Tíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur. 24. október. 1974. Oddný Guðmundsdóttir: Vangaveltur um bókmenntafræðslu ÝMSIR hafa oröið til þess undan- farið að gagnrýna gagnrýnendur, þessa menn, sem ráðnir eru til þess að hafa vit á öllum bókum. Ráöamenn dagblaöa hljóta að hafa frjálst val um, hvaða kröfur þeir gera til heilabúsins i sUkum mönnum. En, þegar út eru gefnar bækur til menntunar og fróöleiks, svo sem bókmenntasaga, hlýtur almenningur að eiga heimtingu á vönduðum vinnubrögðum. Hér er tekin til athugunar bók, sem er þegar þriggja ára gömul, en litil skil hafa verið gerð. Þess- ar linur eru árangur af rabbi tveggja kennara. En þetta er ein- mitt málefni, sem kcnnara varðar. Hingað til hefur það verið álit manna, að kennslubók, eða fræði- rit, eigi að vera laust við sleggju- dóma og beinan málflutning gegn mönnum og skoðunum. Verkin eru látin tala, sagt frá staðreynd- um. Á síðari árum bólar á þvi, að krafan um skop og skripalæti má sin meira en krafan um hlutleysi og ráðvendni i dómum. Gekk þetta svo langt fyrir nokkrum ár- um, að deilt var um, hvort ekki væri heimilt i minningabókum og ferðapistlum að breyta nöfnum manna og hafa endaskipti á landslagi, ef skop og skemmtun nyti sin betur þannig. Þeir útvöldu Svo margar og misgóðar skáld- sögur komu út á árunum frá 1940- 1970, að enginn krefst þess, að þeirra sé allra getið i bókmennta- sögu. Hitt er annað, að ekki er auðvelt að sjá, eftir hvaða reglu er valið og hafnað i bók Erlends Jónssonar. Bók, sem nefnist islenzk skáld- sagnari'.un 1940-1970, ætti að geta um allt það, sem greindir og gegnir menn hafa talið bezt ritað á þessum árum. Nú bregður svo viö, að bækur Halldórs Kiljans og margra, sem þóttu menn með mönnum á þessu timabili, eru ekki nefndar. E.J. kveðst fara eftir þeirri reglu að nefna aðeins þá höfunda, sem enga bók gáfu út fyrir 1940. Þessi aðferð er svo fráleit, að hún hlýtur að vera átylla. Nær öll framleiðsla Stefáns Jónssonar er einmitt á þessum árum (1940-’70). Sama er að segja um Þóri Bergs- son, Ólaf Jóh. Sigurðsson og Guðm. Danielsson. Samkvæmt þessari reglu er Vilhj. S. Vilhjálmsson með i bók- inni. Fyrsta skáldsaga hans kom út 1940. Hefði hún komið út fyrir áramótin, væri hann ekki talinn maður með mönnum, fremur en þeir, sem hér voru nefndir. „Skáldsagnaritun” Erlends virðist samin til framdráttar rúmlega tug rithöfunda. Með þeim fá að fljóta nokkrir, sem ekki eru i náðinni hjá honum, og fá þeir hirtingu, til vegsauka fyrir þá útvöldu, jafnvel með beinum samanburði. Eða hvaða önnur ástæða er til þess að taka i gæða- flokk þennan skáld, sem skrifa lágkúrulegan stil og skortir bæði viðsýni og fjölhæfni? En þannig lýsir Erlendur Jakobinu Sigurðardóttur og ber „lágkúru” hennar saman við snilld Gretu. (Bls. 200) Og hvaða erindi á Hannes Sig- fússon I bókina, ef hann er sá erkiklaufi, sem E.J. telur hann vera. En þannig farast honum orð um Strandið: „ — Þriðji höfuðókostur Strandsins er svo tilfinningasem- in, sem fer langt út yfir þau tak- mörk, sem kallast geta boðleg i alvarlegu skáldverki. Einkum spillir hún fyrstupersónufrásögn vitavarðarins. Tilfinningum hans er ekki aðeins i tarlega lýst — þær eru hreint og beint útflenntar. Höfundur hefur lika fallið i þá freistni, að skapa persónur sinar sumar góðar en aðrar vondar, i samræmi við hlutverk það, sem hann ætlar þeim i sögunni. Kin- verjarnir eru til að mynda góðir menn. En skipstjórinn verður að vera, stöðu sinnar vegna, ljóti- kall, þar sem hann er yfirmaður áhafnarinnar og ábyrgðarmaður skipsins.---sá er og ljóður á Strandinu, að það endar slapp- lega----” (Bls. 109) Hannes á þá afsökun, telur E.J., að einmitt á þessum árum (upp úr 1950) skorti höfunda „markmið og viðmiðun”, hvernig sem á að skilja það. Vissulega er ekkert á móti þvi, að E.J. gefi út bók til að kynna Guöberg, Thór, Indriða, Steinar Sigurjónsson og aðra skjólstæð- inga ritdómaranna. En bókin siglir undir fölsku flaggi, þegar auglýst er á kápunni, að hér sé „rakin saga islenzkrar skáld- ritunar frá upphafi siðari heims- styrjaldar.” Þó ber að geta þess, að Kiljan, Gunnar Gunnarsson og Hagalin eru litillega nefndir á nafn i sögu- legum inngangi bókarinnar. En hvergi eru ritum þeirra gerð nein skil. Fræösla i bókmenntasögu Bók Erlends hefst á sögulegum inngangi, sem vera ber, og er Jón Thoroddsen nefndur fyrstur. Sið- an segir hann, að ekki hafi aðrir orðið til að fylgja dæmi Jóns, þar til raunsæishöfundarnir kváðu sér hljóðs undir aldamót. En þeir skopuðust að Jóni, segir Erlend- ur. (Hverjir gerðu það?) Þeir voru raunar ekki fáir, sem fetuðu I fótspor Jóns mjög fljótt. Þar má telja Jón Mýrdal, séra Pál I Gaulverjabæ, séra Jón Þor- leifsson á Ólafsvöllum, Guðmund Hjaltason, Eggert Briem og Simon Dalaskáld. Bækur Eggerts og Simonar voru þó ekki gefnar út fyrr en á þessari öld. Erlendur segir: „Fordæmi Jóns Thóroddsens gat ekki brátt af sér eftirdæmi. Það var ekki fyrr en leið að alda- mótum, að fram kom heil kynslóð lausamálshöfunda, realistarnir. Þeir létu svo sem sögur Jóns væru úreltar og skopuðust að þeim. Jón Ólafsson mælti prýði- lega fyrir munn þeirra með sinu fræga recefti: „Tak ungan bóndason uppi i sveit og unga bóndadóttur sömuleiðis. Byrja bókina á að lýsa fögrum dal. — Stæl lýsinguna i Pilti og stúlku — —” (Bls. 9) Hvernig fær þetta staðizt? E.J. fullyrðir, að enginn hafi fylgt dæmi Jóns Thoroddsens. Hverja er Jón Ólafsson þá að ávita fyrir að stæla hann? Þetta er ein þeirra mótsagna, sem einkenna bókina. Stundum eru þær á einni og sömu blaðsiðu. Stundum er lengra á milli. Hér eru nokkur dæmi: (Þetta er um Guðberg) „Frum- legt skáldverk og skirskotar fyrst og fremst til islenzks veruleika.” Þó hefur E.J. það eftir Sig. Magnússyni, og gerir að sinum orðum, að þeir Grillet og Gras setji svip á höfundinn, ásamt Argentinumanninum Borges. „En Samúel Becket leggur til áhugann fyrir neðanþindarstörf- um likamans.” (Bls. 157) „Stendur djúpum rótum i is- lenzku mannlifi, menningu og bókmenntum,” bætir E.J. við. Neðanþindarstörfin hefur þó Samúel lagt til. Undarlegar fullyrðingar E.J. segir: ,,----1 striðslok, þegar lifið virtist aftur mundi falla i sinn gamla, lygna farveg og kreppu- kynslóðin var að komast á miðjan aldur, fóru menn að velta þvi fyr- ir sér, „hver tæki nú við af Kiljan.” Hlaut ekki einhver að koma og bera af öðrum, eins og jafnan? Sumir nefndu Ólaf Jóh. Sigurðsson, sem þá var kornung- ur maður, þó að hann væri búinn að skila af sér drjúgu dagsverki sem rithöfundur. Aðrir bundu vonir við Elias Mar.-------Elias vakti þvi meiri eftirtekt, áf fátt bar þá til nýlundu á vettvangi skáldskapar i lausu máli. Sterk áhrif kreppukarlanna hvöttu ekki til frumlegs áræðis”. (Bls. 37) Þá vikur E.J. að bókum Elias- ar: „Lifsskilningurinn ristir ekki ýkja djúpt. — En honum hefur þá brugðizt bogalistin, þvi að þetta er stórum viðvaningslegra verk en eftir örstuttan leik og i hvi- vetna tilþrifaminna, skortir rök. Sem skáldverk er sagan ósenni- leg, þó að efni hennar stangist ekki beint á við veruleikann.---- En afbrotasaga unglinganna hefði orðið hugstæöari, ef ekki heföi verið boðið upp á ódýrar lausnir og reynt að visa veg til annars konar hátternis. Tvennt spillir Vögguvisu: Stæling og pré- dikun. Ljósast verður, hve ástandssaga Sóleyjar er i raun og veru slappur skáldskapur, sé hún borin saman við mergjaðar ástandssögur Guðbergs Bergs- sonar.” (Bls. 39) öllu meira er ekki hægt að út- húða þessum rithöfundi, sem E.J. telur, að menn hafi borið saman viö Kiljan. Ég man ekki eftir, að Sóleyjarsaga væri talin snilldar- verk, að hénni ólastaðri. Kreppukarla- bókmenntir Erlendi Jónssyni verður tiðrætt um fjölda höfunda, sem rituðu verkalýðsskáldsögur fyrir og rétt eftir siðari heimsstyrjöld og nefn- ir þá „kreppukarla”. Hann segir: „Fyrstu tilraunir ungra eftir- striöshöfunda,----hvað voru þær, til dæmis, nema stælingar á verkum eldri höfunda, kreppu- körlunum til óblandinnar sjálfs- ánægju: Þaðan i frá mundu allir fylgja fordæmi Kiljans til eilifð- arnóns, eða hvað?” (Bls. 16.) Enn fremur segir hann um verkalýðsbókmenntirnar: „Guðmundur Hagalin varð einna fyrstur til að senda frá sér verkalýðssögu, Brennumenn. Þá Halldór Laxness, Sölku Völku. Siöan fetuðu aðrir i fótspor þeirra, og treindist efniö fram yf- ir strið, þó að það virtist þá sannarlega úrelt orðið sakir þrá- faldlegra endurtekninga.” (Bls. 23) Hverjir voru þessir, sem þrá- faldlega voru að skrifa sömu verkamannssöguna fram að striðslokum? „---Voru verka- lýðsbókmenntir löngu orðnar hversdagslegri en svo, að enn eitt verk af þvi tagi sætti tiðindum,” segir E.J. i kaflanum um Vilhj. S. Vilhjálmsson. Hverjir rituðu þennan urmul af verkalýðsskáldsögum? Mig minnir, að kvartað væri yfir þvi, að flestar skáldsögur gerðust i sveit. Fyrir utan Brennumenn Hagalins og Sölku Völku má nefna tvær sögur eftir Gunnar Benediktsson, aðrar tvær eftir Óskar Aðalstein, og eina eftir Ólaf Jóhann . Nokkrar smásög- ur, sem fjölluðu um alþýðufólk við sjávarsiðuna, birtust i tima- ritum eftir ýmsa höfunda. Þar á meðal Halldór Stefánsson. Yfir- leitt kom litið út af bókum i kreppunni. Fáir höfðu efni á að kaupa þær. Rofar til „Arin kringum 1950 voru dauf- ur timi i skáldskap, sér i lagi skáldsögunni, timi skoðana,” segir Erlendur. Það kemur viða i ljós, að Er- lendi er ákaflega illa við, að menn hafi skoðanir. Hann segir:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.