Tíminn - 01.11.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.11.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 1. nóvember 1974. Byggðoáætlun Vest- urlands — eitt aðalmálið á fundi Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi FÓLK STREYMIR — uppselt á allar sýningar L.R. í október ÓVENJUMIKIL aðsókn hefur verið að leikhúsunum nú I haust. 1 Iðnó hefur verið uppselt á hverja sýningu frá þvi leikhúsið opnaði 4. október, og eru sýningarnar komnar yfir tuttugu og leikhús- gestir orðnir um 5000. Óvenjumargir farsaleikir eru nú i gangi i leikhúsunum, eða tveir i hvoru. Fló á skinni hefur verið sýnd 220 sinnum, og virðist sizt vera lát á aðsókninni. Mikil eftirspurn er einnig eftir miðum á reviuna, Islendingaspjöll. Geta má þess, að sýningum á Kertalogi Jökuls Jakobssonar fer að fækka. Atriði úr Kertalogi. Leikararnir Pétur Einarsson, Karl Guðmundsson og Guðrún Stephensen í hlutverkum slnum. Haraldur Sumarliðason, formaður Meistarafélags húsasmiða: Órökstuddar get- sakir í garð húsa smíðameistara 1 Timanum, eru birt viðtöl við nokkra húsasmlðanema s.l. sunnudag I þættinum ,,Með ungu fólki”. t þessum viðtölum (sér- staklega einu) kemur fram ásökun I garð meistara, sem taka að sér nema I húsasmlði, þar sem þvl er haldið fram, að þess séu dæmi, að nemar sem hafa lokið 2-3 árum af náminu hafi „aldrei neglt nagla allan þann tlma”, eins og það er orðað. Einnig að þess séu dæmi, að nemar séu látnir vinna I öðru en faginu, jafnvel árum saman af námstlmanum. A undanförnum árum hefur margt verið rætt og ritað um iðn- fræðsluna. í þessum umræðum og skrifum hafa iðnnemar verið ötulir þátttakendur, og hafa þeir oft lagt gott til þessara mála. Hitt hefur þó verið öllu meira áberandi, að þeir túlki þessi mál I einhvers konar æsifréttastll, og þvl miður hefur magn sllkra skrifa og umræðna oft staðið I fyrirrúmi fyrir yfirvegun og skynsemi. Vegna þess að námsvettvangur iðnnema er dreiföur um vinnu- staði, en ekki eingöngu ákveönar menntastofnanir, er miklu erfiðara að fá heildaryfirsýn yfir þetta en flest annað nám, og þar með mikið auöveldara að slá fram allskonar órökstuddum full- yrðingum I þessu sambandi. Af sömu ástæðu er einnig erfitt að afsanna sllkar fullyrðingar, þegar ekki er getið heimilda eða vettvangs. Engu að slður tel ég það alvarlega ásökun á meistara, að þeir noti nemana til að vinna allt önnur störf en þeim ber, að ekki sé talað um ummælin, sem látin eru falla um Iðnskólann. Það verður að ætlast til að blöð, er vilja láta taka sig alvarlega, birti ekki sllkan óhróður um heilar stéttir og stofnanir, alger- lega að óathuguðu máli, jafnvel þótt einhverjir málglaðir ungl- ■ ingar hafi áhuga á að láta ljós sitt skína. Bent er á að hafa þurfi meira „eftirlit með meistarakerfinu” til að fylgjast með kennslunni. Sllkt eftirlit mætti gjarna vera virkara en það er, en þó held ég að það hljóti aö vera eitthvað meira at- hugavert.ef nemar láta halda sér frá náminu „jafnvel árum saman”, án þess að leita aðstoðar iðnfræðsluráðs eða viðkomandi meistarafélags. AÐALFUNDUR samtaka sveitarfélaga I Vesturlandskjör- dæmi er haldinn i Munaöarnesi dagána 1.-2. nóvember. Ilefst fundurinn kiukkan tvö með fundarsetningu og kosningu starfsmanna. Avörp flytja Gunnar Thoroddsen, félagsmála- ráðherra og Páll Lindal, for- maður Sambands ísi. sveitarfél., og fleiri gestir. Alexander Stefánsson, for- maður samtakanna, flytur skýrslu stjórnar, og Guðjón Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri samtakanna skýrir reikninga og fjárhagsáætlun. Klukkan fjögur hefjast erindi um byggðaáætlun fyrir Vestur- land. Tómas Sveinsson viðskipta- fræðingur talar almennt um byggðaþróunaráætlun Vestur- lands og samgöngur þar. Sigurður Gústafsson hagfræð- ingur flytur erindi um mann- fjölda og mannaflaþróun, at- vinnusamsetningu og tekju- myndun á Vesturlandi I saman- buröi við aðra landshluta, og landsheild. Magnús G. Björnsson skipulagsarkitekt flytur erindi um húsnæðisáætlanir og Fjárlög lagsuppbætur. Magnaukning er 7,3 stig, þar af 2,4 stig vegna áhrifa grunnskólalaganna og 4,9 stig vegna anriarrar magnaukn- ingar, einkum i skólakerfinu og vegagerð, en nokkuð af þeirri magnaukningu er þegar komið fram á árinu 1974. Við ákvörðun annarra rekstrarliða hefur verið höfð hliðsjón af þvl, að frá gerð slðustu fjárlaga hefur verðlag að meöaltali hækkað um 50-55%. Tekjuáætlunin miðast I megin- atriðum við hliðstæðar kaup- og verðlagsforsendur og hér hafa verið raktar. Magnbrey.tingar helztu skattstofna óbeinna skatta eru hins vegar miðaðar við, að heildarútgjöld þjóðarinnar verði ekki meiri að raunverulegu verðgildi á næsta ári en i ár. Þessar forsendur fela I sér, að al- menn innlend þjóðarútgjöld aukist um 19-20% I peningum, en almennur vöruinnflutningur um 20%, (ef olía er frátalinen reiknað' er með 23% hækkun á verðmæti olluinnflutnings 1975.) Reiknað er með, að skattvisitala veri 145 stig, miðað við 100 stig 1974, eða hækki til jafns við tekjur, en ennfremur verði tekjuskattur lækkaður um 500 m.kr., sem er liður i endur- skoðun skatta- og trygginga- kerfisins. Þá er i tekjuáætluninni gert ráð fyrir lækkun tolla frá 1. janúar 1975. skv. aðildarsamningi við EFTA og viðskiptasamningi viö Efnahagsbandalagið og nokkurri aðlögun annarra tolla vegna þessara breytinga”. njó-hjólbarðar til sölu í flestum stærðum góð snjó-mynstur HAGSTÆTT VERÐ Sólum flestar stærðir ÁBYRGÐ Á SÓLNINGU Sendum í póstkröfu SÓL.NXNX* Nýbýlaveg 4 • Sími 4-39-88 Kópavogi bygginga- og skipulagsmál sem þætti I byggðaþróun. Njörður Tryggvason flytur hugleiðingar um orkumál á Vesturlandi, og Jóhannes Ingibjartsson byggingafræðingur ræðir um heilbrigðisþjónustu. Að loknum erindum svara frummælendur fyrirspurnum, og siöan verða almennar umræður. Laugardaginn 2. nóvember verður starfað I nefndum, eftir hádegi skila nefndirnar áliti, og siðan verða málin afgreidd. Fundinum lýkur með kosningu stjórnar endurskoðenda og kosn- ingu fræðsluráðs fyrir Vestur- landskjördæmi. Áformuð fundar- slit eru kl. 17. Trille FRAMUNDAN í NORRÆNA HÚSINU SJ-Reykjavík. — Von er á sænska visnasöngvaranum Cornelis Vreeswijk og dönsku visnasöng- konunni Trille hingað til tónleika- halds. Þau koma tvisvar fram i Norræna húsinu, 7. og 9. nóvem- ber. Auk þess koma þau fram hvort i sinu lagi á vegum annarra aðila. Vreeswijk er fæddur I Hollandi en býr nú i Svlþjóð, þar sem hann nýtur mikilla vinsælda. Trille og hann komu fyrst fram saman 1970, þau koma hingað frá Fær- eyjum. Aðgöngumiðar verða seldir I kaffistofu Norræna húss- ins frá 4. október. Siðar I nóvember kemur sænski pianóleikarinn Margot Nyström, sem hefur hér viðdvöl á leið sinni til hljómleikahalds i Bandarikj- unum. Hún kemur fram einu sinni I Norræna húsinu. Um mánaðamót nóvember- desember koma rithöfundarnir Edde Klövedal Reich frá Dan- mörku og Lars Huldén frá Finn- landi, og hafa þeir báðir lofað að taka þátt I hinum árvissu bók- menntakynningum Norðurlanda- lektoranna. Sýning verður á verkum Alvars Aalto I Norræna húsinu I febrúar. I april verður ein vika helguð kynningu á Álandseyjum. Næsta sýning i sýningarsölum verður sýning Karls Kvarans list- málara, en á eftir honum kemur „DEN NORDISKE udstilling”, samsýning listamannahóps frá öllum norðurlöndunum, en þeir hafa nokkur ár haft sýningar I Charlottenborg I Kaupmanna- höfn. í hópnum eru 26 listamenn frá Noregi, Sviþjóð, Finnlandi, Danmörku, Grænlandi, Færeyj- um og íslandi, og sýna þeir mál- verk, graflk, höggmyndir og keramik. CorneSs Vreéswljk Cornelis Vreeswijk Endur- / • ny|un kirkjulegs safnaðar- starfs háskólafyrirlestur bandaríks prófessors MANUDAGINN 4. nóvember n.k. flytur bandariskur prófessor, Robert Benne.Ph. D„ fyrirlestur við guðfræðideild Háskóla tslands I boði deildarinnar. Prófessor Benne, sem er prófessor I félags- legri siðfræði við Lutheran School of Theology at Chicago, mun i fyrirlestri sinum fjalla um endurnýjun kirkjulegs safnaðar- starfs, einkum þann hátt, er lýtur að endurmenntun presta og annarra starfsmanna safnaðar- Fyrirlesturinn verður haldinn I V. kennslustofu háskólans og hefst kl. 10 árdegis. Q Kirkjuþing Sóknargjald er nú 750 kr. I Reykjavik. Það hefur verið nefskattur, en þó er það nú ekki innheimt af þeim, sem ekki greiða útsvar. Þá er með frumvarpinu lagt til, að stofnaður verði Jöfnunar- sjóður kirkjusókna og tekjur hans verði 5% Jöfnunarsjóður kirkju- sókna og tekjur hans verði 5% af innheimtum sóknargjöldum þjóð- kirkjumanna. Lagt er til, að lögin öðlist gildi 1. jan. 1975. Biskup sagði, að mikil vinna yrði á þinginu vegna þessa frum- varps, sem þó væri vel búið i hendur kirkju þingsmanna Annað málið á þinginu var til- laga um söngmál safnaða, sem biskup flutti. Eru I henni ítrekað- ar fyrri tillögur til úrbóta á þeim erfiðleikum, sem söfnuðir landsins, einkum i dreifbýli, eiga viö að etja I sambandi við söngmál sin. Heitir þingið á kirkjumála- og menntamálaráð- herra að veita þessum tillögum brautargengi. Þingið ályktar að kjósa þriggja manna nefnd til að vinna, ásamt söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, að framgangi þessa máls. I dag, föstudag, verða fjölmörg mál á dagskrá kirkjuþings. Sautján fulltrúar sitja kirkjuþing. Biskup og kirkju- málaráðherra eru sjálfkjörnir. Aðrir fulltrúar eru kosnir I sjö kjördæmum. Prestar kjördæm- anna kjósa sjö fulltrúa úr sinum hópi. Og sóknarnefndir kjósa sjö leikmenn úr sinum hópi. Loks á guðfræðideild Háskóla íslands einn fulltrúa á þinginu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.