Tíminn - 01.11.1974, Blaðsíða 19
Föstudagur 1. nóvember 1974.
TÍMINN
19
Framhaldssaga
FYRIR
FLÖPN
Mark Twaín:
Tumi gerist
leyni-
lögregla
Nei”
„Gleraugu?”
„Nei”.
„Geturðu ekki hald-
ið þér saman, Finnur,
þú tefur aðeins fyrir,
svo að Jaki getur ekki
haldið áfram sögunni.
Hvað var það, sem
hann keypti, Jaki?”
spurði Tumi.
,,Þvi geturðu aldrei
getið upp á, þó að þú
getir allt þitt lif. Það
var ekki annað en
skrúfjárn, aðeins litið
og einkar algengt
skrúfjárn”.
„Nú hef ég aldrei
heyrt annað eins!
ætlaði hann að gera
með það?”
„Það var nú einmitt
það, sem mig langaði
til að vita. Þetta var
svo undarlegt, að ég
gapti af undrun”.
„Hvað i ósköpunum
getur hann ætlað að
gera með það”, hugs-
aði ég.
„Jæja, þegar hann
kom út úr búðinni,
varaðist ég auðvitað
að verða á vegi hans,
en veitti honum eftir-
för að annarri skran-
verzlun, þar sem hann
keypti sér rauða
flónelsskyrtu og
nokkrar aðrar gamlar
flikur — einmitt þær
sömu sem hann er i
núna, eftir þvi sem
mér skilst af lýsing-
unni. Ég fór niður á
bryggju og faldi dót
mitt i bátnum, sem
við höfðum ákveðið að
fara með. Siðan gekk
ég aftur upp i borgina
og ráfaði um. Þá kom
ég auga á Hal Clay-
ton, hinn félaga minn,
þar sem hann var að
búta niður gamla og
y|i
SB.
OKTOBER-NAAASKEIÐ
FÉLAGSMÁLASKÓLA
FRAMSÓKNARFLOKKSINS
Laugardagur 2. nóv.kl. 3.
Erindi: Eysteinn Jónsson. —
FLOKKSSTEFNAN OG
FORSENDUR HENNAR.
UmræBur og fyrirspurnir.
Námskeiðið verður haldið að Rauðarárstig 18. Leiöbeinandi er
Jón Sigurðsson. Þátttakendur hafið samband sem fyrst við skrif-
stofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstig 18. Simi 24480.
ÖLLUA/t HEIWUL ÞATTTAKA
l J
O Böðull
dýri, frá aldauða, að eyjarnar eru
mjög örðugar yfirferðar.
Svo einstætt er dýralif Gala-
pagoseyja, að vafasamt er talið
að Charles Darwin hefði skrifað
sina frægu bók um uppruna teg-
undannaef hann hefði ekki komið
þangað, en þangað kom hann á
hnattferð sinni árið 1835.
Galapagoseyjar eru eigi mjög
fjarri Suður-Ameriku, en einnig
þar böðlast maðurinn áfram með
sama tillitsleysinu i garð dýranna
og hvarvetna annars staðar og
færir stööugt út kviarnar. Jafnvel
hinir firnamiklu frumskógar
Brasiliu, sem óralengi hafa verið
griðastaður margra dýrateg-
unda, verða i æ rikara mæli
áhrifasvæði hvitra manna.
Með hraða þeim, sem hugurinn
getur farið, er'fljótgert að bregða
sér hálfa leið umhverfis hnöttinn,
og nú skulum við á einu augna-
bliki fara þá löngu leið frá Gala-
pagoseyjum til Islands, sögu-
eýjarinnar i norðurhöfum. En ef
við höfum gert gælur við þá hug-
mynd, að norður þar sé viðhorf
manna til dýranna allt annað og
betra en á suðurhvelinu, er hætt
við að við verðum fyrir vonbrigð-
um.
Ég hef áður minnzt á þátttöku
okkar tslendinga i þvi, að útrýma
geirfuglinum, en málið er miklu
viðtækara. Að visu höfum við ekki
beinlinis unniö aö algerri útrým-
ingu annarra dýrategunda, en
óneitanlega höggvið djúp skörð i
raðir þeirra og er haförninn þar
augljósasta dæmið.
Ég hvarfla nú huganum örlitið
aftur i timann og minnist þeirra
ára, þegarég dvaldi i dreifbýlinu.
Mér fannst þá og ávallt siðan að
hver árstið ætti sina sérstöku
fegurð og vist er að haustið, með
sinum hljóðu náttskuggum og
marglita fölva gróðursins undir
dvinandi dagsbirtu, hafði jafnan
djúpstæð áhrif á mig. Þá
komu gæsirnar i friðum fylking
um niður með sunnlenzku stórán-
um og áttu framundan langa og
hættulega för yfir úthafið. Kvak
þeirra hljómaði unaðslega i eyr-
um mér og einhvern veginn
fannst mér það tákna kveðju frá
sumrinu, sem var að liða. En hafi
ég hugsað mér að njóta þessara
radda, sem féllu svo vel inn i
haustkyrrðina, þá skjátlaðist
mér hörmulega, þvi brátt mátti
sjá gljáfægða bila koma brunandi
eftir þjóðveginum og þar með var
friðurinn rofinn. Dynjandi skot-
hvellir kváðu við og gæsirnar
lágu I blóði sinu, ýmist dauðar
eða helsærðar. Nokkrar voru
„aðeins” vængbrotnar og reyndu,
i dauðadæmdri von um að bjarga
lífi sinu, að hlaupa brott frá
kvölurum sinum. Þau viðbrögð
gátu aðeins endað á einn veg. Svo
mikil var frekja þessara manna
og svo mikið drápsæði greip þá,
að dæmi veit ég til þess, að þeir
óku heim að bæ einum og skutu
aligæs i hiaðvarpanum.
t einhverjum fjölmiðli snemma
á siðastliðnum vetri voru flutt
hlýleg hvatningarorð til verðandi
rjúpnabana, þess efnis, að klæða
sig og nesta vel. Þessi umhyggja
var nánast hlægileg, þvi að þessir
menn höfðu að sjálfsögðu það eitt
i huga að drepa saklausa fugla,
sem börðust haröri baráttu fyrir
lifi sinu I köldum örrnum vetrar-
ins. Göfugri var hugsunarháttur-
inn ekki.
Eitt af dagblöðunum birti I
fyrrasumar viðtal við einhvern
laxveiðimann, undir svohljóðandi
yfirskrift: „Laxveiðin veitir unað
og hvild”. Svo mörg voru þau orð.
Hvað er það svo við laxveiðina,
sem veitir mönnum unað? Jú,
einfaldlega það aö horfa á dauða-
strið dýrsins, auk þess sem
matarvonin gripur þarna inn i og
eykur við ánægjuna.
Ýmsar ómannúðlegar drápsað-
ferðir hafa tiðkazt hér á landi
fram til þessa og nægir að nefna
hinar viðbjóðslegu flekaveiðar
þvi til sönnunar. Aðeins örfá ár
eru siðan að sú glæpsamlega
veiðiaðferð var bönnuð með lög-
um og sýnir það glögglega hve
svifaseinir valdhafar eru, þegar
um dýraverndun er að ræða.
Ég hef hér að framan nær ein-
göngu minnzt á landdýrin, spen-
dýr og fugla. En dýr hafsins
verða þó engu siöur fyrir barðinu
á manninum og er i þvi sambandi
skylt að geta þess, að sumar
tegundirhvala eru þegar i útrým-
ingarhættu. Og i heild skipta þær
dýrategundir hundruðum, sem
maðurinn er á góðri leið með að
gereyða.
Hugsanlegt er, og raunar lik-
legt, að sá timi sé eigi mjög langt
framundan, að maðurinn tortimi
sjálfum sér. Nú ræður hann yfir
gereyðingarvopnum, sem gera
honum slikt mögulegt. Og ótrú-
legt er að þau vopn verði ekki ein-
hvern tima notuð. Þá verða ný
þáttaskil i sögu lifsins og enginn
veit hvaða ættbálkur dýra hefst
næst til valda á jörðinni. Hitt er
vist, að framvinda lifs i einhverri
mynd verður ekki stöövuð, þvi að
lifsmeiðinn mikla — hinn skap-
andi mátt náttúrunnar — megnar
maðurinn ekki að eyða.
Eyþór Erlendsson
frá Helgastöðum
© Bindindi
drykkju. Slikar tölur eru ekki
birtar opinberlega, eins og tölur
um fjölda þeirra, sem bjargað er
úr sjávarháska.
— Og þess skulu menn minnast,
að vilji þeir i alvöru stuðla að
umbótum i áfengismálum, eru
heimatökin hæg. Ahrifamest er
að byrja á sjálfum sér, gerast
sjálfur bindindismaður. Það er
staðreynd, að aldrei hefur
ástandið i áfengismálum verið
betra en þegar bindindis-
hreyfingin var sem sterkust. Það
er ekkert einkamál bindindis-
manna, hver hlutur hreyfingar
þeirra verður, það er hagsmuna-
mál þjóðarinnar allrar, engu
siður en landvernd og landhelgi.
Og þó einhverjum finnist kannski
að litið lið sé að honum, þá skyldi
þess minnzt, að fordæmið er bezti
kennarinn, og enginn er svo
vesæll, að ekki sé hann einhverra
fyrirmynd. -SJ.
Framsóknarfélag Dalasýslu
Aðalfundur Framsóknarfélags Dalasýslu verður haldinn i As-
garði sunnud. 3. nóv. klukkan 3. — Venjuleg aðalfundarstörf.
Einnig kosning fulltrúa á kjördæmisþing og kosnir fulltrúar á
flokksþing. Asgeir Bjarnason mætir á fundinum.
FUF Dalasýslu
Aðalfundur Fél. ungra framsóknarmanna Dalasýslu verður
haldinn i Ásgaröi sunnudaginn 3. nóv. kl. 3. Venjuleg aöalfundar-
störf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing og kosning fulltrúa á
flokksþing.Gerður Steinþórsdóttir ræðir málefni SUF og stjórn-
málaviðhorfin. Asgeir Bjarnason mætir á fundinum.
Stjórnin.
Kópavogur
Aöalfundur Framsóknarfélags Kópavogs verður haldinn
fimmtudaginn 7. nóvember n.k. i Félagsheimilinu (neðri sal) og
hefst kl. 20.30 stundvislega. Auk venjulegra aðalfundarstarfa
verða kosnir fulltrúar á flokksþing og kjördæmisþing. Þráinn
Valdimarsson framkvæmdastjóri mætir og svarar fyrirspurn-
um Stjórnin.
Kópavogur
FUF i Kópavogi heldur aðalfund i Félagsheimilinu i Kópavogi
föstudaginn 1. nóv. kl. 20.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á 15. flokksþing framsóknar-
manna.
3. Onnur mál.
Njarðvíkingar
Framsóknarfélag Njarðvikur heldur aðalfund laugardaginn 2.
nóv. 1 Framsóknarhúsi Keflavikur kl. 2. Venjuleg aðalfundar-
störf. Félagsmenn mætið stundvislega.
Vestur-Skaftafellssýsla
Aðalfundur Framsóknarfélaganna I Vestur-Skaftafellssýslu,
eldri og yngri, verða haldnir 1 félagsheimilinu, Kirkjubæjar!
klaustri laugardaginn 2. nóvember kl. 15:30. Dagskrá 1. venjuleg
aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 3. Kosning
fulltrúa á 16. flokksþing Framsóknarmanna. Þingmenn
kjördæmisins mæta á fundinum. Stjórnin.
Borgarf jarðarsýsla
Fundur verður haldinn I Framsóknarfélagi Borgarfjarðarsýslu
að Brún I Andakilshreppi, föstudaginn 1. nóv. og hefst kl. 21.
Dagskrá: 1. Kosnir fulltrúar á 16. flokksþing
Framsóknarflokksins. 2. Rættum stjórnmálaviðhorfið. 3. önnur
mál. Asgeir Bjarnason alþingismaður mætir á fundinum.
Stjórnin.
Framsóknarfélag Reykjavíkur
Fundur i Framsóknarfélagi Reykjavikur mánudaginn 4. nóv. i
Glæsibæ kl. 20.30. Fundarefni: Kosnir fulltrúar á Flokksþing.
Umræður um stjórnmálaviðhorfið. Stjórnin.
/
Sauðórkrókur
FUF í Skagafiröi heldur almennan félagsfund I Framsóknarhús-
mu Sauðárkróki sunnudaginn 3. nóv. kl. 16. Dagskrá: 1. Eggert
Jóhannesson og Pétur Einarsson ræða málefni SUF og stjórn-
málahorfurnar og svara fyrirspurnum. 2. Kosning fulltrúa á
flokksþing. Stjórnin.’‘
Keflavík
V^tj
Aðalfundur Framsóknarfélags Keflavikur verður haldinn i
Framsóknarhúsinu, fimmtudaginn 7. nóv. kl. 20.30. Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á 16. flokksþing
Framsóknarmanna. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing. önnur
mál. Félagsmenn mætið stundvislega.
jórnin.
f
Húsavík
FUF Húsavik heldur almennan félagsfund i félagsheimilinu
Húsavik föstudaginn 1. nóv. kl. 21. Eggert Jóhannesson og Pétur
Einarsson ræða málefni SUF, og stjórnmálahorfurnar og svara
fyrirspurnum.
r
Akureyrl
FUF Akureyri heldur almennan félagsfund i félagsheimilinu
Hafnarstræti 90 laugardaginn 2. nóv. kl. 15. Eggert Jóhannesson
og Pétur Einarsson ræða málefni SUF og stjórnmálahorfurnar
og svara fyrirspurnum.
Austur-Húnavatnssýsla
FUF i Austur Húnavatnssýslu heldur fund á Hótelinu Blönduósi
sunnudaginn 3. nóv. kl. 20:30. Dagskrá: 1. Eggert Jóhannesson
og Pétur Einarsson ræða málefni SUF og stjórnmálahorfurnar
og svara fyrirspurnum. 2. Kosnir fulltrúar á flokksþing. Stjórn-
in.