Tíminn - 01.11.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.11.1974, Blaðsíða 9
Föstudagur 1. nóvember 1974. r v (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Pórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjaid kr. 600.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. J Raunir Ragnars Það sannast á Ragnari Arnalds, að menn eru fljótir að snúa baki við þeim, sem er að missa völdin. Ragnar er nú i þann veginn að láta af for- mennsku Alþýðubandalagsins, enda lætur Þjóðviljinn nú fátt ógert til þess að gera hlut hans sem minnstan. Þetta gerir Þjóðviljinn m.a. á þann hátt, að hann heldur þvi kappsamlega fram, að það hafi strandað á Framsóknarflokknum, að ekki tókst að mynda nýja vinstri stjóm. Með þessum áróðri er Þjóðviljinn m.a. að reyna að gera Ragnar ómerkan orða sinna, en Ragnar skýrði skilmerkilega frá þvi i viðtali, sem Þjóðviljinn birti við hann, þegar umræddri stjórnar- myndunartilraun lauk, að hún hefði strandað á Alþýðuflokknum. Eins og Þjóðviljinn ber með sér, er nú reynt að gera veg Ragnars sem minnstan innan Alþýðubandalagsins með þvi að ómerkja þessa frásögn hans. Við þessa frásögn Ragnars Arnalds er það eitt að athuga, að hann sagði ekki nema hálfan sann- leikann. Sama dag og Þjóðviljinn birti viðtalið við Ragnar, birti Alþýðublaðið viðtal við Gylfa Þ. Gislasom Þar lýsti Gylfi yfir þvi, að umrædd stjórnarmyndunartilraun hefði strandað á Alþýðubandalaginu. Gylfi segir hér einnig hálfan sannleikann. Sannleikurinn kemur fyrst i ljós, þegar frásögur þeirra Ragnars og Gylfa eru lagðar saman. Tilraunin til að mynda nýja vinstri stjórn strandaði á sameiginlegum óvilja og andstöðu bæði innan Alþýðuflokksins og Alþýðu- bandalagsins. Eini flokkurinn, sem stóð heill að þessari tilraun, var Framsóknarflokkurinn. Hinar dulbúnu árásir Þjóðviljans á Ragnar Arnalds breytla ekki þessari staðreynd. Nartið í Einar Þjóðviljinn er nú öðru hverju að narta i Einar Ágústsson. Ádeiluefnið er helzt það.að hann hafi ekki komið fram þeim tillögum i varnarmálum, sem hann bar fram á siðastl. vetri um brottför varnarliðsins, og hafi nú samið um miklu minni áfanga. Þetta er ekki sök Einars. Fyrri tillögur Einars strönduðu á þvi, að andstæðingar þeirra fengu stöðvunarvald á Alþingi i siðustu þing- kosningum. útilokað var þvi að koma þeim fram að sinni. Þá var ekki um annað að velja en taka næstbezta kostinn. Það er ekkert nýtt, að kosningaúrslit hindri það, að stjórnmálamenn eða stjórnmálaflokkar nái strax þvi marki, er þeir setja sér. Þá er að reyna að ná þvi mesta fram, sem hægt er undir breyttum kringumstæðum. Hitt væri uppgjöf, að snúa alveg baki við málinu og láta annan taka við. Þannig eiga stjórnmálamenn eða stjórnmála- flokkar ekki að vinna. Góð erindislok Ólafur Jóhannesson viðskiptamálaráðherra og samstarfsmenn hans hafa náð góðum málalokum i Moskvu i samningum við rússnesk stjórnarvöld um hina miklu skuldasöfnun vegna oliu- verðhækkunarinnar. Þar tókst ekki aðeins að ná samkomulagi um sæmilega greiðsluskilmála, heldur einnig um sölu á verulegu magni á fiski- mjöli, sem illa gengur nú að selja. Jafnframt eru svo góðar horfur á enn auknum útflutningi til Sovétrikjanna til greiðslu á oliunni. Þetta bætir verulega hina erfiðu viðskiptastöðu Islands um þessar mundir. Það ber að meta, að Rússar hafa sýnt skilning á aðstöðu Islendinga. -Þ.Þ. TÍMINN 9 ERLENT YFIRLIT Konur sækja fram í Bandaríkjunum Þeirra gætir nú mjög í kosningabaráttunni Efst: Colleen O’Connor og Bob Wilson i miöið- Samuel L. Devine og Frances Ryan neðst- Margaret Costanza og Barber B. Conable jr. t ÞINGKOSNINGUNUM og rikisstjórakosningunum, sem fara fram i Bandarikjunum á þriðjudaginn kemur, er demó- krötum spáö miklum sigri og valda þvi einkum tvær ástæð- ur, Watergatemálið og efna- hagsmálin. Það er svo at- hyglisvert i sambandi við kosningarnar, að miklu meira ber nú á konum I kosningabar- áttunni en dæmi eru til um áð- ur. Meðal annars eru nú horf- ur á, að kona verði kjörin rikisstjóri i fyrsta sinn vegna eigin verðleika. Að visu hafa þrjár konur náð rikisstjóra- kosningu áður, en það hefur gerzt á þann veg, að eigin- menn þeirra hafa gegnt rikis- stjóraembættinu, en ekki mátt bjóða sig fram aftur, og þá gripið til þess ráðs að bjóða eiginkonuna fram og siðan stjórnað i nafni hennar. Nú er þessu ekki þannig farið. Ella Tambussi Grasso, sem er frambjóðandi demókrata i Connecticut, er valin til fram- boðs vegna eigin verðleika og þykir einnig likleg til að verða kjörin sökum þess álits, sem hún hefur unnið sér. Þvi er jafnframt almennt spáð, að hún verði dugandi rikisstjóri. Þá eru horfur á, að kona, Mary Anne Krupsak, verði kjörin vararikisstjóri i New York riki, og verður hún þá fyrsta konan, sem er kjörin til aö gegna þar mikilvægu emb- ætti i þágu rikisins. Krupsak er 42 ára gömul, póslk að ætt, lögfræðingur að menntun, gift og barnlaus. Hún hefur tvi- vegis náð kosningu til fulltrúa- deildar þingsins i New York riki, en á nú sæti i öldunga- deild þess. Hún keppti i próf- kjöri við frambjóðanda, sem flokksstjórnin studdi, en bar sigur úr býtum. Það hjálpar þeim Krupsak og Ellu Grasso mikið, að þær koma vel fyrir i sjónvarpi, þótt hvorug sé fegurðarstjarna. Báðar eru vel máli farnar, en tala rólega og þvi sannfærandi og virðast þekkja vel til þeirra mála, sem rætt er um. Þannig hefur blaðamönnum aldrei tekizt að finna neinn snöggan blett hjá Ellu Grasso, þótt oft hafi þeir spurt hana spjörunum úr. Óþægilegum spurningum tek- ur hún með mestu ró og svarar þeim skýrt og skilmerkilega. MARGAR konur taka svo þátt i kosningunum til full- trúadeildar Bandarikjaþings og þykja viða sigurvænlegar. Þannig eru þrir þingmenn republikana, sem hafa verið miklir áhrifamenn á þingi, taldir i hættu, en þeir keppa allir við konur, sem demó- kratar tefla fram gegn þeim. Þekktastur þeirra er Wilson i Kaliforniu, sem keppir við Colleen O’Connor, 29 ára gamla fyrrv. balletdanskonu, Ella Grasso og eiginmaöur hennar en núv. sögukennara. Annar er Samuel L. Devine i Ohio, sem keppir við frú Frances Ryan, sem stundaði blaða- mennsku um skeið. Sá þriðji er Barber B. Conable i New York riki, sem keppir við Margaret Costanza, sem er nú borgarstjóri i Rochester, 41 árs. Það myndu þykja mikil tiðindi, ef allar þessar þrjár konur næðu kosningu, þar sem þær eiga i höggi við þekkta og virta þingmenn, sem eiga langan stjórnmálaferil að baki. Sá kvenframbjóðandi til fulltrúadeildarinnar, sem dregur að sér mesta athygli, er þó sennilega Judy Petty, sem keppir við Wilbur Mills i Arkansas Mills hefur verið tal- inn voldugasti maðurinn i full- trúadeildinni, en hann hefur lengi verið formaður fjárveit- inganefndar öldungadeildar- innar. Wilbur hefur verið tal- inn svo öruggur, að illa gekk að fá frambjóðanda gegn hon- um að þessu sinni. Að lokum gaf sig þó fram 31 árs gömul kona, Judy Petty, sem hafði verið i þjónustu Winthrops Rockefellers, fyrrv. rikis- stjóra I Arkansas. Hún hefur reynzt mjög dugandi fram- bjóðandi. Það hefur nú komið til viöbótar, að Mills, sem er 64 ára gamall, hefur nýlega orðið uppvis að vafasömum kunn- ingsskap við dansmey eina. Petty segist þó ekki vilja nota sér það i kosningabaráttunni, enda er hún fráskilin og hefur ef til vill ekki að öllu leyti hreint mjöl i pokahorninu að þessu leyti. FYRIR konur væri það vafalitiö mestur árangur, ef Ella Grassosem yfirleitt geng- ur undir nafninu Ella, næði kosningu sem rikisstjóri. Flest bendir til að hún myndi reyn- ast vel i þessari stöðu. Ella Grasso er fædd 10. júli 1919, einkabarn Italskra innflytj- anda. Faðir hennar starfaði sem bakari. Hún lagði ung inn á námsbrautina og vann að mestu leyti fyrir sér. Að loknu námi i hagfræði, hóf hún af- skipti af félagsmálum og stjórnmálum og lét sig einkum réttindamál kvenna miklu skipta. Hún átti sæti i fulltrúa- deild þingsins i Connecticut i tvö kjörtímabil, siðarvarhún rikisritari i Connecticut i þrjú kjörtimabil og loks hefur hún átt sæti i fulltrúadeild Banda- rikjaþings i tvö kjörtimabil. Þar hefur hún m.a. látið mál atvinnuleysingja til sin taka ,og sagt það furðulegt, að Bandarikjamenn gætu sent menn til tunglsins, en gætu ekki útrýmt atvinnuleysi. Hún hefur fengið mikið lof fyrir ná- ið samband við kjósendur slna. Maður hennar, sem er fyrrverandi skólastjóri, er henni mjög til aðstoðar. Þau eiga son og dóttur, sem bæði eru uppkomin og eru kennarar að atvinnu. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.