Tíminn - 01.11.1974, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Föstudagur 1. nóvember 1974.
Færeyingar
vildu fyrst
mæta íslend-
Don Revie var
-------eitt bros--------------
— eftir að strdkarnir hans höfðu unnið sætan sigur yfir Tékk-
um 3:0 d Wembley. Hann er nú d góðri leið með að byggja
mgum
í opinberum landsleik í handknattleik.
Mesta virðing, sem við getum sýnt
þeim, er að fjölmenna d fyrsta opin-
bera landsleik þeirra, sem fer fram í
Laugardalshöllinni d sunnudaginn
upp sterkt enskt landslið
Einn bezti dagur brezkrar knatt-
spyrnu var s.l. miðvikudag, er öll
landsiið Bretlandseyja unnu
landsleiki við önnur Evrópulið, og
skoruðu þau samtals þrettán
mörk, án þess að fá á sig mark.
Sá sigur, sem hvað mest er I
sviðsljósinu, er sigur Englands
yfir Tékkósióvakiu, 3-0 á Wemb-
ley, aö viðstöddum 86.000 áhorf-
endum. AUra augu beindust að
þessum leik, vegna þess að þetta
,,Við ætlum að taka mjög vel á
móti Færeyingum og vonum að
við fáum til þess góðan stuðning
— handknattleiksunnendur eru
hvattir til aö fjölmenna á lands-
leik tslands og Færeyja. Það er
mesta viröingin, sem hægt er að
sýna þeim”, sagði Sigurður Jóns-
son, formaöur HSl, þegar hann
skýrði frá komu Færeyinga. Það
var okkur mikið gleðiefni, að
Færeyingar lögðu mikla áherzlu
á, að fyrsti opinberi landsleikur
þeirra i handknattleik yrði gegn
islendingum. Þeir fóru fram á
þaö, þegar þeir gerðust nýlega
aðilar að alþjóðahandknattleiks-
sambandinu — IHF.
Fyrsti opinberi landsleikur Is-
lands og Færeyja verður leikinn i
Laugardalshöllinni á sunnudag-
inn, og hefst hann kl. 16.00. Ein-
stök samvinna hefur ávallt verið
á milli Islendinga og Færeyinga,
og hefur stjórn HSI mikinn áhuga
á þvi, að sú samvinna verði bund-
in sterkari böndum i framtiðinni.
Islendingar hafa leikið 5 lands-
leiki gegn Færeyingum i hand-
knattleik, en leikurinn á sunnu-
daginn verður sá fyrsti, sem
verður skráður sem slikur.
Fyrsti landsleikur Islands og
Færeyja var leikinn 1964, og fór
hann fram i Þórshöfn. Siðan var
annar leikurinn leikinn 1968, og
svo voru tveir leikir leiknir 1970.
Síðasti leikurinn fór fram 1971, en
úrslit leikjanna hafa verið þessi:
island — Færeyjar........26:17
ísland — Færeyjar........27:17
island — Færeyjar........29:11
island — Færeyjar........32:16
island — Færeyjar........29:14
Færeyingar hafa sótt sig mikið
i handknattleik upp á siðkastið,
og má búast við skemmtilegri
viðureign i Laugardalshöllinni á
sunnudaginn.
-SOS
HJALMFRIÐUR JÓHANNSDÓTTIR.... ein af nýliöunum I kvenna-
landsliðinu, sést hér skora mark fyrir KR.
Stórbreytingar:
var fyrsti leikurinn, þar sem Don
Revie velur og stjórnar enska
landsliðinu.
Það lið, sem hóf leikinn, var
þannig skipað:
Markvörður: Clemence (Liver-
pool).
Varnarmenn: Hughes (Liver-
pool), fyrirliði, Madeley (Leeds),
Hunter (Leeds) og Watson
(Sunderland).
Miðjumenn: Dobson (Everton),
Bell (Manchester C.) og Gerry
Francis (Q.P.R.).
Framherjar: Keegan (Liver-
pool), Channon (Southampton) og
Worthington (Leicester).
Það virtist svo sem leikurinn
ætlaði að verða endurtekning á
leiknum við Pólland, sem varð
þess valdandi að England féll i
heimsmeistarakeppninni. Enska
liðið sótti án afláts og skapaði sér
góð færi, en framherjarnir voru
ekki á skotskónum. Channon fékk
5 góð tækifæri til að skora, og
Worthington skaut i stöng. En
Tékkarnir fengu samt bezta færiö
I fyrri hálfleik, er fyrirliði þeirra,
Pivarnik, skaut þrumuskoti i slá
af 30 metra færi.
I seinni hálfleik var sama sag-
an, England sótti án afláts, en
tókst ekki að nýta færin. En á 63.
minútu leiksins lék einvaldurinn
Don Revie mjög sterkan leik.
Hann tók Dobson og Worthington
út af en setti þá Brooking (West
Ham) og Dave Thomas (Q.P.R.)
inn á i staðinn. Við þetta breyttist
leikur enska liðsins mjög til
batnaðar, og sérstaklega átti
Thomas góðan leik. Hann hafði
aðeins verið inn á i 9 minútur er
hann gaf mjög vel fyrir mark
Tékkanna, og þar var Channon
fyrir og skallaði fallega i mark. Á
79. min. kom annað mark Eng-
lands. Eftir góða samvinnu Keeg-
ans og Channons gaf sá siðar-
nefndi á Colin Bell, sem skoraði
óverjandi fyrir hinn góða mark-
vörð Tékkanna. Og aðeins þrem
minútum siðar var Channon aftur
BELL.... skoraði tvö mörk gegn
Tékkum á Wembley.
á ferðinni með góða sendingu fyr-
ir markið, þar sem Bell var til
staðar og skallaði inn. Þannig
lauk þessum leik 3-0 fyrir Eng-
land, mjög góð byrjun fyrir Don
Revie, enda var hann eitt bros
eftir leikinn. Nú er að sjá hvort
þeir geta fylgt þessum sigri eftir,
þegar Englendingar mæta Portú-
gölum I þessari sömu keppni á
Wembley þann 20. nóvember, eða
eftir tæpar 3 vikur.
Ó.o.
9 nýliðar leika gegn
Færeyingum
— með íslenzka kvennalandsliðinu í handknattleik, sem leikur
tvo leiki í Þórshöfn um helgina
★ Mörg verkefni bíða kvennalandsliðsins í
d döfinni
Arni
til
Álaborgar
— þar sem hann
tekur þátt í Norður-
landamóti unglinga
í lyftingum
„Við gerðum okkur mjög góðar
vinningsvonir með Arna”... sagöi
Guðmundur Sigurðsson, stjórnar-
maður LSt, þegar við spurðum
hann um þátttöku hins unga og
efnilega lyftingam anns Arna
Þórs Héöinssonar I Norðurlanda-
meistaramóti unglinga I lyft-
ingum sem fram fer I Álaborg I
Danmörku um helgina. Guð-
mundur sagði, að Arni væri nú I
mjög góöri æfingu um þessar
mundir, enda hefur hann æft
sérstaklega fyrir Norðurlanda-
mótið.
Stórbreytingar hafa verið gerðar
á kvennalandsliðinu i handknatt-
leik, nýju nýliðar leika meö liðinu
gegn Færeyingum I Þórshöfn um
helgina, en þar fara fram tveir
landsleikir. Astæöan fyrir þess-
um breytingum á landsliöinu eru,
að margar af okkar beztu hand-
knattleikskonum gefa ekki kost á
sér I landsliðið, þar sem þær sjá
sér ekki fært aö mæta á æfingar
hjá liðinu, sem hefur æft tvisvar i
viku upp á siðkastiö. Þar má
nefna systurnar Sigrúnu og
Björgu Guðmundsdætur úr Val,
sem eru mjög reyndar landsliðs-
stúlkur.
1 landsliöinu eru nú eftir aðeins
fjórar af þeim stúlkum, sem tóku
þátt í Norðurlandamóti kvenna-
landsliða i Riikimaki i Finnlandi i
nóvember 1973. Þrjár af þeim
voru nýliðar I landsliðinu þá. A
þessu sést, að miklar breytingar
hafa verið gerðar á landsliðinu
undanfarin ár. Leikreyndasta
stúlkan i liðinu er Arnþrúður
Karlsdóttir úr Fram, hún hefur
leikið 8 landsleiki. Annars er
landsliðið, sem leikur tvo leiki
gegn Færeyingum 2. og 3. nóvem-
ber, skipað þessum stúlkum:
MARKVERÐIR:
Gyða Úlfarsdóttir, FH,
Jónina Kristjánsdóttir, KR.
ADRIR LEIKMENN:
Arnþrúöur Karlsd. Fram 8
Erla Sverrisd. Arm. 5
Guðrún Sigurþórsd. Arm. S
vetur, 1 0 landsleikir
Oddný Sigsteinsd. Fram 3
Alda Helgad. Breiðablik 2
Bergþóra Ásmundsd. Fram
Björg Jónsdóttir, Val
Elin Kristinsdóttir, Val
Guöbjörg Jónsd. Keflavík.
Hjálmfrlður Jóhannsd. KR
Ilrefna Bjarnadóttir, Val.
Svanhvit Magnúsdóttir, FH
Þessara stúlkna biður mikið
verkefni i vetur, þær koma til
meö að leika 10 landsleiki á
keppnistimabilinu. En það er
stærsta verkefni, sem kvenna-
landsliðið hefur fengið til þessa.
Guömundur Friðrik Sigurðsson,
formaður landsliðsnefndar
kvenna, sagði að nefndin væri nú
að vinna áð þvi aö auka verkefni
kvennalandsliösins, i þeim til-
gangi að reyna að lyfta upp is-
lenzkum kvennahandknattleik,
sem hefur veriö vanræktur und-
anfarin ár. Guömundur sagði að
næsta verkefni liðsins eftir Fær-
eyjaförina, væri að mæta Hol-
lendingum hér i lok nóvember.
Slðan myndi landslið Færeyja
leika hér I janúar og einnig væru
miklar líkur á þvl, að Norðmenn
myndu leika hér I vetur. Auk þess
er mjög llklegt að landslið
Kanada komi hingað i marz 1975.
Sagöi Guðmundur, að Kanada-
menn væru nú farnir að undirbúa
kvennalandslið sitt fyrir
Olympiuleikana 19761 Kanada, en
þar verður kvennahandknattleik-
ur i fyrsta sinn á dagskrá.
Þá má geta þess, að sum beztu
lönd Evrópu i kvennahandknatt-
leik hyggja á Kanadaferð til að
kynna sér aðstæður þar. Heföu
sum þessara landa látið i ljós
áhuga á að hafa hér viðkomu og
leika viö okkur landsleik.
Sigurbergur Sigsteinsson,
landsliðsmaðurinn kunni úr
Fram, er þjálfari kvennalands-
liðsins. Fararstjórar til Færeyja
verða Guðmundur Friðrik
Sigurðsson og Svana Jörgensdótt-
ir, sem jafnframt er liðsstjóri.
— SOS.