Tíminn - 05.11.1974, Qupperneq 4

Tíminn - 05.11.1974, Qupperneq 4
4 TÍMINN Þriöjudagur 5. nóvember 1974. Twiggy segir mömmu sinni allt Twiggy.grannastúlkan, sem eitt sinn var tizkufyrirmynd ungu stúlknanna, og varð þess vald- andi, að fjöldinn allur af ung- lingsstúlkum fór i megrunar- kúra, sem lá við að leiddu þær til dauða, er nú orðin 24 ára gömul og farin að fitna. Hún býr enn heima hjá mömmu sinni, en er nú með ráðagerðir um að giftast 41 árs gömlum Banda- rikjamanni. Af þvi getur þó ekki orðið alveg á næstunni, þar sem sá bandariski er ekki skilinn við eiginkonu sina. Annars segist Twiggy aldrei gera neitt, án þess að ráðfæra sig fyrst við móður sina, þvi mamma viti bezt um alla hluti, og þess vegna sé gott að hafa hana með i ráð- um. Þegar klórað er Sérfræðingur i nálarstungu- lækningum, sem búsettur er i Los Angeles, hefur uppgötvað aðferð fyrir fólk að megra sig með þvi að klóra sér i eyranu. Aöferð dr. Lester Sacks felst i þvi, að festa litlar stálklemmur á tiltekna staði inni í ytra eyra og þarf sá sem hefur þessar klemmur rétt settar í, ekki ann- aö en klóra sér i eyranu þegar hann finnur til svengdar og hafa klemmurnar þá þau áhrif á til- teknar taugar að sulturinn hverfur. Auk þess að draga úr matarlyst hafa klemmurnar og klórið i þær þann ágæta eigin- leika að auka kynferðislegar fýsnir, að þvi er dr. Sacks segir. AAargrét Danadrottning kaupir ► höll Margrét Danadrottning og Henrik maður hennar hafa ný- lega fest kaup á sumarhöll i Frakklandi. Þegar Margrét fór að velta fyrir sér húsakaupun- um, hugsaði hún eins og svo margar smábarnamæður myndu gera: Þar sem ég fer á hverju einasta sumri til Frakk- lands, og drengirnir verða stærri með hverju árinu, og amman og afinn i Frakklandi verða sifellt eldri, þá er liklega bezt fyrir mig að kaupa þar mitt eigið hús, svo við getum dvalizt þar út af fyrir okkur, og amma og afi hafi ekki alltof mikið ónæði af heimsóknum okkar. Margrét keypti þvi höllina Chateau de Caix i Suður-Frakk- landi. Höllin er skammt frá heimili tengdaforeldra hennar. 1 nánd við höllina eru miklar vinekrur, en það mun þó ekki vera þess vegna, sem Margrét valdi einmitt þessa höll. Synirn- ir Friðrik og Joakim eiga nú aö fá tækifæri til þess að læra frönskuna vel og vandlega af innfæddum, enda ekki annaö sæmandi en að þeir tali jafnvel mál beggja foreldranna. Svo finnst Margréti ekki jafnrólegt að dveljast i sumarhöll fjöl- skyldunnar, Marselisborg, sem er skammt frá Árósum. Það er töluvert annað að dveljast i Chateau de Caix, þvi næsta þorp er litið, svo ekki sé meira sagt, þvi ibúar þess eru ekki nema 30 talsins, og landareignin i kring- um höllina er hvorki meira né minna en 40 hektarar, svo ekki sér út yfir girðinguna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.