og eins og sjá má er hann ekki öllu lengri en bókin. Timamyndir: Róbert. gjörófært bilum upp i Gufudal. Skriðufall varð svo i gilbarmin- um austan megin, beint niður undan Garðyrkjuskóla rikisins. Hefur þar fallið niður töluvert jarðvegsmagn. Varmá er eins og foraðsvatnsfall núna, þótt hún sé venjulega aðeins sáralitil spræna. AAeiðyrðamálin tekin fyrir Meiðyrðamál þau sem for- sprakkar „Varins lands” hafa höfðað voru á þriðjudag tekin til meðferðar hjá borgardómaraem- bættinu i Reykjavík. Mun yfir- borgardómari nú úthluta málun- um til starfsmanna embættisins. Einum hinna stefndu, Garðari Viborg var á þriðjudaginn gert sáttatilboð, en hann hafnaði þvi. Áður hafði Helgi Sæmundsson hafnað sáttatilboði Vl-manna. Morgun- leikfimi aftur í útvarpinu SJ-Reykjavik Okkur hafa borizt til eyrna óánægjuraddir vegna þess hve lengi morgunleikfimi út- varpsins hefur legið niðri. Valdi- mar örnólfsson Iþróttakennari hefur mest og bezt annast þessa þjálfun landsmanna, en á sumrin hafa oft aðrir komið i hans stað. Nú i sumar brá hins vegar svo við, að enginn leysti Valdimar af hólmi og eru þeir, sem lagt hafa stund á likamsrækt eftir ut- varpinu nú teknir aö þreytast á aðgerðarleysinu. Gunnar Stefánsson dagskrárstjóri út- varpsins sagði okkur að þetta stæði allt til bóta. Valdimar kæmi aftur og morgunleikfimin hæfist fljótlega eftir að vetrardagskrá útvarpsins byrjar nu um helgina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.