Tíminn - 24.10.1974, Page 15

Tíminn - 24.10.1974, Page 15
Fimmtudagur 24. október 1974. TÍMINN 15 Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla leit svo eðlilega út, að engum hefði getað dottið i hug, að það væri tilbúið. Jafnvel sjálf móðir hans mundi ekki hafa þekkt hann aftur. Siðan spurði hann, hvort hann væri nú nokkuð likur Júpiter bróður sinum. „Nei”, sagði Tumi, ,,nú er ekkert lengur sem likist honum nema hárlubbinn ’ ’. „Jæja, þá skal ég snoðklippa mig áður en ég kem heim. Þá geta þeir Júpiter og Brúsi geymt leyndar- málið um það, hver ég er, og ég get búið hjá þeim og látizt vera aðkomumaður, og nágrannarnir geta aldrei gizkað á, hver ég er. Eða hvað haldið þið?” Tumi hugsaði sig um, siðan sagði hann: „Auðvitað segjum við Finnur ekkert, en ef þú þegir ekki sjálf- ur, getur það kannski orðið hættulegt fyrir þig — ekki mikið, en kannski svolitið. Ég á við það, að ef þú talar, tekur fólk liklega eftir þvi, hvað þú hefur lika rödd og Júpiter, og þá verður þvi kannski hugsað til tvibura- bróðurins, sem það hélt að væri dáinn. Og þá gizkar það kannski á, að þú hafir leynzt allan timann undir dulnefni”. „Þú ert svei mér nokkuð séður”, sagði Jaki. „Þetta er alveg satt, sem þú segir. Ég verð að lát- ast vera daufdumbur, ^ --------------------------------^ OKTÓBER-NÁAASKEIÐ FÉLAGSAAÁLASKÓLA FRAAASÓKNARFLOKKSINS Laugardagur 26. okt. kl. 3. Setning: Ólafur Jóhannesson — ÞÁTTTAKA OG ÁHUGI ALMENNINGS ER FORSENDA LÝÐRÆÐIS. Greinargerö fyrir námskeiöinu, þátttakendur kynna sig. Erindi: leiðbeinandi fundir og fundarstörf — fyrirspurnir. Sunnudagur 27. okt. kl. 3. Erindi: leiðbeinandi: ræðumennska — fyrirspurnir. Umræður: talað eftir röð um óundirbúið efni. Umræðuefni næsta fundar ákveðið. Þriðjudaeur 29. okt. kl. 20. Erindi: Steingrimur Hermannsson — SKIPULAG FLOKKSINS OG STARFSHÆTTIR. Umræður: talað eftir röð um undirbúið efni. Miðvikudagúr 30. okt. kl. 20. Erindi: leiðbeinandi afgreiðsla mála og atkvæðagreiðslur — fyrirspurnir. Umræður: rætt um tillögu og hún afgreidd. Fimmtudagur 31. okt. kl. 20. Erindi: Tómas Árnason — ÞJÓÐARBÚIÐ OG ÝMIS HELSTU VANDAMÁL. Umræður: rætt eftir röð um stjórnmálaviðhorfin. Laugardagur 2. nóv.kl. 3. Erindi: Eysteinn Jónsson. — FLOKKSSTEFNAN OG FORSENDUR HENNAR. Umræður og fyrirspurnir. Námskeiðið veröur haldið að Rauðarárstig 18. Leiðbeinandi er Jón Sigurðsson. Þátttakendur hafið samband sem fyrst við skrif- stofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstig 18. Simi 24480. ÖLLUAA HEIAAIL ÞATTTAKA V- -------J 0 Þór strandaði var hún lögð fram þegar sjópróf fóru fram i gærdag. Hvort oliubrákin er tengd strandi varðskipsins er ekki ljóst en niðurstöðu um það er að vænta innan skamms. Engar skemmdir sáust á skipinu og enginn leki kom fram, aö sögn Péturs Sigurðssonar, for- stjóra landhelgisgæzlunnar. Sagði Pétur i stuttu samtali við Timann I gær, að skip heföi strandaö á svipuðum slóðum áð- ur, — og yfirleitt sætu þau nokkuð föst þarna. Sagði hann, að ástæðan fyr- ir þessu strandi væri sennilega sú, að skipinu hefði verið beygt of snemma — eða of seint, en þegar siglt væri út fjörðinn þyrfti að sigla eftir auganu. Skipherra á Þór var Asgrimur Ásgeirsson. Ingimundur Hjálmarsson, frétta- ritari Timans eystra, sagði, að varðskipið hefði farið mjög langt upp i fjöruna, þannig að hægt hefði verið að teygja hendina út i skipið, ef staðið var á klettinum. Sjópróf hófust síðari hluta dags i gær og var framhaldið i gær- kvöldi. Fréttir af þeim verða þvi að biða til morguns. Heimilistím- inn ekki í lausasölu Heimilistiminn fylgir blaðinu I dag. Hingað til hefur fólki einnig gefizt kostur á að kaupa Heimilis- timann i lausasölu, en frá og með deginum i dag fæst hann einungis sem fylgirit blaðsins. Bæjarhreppur Aðalfundur Félags framsóknarmanna I Bæjarhreppi verður haldinn i Veitingaskálanum Brú I Hrútafiröi n.k. sunnudag kl. 16.00. Steingrimur Hermannsson alþingismaður og Eggert Jóhannesson formaður SUF mæta á fundinum. Stjórnin Aðalfundur Framsóknarfélags Rangæinga verður haldinn i félagsheimilinu að Hvoli, Hvolsvelli, fimmtu- daginn 24. okt. kl. 20.30. Dagskrá: Skýrsla stjórnar. Kosning i stjórn og fulltrúaráð. Kosning á kjördæmaþing. Kosning fulltrúa á flokksþing. önnur mál. Stjórnin. 16. flokksþing framsóknarmanna Akveðið hefur verið að flýta 16. flokksþingi framsóknarmanna um einn dag, frá þvi sem áður hafði verið ákveðið. Hefst þingið sunnudaginn 17. nóv. kl. 10 f.h. i Glæsibæ. Þess er vænzt, að flokksfélög kjósi fulltrúa sem fyrst, og til- kynni það flokksskrifstofunni i Reykjavik. Snæfellsnes Aðalfundur Framsóknarfélags Snæfellinga verður haldinn i Li- onshúsinu I Stykkishólmi miðvikudaginn 30. okt. kl. 21.00. Hall- dór E. Sigurðsson, landbúnaðarráðherra mætir á fundinn. FUF Snæfellsnesi Aðalfundur FUF Snæfellsnesi verður haldinn I Lionshúsinu I Stykkishólmi miðvikudaginn 30. okt. kl. 22.00. Stjórnin. V. Skagafjörður Aðalfundur Framsóknarfélags Skagafjarðar verður haldinn i Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 26. okt. kl. 2. e.h. Alþingismennirnir Tómas Arnason og Páll Pétursson mæta á fundinum. Stjórnin. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Handavinnukvöld vegna bazarsins verður fimmtudag 24. okt- kl. 20.30 að Rauðarárstig 18. Fjölmennið. Nefndin. Kjördæmisþing Kjördæmisþing framsóknarmanna i Norðurlandskjördæmi eystra verður sett i félagsheimilinu á Húsavik föstudaginn 25. þ.m. kl. 20.00 Stjórn Kjördæmissambandsins. Hveragerði - Ölfus Fundur verður haldinn i Framsóknarfélagi Hveragerðis og ölfuss fimmtudaginn 24. okt. kl. 21 á venjulegum fundarstað. Fundarefni: Kosning fulltrúa á kjördæmisþing og flokksþing. önnur mál. Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður mætir á fundinum. Stjórnin. ísfirðingar Aðalfundur Framsóknarfélags Isfirðinga verður haldinn á skrif- stofu félagsins fimmtudaginn 24. okt. kl. 21.00. A fundinn mætir Gunnlaugur Finnsson alþingismaður. Stjórnin. Fundir á Vestfjörðum Patreksfjörður. Fundur föstudaginn 25. okt. kl. 20.30. Tálkna- fjörður. Fundur laugardaginn 26. okt. kl. 16.00. Bíldudalur. Fundur sunnudaginn 27. okt. kl. 15.00. Fulltrúar kosnir á flokks- þing. Gunnlaugur Finnsson mætir. Vesturlandskjördæmi 14. þing Sambands framsóknarfélaganna i Vesturlandskjördæmi verður haldið i Framsóknarhúsinu á Akranesi laugardaginn 9. nóvember næstkomandi og hefst það kl. 10, árdegis. Dagskrá verður samkvæmt lögum sambandsins. Stjórnin. AUGLYSIÐ I TIMANUM

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.