Tíminn - 05.11.1974, Blaðsíða 13
ÞriBjudagur 5. nóvember 1974.
TÍMINN
13
HILLU
SYSTEM
UR EIK , TEAK OG PALESANDER
STOFUNNI SKIPT
Húsgagnaverslun
Reykjavíkur hf.
BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 11940
Aðalfundur Sýslu-
mannafélags íslands
Aðalfundur Sýslumannafélags
Islands var haldinn i húsakynn-
um tollstjóraembættisins i
Reykjavik dagana 25. og 26. októ-
ber s.l. Félagsmenn eru allir
sýslumenn og bæjarfógetar
landsins, svo og tollstjórinn og
lögreglustjórinn iReykjavik, toll-
gæzlustjóri og lögreglustjórar i
byggðarlögum landsins.
Á fundinum voru félaginu sett
ný lög. Umræður urðu m.a. um
framkvæmd almannatrygginga-
laga, svo og um málefni hérað-
anna, einkum ráðstafanir til þess
að styrkja fjárhagsstöðu sýslu-
félaganna til þess að þau gætu
betur risið undir kostnaði, sem
samfara er umbótum i menning-
ar-, félags- og atvinnumálum
héraðanna. —
I stjórn félagsins eiga sæti As-
geir Pétursson, sýslumaður, sem
er formaður félagsins, svo og
Björn Hermannsson, tollstjóri og
sýslumennirnir Páll Hallgrims-
son, Björn Fr. Björnsson og Frið-
jón Þórðarson.
Reynsla Kanada-
manna af lækkun
áfengiskaupaaldurs
Á miðju ári 1971 var áfengis-
kaupaaldur i Kanada lækkað-
ur, i nokkrum fylkjum i 19 ár,
öðrum i 18.
Enginn gerði sér grein fyrir,
hverjar afleiðingarnar yrðu.
Margir töldu, að lækkunin
myndi engu breyta, margir
unglingar 18-20 ára drykkju,
og betra væri, að drykkjan
væri lögleg en ólögleg.
Nú hafa afleiðingarnar ver-
ið rannsakaðar að dálitlu
leyti, enda ein þekktasta rann-
sóknastofnun heims i áfengis-
og fikniefnamálum einmitt i
Toronto.
Hér eru niðurstöðurnar:
1) Árið 1972 voru niu sinnum
fleiri unglingar i Toronto
teknir fyrir ölvun við akst-
ur en 1970.
Tölurnar eru þessar:
1970 — 48
1971 — 259 (aldurinn
lækkaður 1. júni)
1972 — 457.
2) Umferðarslysum, þar sem
unglingar koma við sögu,
hefur á sama tima fjölgað
úr 179 i 425.
3) Lægra aldurstakmark hef-
ur i för með sér lækkaðan
drykkjualdur, einnig hvað
snertir unglinga innan
átján ára. Unglingar á
aldrinum 15-17 ára eiga
hægara með að ná sér i
áfengi eftir lækkunina.
4) Fleiri unglingar drekka
mikið.
5) Fleiri unglingar þurfa að
leita aðstoðar vegna of-
drykkju.
Reynslan sýnir, að lækkun
áfengiskaupaaldurs hefur
ýmsu breytt, einkum þó þvi,
að áfengisneyzla unglinga,
bæði þeirra sem drekka lög-
lega og ólöglega, hefur aukizt
gifurlega. Sú aukning hefur
svo i för með sér samsvarandi
aukningu drykkjusýki, af-
brota og annars tjóns, sem af
áfengisneyzlu stafar.
Áfengisvarnaráð
Bókasafn Keflavík-
ur í nýtt húsnæði
Nú þessa dagana er bæjar- og
héraðsbókasafnið i Keflavik að
flytja i ný húsakynni að Mána-
götu 7. Það er þriggja hæða hús
og hver hæð um 120 fermetrar að
flatarmáli.
Arið 1972 keypti Keflavikurbær
þetta hús fyrir bókasafn. Á mið-
hæðinni eru útlánasalir og þeir
hafa verið teknir i notkun. í
kjallara eru geymslur og þar er
lika gert ráð fyrir lestrarsal. Á
efstu hæðinni er skrifstofa og þar
er ennfremur áformað að hafa
plötudeild, svo og lestrarherbergi
fyrir fræðimenn.
Yfirumsjón með innréttingum
hefur verið i höndum Knúts
Jeppersens, arkitekt.
Myndin er tekin i útlánasal nýja
húsnæðisins að Mánagötu 7 21.
okt. siðastliðinn, en þann dag var
húsnæðið formlega tekið i notkun.
Athugasemd
Fáeinar prentvillur hafa slæðzt
inn i greinina „Böðull lifsins”,
sem birtist i blaðinu s.l. föstudag.
Flestar eru þær þess eðlis, að
auðvelt er að ráða i málið. Mein-
leg villa hefur þó orðið i fimmta
dálki, þar sem fjallað er um móa-
fuglinn s.k. Þar segir i 31. linu að
neðan, að fugl þessi hafi verið
,,um hálfan metra á hæð”, en á að
vera: ,,um hálfur fjórði metri”.
Þá má að lokum geta þess, að
siðasta orð greinarinnar á að
vera deyða en ekki eyða.
Vísír
Auglýsing
um bifreiðaskoðun
fró Lögreglusfjóranum
í Vestmannaeyjum
Eigendum eða umráðamönnum Vest-
mannaeyjabifreiða utan umdæmis Vest-
mannaeyja, ber að koma með bifreiðarn-
ar i iokaskoðun tii bifreiðaeftirlitsmanns
þess umdæmis þar sem bifreiðarnar nú
eru, fyrir 15. nóvember n.k.
Við skoðun skal sýna, skrásetningarskir-
teini bifreiðarinnar, kvittun fyrir greiðslu
bifreiðagjalda og vottorð um ljósastillingu
bifreiðarinnar.
Vestmannaeyjabifreiðar, er ekki koma
til skoðunar fyrir 15. nóvember n.k. verða
teknar úr umferð án frekari fyrirvara.
Lögreglustjórinn i Vestmannaeyjum.
vaktmann og biður hann að fara
út að athuga, hvort nokkuð
grunsamlegt eða ólöglegt sé
þarna á seyði. Vaktmaðurinn
verður við þeim tilmælum, — en
þar er ekkert grunsamiegt að sjá.
HANN SA ALDREI NEINN BÍL,
HVORKI VÖRUBÍL NÉ
JEPPABÍL.
— Þarna er frétt, sem er alveg
ósönn, og ég held ég megi
fullyrða, að þetta sé nær algjört
einsdæmi, sagði rannsóknarlög-
reglumaður við blaðamann Tim-
ans i gær.
Lögreglan fór aldrei á staðinn,
vegna þess að vaktmaðurinn sá
aldrei neitt grunsamlegt. Og það
má ennfremur geta þess, að
járnið, sem „biræfnu þjófarnir”
áttu að vera að stela, var ekki
þakjárn.
Þannig stenzt ekkert i
umræddri Visisfrétt, nema það,
að kona i nágrenninu gerði
lögreglunni viðvart. En kannski
hefur forsiðan verið tóm, — og þvi
góð ráð dýr fyrir blaðiö. Nú, — og
kannski er það framtiðin, að
skáldsögur skipi stórt rúm á for-
siðum dagblaðanna. Hver veit?
I
• 'k í'. •
/■»/,
LvU'
:■
V,
;
1 ii.T
Greiðsla olíustyrks
í Reykjavík
Samkv. 1. nr. 47/1974 og rgj. frá 30. 5.
1974 verður oliustyrkur til þeirra, sem
nota oliu til upphitunar, fyrir timabilið
júni-ágúst 1974 greiddur út hjá borgar-
gjaldkera Austurstræti 16.
Greiðsla hefst fimmtudaginn 7. nóvem-
ber til ibúa vestan Kringlumýrarbraut-
ar og mánudaginn 11. nóvember til ibúa
austan Kirnglumýrarbrautar.
Afgreiðslutimi er kl. 9.00-15.00. Styrkur-
inn greiðist framteljendum og ber að
framvisa persónuskilrikjum við mót-
töku.
5. nóvember 1974
Skrifstofa borgarstjóra.
*'M •» *■
,1y\
$
Óskilahestur
Rauðskjóttur hestur, fullorðinn, er i óskil-
um i Lundarreykjardalshreppi
Mark (ógreinilegt), sneiðrifað aftan, fjööur framan
hægra, sneiðrifið aftan vinstra.
Hesturinn verður seldur um miðjan þennan mánuð ef eig-
andi finnst ekki.
Upplýsingar hjá hreppstjóra.
R)
R)
Hærra verð
Við greiðum af sérstökum ástæðum hærra verð um
takmarkaðan tima fyrir vel prjónaðar lopapeysur,
heilar og hnepptar, á fullorðna og börn.
Móttaka á þriðjudögum, fimmtudögum og föstu-
dögum kl. 13,30 til 16,30.
Sleppið ekki þessu tækifæri.
GEFJUN
AUSTURSTR/ETI