Tíminn - 01.11.1974, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Föstudagur 1. nóvember 1974.
Liklega kemur innsta eðli manns-
ins hvergi betur I ljós en I afskipt-
um hansafvarnarlausum dýrum.
Þá telur hver og einn áhættulaust,
að svipta af sér sauðargærunni og
koma fram á sjónarsviðið eins og
hann er klæddur. Menn vita fyrir-
fram, að það er talin smávægileg
yfirsjón og naumast umtalsverð
að niðast á dýrum. Og að drepa
dýr sér til gamans telst vera eins-
konar iþrótt. Er þá sigurvegar-
inn'i þeim gráa leik, þ.e. bezta
skyttan, dáður sem hetja.
Valdhafar eru samvinnufúsir i
þessum efnum og byssuleyfi er
auðvelt að fá. Aðeins þurfa tveir
„valinkunnir” menn að undir-
skrifa þar til gert plagg og þar
með er formsatriðum fullnægt.
Og fáir munu vera svo vinasnauð-
ir að þeir þekki ekki tvo „valin-
kunna” menn, sem eru fúsir til
þess að gera „vini” sinum jafn
bagalausan greiða og að skrifa
nafnið sitt, þegar ekki er um það
að ræða að setja pyngjuna jafn-
framt i hættu. Þarna eru þvi eng-
in ljón á veginum.
Drápfýsn mannsins og grimmd
eru litil takmörk sett. En til þess
að dylja skömm sina hefur mað-
urinn gefið sjálfum sér ýmis
virðuleg nöfn„. svo sem „kór-
óna sköæunarinnar”, —„hinn
vitiborni maður” (Homo sapi-
ens) og fleiri tignarheiti. En
i ákefð sinni að upphefja sig,
hefur maðurinn gleymt einu
mikilvægu atriði, nefnilega þvi,
að til er nokkuð sem kallast að
hæða sjálfan sig, og það er ein-
mitt það, sem hann hefur gert
með þessum dýrlegu nöfnum.
Saga mannsins frá upphafi til-
veru hans er i sannleika ófögur.
Slóð hans er blóði ötuð. Og með æ
fullkomnari vopnum gefst mann-
inum kærkomið tækifæri til þess
aö fullnægja drápsfýsn sinni. Að
rekja þessa blóði drifnu slóð
gegnum liðinn tima, ár og aldir,
væri efni i stóra bók, eða öllu
fremur margar bækur. 1 stuttri
blaðagrein er þess að sjálfsögðu
enginn kostur. örfá atriði skal þó
minnzt á, máli þessu til staðfestu.
Þegar Evrópumenn ruddust inn
i Norður-Ameriku á sinum tima,
reikaði ótölulegur fjöldi visunda
um viðáttumiklar sléttur þessa
mikla landflæmis. Um aldaraðir
hafði engin lifvera ógnað lifi þess-
ara stóru og vöðvastæltu dýra,
nema hvað Indiánar drápu þá
ávallt nokkuð. En með komu hins
hvita manns verð ógnvekjandi
breyting þar á. Þá hófst slátrun
þessara dýra á æðisgenginn hátt.
Svo hóflaust var drápið og svo
kappsamlega var að unnið, að
innan skamms tima hafði visund-
unum nálega verið gjöreytt. Þar
sem áður höfðu verið mörg
hundruð þúsundir visunda á beit
gat upp frá þessu aðeins að lita
hvitar beinahrúgur. „Hinn viti-
borni maður” hafði sýnt mikinn
dugnað i sinu starfi og mátti þvi
vel við una, enda gerði hann það.
Litlu betri útreið fengu hin
minni spendýr, þvi að hjá mann-
inum var enga miskunn að finna.
Flest þessara dýra urðu að gjalda
þess, að „móðir náttúra” hafði af
sinu alþekkta örlæti klætt þau
mjög fögrum feldi. Eitt þeirra
var bjórinn, það merkilega dýr.
öll þessi dýr voru veidd i kænlega
útbúnar gildrur, sem þau gátu
með engu móti varast. En pyngj-
ur veiðimannanna bólgnuðu og
Geirfugl
Þegar maðurinn er i drápshug,
þá er ástæðan venjulega tvenns
konar. Sú fyrri og trúlega algeng-
ari er að hann vill þyngja pyngju
sina, en hin önnur er sú rika þörf
hans að svala drápsfýsn sinni. Ég
hygg, að fyrrnefnda ástæðan hafi
frá upphafi verið öllu yfirsterkari
i Afriku, þó að báðar hafi að sjálf-
sögðu fallið vel saman og veitt
mörgum manninum kærkominn
unað.
Mér er ljóst að málefni það,
sem hér um ræðir, er svo yfir-
gripsmikið, að ég verð að setja
þvi mjög takmarkaðan ramma ef
grein þessi á hugsanlega að finna
náð fyrir augum einhvers rit-
stjóra. En örfáar dýrategundir er
þó óhjákvæmilegt að nefna i
þessu sambandi, þó nægja verði
að geta aðeins þeirra, sem of-
sóknir mannsins hafa allra mest
beinzt að.
Af þeim mörgu dýrategundum
Afriku, sem maðurinn, sá mikli
tortimandi, hefur ofsótt og óspart
að velli lagt, vil ég fyrst og fremst
nefna bilinn, en skögultennur
hans hafa lengi verið eftirsóttar
og háu verði keyptar.
Tigrisdýr og hlébarðar hafa
jafnan verið ofarlega á dauðalista
hvitra manna sakir sinna fögru
felda, sem mjög eru eftirsóttir i
koðkápur kvenna. Byssukúla
þykir spilla feldinum og þvi hafa
menn fundið upp nýjar drápsað-
ferðir, sem eru svo grimmilegar,
að sjálfur myrkrahöfðinginn
mætti öfunda þá af hugkvæmn-
inni. Verður þeim glæpaverkum
ekki lýst frekar hér.
Afriku-strúturinn, sem er al-
gerlega ófleygur, var lengi ofsótt-
asta dýr álfunnar. Ástæðan var
sú, að hann er prýddur undur-
Böðull lífsins
það var frá þeirra sjónarmiði
aðalatriöið.
Af þeim mörgu fuglategundum,
sem svo illa hafa orðið fyrir barð-
inu á manninum að alger útrým-
ing hefur af hlotizt, vil ég fyrst og
fremst nefna geirfuglinn, þvi að
örlög hans eru, sem kunnugt er,
samtvinnuð sögu okkar Is-
lendinga á miður ánægjulegan
hátt. Þéssir ófleygu fuglar, sem
fyrrum lifðu þúsundum saman
við Nýfundnaland, Labrador og
viðar, reyndust manninum auð-
veld bráð. Fiskimenn bókstaflega
smöluðu þeim saman og drápu þá
unnvörpum. Og þeirri slátrun
linnti ekki meðan nokkur fugl
þessarar tegundar var finnanleg-
ur. íslendingar fullkomnuðu svo
böðulsverkið endanlega með þvi
að drepa tvo siðustu geirfuglana i
Eldey árið 1844. Þar með var
heimurinn einni fuglategund fá-
tækari.
Telja má vist, að allar dýra-
tegundir Evrópulanda hafi
snemma goldið mikið afhroö
vegna nálægðar sinnar viö
„menninguna”. út I það málefnið
verður ekki farið frekar hér. Að-
eins skal þess getið, að mikinn
hluta þessara dýra hefur maður-
inn drepið einungis sér til gam-
ans, eða með öðrum oröum til
Indverskur fill.
Risakengúra.
þess eins, að metta aö nokkru
leyti sina annars óseðjandi dráps-
fýsn.
Afrika var, sem alkunnugt er,
auðugri að dýralifi en nokkur
önnur heimsálfa, svo að þar kom
enginn samanburður til greina.
Hún varð þvi, er fram liðu timar,
sannkallað óskaland hins rán-
gjarna hvita manns. Lög og sett-
ar reglur voru þar óþekkt og gat
þvi hver og einn athafnaö sig að
vild sinni. Og þar sem grimmd og
drápseðli eru manninum I blóð
borin, er eigi örðugt að geta sér til
um athafnir hans meðal vilitra
dýra i þessum heimshluta, enda
er sá glæpaferill löngu þekktur.
Þegar Evrópumenn komu fyrst
til Afriku, var þar slikur urmull
dýra hvarvetna að ævintýri var
likast. Blessunarlega laus við
nærveru hins hvita manns höfðu
dýr þessi lifað i órofa frelsi frá
upphafi tilveru sinnar. Og þó aö
þau væru býsna ólik að sköpun
allri og eðlishvöt, áttu þau það þó
sameiginlegt, að hvert einstakt
þeirra var (og er) hlekkur 1
voldugri lifkeðju, sem náttúran
hafði um ótölualdir mótað og full-
komnað af sinni alkunnu snilli.En
með komu vestrænna manna
varð á þessu ægileg breyting.
Hinu fullkomna jafnvægi þessa
einstæða lifheims var skyndilega
raskað af litilli fyrirhyggju, en
þeim mun meiri grimmd. Líf-
keðjunni miklu var umsvifalaust
sundrað.
fögrum vængja og stélfjöðrum,
sem hafa ætið verið mjög eftir-
sóttar til skrauts. Kaldrifjaðir
Arabar tóku höndum saman og
eltu sama fuglinn á fráum hest-
um, unz hann örmagnaðist. Var
þá sjálft böðulsverkið auðvelt I
framkvæmd.
Nú á timum er reynt aö vernda,
á friðlýstum svæðum, leifarnar af
hinum mörgu dýrategundum
Afriku, en gengur örðuglega, þvi
að glæpamenn úr ýmsum áttum
vilja koma þeim i hel og nota til
þess allar þær grimmdarfullu að-
ferðir, sem samvizkulaus manns-
heili getur upphugsað.
Frá Afriku er skammt i við-
lendur Aslu-landa, en þar er
dýralif sum staðar mjög fjöl-
skrúðugt og þó einkum á Ind-
landi. Um það mætti að sjálf-
sögðu skrifa langt mál, en verður
ekki gert hér. Eina fuglategund,
sem tilheyrði þessari heimsálfu,
vil ég þó sérstaklega nefna, en sú
er dúdúfuglinn svonefndi. Þessi
einkennilegi fugl lifði fyrrum á
eyjunni Mauritius i Indlandshafi,
sem raunar er stærsta eyjan i
sérkennilegum eyjaklasa. Fugl-
inn var ófleygur, en slíkt er og
hefur ævinlega verið dauðasök i
augum mannsins. Arið 1642 sett-
ust Hollendingar að á eyjum
þessum og þar með urðu þær aö-
njótandi þeirrar „menningar”,
sem ávallt fylgir I slóð hvitra
manna. Er skemmst frá þvi að
segja, að á næstu áttatiu árum
var dúdúfuglinum gereytt og er
það eitt versta verk, sem unnið
hefur verið fyrr og siðar og er þá
mikið sagt.
Eins og hvert mannsbarn veit,
er Ástralia minnsta og jafnframt
afskekktasta heimsálfan. Frá líf-
fræðilegu sjónarmiði er hún sann-
kallað undraland, heimur fyrir
sig.
Það er ekki hugsað hlutverk
þessa greinarkorns, að lýsa ein-
stökum dýrategundum, sem
„móðir náttúra” hefur af þekktri
snilli mótað og sérhæft I þessum
um milljónir ára einangraða
heimshluta, eða frá þvi að álfan
slitnaði úr samhengi við önnur
meginlönd á ártertier. Aðeins ör-
fáar tegundir skal nefna.
Þekktasta dýr Astraliu er tvi-
mælalaust risakengúran. Ætla
mætti, að hún væri þjóðarstolt i
orðsins fyllstu merkingu og þvi
friðlýst. En sliku er ekki að
heilsa. Þvert á móti er þetta
merkilega dýr drepið svo mis-
kunnarlaust að útrýmingarhætta
er framundan. Eðli mannsins er
alls staðar hið sama.
1 Ástraliu — og aðeins þar —
eru til spendýr (nefdýrin) sem
verpa eggjum og eru þvi eins kon-
ar tengiliður milli fugla og spen-
dýra. Tæplega er þess að vænta,
að þarlendir menn sýni þessum
furðulegu dýrum virðingarvott
fremur en kengúrunni. Slikt gerir
maðurinn raunar aldrei, hvaða
dýrategund sem um er að ræða,
þvi að virðingu fyrir lifi ber hann
ekki.
Strútfugldrnir emú og kasúar
eru meðal einkennisdýra Ástraliu
svo og hinir undurfögru para-
disarfuglar. Þessir ogýmsir aðrir
fágætir fuglar lifa I hættulegri ná-
lægð við manninn og eiga ekki
annarra kosta völ.
Margir munu hafa heyrt (eða
séð) getið um móafuglinn, risa-
vaxinn strútfugl, sem fyrrum lifði
á Nýja-Sjálandi. Hann var alger-
lega ófleygur, um hálfan metra á
hæð og þvi einn allra stærsti fugl,
sem jörðin hefur alið. Þennan
undursamlega fugl ofsóttu menn-
irnir og vildu feigan, enda varð
þeim að þeirri ósk sinni, þvi að sá
siðasti mun hafa fallið fyrir rúm-
lega tveimur öldum. Um svipað
leyti lifði annar enn stærri strút-
fugl á eyjunni Madagaskar I Ind-
landshafi. Einnig honum út-
rýmdu mennirnir.
Það er algild regla og löngu
þekkt, að i þeim löndum og eyj-
um, sem hafa verið einangruð um
tugmilljónir ára, hafa þróazt
ýmsar sérkennilegar tegundir
dýra, sem hvergi finnast annars
staðar á gervallri jörðinni. Fræg-
astur allra slikra staða eru svo-
nefndar Galapagoseyjar I Kyrra-
hafi. En ekki voru þessar eyjar
fyrr uppgötvaðar af mönnum, og
þá jafnframt hið merkilega dýra-
lif þeirra, en ógæfan skall yfir
þær eins og flóðbylgja. Ár-
milljóna friður var samstundis
rofinn og eyjarnar gerðar að vig-
velli. Telja má vist, að það eitt
hafi að minnsta kosti bjargað
risaskjaldbökunni þvi fágæta
Framhald á 19. siðu
y&mz
Afrikustrútur