Tíminn - 01.11.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.11.1974, Blaðsíða 7
Föstudagur 1. nóvember 1974. TÍMINN 7 Leikklúbbur Laxdæla: Sýnir í Kópavogi og á Seltjarnarnesi SÞ-BUÖardal — Leikklúbbur Lax- dæla i Búðardal sýnir barnaleik- ritið „Prinsessan gat ekki sofn- að” I félagsheimiiinu i Kópavogi laugaraginn 2. nóvember, og i fé- lagsheimilinu á Seltjarnarnesi sunnudaginn 3. nóvember kl. 15. Höfundur og leikstjóri er Kristján Jónsson, en söngtexta- höfundur er Anna Kristjánsdóttir. Leikendur eru ellefu, auk tveggja hljóðfæraleikara. Leikritið hefur fengið frábærar undirtektir i Búðardal. Það var ásamt Skugga Sveini, sem var sýndur 6 sinnum i vor við mjög góðar undirtektir, enduræft nú i haust og sýnt þrisvar sinnum. Leikátjóri Skugga Sveins var einnig Kristján Jónsson. Starfsemi Leikklúbbs Laxdæla hefur staðið með miklum blóma frá stofnun hans, sem var fyrir rúmum þremur árum. Atta verk hafa verið tekin fyrir. Aðstaða i Dalabúð er mjög góð, og hefur Leikklúbburinn bætt all- an sviðsútbúnað. Formaður klúbbsins er Rósa Sigtryggsdótt- ir. JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum i dag. Auk þess fáið þér frian álpappir með. Hagkvæmasta einangrunarefnið I flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville i alla einangrun. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Sendum hvert á land sem er. JI9 JÖN LOFTSSON Hringbrout 121 . Simi 10-600 4 HF. WH Flugleiðavél til Cargolux — annast vöruflutninga milli Luxemborgar FLUGLEIÐIR H.F. hafa gert samning við vöruflutningaflug- félagiðCargolux i Luxemborg um leigu — með áhöfnum — á þotu af sömu gerð og þær, er halda uppi áætlunarflugi Loftleiða. Þotan er af gerðinni DC-8 Super 63, og var hún afhentí Luxemborg s.l. föstu- dag. Annast hún vöruflutninga Cargolux milli Luxemborgar og Hong Kong fram i miðjan desem- ber n.k., og verða farnar þrjár ferðir f viku. Fyrstu fjórar áhafnirnar þ.e. fjórir flugstjórar, fjórir aðstoðar- flugmenn og fjórir flugvélstjórar, fóru utan á fimmtudag og föstu- dag I síðustu viku. Fór hin fyrsta langleiðina til Hong Kong, tvær til Dubai við Persaflóa, en þar fara fram áhafnaskipti, eld- sneytistaka ofl., og hin fjórða til Luxemborgar. Tók sú við þotunni I Luxemborg við komuna þangað og lagði upp í austurförina siðla dags s.l. laugardag. Flugleiðin austur til Hong Kong er um Beirut, Dubai og Bangkok i Thai- landi, og er flugtiminn samtals allt að 17 klst. Rekstur Cargolux gengur til- tölulega vel, þótt félagið hafi ekki farið varhluta af örðugleikum vegna mikillar hækkunar á eldsneyti — og timabundins skorts á þvi. Flugliðar eru nú samtals 63, flestir Islendingar Af þeim starfa 18 á annarri leiguþotu af gerðinni DC-8-55. I vetur verður sú þota i vöruflutningum milli Evrópu og borgarinnar Lubumbashi i Zaire i Afriku, skv. sérstökum samningi, og verða flognar tvær ferðir i viku. Auk þess starfrækir Cargólux fimm vöruflutningavélar af gerðinni CL-44. Verkefnin eru mörg og marg- breytileg. Nú er t.d. flogið viku- lega með vörur milli Evrópu og Lagos i Nigeriu og þrisvar i viku til Lusaka i Zambiu. Og fyrir nokkru stigu flugliðar Cargolux á sovézka grund, er þeir fóru fjórar leiguferðir fyrir Air India milli Moskvu og Nýju Delhi. Fraktin var rússneskt kynbótafé — alls 1,600 sauðkindur. Sölukerfi Cargolux nær til fjar- og Hong Kong lægra landa viða um heim, og hafa dótturfyrirtæki verið stofnuð I Hong Kong og Tokyó. Sölumann eða söluskrifstofu hefur félagið einnig i Seoul i Suður-Kóreu, Singapore og Bangkok. Starfs- menn eru nú rúmlega 240, þar af 100 i viðgerða- og viðhaldsdeild- inni á Luxemborgarflugvelli og allt að 80 á skrifstofum félagsins. Aðalskrifstofan er á Luxem- borgarflugvelli, og þar er félagið nú að byggja stórt og mikið flug- skýli, sem verður tilbúið I janúar næsta ár. Verður það 9,405 fer- métrar að stærð og getur rúmað tvær stórar DC-8 þotur. Þar verður viðhaldsdeildin til húsa og önnur starfsemi félagsins á annarri og þriðju hæð byggingar- innar. Jón prófessor Helgason flytur fyrirlestur PRÓFESSOR Jón Helgason flyt- ur fyrirlestur i boði heimspeki- deildar Háskóla Islands, föstu- daginn 1. nóvember n.k. kl. 5.15 i hátiðasal Háskólans. Fyrirlestur- inn nefnist: Hitt og annað um Magnús prúða. úllum er heimill aðgangur. BILAVARA- HLUTIR NOTAÐIR VARAHLUTIR í FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLÁ M.a. Benz sendiferðabíl 319 Rússajeppa Austin Gipsy Willys Station LCIkÍSíík/ ííILUímIjííIíí ÍTlinni/-oq verðlauna peninqar Félaqa-oq /tarf/manna merki Jkólar, klúbbar, fyrirtæki oq /tofnanir NÝTT FYRIRTÆKI — NÝJAR HUGMYNDIR — YÐAR HUGMYNDIR FRAMLEIÐUM EFTIR PÖNTUNUM, I I 1 ■ MÁLMIÐJA SKRIFSTOFA ÁRMÚLA 1 SÍMI 82420 REYKJAVÍK PÓSTH 1151 VERKSMIÐJA DUGGUVOGI 2 BILAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9-7 alla virka daga og 9-5 laugardaga. Electrolux

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.