Tíminn - 05.11.1974, Side 5
Þriöjudagur 5. nóvember 1974.
TIMINN
5
MERK FRÆÐSLU-
RIT UM SÖGU
ÍSLANDS
Aldahvörf eftir Þórleif Bjarnason og
Hin fornu tún eftir Pól Líndal
Komnar eru út á vegum Rikisút-
gáfu námsbóka tvær nýjar bækur
ernefnast Aldahvörfog Hin fornu
tún. Þær eru gefnar út undir út-
gáfuheitinu Bókagerðin Askur og
I nýjum bókaflokki, er nefnist
Land og saga.
Ætlun Rikisútgáfunnar er að
gefa út i þessari bókasamstæðu
nokkur fræðslurit varðandi Is-
land, sögu lands og þjóðar. Bækur
þessar eiga ekki að vera kennslu-
bækur i venjulegum skilningi,
heldur geti hver og einn jöfnum
höndum lesið þær sér til fróðleiks
og skemmtunar, og einnig notað
þær sem uppsláttarrit. Ánnars er
þeim ætlað að gegna mikilvægu
hlutverki sem viðbótarlesefni og
heimildargögn fyrir skóla-
nemendur, eins konar ýtarbækur
til notkunar með námsbókunum.
Eiga þær að geta greitt götu
nemenda við frjálst skólastarf og
sjálfstæð vinnubrögð, sem nú er
lögð æ rikari áherzla á i skóla-
kerfinu.
í fréttatilkynningu frá Rikisút-
gáfunni segir svo um þessar
bækur.
Bókin Aldahvörf, ellefta öldin i
sögu íslendinga, er eftir Þórleif
Bjarnason, fyrrverandi náms-
stjóra. Hún fjallar um elleftu
öldina I sögu Islendinga, þ.e. frá
1874, þegar þjóðin fékk sina fyrstu
stjórnarskrá.
Sagan hefst á stuttum saman-
burði þjóðlifsins við upphaf og lok
þessa timabils. Siðan er rakin i
aðalatriðum stjórnskipan lands-
ins frá upphafi landshöfðingja-
timabilsins til lýðveldis.
Þar á eftir skiptist bókin i
þessa aðalkafla:
Landbúnaður, Sjávarútvegur,
Iðnaður, Verzlun, Samgöngur,
Húsakostur og heilbrigðismál,
Félagssamtök og félagsmál,
Stjórnmál.
Á eftir hverjum kafla er getið
heimildarrita. Veitir það lesend-
um bókarinnar vitneskju um,
hvar frekari fræðslu er að finna
um þau mál, er hver kafli fjallar
um.
1 bókinni eru myndir af 135
manns, konum og körlum eða þvi
nær öllum, sem getið er, að
undanskildum þeim einstakling-
um, sem enn eru á lifi.
Auk mannamyndanna eru 115
myndir, sem sýna hinar stór-
felldu breytingar á atvinnuhátt-
um, byggingum, samgöngum og
á ýmsum öðrum sviðum, sem átt
hafa sér stað á þessu mesta
framfaraskeiði i sögu þjóðar-
innar.
Enn fremur eru i bókinni 25
töflur, er sýna með tölum þróun
fjölmargra þátta þjóðlifsins á
þessu timabili. Skrá er um alla
ráðherra, sem myndað hafa
rikisstjórn, frá 1904-1971, og
hvaða ár þeir fóru með stjórn
landsins.
1 bókarlok er nafnaskrá félaga,
stofnana, fyrirtækja og
einstaklinga.
Bókin Aldahvörf er samin með
það fyrir augum, að veita öllum
þeim, er hana lesa, nokkurn
fróðleik og yfirlit um þá gjör-
byltingu sem átt hefur sér stað á
flestum sviðum þjóðlifsins þessa
siðustu öld þjóðsögunnar.
Bókin Aldahvörf er 288 bls.
Filmugerð annaðist Myndamót
hf. og prentun Ingólfsprent h.f.
Hin fornu tún — Reykjavik i
ellefu aldir — er samin af Páli
Lindal borgarlögmanni.
Markmiðið með útgáfu þeirrar
bókar er að veita lesendum i
stuttu máli nokkuð alhliða mynd
af höfuðborginni að fornu og nýju.
Þar er fjallað um veðurfar,
landslag, gróður og dýralif. Sagt
er nokkuð frá ibúum Reykjavikur
og saga hennar rakin. Þá er gerð
grein fyrir stjórn hennar, fjár-
málum og þeirri þjónustu sem
borgin veitir. Alllangur kafli er
um atvinnumál: landbúnað,
sjávarútveg, iðnað, verzlun, sam-
göngur og annað, sem til atvinnu-
mála telst. Sérstakir kaflar eru
um kirkjumál fræðslu- og
menningarmál. Þar er m.a. gerð
grein fyrir þróun skólahalds,
iþróttamálum, æskulýðsmálum,
söfnum, blaðaútgáfu og þróun
ýmissa listgreina. Fjallað er um
félagsmálastarfsemi, húsnæðis-
mál, verkalýðsmál og
heilbrigðismál. Að lokum er sér-
stakur kafli um Reykjavik i bók-
menntum. Ýtarleg atriðisorða-
skrá fylgir.
1 bókinni eru um 160 myndir frá
gömlum og nýjum tima, þar á
meðal átta myndir af málverk-
um frá Reykjavik. Þess skal
getið að texti bókarinnar var full-
saminn siðast liðið haust og er
þvi að miklu leyti miðaður við
upplýsingar er fyrir lágu,
snemma árs 1973.
Hin fornu tún er 215 bls. Filmu-
gerð og prentun annaðist Litbrá
hf. Umbrot og útlit beggja
bókanna annaðist Þröstur
Magnússon teiknari.
Báðar þessar bækur eru
tengdar ellefu alda búsetu
þjóðarinnar i landinu. Aldahvörf
er saga siðustu 100 ára þessa
tfmabils, en Hin fornu tún
þróun'arsaga þess staðar, þar
sem byggð landsins hófst fyrir
ellefu öldum.
Rikisútgáfan taldi þvi vel
viðeigandi að þær kæmu út á
þessum merku timamótum i sögu
þjóðarinnar sem örlitill þáttur i
afmælishaldinu.
mmm
Nú hafa verið ákveðhar sjö 18 daga
ferðir til Gambíu í vetur. Verður brottför
frá Keflavík eftirtalda daga:
30. nóvember 22. febrúar *
14. desember 8. marz
28. desember 22. marz
8. febrúar
Verð er: frá kr. 53.900,oo til 64.900,oo
eftir brottfarardegi og tegund gistingar.
Flogið er um Kaupmannahöfn í báðum
leiðum og er gisting ásamt morgunverði
þar innifalin bæði fyrir og eftir ferðina á
Hotel Mercur. í Gambíu er innifalin gist-
ing ásarnt hálfu fæði á meðan dvalist er.
Sætamagn er takmarkað. Hafið sam-
band við ferðaskrifstofu yðar, skrifstof-
ur flugfélaganna og umboðsmenn.
FLUCFÉLAG LOFTLEIDIR
LSLANDS
0RAF
Vinnufélag II Ba I
rafiönaðarmanna Bw H
Barmahliö 4 I | I Efe
Hverskonar raflagnavinna.
Nýlagnir og viðgerðir
Dyrasímauppsetningar
Teikniþjónusta.
Skiptið við samvinnufélag.
Simatími milli kl. 1- 3.
daglega i sima 2-80-22
iOHNS-MANVILLE
glerullar-
9 einangrun
er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull-
areinangrun á markaðnum í dag. Auk þess táið
þér frian álpappír með. Hagkvæmasta
einangrunarefnið i flutningi. Jafnvel flugfragt
borgar sig.
Muniö Johns-Manville í alla einangrun.
Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Sendum hvert á land sem er.
JIS
HttllIllllftlllllll
L_IJ I I 1 I I 1 I I I I I I I I I i
JON LOFTSSON HF.
Hringbrouf 121 . Slmi 10-600