Tíminn - 24.10.1974, Qupperneq 16

Tíminn - 24.10.1974, Qupperneq 16
Timinner peningar iTinaamm fyrirgóöan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Heimsókn Henry Kissingers til Moskvu: Sovézkir vilja fund Fords og Brésjnefs Bandarískum fréttamanni neitað um landvistarleyfi Reuter—Moskvu. Henry Kissing- er, utanrikisráfiherra Bandarikj- anna, kom tii Moskvu I gær. Augljóst er, aö sovézkir ráöa- menn hafa mikinn hug á aö fund- ur æöstu manna beggja stórveld- anna — þeirra Geralds Fords og Leonids Brésjnefs — veröi hald- inn sem fyrst. Stuttu áður en Kissinger kom til Moskvu, birti sovézka fréttastof- an Tass opinbera fréttatilkynn- ingu, þar sem m.a. sagði, að bandariski utanrikisráðherrann hefði heimsótt Moskvu nokkrum sinnum áður, einkum i þeim til- gangi að ur.dirbúa fundi æðstu manna stórveldanna. Andrei Gromyko, starfsbróðir Kissingers, tók á móti honum á flugvellinum við Moskvu. Banda- riski utanrikisráðherrann sagði við komuna til Sovétrikjanna: — Við væntum þess, að viðræður okkar verði itarlegar, vinsamleg- ar og árangursrikar. Sömuleiðis, að þær leiði til þess, að samningar um mikilvæg málefni náist milli okkar — okkur sjálfum og öðrum þjóðum heims til góðs. Kissinger leggur liklega fram tillögur um að viðræðunum i Genf um gagnkvæma afvopnun verði haldið áfram, en óliklegt er talið, að sovézkir ráðamenn taki undir þær. Þeir virðast hafa mestan hug á, að fundur æðstu manna stórveldanna verði haldinn sem fyrst og málið tekið upp á þeim vettvangi. Að sögn vestrænna stjórnmálafræðinga eru Sovét- menn ófúsir að setjast að nýju að samningaborði, fyrr en þeir hafa fullvissað sig um, að Ford forseti sé eins vinsamlegur i garð Sovét- rikjanna og fyrirrennari hans I forsetastóli. Frétzt hefur, að fundur þeirra Fords og Brésjnéfs verði haldinn i Sirica dómari í Watergate-mólinu gefur í skyn: Að Nixon verði stefnt fyrir rétt Reuter—Washington. John Sirica, dómari, sá, er fer meö Watergate-máliö svonefnda, gaf i skyn I gær, aö Richard Nixon fyrrum forseta yröi stefnt sem vitni I máiinu. Sirica gaf þetta i skyn, er hann átti i orðaskiptum við lögmenn aðila út af áreiðanleik vitna i málinu. Lögmaður John Ehrlich- mans, fyrrum ráðgjafa Nixons, spuröi dómarann, hvort hann teldi, aö Nixon yrði stefnt fyrir rétt sem vitni. Sirica svaraði: — Svo gæti farið. Með þessu á ég' ekki við, að svo verði endilega. En I þvi tilfelli þyrfti enginn að ef- ast um trúverðugleik hans sem vitnis. Sem kunnugt er hafa báðir aðil- ar — saksóknari og verjendur hinna ákærðu — krafizt þess, að Nixon verði stefnt fyrir rétt sem vitni. Komi hann fyrir rétt, fá sóknar- og varnaraðilar tækifæri til að spyrja hann spjörunum úr, þ.á.m. um þátt hans i Watergate- málinu. (Samkvæmt bandarisk- um rétti er aðilum heimilt að spyrja vitni i þaula til skiptis, svonefnd „cross-examination”- aðferö.) Að undanförnu hafa staðið yfir vitnaleiðslur i Watergate-málinu. John Dean, fyrrum lögfræðilegur ráðunautur Nixons, sem er aðal- vitni ákæruvaldsins i málinu, hef- ur svarað spurningum i sex daga samfleytt og skýrt frá vitneskju sinni um atvik málsins, lið fyrir lið. Stjórnarkreppa d Ítalíu: ENN SYRTIR Vladivistok, en öllu sennilegra er, að þeir hittist á hafi úti. Ástæðan er sú, að Ford vill sföur styggja stjórn Kina, en Kinverjar hafa einmitt gert tilkall til þess héraðs sem Vladivistok tilheyrir. Einn þeirra fréttamanna, er fylgja Kissinger á ferðalagi hans, varð eftir i Kaupmannahöfn, þar eð sovézk yfirvöld neituðu honum um landvistarleyfi. Skýringin er sú, að áliti fréttaritara, að við- komandi fréttamaður — Strobe Talbott að nafni — þýddi endur- minningar Nikita Krúsjeffs, fyrrum aðalritara sovézka kommúnistaflokksins, á ensku. 1 yfirlýsingu, sem aðrir frétta- menn, er fylgja Kissinger, sendu frá sér segir: — Við höfðum búizt við bættum samskiptum banda- riskra og sovézkra fjölmiðla I stað þessarar ákvöröunar, sem er vissulega skref aftur á bak. Þess má geta, að Nancy Kissinger er i föruneyti manns sins. Og fyrir þá lesendur, sem áhuga hafa, má láta það fljóta með, að hún var klædd bleikri buxnadragt við komuna til Moskvu. TALIN OHULT í SENDIRÁÐINU t útvarpsfréttum frá AP- fréttastofunni i gærkvöldi var skýrt frá þvi, aö islenzk stúlka yröi látin laus úr brezku fangelsi og afhent islenzka sendiráöinu I London. Stúlka þessi var handtekin fyrir nokkru i Englandi i hópi ellefu annarra, sem grunuö voru um eiturlyfjasmygl. Beiö stúlkan dóms, og heföi hún veriö fund- in sek, átti hún yfir höföi sér langan fangelsisdóm. Dómstóll hafði áður neitað að sleppa stúlkunni gegn tryggingu. Voru forsendur þær, að henni væri ekki óhætt fyrir samsektarfólki hennar. Niels P. Sigurðsson, sendi- herra i London, fékk hins veg- ar stúlkuna lausa, þar eð hún var talin örugg i islenzka sendiráðinu i London. Talið var liklegt, að stúlkan myndi koma i islenzka sendi- ráðið i London i dag. HEIMSHORNA Á MILLI Reuter-Islamabad. Zulfikar Ali Bhutto, forsætisráðherra Pakistan, heldur i dag til Moskvu til tveggja daga við- ræðna við sovézka leiðtoga. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum verður sala á sovézkum vopnum til Pakistan aðalumræðuefnið. Fái Bhutto Sovétstjórnina til að selja Pakistan vopn, setur það Bandarikjastjórn i mikinn vanda: Fyrir niu árum setti hún á vopnasölubann til Ind- landsskaga — streymi sovézk vopn til Pakistan, neyðist stjórnin til að yfirvega, hvort hún eigi að aflétta banninu. Sovétstjórnin hefur boðizt til aö selja Pakistan vopn fyrir u.þ.b. 50 milljónir dollara (u.þ.b. 6 milljarða isl. króna) — upphæð, sem varla getur talizt há, þegar um vopnasölu er að ræða. Fyrir allmörgum árum keypti Pakistanstjórn skriðdreka, jeppa og þyrlur frá Sovétrikjunum, en á siðari árum hafa vopn einkum borizt frá Kina. Liklegt er, að Stjórnir Kina og Indlands líti vopnasöluna hornauga. Kina hefur að undanförnu verið nánasti bandamaður Pakistan, en Indland svarnasti óvinur. Kin- verjar óttast um áhrif sin, en Indverjar öryggi sitt. HUSSEIN HOTAR AÐ SLITA SAMBANDI VIÐ ARABARÍKI — verði gengið að kröfu Samtaka Palestínuaraba Hussein, Jórdaniukonungur: Vesturbakki Jórdanár er yfir- ráðasvæöi mitt. Reuter-Rabat. Eins og skýrt var frá I Timanum i gær, hefst á sunnudag ráöstefna æöstu manna Arabarikja. Ráðstefnan veröur haldin i Rabat, höfuöborg Marokkó. Utanrikisráöherrar Arabaríkjanna komu saman i Rabat fyrr I þessari viku til að undirbúa fund leiötoganna. Deilur hafa risið milli ráö- herranna, hvort lita eigi á Samtök Palestinuaraba (PLO) sem fulltrúa allra Palestinuaraba. Á siðasta fundi æöstu manna Arabarikja, sem haldinn var i Alsir á siöasta hausti, voru sam- tökin viðurkennd sem réttur fulltrúi allra Palestinúaraba. í ÁLINN Reuter—Róm. Stjórnarkreppan á ttalíu hefur nú staðið á fjóröu viku. t gær virtist sem öll sund heföu lokazt, er sósialistar höfn- uöu aðild aö nýrri stjórn undir forystu Amintore Fanfani, leiö- toga kristilegra demókrata. Francesco de Martono, aðalrit- ari sósialista, ritaði Fanfani bréf 1 gær, þar sem segir, að ekki sé von á jákvæðum undirtektum að óbreyttum aðstæðum. 1 fyrradag átti Fanfani fund með þeim flokk- um, er reynt hafa stjórnarmynd- un. A fundinum gerði hann ákveðna tillögu að stjórnarsátt- mála sem hann bað um, að yrðu samþykktar eða hafnað. Sósial- demókratar og lýðveldissinnar féllust á tilboð Fanfanis, en sósi- alistar höfnuðu þvi sem fyrr seg- ir. Einn af leiötogum sósialista, Benedetto Craxi, sagði I gær: — Fyrst aðeins var um að velja já eða nei, sögðum við nei. Hins veg- ar erum við reiðubúnir að halda viðræðum um stjórnarmyndun áfram. Fanfani á nú um tvo kosti að velja: Annaðhvort að halda áfram viðræöum flokkanna fjög- urra eða tilkynna, að hann hafi gefizt upp við myndun stjórnar vinstri- og miðflokkanna. Stjórn- málafréttaritarar eru flestir á þvi, að hann fari siöarnefndu leið- ina — jafnvel hefur Reuter-frétta- stofan eftir áreiöanlegum heimildum, að hann hafi þegar ákveöið að snúa sér til Giovannis Leones, forseta, og tilkynna, aö hann hafi gefizt upp við stjórnar- myndun. I fyrradag höfðu vaknað vonir um, að stjórnarkreppan væri senn á enda, en raunin hefur orðið önnur. Hvað næst gerist I Itölsk- um stjórnmálum, er erfitt að spá um. Liklegast er, að mynduð veröi minnihlutastjórn, er sitji að völdum fram að kosningum. En þingkosningar fara þá fram I vor. Hussein Jórdaniukonungur hef- ur hótað að slita sambandi við önnur riki Araba, verði krafa PLO tekin til greina öðru sinni. Hussein telur vesturbakka Jórdanár, sem áður laut stjórn hans, vera sitt yfirráðasvæði, en ekki annarra. Farouk Kaddoumi, formaður sendinefndar PLO á undir- búningsfundinum i Rabat, sagði fréttamönnum i gærmorgun, að enn bæri mikið á milli Husseins og Samtaka Palestinuaraba, þrátt fyrir tilraunir til að koma á sáttum. — Vesturbakki Jórdanár er okkar, en austurbakkinn einn lýtur yfirráðum Husseins konungs, sagði hann. Það eru einkum Saudi-Arabia og Marokkó, sem reynt hafa að sætta deiluaðilana, en hafa mætt harðri mótspyrnu Samtaka Palestinuaraba. Kaddoumi kvað PLO andvig þvi, aö fram færi allsherjaratkvæðagreiðsla meðal þeirra, en byggðu vesturbakka Jórdanár, um framtiðarstjórn landssvæðisins. Hussein hefur einmitt lagt til, að slik atkvæða- greiösla yrði viðhöfð.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.