Tíminn - 01.11.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.11.1974, Blaðsíða 5
Föstudagur 1. nóvember 1974. TÍMINN 5 VIKKXI ÞAÐ ER I SEM ÚRVALID ER 'rara Veljið vegg fóðrið og mólning una d SAMA STAÐ Veggfóður- og mólningadeild Ármúla 38 - Reykjavík Simar 8-54-66 & 8-54-71 Opið til 10 á föstudagskvöldum og hádegis á laugardögum Lionsmenn efna til barnaskemmtana — Mallorcaferð fyrir fjóra í vinning Það hefur veriö ár|egur siður hjá Lionsklúbbnum Þór, að efna til barnahátfðar f Háskólabfói, en fyrstu hátíðirnar i ár verða laug- ardaginn 2. nóvember og sunnu- daginn 3. nóvember n.k. Margt er gert börnunum til skemmtunar á þessum hátiðum, en að þessu sinni er sú nýlunda tekin upp að veita stóran vinning — ferð fyrir fjóra til Mallorka, sem nefnt hefur veriö fjölskyldu- boð. Aðgöngumiðar eru númerað- ir, eins og oft áður, og dregið verður úr númerum i lok siðustu hátiðarinnar og vinningur siðan tilkynntur i fjölmiðlum. Hefur ekki áður verið svona stór vinn- ingur i boði á barnahátiöum. Agóðinn af þessum hátiðum rennur eins og fyrr til barnaheim- ilisins að Tjaldanesi, en Lions- klúbbúrinn Þór hefur aflað fjár til rekstrar og uppbyggingar á barnaheimilinu frá upphafi. Kynnir á barnahátið Þórs verð- ur Guðrún Asmundsdóttir leik- kona. Dagskrá verður i stórum dráttum á þá leið, að fyrst leikur popphljómsveitin Dögg, en siðan verða afhentar afmælisgjafir, eins og oft áður. Stór liður i dag- skránni er teiknimyndasýning, þar ■ sem fram koma margar frægar persónur úr heimi skop- myndanna, svo sem eins og Andrés önd og félagar. I lok há- tiðarinnar leikur skólahljómsveit Kópavogs undir stórn Björns Guðjónssonar, en hljómsveitin hefur um árabil komið fram á þessum hátiðum. Um leið og hverri skemmtun lýkur, fá öll börnin afhenta gjafa- pakka frá Andrési önd og félög- um. Forsala aðgöngumiða verður I Háskólabiói frá kl. 4 e.h. á föstu- dag, frá kl. 1 e.h. á laugardag og frá kl. 11 f.h. á sunnudag, en skemmtanirnar verða kl. 3 e.h. á laugardag og kl. 1.15 e.h. á sunnu- dag. Tilkynnt verður um frekari há- tiðir seinna. Guörún K. Jörgensen, formaður Austfirðingaféiagsins, afhendir Þórarni Þórarinssyni, fyrrum skóla- stjóra á Eiðum, þrjátiu þúsund krónur sem framlag til gerðar minnisvarða um Inga T. Lárusson tónskáld. Asamt þeim er á myndinni stjórn félagsins: Brynjólfur Ingólfsson, Margrét Stefánsdóttir, Gunnar Vaidemarsson og Eirikur Lárusson. Gjaldkerinn, Sigrún Haraldsdóttir, var ekki viðstödd. Timamynd: Róbert. SJÖTUGT ÁTTHAGAFÉLAG gébé—Reykjavik — Um þessar mundir á Austfirðingafélagið i Reykjavik sjötiu ára afmæli. Er það langelzt átthagafélaga hér i bæ. Austfirðingafélagið hefur frá upphafi veriðtengiliður milli þess fólks á Reykjavikursvæðinu, sem bundið var Austurlandi áttahaga- böndum, en átti það ekki lengur nema I minningunni. Nokkrir Austfirðingar tóku sig saman á þorranum 1904 og ákváðu þá, að eftirleiðis skyldu þeir halda miðsvetrarsamsæti á vetri hverjum. Fyrstu árin voru samkomur þessar kailaðar Aust- firðingakvöld eða samsæti, en 1910 breyttist þetta i Aust- firðingamót, og var upp frá þvi vel þekkt fyrirbæri i menningar- og skemmtanalifi höfuðborgar- innar, og raunar þekkt um allt land, þvi siðar var útvarpað dagskrám þessara móta um ára- bil. Mörg átthagafélög Austfirðinga hafa risið upp á siðari árum, og hefur þvi minnkað þörf á skemmtanahaldi á vegum Aust- firðingafélagsins, sem ekki keppir við þessi félög, heldur er, eins og áður, sameiningartákn allra Austfirðinga búsettra á StórRey k ja vikursvæðinu. A sl. vetri hóf Atthagasamband Héraösmanna, undir stjórn Þór- arins Þórarinssonar, fyrrum skólastjóra á Eiðum, baráttu fyrir þvi að Inga T. Lárussyni tónskáldi yrði reistur minnisvarði á Austurlandi. Austfirðinga- félagið og önnur áttahagafélög Austfirðinga hafa heitið stuðningi við þessa hugmynd. Formaður Austfirðinga- félagsins, Guðrún K. Jörgensen, afhenti nýlega Þórarni Þórarins- syni þrjátiu þúsund krónur, sem verja skal til að reisa minnis- varðan. Þórarinn sagði, að fljót- lega yrði skipuð framkvæmda- nefnd til að leita eftir hug- myndum um minnisvarðann og hafa samráð við listamenn. Þess- ar þrjátiu þúsun krónur frá Aust- firðingafélaginu eru fyrsta framlagið, en sennilegt er, aö minnisvarðinn verði reistur á Seyðisfirði, þar sem Ingi T. Lárusson fæddist og ólst upp. Þeir sem áhuga kynnu að hafa á að veita framlög til þessa málefnis, geta haft samband við Þórarinn Þórarinsson Skaftahlið 10, s. 21391. Austfirðingafélagið hefur enga félagaskrá, og þar af leiðandi engin félagagjöld. Stjórn félags- ins hefur nú kannað allýtarlega, hve margir fæddir Austfirðingar eru búsettir á Stór Reykjavíkur- svæðinu. Samkvæmt þessari könnun hefur um 3500 manns verið sent bréf, i þeirri von, að 70 ára afmæli félagsins fari ekki framhjá nein- um Austfirðingum. Að sjálfsögðu geta hafa fallið niður nöfn ein- hverra, sem hefðu átt að vera með. Austfirðingarfélagið heldur afmælishátið að Hótel Sögu 8. nóvember, og þar verða seldir aðgöngumiðar dagana fyrir hátíöina. 1 stjórn félagsins eru nú: Guðrún K. Jörgensen formaður, Sigrún Haraldsdóttir, Brynjólfur Ingólfsson, Eirikur Lárusson og Gunnar Valdemarsson. Gjafir til Nor- ræna hússins SJ—Reykjavik—Norræna húsinu hafa borizt ýmsar gjafir i sumar og haust. Frá Norrbotten-léni barst húsinu ofin veggábreiða, verk listakonunnar Christinu Lindmark. Listvefnaður þessi hefur verið hengdur upp i sam- komusalnum, samkvæmt uppástungu Ragnars Lassinantis landshöföingja, sem var hvata- maöur að þessari gjöf. Abreiðan ber nafnið Hreindýrahagi, orðin til fyrir þau áhrif, sem listakonan varð fyrir á ferð sinni þvert yfir Norrbotten, frá fjalli til fjöru. Þá hefur Letterstedtska félagiö gefið húsinu 16 mm kvikmynda- sýningarvél. TERRA fyrir HERRA Gefjun Austurstræti Herratízkan Laugavegi 27 KEA Herradeild frá GeJjun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.