Tíminn - 05.11.1974, Side 6
6
TÍMINN
Þriöjudagur 5. nóvember 1974.
O Rannsókn
innti hann fregna af gangi þess-
ara mála, sem hér hefur veriö
getið. Fundur sá, er um getur var
haldinn sl. föstudag og sátu hann
fulltrúi Heilbrigðiseftirlits rikis-
ins, Einar Valur Ingimundarson,
Jón Jónsson, jarðfræðingur, frá
Orkumálastofnun, bæjartækni-
fræðingurinn I Keflavik, verk-
fræðingur Njarðvikurhrepps,
Magnús Guðmannsson. Einnig
sátu sveitarstjóri og oddviti
Njarðvikurhrepps fundinn.
— En að hverju er þá stefnt, og
hver eru þau verkefni, sem fyrst
verður tekizt á við?
— Það fyrsta, sem liggur fyrir
núna segir Vilhjálmur Grimsson,
er aö kanna grunnvatnsstöðuna
undir skaganum. Við þurfum að
kortleggja 120 holur, sem hafa
veriö boraðar hér i gegnum árin,
velja nokkrar þeirra úr og fylgj-
ast með þvi, hvernig þær hegða
sér og i hvaða stöðu grunnvatnið
erhér, og hversu mikið það er að
vöxtum. Þegar sú niðurstaða
liggur fyrir, hversu mikið vatn er
hér, og hversu lengi það muni
duga okkur, þá munum við halda
ótrauðir áfram við það að rann-
saka hugsanlega eyðileggingu,
sem getur vofaö yfir vegna oliu-
mengunarinnar, sem er allmikil i
jöröinni.
— Er talið að hún sé veruleg?
— Við vitum, að hún hefur
sums staðar komizt niður i grunn-
vatnið, við vitum af ónýtum hol-
um, sem hafa spillzt vegna oliu-
mengunar, en ekki er kannað
ennþá, hversu viðtæk hún er,
þ.e.a.s. hversu viða hún er komin
eitthvað að ráði niður i jörðina.
— Er þetta ekki mikið verk?
— Þetta verk er bæði umfangs-
mikið og kostnaðarsamt. — Það
oliumagn sem farið hefur niður,
er það mikið, og þá hvar helzt?
— Það er ljóst, að það hefur
fariö anzi mikið niður af oliu uppi
á velli. Aftur á móti er hverfandi
litil hætta niðri i Keflavik, það eru
þá helzt gamlar leyfar hérna suð-
ur undir girðingu, sem þarf að at-
huga, þar sem er gamalt tanka-
stæði en að öðru leyti er litið um
að vera hér i Keflavik, enda segir
það sig sjálft, að það oliumagn
sem búið er að meðhöndla uppi á
velli það er alveg gifurlegt i gegn-
um árin. Þessar stórvirku vinnu-
vélar hafa verið þarna öll þessi
ár, og menn gerðu sér bara enga
grein fyrir þvi, að það væri nein
hætta á ferðum, þó að eitthvað af
oliu sullaðist niður. Og þetta er
svo sem fyrirgefanlegt, af þvi að
þá hugsuðu menn ekki út i þetta,
þvi að olian hvarf bara niður i
jörðina, og svo átti hún að vera úr
sögunni — og svo var bara málið
leyst. v
— Ætli hugsunarhátturinn sé
breyttur?
— Það er enginn vafi á þvi — og
skilningur manna á þessu er
mjög að aukast.
Flugferð
dvöl á hóteli i London, sem
kostar með morgunverði um
1100 krónur og er þá miðað við
gott hótel, þar sem herbergi
eru með baði.
Mikið er um að vera i
London um þessar mundir,
eins og oft áður. Þar eru
haldnar margvislegar
sýningar og heimsókn á
nokkur heimsfræg söfn, sem
milljónaborgin hýsir, er ein
þess virði að sækja London
heim að ógleymdu hinu fjöl-
breytta leikhús- og listalifi,
sem einmitt stendur I hvað
mestum blóma á þessum tima
árs.
Reikna má með, að flestum
sætunum i þessa ferð verði
ráðstafað til félagsmanna
eftir óskum þeirra i dag, á
morgun, og fimmtudag, þar
sem svo ódýrt Lundúnaferð
hefir ekki boðizt áður, og ekki
liklegt að önnur slik bjóðist
alveg á næstunni.
Olíuverðið
að greiddur verði helmingur
skuldarinnar, en vextir verða
greiddir af eftirstöðvunum. Við-
skiptahallinn við Sovétrikin nem-
ur um 3.5 milljörðum króna, en
búið er að greiða af þvi rúman
milljarð króna. Þá var samþykkt
að yfirdráttarheimildin verði
hækkuð verulega frá þvi sem áð-
ur var. Samkomulag tókst einnig
um við hvaða upphæð skuli miða,
en það atriði hefur verið svolitið á
reiki vegna gengisbreytingarinn-
ar á Islenzku krónunni. Kvað
Ólafur þetta samkomulag vera
Islendingum eins hagstætt og
frekast var hægt að búast við.
Rætt var um, að auka vörukaup
Sovétrikjanna frá Islandi til að
rrewm
Okkur or ánægja að tilkynna
þ«im fjolmorgu, som hafa
koypt af okkur kæliskápa oy
þvottavólar og oru ánægðir
moð þau kaup, að nú hofum
við einnig á hoðstolum Ignis
eldavólar. sem cinnig má
mæla moð som sórstakri
gæðavoru
Við bondum moðal annars á.
að fylgjandi er grill
asamt rafknunum
grillteini.svo að nú or hægt að
olda matinn moð þoim hætti.
som mest tiðkast nú — grillið
læri, kjúklinga oða annan mat
oftir hcntugloikum, og smckk.
og látið hitastilli og klukku
vera yður til hjálpar við að fá
som ho/tan mat moð som
minnstri fyrirhofn,
Það ur tryggt' moð þossari
IGNIS vél, sem er að oðru
loyti húin oins fullkomloga og
krofur oru gorðar til viða um
hoim
Og um hagstæðara vorð or
vart að ræða núna
Og þoyar [xir kaupið IGNIS.
skuluð þór muna, að þar for
tvonnt sarnan. soin aðrir bjóða
ITALSKT HUGVIT OG HAND
LAGNI
ISLENSKUR LEIÐARVISIR
FYLGIR — IGNIS VERÐ
VARAHLUTA OG
VIÐGERÐAÞJONUSTA
HVERS VIRDI ER ÞEKKING
OG ÞJONUSTA FAGMANNA?
RAFIÐJAN
VESTURGÖTU 11 SÍMI 19294
RAFTORG
V/AUSTURVÖLL SlMI 26660
jafna þann stóra mismun, sem
oröinn er á i viðskiptum rikjanna,
en íslendingar kaupa nær alla
oliu sem þeir nota frá Sovét-
rikjunum. Samkomulag náðist
um, að Rússar kaupi á þessu ári
10 þúsund lestir af fiskimjöli á þvi
verði sem gildir á heimsmarkaði.
Krefjast þeir, að mjölið verði
I bezta gæðaflokki. Nánari samn-
ingar þar um verða i höndum
fiskimjölsframleiðenda.
Hins vegar sagði ráðherrann,
að ekki hefði fengizt framgengt
að Rússar keyptu af okkur all-
verulegt magn til viðbótar af heil-
frystum fiski og fiskflökum. Eru
þeir búnir að gera ráðstafanir til
kaupa á þeim vörutegundum til
áramóta. En gert er ráð fyrir við-
ræðum i desember n.k. um við-
skipti næsta árs og standa vonir
til, að þá verði hægt að semja um
meiri útflutning á þessum vöru-
tegundum til Sovétrikjanna en átt
hefur sér stað á þessu ári.
Þess skal getið, að birgðir af
nefndum vörum eru nú miklar i
landinu. Frystihúsin eru full og
afskipanir eru ekki eins miklar og
framleitt er, og miklar birgðir af
flökum eru i verksmiðjum ís-
lendinga i Bandarikjunum. Er
þetta ein ástæðan til vandræða
okkar i viðskiptamálum.
Um svipað leyti og ráðherrann
var i Moskvu var samið þar um
oliukaup Islendinga á næsta ári,
og urðu þeir samningar ekki
óhagstæðari en ráð hafði verið
fyrir gert.
Viðskiptaráðherra benti á, að
viðskipti okkar við Sovétrikin
væru mjög mikilvæg og bæri Is-
lendingum að leggja á þau
áherzlu. Minnti hann á, að þegar
mörkuðum okkar i Bretlandi var
lokað vegna landhelgisdeilunnar
hafi Rússlandsviðskiptin bjargað
okkur, en þá var ekki farið að
selja fisk til Ameriku, þar sem
stærsti markaður okkar er nú.
— Ég vil láta þá skoðun i ljós,
sagði ráðherrann, að útflytjendur
eigi að leggja rækt við viðskiptin
við Rússland og tel ákaflega
óheppilegt að útflutningur verði
um of einskorðaður við einn
ákveðinn markað. Þess vegna er
lika þýðingarmikið að lögð verði
áherzla á að opna nýja markaði i
Vestur-Evrópu, þar sem neyzlu-
venjur þar eru að komast i svipað
horf og i Bandarikjunum. Kaup-
endur vilja fá vöruna tilreidda og
Islendingar hafa fengið reynslu af
framreiðslu fiskrétta i verk-
smiðjum sinum i Bandarikjun-
um, og hvers vegna skyldu þeir
þá ekki lika geta reist og rekið
svipaðar verksmiðjur i Evrópu,
þar sem við höf
um bæði kunnáttu og reynslu i
framleiðslu fiskrétta ?
Að lokum itrekaði ráðherrann,
að ollumálin væru eitt af okkar
stærstu vandamálum i dag og
væri aldrei ofbrýnt fyrir fólki að
fara eins sparlega með oliu og
bensin og frekast væri kostur
bæði til eigin hagsbóta og þjóðar-
heillar.
Q Björgun
Hornafjarðarradio að Hafnar-
fjarðartogarinn Júni væri næsta
skip við slysstað og töldu skip-
verjar á Júni, að þeir yrðu komn-
ir að flutningaskipinu um klukkan
niu.
Skipverjar á Júni sögðu þá veð-
ur á þessum slóðum vera ágætt,
suð-austan 3-4, gott skyggni og
hálf skýjað. Rétt eftir klukkan
sex tilkynnti flutningaskipið að
þeir teldu sig hafa heft útbreiðslu
eldsins, en tilkynntu jafnframt að
vél skipsins væri óvirk og nauð-
synlegt væri þvi að fá dráttarbát.
Stuttu siðar tilkynnti hollenskur
dráttarbátur að hann myndi
halda á vettvang, en hann var þá
staddur i um 400-500 sjómilna
fjarlægð frá slysstað.
Um þetta leyti var vitað, að ein-
hver slys hefðu orðið á mönnum i
sprengingunni, en ekki hversu al-
varleg þau væru. Um kl 7 óskaði
Stolt Vista, að sendur yrði læknir
um borð i skipið með þyrlu, þar
sem einn skipverja væri mjög a!-
varlega brenndur og i lifshættu.
Einnig væru tveir aðrir skipverj-
ar slasaðir.
Slysavarnafélagið hafði þegar
samband við björgunarsveitina á
Keflavikurflugvelli og bað um
skjóta aðstoð, en um hálftima sið-
ar tilkynnti björgunarsveitin, að
veðurútlit væri mjög slæmt og
veöur fyrir sunnan land færi ört
versnandi, og að ekki væri hægt
að senda þyrlu, en þeir myndu
Stunginn með hnífi
gébé-Reykjavik. Fimmtán ára
piltur, var stunginn með hnifi i
brjóstið aðfaranótt laugardagsins
á Akranesi. Þetta gerðist við
Hótel Akranes, rétt i þann mund
er dansleik var að ljúka. Nitján
ára piltur réðst á drenginn, sem
heitir Sigurður Guðjónsson, og
stakk hann með hnifi i brjóstið.
Stungan lenti vinstra megin I
brjósti Sigurðar og liggur hann nú
þungt haldinn á sjúkrahúsinu á
Akranesi. Var haft eftir læknum I
gærdag, að liðan hans væri sæmi-
leg eftir atvikum.
Piltarnir, sem báöir eru búsettir
á Akranesi, höfðu báðir fyrr um
kvöldiö veriö á dansleiknum, en
voru farnir þaðan út löngu áður
en dansleiknum lauk. Hittust þeir
fyrir framan hótelið með fyrr-
greindum afleiðingum.
Lögreglan var þegar kvödd á
staðinn og var Sigurður fluttur
án tafar i sjúkrahúsið, en þá
hafði hann þegar misst mikið
blóð. Arásarmaðurinn hefur
verið úrskurðaður i fimmtán
daga gæzluvarðhald.
Astæðan fyrir verknaðinum er
óljós, en málið er I rannsókn hjá
lögreglunni á Akranesi.
Pilturinn, sem verknaðinn
framdi hefur litið komið við sögu
hjá lögreglunni á Akranesi áður,
þó var hann tekinn fyrr i haust,
þar sem hann var að hræða veg-
farendur með loftriffli, en lög-
reglan kom þá til skjalanna.
Hvassviðri
gébé - Reykjavik. — Það var
heldur hvimleitt veðrið I höfuð-
borginni seinnihluta dags i gær.
Sunnan, suðaustan hvassviðri og
mikil rigning. En það var viðar
óveður en á höfuðhorgarsvæðinu,
— þetta leiðindaveður náði allt
austur að Höfn I Hornafirði.
A niu klukkustundum i gærdag
mældist rigningin vera hvorki
meira né minna en 44 milli-
metrar á Kirkjubæjarklaustri, og
á Fagurhólsmýri. Þar voru einnig
8-9 vindstig.
37 millimetra rigning mældist
að Mýrum i Alftaveri og 38 á
Stórhöfða I Vestmannaeyjum og
ellefu vindstig. Rigningin var
heldur minni annars staðar á
og rigning
Suðurlandi. óvenjulega mikið
rigndi á Sauðárkróki, eða 13
millimetrar, en það má heita að
væri þurrt til landsins austan
Akureyrar.
Kuldi fylgdi ekki hvassviðrinu
og rigningunni, t.d. mældist 10
stiga hiti á Fljótsdalshéraði i gær
og var búizt við að hitinn myndi
fara hækkandi norðanlands fram
að miðnætti, en kólna með
morgninum.
Á sunnanverðu landinu er
einnig búizt við kólnandi veðri,
ásamt skúrum og jafnvel
slydduélum á morgun.
Ekki er vitað um neinar
skemmdir á vegum eða öðrum
mannvirkjum.
gripa til þess ráðs að senda
björgunarflugvél af Herkúles-
gerð með tveimur sjúkraliðum
um borð, sem myndu stökkva nið-
ur I sjóinn við flutningaskipið
klæddir froskmannsbúningum, og
I fallhlif.
Nokkru siðar fékk Slysavarna-
félagið þær fréttir i gegnum Nes-
radió, að danska eftirlitsskipið
Hvitabjörninn værj farið frá Fær-
eyjum og um borö i skipinu væri
læknir, og ennfremur væri þyrla á
skipinu.
Um klukkan niu i gærmorgun
tilkynntu skipverjar á Júni, að
þeir væru komnir á þær slóðir
sem Stolt Vista ætti að vera á, en
þeir sæu ekki til ferða flutninga-
skipsins, en stuttu siðar fengu
þeir nákvæmari staðsetningu
skipsins og hafði þá skeikað
nokkru frá fyrri staðarákvörðun.
Um tiuleytið tilkynnti
björgunarmiðstöðin á Kefla-
vikurflugvelli, að Herkúlesvélin
væri komin að Stolt Vista, en talið
var ráðlegt að biða með fall-
hlifarstökkið unz Júni væri kom-
inn á vettvang, vegna þess að
flutningskipið hefði ekki hentug-
an bát til að koma sjúkraliðunum
um borð.
Hálftima siðar sagðist Júni sjá
flutningaskipið i radar og nokkru
siðar tilkynnti björgunarmiðstöð-
in á Keflavikurflugvelli að
sjúkraliðarnir hefðu stokkið úr
vélinni og héfðu lent I sjónum.
Voru sjúkraliðarnir tveir i sjón-
um I um 20 mínútur, unz skips-
bátur frá Stolt Vista komst til
þeirra.
Eftir að sjúkraliðarnir voru
komnir um borð, var ekki talin
ástæða til að Júni væri þarna
lengur, og var skipverjum þökkuð
aðstoð, en togarinn hélt siðan
áleiðis til Þýzkalands með afla.
Var þá vitað um varðskipið og
ennfremur að Hvidbjörnen væri á
leiðinni, auk brezka eftirlitsskips-
ins Miranda er var einnig á leið-
inni á slysstað.
Um klukkan hálf eitt i gærdag
lágu fyrir upplýsingar um slys á
skipverjum Stolt Vista og þá töldu
sjúkraliðarnir bandarisku að lið-
an mannsins sem brenndist mest
væri mjög slæm og hann i bráðri
lifshættu. Töldu sjúkraliðarnir,
að um 40% af likama mannsins
væri brenndur og hinir tveir skip-
verjarnir sem slösuðust væru
einnig mjög brenndir. Gerðu
sjúkraliðarnir að sárum mann-
anna eftir beztu getu og tókst
þeim að halda lifi I manninum,
sem i mestri hættu var.
Aætlað var að varðskipið yrði
komiö að flutningaskipinu um
klukkan 16, en hálftima áður bár-
ust tilkynningar um, að varðskip-
ið væri komið að flutningaskip-
inu, og nokkru seinna tilkynntu
varðskipsmenn að þyrlan á
Hvitabirninum væri þegar búin
að fara eina ferð yfir i Stolt Vista,
og hefði sótt þann, sem mest var
brenndur. Var farið með manninn
yfir I sjúkrastofu Hvitabjarnar-
ins, þar sem læknir tók við mann-
inum.
Veður á þessum slóðum fór nú
ört versnandi og um klukkan 16
voru komin sjö vindstig og mikill
sjór. Var þá tilkynnt að þyrlan
gæti ekki farið aðra ferð.
Reiknað er með að Hvitabjörn-
inn fari með manninn til Færeyja
á sjúkrahús, en biði ekki eftir að
veður lægi, enda ekki liklegt að
veður gangi niður i bráð.
Miranda kom að flutningaskip-
inu um klukkan 18 I gærdag og
ekki var talið i gærkvöldi, þegar
Timinn hafði tal af Hannesi
Hafstein, framkvæmdastjóra
Slysavarnafélagsins, að brezka
eftirlitsskipið geti flutt neina
menn á milli skipanna i gærkvöldi
eða nótt, I þvi ofsaveðri sem þar
er og náttmyrkri.
Talið var liklegt, að Miranda
yrði um kyrrt á slysstað um nótt-
ina, og vitað er að varðskipið mun
halda kyrru fyrir, til að fylgjast
með skipinu þvi að vélar þess eru
óvirkar.
1 birtingu verður svo tekin
ákvörðun um hvað hægt verður
að gera.
Stolt Vista er i eigu norsks
skipafélags og er það rúmlega
fimmtán þúsund tonn. Skipið var
á leið til Noregs með málmgrýti.
Samkvæmt siðustu fréttum i
gærkvöldi, var ljóst að Islenzka
varðskipið verður eitt á slysstað
hjá flutningaskipinu, þvi vélarbil-
un varð hjá brezka eftirlitsskip-
inu Miranda og hélt það áleiðis til
Færeyja. Hvitabjörninn var far-
inn af þessum slóðum áleiðis til
Færeyja með sjúklinginn og hol-
lenski dráttarbáturinn verður
kominn að skipinu i býtið i fyrra-
málið.
Þjófnaður
um 620 þúsund kr. Þjófarnir litu
ekki við ávisunum, heldur tóku
aöeins peningaseðla.
Aö sögn rannsóknarlögreglunn-
ar, er það ekki einsdæmi, að lykl-
ar að peningaskápum fyrirtækja
séu geymdir svo að segja á glám-
bekk. Þvi er oft þannig farið, að
lyklarnir eru geymdir i skrif-
borðsskúffum, sem hægðarleikur
er að komast i,.og sagði rann-
sóknarlögreglan, að þess væru
einnig dæmi, að lyklarnir væru
geymdir i sjálfri skránni á skápn-
um.
Er augljóst, að tilgangur pen-
ingaskápa og annarra skápa, sem
geyma eiga verðmæti, verður
litill sem enginn, þegar þannig er
I pottinn búið.
Enn hefur ekki tekizt að upp-
lýsa þetta þjófnaðarmál.